Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 35
Ég held að þetta
hafi verið ást við fyrstu
sýn. Ég tveggja, þú
fjörutíu og sex. Þú til-
kynntir mér að ég væri
gullfalleg og kallaðir
mig ungfrú Norður-
land og þar sem mér fannst þú vera
merkilegasti maður í heimi datt mér
ekki í hug að draga þau orð í efa.
Ég man líka að mér fannst hún
Þórdís þín vera heppnasta kona í
heimi og það var ekki að ástæðu-
lausu að í mínum huga hét hún alls
ekki sínu eigin nafni heldur „konan
hans John“. Eftir því sem árin hafa
liðið hef ég komist betur og betur að
því að þetta var alveg rétt hjá mér,
hún var ótrúlega heppin að eiga þig
JOHN
AIKMAN
✝ John Aikmanfæddist 13. jan-
úar 1939 í Edinborg í
Skotlandi. Hann lést
laugardaginn 3.
ágúst síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 14.
ágúst.
og ég veit líka að þú
varst ekki síður hepp-
inn að eiga hana. Fyrir
mér eruð þið ein heild
sem ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að
kynnast. Það hefur
verið svo gott að vita af
því að ykkur þætti
vænt um mig, finna
fyrir áhuganum á því
sem ég hef verið að
gera og ég held að það
séu ekki margar 10 ára
stelpur sem hafa feng-
ið sent skeyti sem
staðfestir að þær séu
stórstjörnur. Það fékk ég og þannig
hefur mér líka alltaf liðið nálægt
ykkur.
Með söknuði kveð ég þig elsku
John sem ég hef alltaf borið svo
mikla virðingu fyrir og þú verður
alltaf merkilegasti maðurinn minn.
Elsku Þórdís, Inger, Skorri, Halli
og þið öll. Ég samhryggist ykkur
innilega.
Ykkar
Sigyn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegs mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GÍSLA KONRÁÐS GEIRSSONAR,
Kálfsstöðum,
Vestur-Landeyjum.
Lilja Jónsdóttir,
Guðmundur Þorsteinn Gíslason, Anek Walter,
Linda Kristín Guðmundsdóttir,
Þórunn Anna Gísladóttir,
Kristrún Hrönn Gísladóttir, Hrafn Óskarsson,
Þórdís Lilja Hrafnsdóttir,
Jóhanna Hrafnsdóttir,
Bjarki Hrafnsson,
Gísli Hafsteinn Hrafnsson,
Jónína Gróa Gísladóttir,
Gerður Þóra Gísladóttir.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
SVEINS SKORRA HÖSKULDSSONAR
prófessors,
Kórsölum 5,
Kópavogi.
Vigdís Þormóðsdóttir,
Þormóður Sveinsson, Sigríður H. Hjörleifsdóttir,
Höskuldur Sveinsson, Helena Þórðardóttir,
Ásgerður Sveinsdóttir, Hallgrímur Hólmsteinsson,
Gunnhildur Sveinsdóttir, Svanbjörn Thoroddsen
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
HRÓLFS SIGURÐSSONAR
listmálara,
Fögrubrekku 13,
Kópavogi.
Margrét Árnadóttir,
Nína Hrólfsdóttir, Stígur Steingrímsson,
Stefanía Hrólfsdóttir, Ívar Gissurarson,
Margrét J. Cela, Hrólfur K. Cela, Edda Ívarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda-
faðir og afi,
BRYNJÓLFUR JÓNSSON,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður Víðilundi 20,
Akureyri,
lést laugardaginn 28. september.
Brynjólfur verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30.
Sigríður Jónsdóttir,
Franz Árnason, Katrín Friðriksdóttir,
Sigríður Rut Franzdóttir, Leifur Reynisson,
Davíð Brynjar Franzson.
Elsku afi minn. Þeg-
ar ég heyrði fréttina
um að þú værir látinn
trúði ég varla að ég
gæti ekki oftar fengið
að sjá hann afa Böðvar
sem mér þykir svo vænt um. Það var
alltaf svo notalegt að líta í heimsókn
til afa og ömmu á Sóleyjargötuna, þú
hafðir áhuga á hvernig mér gekk í
skólanum og fylgdist með því sem ég
var að gera. Þegar ég var lítil átti ég
margar góðar stundir á notalega
heimilinu ykkar, það var ævintýra-
legur heimur fullur af hlutum sem
safnast höfðu á ævi ykkar og svo öll-
um bókunum þínum sem voru þér
svo kærar. Þú varst skemmtilega
orðheppinn og fannst upp á mörgum
sniðugum orðum sem við notum enn.
Þið amma voruð alltaf svo yndis-
leg saman og voruð dugleg að
ferðast til ýmissa landa og sérstak-
lega voru Flórídaferðirnar ykkar
ómissandi. Þar leið ykkur ömmu svo
vel og ég minnist þess þegar ég fór
með ykkur í þá árlegu ferð þar sem
þú labbaðir út að „Bleika“ á hverjum
morgni.
Það er tómlegt að koma á Sóleyj-
argötuna og hitta þig ekki þar og ég
finn svo til með ömmu að vera án þín.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig og vera með þér á þess-
BÖÐVAR
KVARAN
✝ Böðvar Kvaranfæddist í
Reykjavík 17. mars
1919. Hann lést á
Flórída 16. septem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 27. sept-
ember.
um erfiðu tímum.
Við söknum þín öll
svo mikið, elsku afi. Við
skulum hugsa vel um
ömmu. Guð blessi þig,
elsku afi minn.
Ef gleðibros er gefið
mér,
sú gjöf er, drottinn, öll
frá þér
og verði af sorgum vot
mín kinn,
ég veit, að þú ert faðir
minn.
Þín náðin, drottinn, nóg
mér er,
því nýjan himin gafst þú mér.
Þótt jarðnesk gæfa glatist öll,
ég glaður horfi á lífsins fjöll.
(Einar H. Kvaran.)
Hjördís.
Í minningunni um hana móður
mína er mér efst í huga þakklæti í
garð hennar fyrir að hafa verið móð-
ir mín. Fyrir það sem hún kenndi
mér svo og það sem hún kenndi mér
ekki. Þar má nefna hvernig hún gat
töfrað fram lystisemdar bragðgóðar
kökur og aðra smárétti og ýmsan
góðan mat, sem enginn gat búið til
nema hún, og það án nokkurra upp-
skrifta. Sem lítil stúlka horfði ég á
mömmu setja slatta af hinu og þessu
og einu og öðru í skál. Útkoman var
svo dýrindis pönnukökur, með til-
heyrandi góðgæti út á. Hvílík töfra-
kona að skapa lífsins lystisemdir úr
nánast engu. Eins var með allt sem
hún kom nálægt, gerði gott úr öllu og
greiddi götu þeirra sem á vegi henn-
ar urðu á lífsleiðinni. Eftirfarandi
kvæði er mín kveðja:
Ég kveð þig mamma, en sé um svið
að sólskin bjart þar er,
sem opnar hlið
að fögrum frið,
og farsæld handa þér.
Því lífs er stríði lokið nú,
en leiðina þú gekkst í trú
á allt sem gott og göfugt er
og glæðir sálarhag.
Það ljós sem ávallt lýsti þér,
það lýsir mér í dag.
GUÐRÚN
HÓLMFRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Guðrún Hólm-fríður Sigurðar-
dóttir fæddist á bæn-
um Ósi í Skaga-
hreppi í A-Hún. 20.
júní 1915. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki
18. september síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Höskuldsstaðakirkju
27. september.
Ég kveð þig, mamma, en
mildur blær
um minninganna lönd,
um túnin nær og tinda
fjær,
mig tengir mjúkri hönd,
sem litla stúlku leiddi um
veg,
sú litla stúlka – það var
ég,
og höndin – það var hönd-
in þín,
svo hlý og ljúf og blíð.
Ég kveð þig, elsku
mamma mín, en man þig
alla tíð.
(Rúnar Kristjánsson.)
Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir.
Margar eru þær sælar minning-
arnar um hana ömmu mína. Fyrst
um ömmu með nammið í svörtu tösk-
unni, vöfflurnar, pönnukökurnar og
blessaðar ömmulummurnar. Þótt
hún væri orðin hnigin að aldri þegar
ég komst á legg var alltaf í henni
þessi gríðarlegi dugnaður, hún þurfti
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,
hvort sem það var uppvask, prjóna-
skapur, eða ýmis önnur handavinna.
Það var líka alltaf hægt að treysta á
ömmu ef einhver vandamál lágu fyr-
ir, alltaf voru ráð skynseminnar
óbrigðul.
Það er með miklum söknuði að við
fjölskyldan kveðjum hana ömmu
mína og óskum henni allra heilla í
nýrri búsetu.
Guðmundur Rúnar Jónsson.
Það var erfitt að geta ekki kvatt
þig, amma mín, áður en þú fékkst
loksins að sofna rótt. Að fá ekki að
hvísla að þér hversu mikið mér þótti
vænt um þig, í síðasta sinn. Þú tókst
mér með hlýju og væntumþykju þeg-
ar ég kom norður til að búa hjá
pabba og Gunnu og það kom ekki
annað til greina en ég kallaði þig
ömmu eins og allir aðrir gerðu. Þú
sinntir okkur öllum af alúð þegar þú
hafðir heilsu til og á meðan Gunna
var að vinna tókst þú að þér að hafa
matinn til og hjálpa til að hugsa um
strákana. Þú sást til þess að alltaf
var heitt á könnunni þegar pabbi
kom heim í kaffitímunum og varst
heima til að taka á móti Unnari og
Benna þegar þeir voru búnir í skól-
anum.
Alltaf komstu til að breiða yfir mig
teppi þegar ég dottaði yfir skólabók-
unum inni í stofu og það var bara svo
margt annað. Takk, amma mín.
Það hafa verið ófáir vettlingarnir
og ullarsokkarnir sem þú hefur gert
og gefið mér og mínum og alltaf
kemur sér vel að eiga svona fínar
gjafir. Það voru líka fallegir dúkarn-
ir og púðinn sem ég fékk frá þér og
þó svo að þú værir slæm af Park-
inson-sjúkdómnum varstu svo dug-
leg að prjóna og í margs konar
handavinnu á dvalarheimilinu. Það
er svo margt fleira sem ég gæti sagt
en ég ætla að fá að eiga það með
sjálfri mér. En ég veit, amma mín, að
hvar sem þú ert þá líður þér betur og
heldur áfram að vaka yfir okkur.
Þín
Ösp.
Elsku amma, við söknum þín sárt,
að þú skulir vera farin. En við vitum
að þér líður vel núna.
Í minningunni geymum við allar
samverustundir okkar.
Ég minnist þess þegarþú kenndir
mér að sauma, var nafnið mitt (Unn-
ar) saumað í stramma og þótti það
mjög flott. Ég geymi það ávallt til
minningar um þig, amma. Síðan
komu hinir vinsælu göngutúrar í
Fornósnum hring eftir hring, þar
áttum við góðar stundir saman.
Blessuð sé minning þín, amma
mín.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Benedikt R. og Unnar B.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Skilafrestur
minningar-
greina