Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 21 EIRÍKUR Smith sýnir um þessar mundir ný olíumálverk og vatns- litamyndir, alls 85 verk, í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Eiríkur er einn þekktasti myndlistarmaður lands- ins, og ferill hans spannar meira en 50 ár. Sýning Eiríks verður opin alla daga kl. 11.00–17.00, nema þriðju- daga, til 7. október. „Ég hef alltaf stundað vatnslitinn gegnum tíðina og haldið honum við,“ segir Eiríkur þegar hann sýnir blaðamanni verkin á sýningunni. „Þetta er vandasamt efni, og eins og þú sérð er ég svolítið tvöfaldur í roð- inu, því þettar eru bæði abst- raksjónir og natúralískar myndir.“ Er nokkuð að því að vera tvöfald- ur í roðinu? „Ja, ég er bara svona, og hef alltaf þurft að vera svona. Hvort tveggja höfðar til mín. En ef þú horfir á þessar abstraksjónir hérna, þá sérðu að þær eru líka þónokkuð undir áhrifum frá náttúrustemmningum.“ Hvaða staðir eru þetta? „Þetta er svona sitt á hvað, bæði héðan úr hrauninu, úr Heiðmörk og Hvalfirði, Þingvellir, Snæfellsjökull er hér og þetta er nú bara einhver dumbungur.“ Ekki ferðu með vatnslitina með þér út í náttúruna? „Jújú, elskan mín góða, ég geri það. Ég fer um allt í bíltíkinni minni og mála á staðnum og hangi yfir þessu í rólegheitum. En þetta er ekkert mál. Ég lét breyta rafmagn- inu í bílnum hjá mér með straum- breyti, þannig að ég get haft hár- þurrkuna í bílnum til að þurrka myndina eftir hverja umferð. Ég varð að gera það því hárþurrkan spilar dálítið inn í þetta hjá mér, hárþurrkan. Vatnslitina þjálfa ég alltaf. Þeir eru vandasamir og maður verður að hafa góða liti og fínan pappír, og umfram allt þarf maður að halda þessari tækni við. Ég er búin að vera í vatnslitum frá því ég var smástrák- ur. Annars eru þessar myndir svolít- ið öðru vísi en ég var með á síðustu sýningu. Maður er nú að reyna að hjakka ekki alltaf í sama farinu, þó mörgum hætti nú til þess þegar þeir eldast; – fara að endurtaka sig allt of mikið. Ég er alltaf að reyna að rífa mig upp úr því, og standa á verð- inum um sjálfan mig. Þetta eru til dæmis allt öðru vísi abstraksjónir en ég var með síðast.“ Finnst þér vatnslitirnir eiga jafn- mikil ítök í þér og olían? „Jájá, vatnsliturinn er svo sjarm- erandi, léttur, gegnsær og andlegur. Það verður allt að vera gegnsætt; – ef það er það ekki, þá er það bara orðið eins og þekjulitur sem er allt annar hlutur.“ Þú sagðist vera tvöfaldur í roðinu, en hvort stendur þér nú nær, náttúr- an eða abstraksjónin? „Það er mér hvort tveggja jafn mikilvægt, – ég geri ekki upp á milli. Ég er í þessu sitt á hvað. Það er til- breyting að fara í abstraksjónina eftir natúralískar myndir, en eins og ég sagði þér, þá er alltaf eitthvað af náttúrunni í þeim, þó ég fari svona með þær. Það eru bæði litirnir, formin og stemmningin.“ Ég sé að hérna ertu með allt öðru vísi pappír, grófan eða jafnvel hamr- aðan. „Já, þetta er mjög grófur pappír. Mér finnst það að nota mismunandi pappír eins og að spila á mismun- andi hljóðfæri og misgóð. En eftir því sem pappírinn er betri er eins og maður sé að spila á betra hljóðfæri.“ Ég tek eftir því að þú notar mikið af þverröndum í myndirnar þínar. „Já, í vatnslitnum geri ég þetta með stórum pensli með sérstökum raka í en í olíunni geri ég þetta með spaða, eins og þú sérð hérna uppi. Og nú er ég farinn að nota tenntan spaða eins og dúklagningarmenn nota. Það er svolítið gaman að nota spaðana með penslinum, það verður einhvern vegin meiri efniskennd í þessu, og í olíunni getur maður haft þetta þykkara.“ Hér á efri hæðinni eru bara af- strakt olíuverk. „Já, en þú sérð talsverða líkingu með natúralísku myndunum, og sumt mjög nálægt því að vera nat- úralískt en þó hálf afstrakt. Þú sérð að sumar myndirnar eru í þema sem ég kalla Hugleiðingar, annað þema er Himinn og jörð, og svo heita þess- ar ýmsum nöfnum, eins og þessi, Vor í fjöru.“ Sumar myndirnar eru með ein- hvers konar glugga sem gefa manni sýn inn í annan heim. „Jújú, - ég skal alveg viðurkenna það, að ég er alltaf svolítið hrifinn af mystík. Það er sagt að það komi svo- lítið fram í myndunum mínum, og þetta hefur haft þannig áhrif á þig líka, – það er gott að heyra. Sumir kalla þetta gáttir. Það hefur alltaf verið árátta hjá mér að sækja í þetta mystíska.“ Þú gefur manni alltaf svolitlar vís- bendingar með nöfnum myndanna. Hvenær verða þau til? „Já, það getur verið að maður sæki í ákveðið efni, en byrji svo bara að mála alveg afstrakt. En nöfnin koma nú oftast bara eftirá. Þá fer ég að rifja upp og fer að átta mig á því hvaðan áhrifin koma. Þá verður nafnið til, hvort sem það er bara af- straksjón eða eitthvað annað. Ég hef oft hjálpað fólki að horfa á afstrakt málverk með því að segja því að horfa á þau eins og það sé að hlusta á músík. Það er einfalt ráð og hjálp- ar. Þá hættir fólk að leita og leita að einhverju í myndunum. Þetta er bara eins og tónar. Ég tek áhrif hvaðanæva inní myndirnar mínar bæði vitandi og óafvitandi.“ „Ég er alltaf svolítið hrifinn af mystík“ Morgunblaðið/Einar Falur Eiríkur Smith við eitt verka sinna á sýningunni í Hafnarborg. Í TILEFNI að 20 ára afmæli Sam- taka myndlistarskóla fyrir börn og unglinga í Finnlandi hefur Myndlista- skólanum í Reykjavík verið boðin þátttaka í norrænni grafíksýningu barna í Finnlandi sem verður opnuð á morgun, fimmtudag. Á sýningunni verða verk eftir unga nemendur myndlistarskóla frá Norðurlöndun- um öllum. Myndlistaskólinn í Reykjavík er fulltrúi Íslands á sýningunni, en ís- lensku verkin voru unnin sl. vetur af nemendum barna- og unglingadeildar skólans. Fulltrúum Myndlistaskólans í Reykjavík er boðið til Finnlands til að vera við opnun sýningarinnar og til að taka þátt í listasmiðjum fyrir kenn- ara myndlistarskóla á vegum Sam- taka myndlistarskóla sem skipulagð- ar eru í tengslum við sýninguna. Samtök myndlistarskóla í Finn- landi (Förbundet för konstskolor för barn och unga i Finland) njóta styrkja sveitarfélaga og finnska menntamálaráðuneytisins. Myndlistaskólinn í Reykjavík átti frumkvæði að því að setja af stað verkefni um þróun kennslu fyrir 3–5 ára börn árið 1999. Verkefnið er unn- ið í samvinnu við leikskólann Dverga- stein við Seljaveg og hefur Þróunar- sjóður Dagvistar barna og menntamálaráðuneyti styrkt verk- efnið. Á 6. málþingi Rannsóknarstofnun- ar Kennaraháskóla Íslands á laugar- dag verður verkefnið um listkennslu í myndlistarskóla fyrir 3–5 ára börn kynnt sérstaklega. Frá skólastarfinu í Dvergasteini. Íslensk börn taka þátt í norrænni grafíksýningu RITHÖFUNDURINN Xavier Mor- et hlaut nýlega vegleg verðlaun fyrir ástríðufulla ferðalýsingu um Ísland, svokölluð Ferðalangaverðlaun fyrir bókina El País de las sagas eða Sagnalandið. Verðlaunin eru 30 þúsund evrur og flugfar í kringum jörðina metið á 12 þúsund evrur. Xavier Morel hefur starfað sem blaðamaður á El País en hefur að mestu snúið sér að skáldsagnaritun auk þess sem hann skrifar ferða- bækur. Hann var um borð í Bókmennta- hraðlestinni árið 2000. Árið eftir dvaldist hann í Gunnarshúsi í rúman mánuð og ferðaðist þá og síðar víða um landið og skrifaði greinar um það í El País. Bókin verður gefin út í des- ember á Spáni og mun höfundurinn þá koma til Íslands. Verðlaun fyrir ferðabók um Ísland Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Þýska gamanmyndin Männ- erpension verður sýnd kl. 20.30. Myndin er frá árinu 1996 og er 90 mín. löng. Leikstjóri er Detlev Buck. Myndin var tilnefnd til Þýsku kvikmyndaverðlaunanna 1996. Tukthúslimirnir Steinbock og Hamars-Gerd eru notaðir sem tilraunakanínur í hálfhæpinni fé- lagslegri tilraun Fazettis fangels- isstjóra: Hann býður konum utan múranna að koma í heimsókn og annast „fyrirmyndarfangana“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Vegna forfalla hefur sýning Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson verið framlengd til 20. október nk. Sýningin verður að þessu sinni op- in fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Gallerí- ið er með heimasíðu á slóðinni www.galleriskuggi.is. Sýning framlengd Miðvikudagur Kaffi Reykjavík. Kl. 20.30: Punkt Project III. Úlfar Ingi Haraldsson bassa, Ólafur Jónsson tenór sax og Matthías M.D. Hemstock tromm- ur. Kaffi Reykjavík kl. 22: Thorodd- sen/Fischer kvartett. Björn Thor- oddsen gítar, Jacob Fischer gítar, Dan Cassidy fiðlu og Jón Rafnsson bassa. Djasshátíð Í OKTÓBER og nóvember verður fólki boðið upp á að koma saman og syngja keðjusöngva í Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar á Engja- teigi 1. Sunginn verður einn keðjusöngur á hverjum mánudegi kl. 12.30 til 13 og verður fyrsti keðjusöngurinn 7. október. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í söngnum geta nálgast nótur af keðjusöngvunum á skrifstofu Tón- skólans. Umsjón með keðjusöngnum og stjórn annast Símon H. Ívarsson. Keðju- söngvar í hádeginu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.