Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 33
Með andláti Áskels
Jónssonar hefur öð-
lingur og hugsjóna-
maður kvatt þetta
jarðlíf. Lífsganga hans
var orðin löng og hann var þreyttur
og þráði hvíld. Hann hafði skilað
góðu dagsverki og reist vörður vin-
áttu á lífsleið sinni. Sungið og leikið
Guði til dýrðar.
Við, sem nutum þess að fá að
starfa með honum, þekktum viljann
og kraftinn, sem bjó í honum. Árin
breyttu þar litlu, því hann heillaðist
af verkefnum lífsins og gaf sig
heilshugar til þjónustu. Áskell var
alla tíð maður hinna hrifnæmu
stunda.
Heilsa og kveðja lífsins eru ekki
eins. Hljómur þeirra er líka ólíkur.
Þannig átti hann sérstök upphafs-
lög og kveðjulög, þegar kórinn hans
kom fram. Áskell átti ætíð einhver
orð sem fylgdu kveðjunni hans.
Hann lét sig varða lífið, lét varða
um líðan og verkefni annarra. Það
skipti hann máli hvernig öðrum
gekk og hann vildi öllum vel.
Það einkenndi hann hressilegt
viðmót, beinskeytt og skörp orð og
jákvæð lífssýn. Við munum brosið
hans. Glampann í augunum, þetta
græskulausa gaman, sem ætíð bjó í
svip hans. Kraftinn í fasi þessa
hvíthærða öðlings, sem svo lengi
bauð elli kerlingu byrginn. Hann
átti glettni, sem gæddi samtalið
þrótti æskumannsins. Átti næm-
leika á umhverfið og eldheitan
anda, sem hreif alla, þegar hann
var í stuði, þegar hann var í kirkju-
legri sveiflu.
Ég naut þeirrar gæfu að fá að
ganga til starfa með Áskeli Jóns-
syni, þegar Glerárprestakall var
stofnað árið 1981. Starfsvettvangur
var mikill og stór en starfsaðstaðan
lakari. Engin kirkja í Glerárþorpi,
aðeins gamla og notalega kirkjan í
hlíðinni, Lögmannshlíðarkirkja.
Glerárskóli varð því vettvangur
helgihaldsins, bæði skólastofa og
íþróttasalur. Þar var Áskell org-
anisti og kórinn hans Kirkjukór
Lögmannshlíðarsóknar, kröftugur
bakhjarl í uppbyggingu sóknarinn-
ar.
Í Grímsey var síðan annexía og
þar áttum við Áskell oft bestu og
einlægustu samtölin, hjá því ein-
staka og frábæra fólki, sem býr í
Miðgarðasókn í Grímsey.
Áskell var sífellt að miðla þekk-
ingu sinni og hæfileikum. Hann gat
verið harður og hvass stjórnandi,
jafnt á yngri sem eldri. En öðling-
urinn var aldrei lengi falinn af eld-
huganum, sem vildi árangur. Hann
gerði kröfur og hann náði árangri.
Áskell hafði þjónað Lögmanns-
hlíðarsókn um áratugaskeið og
hann átti ekki hvað minnstan þátt í
því að skapa þann anda, sem reisti
Glerárkirkju. Meðan aðrir unnu
handverkið, þá lagði hann alúð við
tónlistina og kom henni að á öllum
byggingarstigum. Hann samdi lög
og tónverk, sem hann tileinkaði
kirkjunni og hann virkjaði aðra í
sama anda.
Áskell átti þann heillandi per-
sónuleika, sem gat breytt út af ritú-
alinu, án fyrirvara. Þannig gat hann
staðið upp frá orgelinu í miðri
messu, ávarpað söfnuðinn og beðið
hann að taka undir eða beðið hann
að endurtaka eitthvað, sem var gott
og vel gert. Þannig hreif hann fólk-
ið með sér, yngri sem eldri. Hann
var baráttumaður um uppbyggingu
safnaðarins og beið þess dags með
eftirvæntingu, að veglegt hljóðfæri
kæmi í kirkjuna. Hann og fjöl-
skylda hans höfðu lagt drjúgan
ÁSKELL
JÓNSSON
✝ Áskell Jónssonfæddist á Mýri í
Bárðardal 5. apríl
1911. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Seli á Akureyri 20.
september síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Akureyrar-
kirkju 27. septem-
ber.
skerf í orgelsjóð kirkj-
unnar. Áskell gekk
aldrei einn til starfs-
ins, því fjölskyldan var
með honum, Sigur-
björg eiginkona hans,
börn og tengdabörn,
sem flest voru með
honum í kórnum.
Áskell hafði sjálfur
kosið að nefna sig
söngstjóra fremur en
organista. Þetta var
hans val og hann
sinnti starfi sínu vel,
hvort heldur sem org-
anisti eða söngstjóri.
Áskell kunni öðrum betur að vekja
hörpu og gígju. Morgunninn var
hans tími og morgunhressing í
Þingvallastrætinu lifir sterkt í
minningunni.
Hann vildi með helgum tónum
breiða dýrð Guðs um jörðina. Hann
vildi með tónlistinni leggja sitt af
mörkum til þess að líf manna mætti
vakna til umhugsunar um dýrð
Guðs.
Þegar prestakallið var stofnað í
Þorpinu, þá gaf hann sig óskiptan
frá öðrum störfum til þjónustu fyrir
þennan söfnuðinn og byggingu
Glerárkirkju. Tíminn var aldrei
fórn í hans huga heldur forréttindi
þess, sem fær að starfa og gefa.
Lífið skipti hann máli. Hann
gekk út í sérhvern morgun lífsins
með vonina á hinn hæsta að leið-
arljósi. Án sífelldrar leitar verður
trúin máttlaus. Án löngunar til að
finna ljós lífsins verður lífið snautt.
Oftast var tal hans um verkefni
líðandi stundar, verkefni dagsins.
En þeim stundum hafði fjölgað,
þegar sest var niður og glímt við
innstu rök lífsgátunnar. Nú veit ég
að hann hefur fundið svar þeirrar
gátu, sem trúin leiðir okkur til.
Áskell var orðinn óþolinmóður í
þeirri bið, sem lífið lagði á hann.
Sjónin var til annarra heima og
honum féll ekki vel að njóta ekki
birtunnar.
En nú hefur birt og hann hlotið
hvíld og frið. Góðum Guði þakka ég
vináttu hans og leiðsögn og bið
blessunar eiginkonu hans, börnum
og þeirra fjölskyldum.
Pálmi Matthíasson.
Mér þótti undarlega að orði kom-
ist og var nokkra stund að átta mig
á, við hvaða fólk væri átt, þegar ég
heyrði einhvern minnast á „gömlu
Mýrarsystkinin“ fyrir um það bil
aldarfjórðungi. Fljótlega skýrðist
þó fyrir mér, að hér myndi vera átt
við börn menningarhjónanna og bú-
stólpanna Aðalbjargar Jónsdóttur
og Jóns Karlssonar á Mýri í Bárð-
ardal til aðgreiningar frá yngri
kynslóð frá sama bæ. Þrátt fyrir
það hljómaði þessi nafngift sem
fjarstæða í eyrum mér, ég gat ekki
fundið, að þessi systkin væru neitt
aldurhnigin eða bæru nein ellimörk,
– eldfjörug, gamansöm, ung í anda
og áhugafull um listir og málefni
samtímans. En árin frá fæðingu
þeirra sumra voru óneitanlega orð-
in allmörg. Eitt dæmið enn um
talnablekkinguna, hugsaði ég.
Mýrarheimilið var mikið menn-
ingarheimili. Þarna á jaðri byggð-
arinnar voru óskráð siðalög í heiðri
höfð. Þar fór vel um fólk og fénað
og þar var talað vel um náungann.
Smælinginn og höfðinginn nutu
sömu virðingar. Talað var um
blessuð börnin, blessaðar kýrnar og
blessaðan matinn. Þó að nauðsyn-
leg bústörf gengju jafnan fyrir og
enginn drægi af sér við þau, var
margt rætt og mikið lesið, bækur,
blöð og tímarit. Þó sat tónlistin
jafnan í öndvegi, bæði söngur og
hljóðfæraleikur, og helstu jöfrar
tónbókmenntanna voru þar heim-
ilisvinir. Húsmóðirin hafði mikla og
fagra söngrödd og heimilisfaðirinn
var snilldar-nótnaskrifari, átti gott
safn nótnabóka og var organisti í
Lundarbrekkukirkju í áratugi.
Sjaldan var svo gengið til náða, að
ekki væri tekið lag eða gripið í org-
el fyrir svefninn. Börnin bjuggu að
þessu ævilangt, uppeldi og ættar-
fylgju í senn.
Nú eru Mýrarsystkinin öll fallin
frá nema Kristjana, yngsta systirin.
Áskell kvaddi á föstudaginn var, 91
árs að aldri, náinn vinur minn, sam-
verkamaður og félagi. Þar að auki
vorum við þremenningar að frænd-
semi og fimmmenningar á tvennan
hátt. Nánari vini en þau Sigur-
björgu höfum við hjónin og fjöl-
skylda okkar ekki átt. Margar eru
því minningarnar, sem á hugann
sækja við þessi þáttaskil, allar ljúf-
ar, bjartar og mikið þakkarefni.
Hér verða þó aðeins raktar fáar
einar.
Hin fyrsta er um fjárrekstrar-
manninn, sem kom með bræðrum
sínum tveimur til gistingar á heim-
ili foreldra minna eftir að hafa rek-
ið sláturfé heiman frá Mýri yfir tvo
fjallvegi til Akureyrar. Þeir voru
vasklegir, glaðværir og skemmti-
legir og vöktu aðdáun sjö vetra
sveins. Þremur árum seinna varð
mér aftur starsýnt á Áskel, þegar
hann kom stórstígur og vasklegur
sunnan Eyrarlandsveginn á leið út í
hinn harða heim lífsbaráttunnar
haustið 1934. Þá var hann að fara
vestur að Reykjum við Hrútafjörð,
þar sem hann gerðist ráðsmaður
heimavistar og söngkennari næstu
fimm vetur við mikinn orðstír og
ástsæld nemenda. Sömu störf tók
hann að sér veturinn 1939–1940 í
Laugaskóla í Reykjadal, þar sem
hann hafði áður verið nemandi.
Sumarið 1940 gerðist hann sauð-
fjárveikivörður við Skjálfandafljót,
fór þá daglega að morgni frá Mýri
austur yfir Mjóadalsá og Fljótið og
suður með því að austan allt fram á
Réttartorfu við mynni Sandmúla-
dals til móts við vörð, sem kom
lengra sunnan úr Ódáðahrauni. Til-
gangurinn var að stugga frá
Fljótinu öllu fé, sem þangað sótti.
Þarna fékk Áskell að eiga samneyti
við öræfi Íslands við ýmis veður-
skilyrði, kynnast þeim við blítt og
strítt og læra að meta mikilleik
þeirra, fegurð og margbreytileik af
eigin raun sumarlangt. Tignarlegt
var að sjá Áskel þeysa yfir sanda,
holt og grundir á Skugga sínum, af-
bragðsgæðingi alsvörtum, fjörmikl-
um, hnarreistum og með fagran
fótaburð. Ég var kaupamaður á
Mýri þetta sumar og fékk stundum
að koma á bak, þegar lítið bar á.
Áskell var hreykinn af þessum
hesti og þótti vænt um hann, en því
miður varð Skuggi skammlífur.
Áskell var í Tónlistarskólanum í
Reykjavík næstu tvo vetur. Jafn-
framt hafði hann á hendi söng-
kennslu í Samvinnuskólanum. Hins
vegar rak hann gistihús í Lauga-
skóla sumurin 1941–1944. Það varð
honum til hinnar mestu gæfu, því
að þangað réðst til hans ung mynd-
ar- og mannkostakona, sem síðar
varð eiginkona hans og lífsföru-
nautur, Sigurbjörg Hlöðversdóttir
frá Djúpavogi. Séra Þorgrímur Sig-
urðsson á Grenjaðarstað gaf þau
saman 11. júní 1944, og reistu þau
heimili sitt á Akureyri um haustið.
Þar var Áskell ráðinn að hálfu
kennari og að hálfu húsvörður við
Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem þá
var nýfluttur í eigið stórhýsi, og
þar fengu þau Sigurbjörg íbúð. Ár-
ið 1948 byggðu þau sér einbýlishús
við Þingvallastræti og áttu þar
heima upp frá því og ólu þar upp
börnin sín sjö með mikilli prýði. Ás-
kell var húsvörður Gagnfræðaskól-
ans í 20 ár (til 1964) og kennari þar
til ársins 1975, þar af eitt ár yf-
irkennari. Þá hélt hann uppi kór-
starfi við skólann af miklu fjöri öll
þessi ár, stjórnaði morgunsöng og
studdi ýmislega tónlistarstarfsemi
þar með ráðum og dáð, enda elsk-
aður og virtur af nemendum sínum
og dáður af samstarfsmönnum.
Árið 1943 hafði Áskell verið ráð-
inn söngstjóri Karlakórs Akureyr-
ar, og er skemmst frá því að segja,
að þeirri stöðu gegndi hann með
miklum sóma, smekkvísi og skör-
ungsskap til ársins 1967 eða í 24 ár.
Kórinn hélt árvissa vortónleika og
árum saman Lúsíuhátíð í desember
að sænskum sið, auk þess sem hann
kom oft fram endranær við margs
konar tækifæri. Ég var svo heppinn
að vera mörg ár kórfélagi undir
stjórn Áskels og á þaðan margar
ljúfar minningar. Ef til vill er mér
eftirminnilegust einstæð stund úr
söngför til Austurlands árið 1963,
þegar kórinn söng undir stjórn
hans Fangakórinn úr óperunni Na-
bucco eftir Verdi í Egilsbúð í Nes-
kaupstað. Mér er til efs, að kórinn
hafi í annan tíma sungið betur.
Á árinu 1950 var fastmælum
bundið, að Kantötukór Akureyrar
færi í söngför til Norðurlanda, en
einkum var ferðaáætlunin sniðin við
fjölmennt mót og söngkeppni nor-
rænna samkóra í Stokkhólmi um
miðjan júní 1951. Ákveðið var, að
viðfangsefni kórsins yrðu tvenn:
söngkviðan Strengleikar eftir stofn-
anda og söngstjóra kórsins, Björg-
vin Guðmundsson, og syrpa söng-
laga eftir íslensk samtímatónskáld
og syrpa íslenskra þjóðlaga (án
undirleiks), sem jafnframt yrði
framlag kórsins í söngkeppninni, og
skyldi annar söngstjóri fenginn til
að stjórna þeim þáttum. Fljótlega
beindust augu manna að Áskeli, og
það varð úr, að hann tók þetta
ábyrgðarmikla hlutverk að sér.
Þessi viðamikla söngskrá var æfð af
kappi um veturinn, og svo var látið
í haf. Eftir viðkomu í Kaupmanna-
höfn var haldið til Stokkhólms. Þar
fór söngkeppnin fram í Konserthús-
inu mikla í hjarta borgarinnar eins
og ráðgert hafði verið, og hver kór-
inn eftir annan frá öllum Norð-
urlöndunum söng þar í troðfullum
2.000 manna sal og fyrir framan
hina háæruverðugu dómnefnd nafn-
togaðra tónlistarfrömuða. Biðin eft-
ir niðurstöðunni var þrungin
spennu, en loks kom hún: Gull-
verðlaun hlotnuðust IOGT-kórnum
frá Stokkhólmi, silfurverðlaunin
Kantötukór Akureyrar undir stjórn
Áskels Jónssonar! Mikil var sig-
urgleði okkar allra, þegar silfur-
harpan var afhent söngstjóranum
til varðveislu, og mikill var sómi
hans og kórsins. Strengleikar voru
síðan fluttir undir stjórn Björgvins
á sérstökum konsert á sama stað á
þjóðhátíðardegi Íslendinga, og
tókst sá flutningur vel. Söngskráin
eða hlutar hennar voru svo sungnir
í ýmsum sænskum borgum, síðast í
Tónleikahúsinu í Liseberg í Gauta-
borg, svo og í Noregi, bæði í Dóm-
kirkjunni í Ósló og „Álunni“, há-
tíðasal Óslóarháskóla.
Áskell tók að sér organista- og
kórstjórastarf í Lögmannshlíðar-
sókn árið 1945 (Glerárprestakalli
frá 1981) og hafði það starf á hendi
í 42 ár (til 1987), oft við mjög erf-
iðar ytri aðstæður, en skyldurækni
hans, áhugi og góð samvinna við
prestana og sóknarfólk sigraðist á
öllum erfiðleikum. Kórinn var líka
skipaður afbragðs-söngfólki. Ekki
lét Áskell nægja að stjórna söng og
annast orgelleik við venjulegar
kirkjulegar athafnir, heldur efldi
hann kórstarfið á víðari grundvelli.
Má þar nefna flutning Messu í G-
dúr eftir Franz Schubert með und-
irleik strengjasveitar og orgels
1981, þátta úr tveimur kantötum
Björgvins Guðmundssonar ásamt
köflum úr fyrrgreindri messu 1982
og vorið 1983 flutti kórinn Þýska
messu D 872 eftir Franz Schubert,
og var það frumflutningur á Ís-
landi. Á fertugsafmæli sínu árið
1984 gaf Kirkjukór Lögmannshlíð-
arsóknar út hljómplötu með söng
kórsins undir stjórn Áskels.
Auk fyrrgreindra starfa var Ás-
kell um skeið organisti við Munka-
þverárkirkju og í ígripum í kirkjum
víða í nágrannasveitum, einkum við
útfarir. Hann var fyrsti formaður
Kirkjukórasambands Eyjafjarð-
arprófastsdæmis 1950–1960 og for-
maður Heklu, sambands norð-
lenskra karlakóra, 1961–1971. Þar
að auki var hann undirleikari kvart-
etta, svo sem Árnesingakvartetts-
ins í Reykjavík og lengi vel
Smárakvartettsins á Akureyri, ým-
issa annarra sönghópa og margra
einsöngvara um árabil, svo sem Jó-
hanns Konráðssonar, Helgu Al-
freðsdóttur og Eiríks Stefánssonar.
Einstætt atvik bar við fyrir hálfri
öld á söngskemmtun austur á Þórs-
höfn, sem sýnir vel færni Áskels við
píanóið og rétt viðbrögð við óvænt-
um aðstæðum. Söngvari var hálfn-
aður að syngja milt og rólegt lag,
Vögguvísu eftir Gretsjanínoff, þeg-
ar rafmagnsljósin slokknuðu allt í
einu í samkomuhúsinu með fullan
sal af fólki. Áskell kunni undirspilið
utan að, og þeir félagar létu sér
hvergi bregða, heldur luku við lagið
í svartamyrkri eins og ekki hefði í
skorist við mikinn fögnuð tónleika-
gesta.
Þrátt fyrir tímafrekt kennslu- og
húsvarðarstarf og mikið annríki í
söng- og tónlistarlífi á Akureyri,
vannst Áskeli nokkur tími, oft stop-
ull, til að sinna tónsmíðum, einkum
á seinni árum. Eftir hann liggur
fjöldi kórlaga, einsöngs- og tví-
söngslaga, sem mörg hver hafa
flogið léttum vængjum inn að hjört-
um fólks, eru oft flutt og mikið
sungin. Þegar Áskell hætti organ-
istastörfum í Lögmannshlíðarsókn,
heiðraði kórinn hann með útgáfu
bókarinnar Við syngjum með 20
sönglögum eftir hann.
Af framansögðu má ráða, að Ás-
kell átti mjög annríkt, einkum yfir
vetrartímann og þá ekki síst á
kvöldin og um helgar, þegar flest
annað fólk hvílist frá dagsins önn.
Oft fóru æfingar líka fram á heimili
þeirra Sigurbjargar, auk þess sem
þar hefir alla tíð verið afar gest-
kvæmt, enda húsráðendur glaðvært
fólk og gestrisið. Þrátt fyrir það
virtist alltaf vera tími til að sinna
börnunum og „rækta garðinn sinn“
í víðum skilningi. Um það voru þau
Sigurbjörg samtaka eins og fleira.
Vitanlega hlaut meginþungi heim-
ilisstarfa og umönnunar barnanna
að hvíla á húsmóðurinni vegna
starfa húsbóndans utan heimilis, en
hér sem í öðru stóð Sigurbjörg fast
við hlið manns síns, studdi hann í
einu og öllu og létti honum byrð-
arnar, svo að hann gæti sinnt hugð-
arefnum sínum í þágu menningar-
lífs á Akureyri og þjónað
tónlistinni, drottningu listanna.
Hlutur Sigurbjargar í sigrum hans
var því mikill, enda fann hann það
vel og kunni vel að meta. Tónlistin
var ríkur þáttur í uppeldi
barnanna. Þeim var sagt til í nótna-
lestri eins og bóklestri og í hljóð-
færaleik eins og öðru námi og öðr-
um vinnubrögðum. Og smekkurinn
var ræktaður án þess að nokkur
væri þvingaður. Skemmtilegast var,
þegar heimilisfólkið og stundum
gestir þess söfnuðust kringum pí-
anóið eða orgelið og sungu saman
falleg lög, sem allir kunnu. Og allir
sungu af hjartans lyst. Þetta var
ósköp eðlilegur hluti lífsins í Þing-
vallastræti 34.
Áskell var röskleikamaður, og
það fylgdi honum gustur, hlýr og
hressandi andblær og hugblær,
góðvild og glaðværð, hvar sem
hann kom. Í samkvæmum lyftist
brúnin á öllum við komu hans, og
fólki varð léttara um mál. Í skóla-
stofu vöknuðu syfjaðir nemendur
og fylltust athygli og áhuga, þegar
hann birtist í dyrunum og bauð
góðan dag. Í kirkju varð öllum hug-
arhægra, þegar hann snerti hljóm-
borðið, og á söngpalli rétti söng-
fólkið úr sér, þegar hann hóf upp
tónsprotann, fylgdi síðan bending-
um hans, svipbrigðum og augnaráði
í flutningi og túlkun tónverksins.
Söngstjórinn hafði þar með kórinn
á valdi sínu.
Mikið vinfengi og samhugur var
með fjölskyldum okkar, og við Ás-
kell vorum alltaf eins og bestu
bræður, bæði í starfi, list og leik.
Nú sendum við Ellen og okkar fólk
Sigurbjörgu og fjölskyldu þeirra
Áskels hlýjan hug og einlægar sam-
úðarkveðjur á saknaðarstund. Með
sanni var hún honum alla tíð sönn
sigur-björg, svo að aðdáun vakti,
ekki síst síðustu árin, þegar dimmdi
að, kraftarnir þurru og heilsan
brast. Einnig leitar hugurinn til
Kristjönu, systur hans.
Áskeli frænda biðjum við bless-
unar á þeim brautum, sem hann
trúði sjálfur, að við tækju, með
hjartans þökk fyrir samveruna. Ég
sé hann fyrir mér hleypa Skugga
sínum ofan túnfitina fyrir neðan
bæinn á Mýri í áttina þangað sem
Mjóadalsá og Skjálfandafljót syngja
sinn eilífa tvísöng, og áfram inn í
víðáttuna og morgunljómann, þang-
að sem Herðubreið teygir sig yfir
öxlina á Kollóttudyngju við sjón-
deildarhringinn í austri.
Sverrir Pálsson.