Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 41
Æ OFTAR heyrir maður og sér
slíka afbökun á íslenzku máli að
engu tali tekur. Þá sjaldan ég opna
fyrir aðrar stöðvar en okkar ágæta
ríkisútvarp er það segin saga, að ég
verð að loka aftur hið snarasta, svo
mikil misþyrming fer þar fram hjá
oft allsendis ómælandi þáttastjórn-
endum og ósjálfrátt vaknar sú
spurn hvort þetta unga og eflaust
um margt ágæta fólk hafi ekki einu
sinni gengið í grunnskóla, hvað þá
notið einhvers málfarslegs uppeldis
í heimahúsum.
Ég þekki vel til fólks sem hefur
ærnar áhyggjur af börnum sínum
og unglingum, er hlusta á þessar
stöðvar daglangt og apa ósjaldan
eftir þau málblóm er gróa svo greið-
lega í þessum þáttum.
Oft er það svo að þegar menn
meina greinilega að snurða hlaupi á
þráðinn, að þá snuðra menn í þræð-
inum þess í stað og svo heyrði ég á
dögunum annars ágætan mann hell-
ast úr lestinni í útvarpi og það tvisv-
ar í röð og hafði sá greinilega aldrei
nálægt hestalest komið, hvað þá séð
haltan klár.
Og svo eru menn alltaf að stagast
á því að stutt sé á milli hláturs og
gráturs, en hvorki mun sú beyging-
armynd tilheyra grát eða grátum í
kirkju. Rétt mun eignarfallið gráts,
en virðingarvert raunar að þeir sem
tala um gráturs á móti hláturs eru
þó ekki alveg lausir við rétta rím-
hugsun, en gjarnan mættu þeir hin-
ir sömu nýta rímhugsunina rétt.
Orðtök eru notuð af kappi og allt
gott um það að segja, ef ekki væri
um alranga notkun eða hreinan út-
úrsnúning að ræða, óviljandi þó ef-
laust.
Ungur maður var t.d. á dögunum
ekki búinn að súpa úr nálinni eftir
atburði verzlunarmannahelgarinnar
og ung blíðróma dama kvaðst vera
búin að ganga á milli Pontíusar og
Pílatusar og væri uppgefin orðin og
hefði maður þó vart trúað því að
hægt væri að verða uppgefin á slíkri
göngu, þar sem um sama manninn
var að ræða og hann löngu liðinn í
þokkabót.
En ekki hefur ungi maðurinn
kynnzt mikið saumaskap og þess
vegna ekki vitað um orðtakið að bíta
úr nálinni og ekki hefur unga stúlk-
an heyrt á Heródes minnzt, en auð-
vitað gekk Jesús á milli Heródesar
og Pílatusar á sinni tíð og orðtakið
þaðan komið.
Ekki verður þverfótað fyrir leir-
tauinu í bollaskápnum hjá mér sagði
ágæt kona eitt sinn er hún var að
stæra sig af búsáhöldum sínum og
sama má um enskusletturnar svo
alltof áberandi segja, „það verður
ekki þverfótað fyrir þeim“ .
Mér þykir miður að þurfa að
skrifa þessar línur, því ég ann móð-
urmálinu og það ætla ég að vona að
sem allra flestir gjöri, en sannleik-
urinn sá að lengi væri hægt að halda
áfram eða eins og íþróttamaðurinn
sagði í fúlustu alvöru: „Það verður
ekki á vísuna róið í þessum leik“ og
þá eflaust heldur ekki í málfari fólks
á vísan að róa.
Og af því á íþróttir var minnzt þá
blöskrar mér hve mikið er þar af
„vonarpeningum“. Í minni sveit
voru ær með rennandi skitu á vorin
réttnefndar vonarpeningur og við
skulum vona að svo sé ekki um
þessa ungu og að því er lesið verður
og á hlýtt annars efnilegu íþrótta-
menn.
HELGI SELJAN,
Kleppsvegi 14, Reykjavík.
Fáein orð um málfar
Frá Helga Seljan:
SJÖTTA málþing Rannsóknarstofn-
unar Kennaraháskóla Íslands verður
haldið dagana 4. og 5. október nk.
Eins og á fyrri málþingum RKÍ fer
fram kynning á fjölmörgum rann-
sóknum, tilrauna- og nýbreytniverk-
efnum í leikskólum, grunnskólum og
framhaldsskólum.
Að þessu sinni er aðaláhersla lögð
á lífsleikni og námsskrárgerð á öllum
skólastigunum.
Fyrri ráðstefnudaginn er boðið
upp á þrjú mjög áhugaverð erindi
um ólík viðhorf til lífsleikni. Seinni
daginn verða verkefni sem lúta að
lífsleikni og námskrárgerð kynnt,
auk verkefna sem fjalla um
skólaþróun, menntun kennara, upp-
lýsingatækni o.fl. Einnig er boðið
upp á kynningu á veggspjöldum og
umræður verða í kaffistofu.
Málþing RKÍ hafa hingað til verið
fjölsótt enda kærkomið tækifæri fyr-
ir skólafólk til að kynnast því sem er
að gerast í rannsóknum og þróun á
skólastarfi allra skólastiga.
Leikskólakennarar og aðrir sem
starfa að leikskólamálum hafa ríka
ástæðu til að líta við á málþinginu í
ár. Þar verða kynnt mörg rannsókn-
ar- og þróunarverkefni sem unnin
eru í leikskólum og í tengslum við þá.
Mikil breidd er í rannsóknar- og þró-
unarverkefnunum. Nokkur verkefni
snúast um samstarf leik- og grunn-
skóla, þ.e. hvernig best sé að brúa
bilið milli skólastiganna. Umræða
um efnið hefur lengi verið í gangi
þrátti fyrir að árangur hafi látið á sér
standa. Það er því sérstaklega
ánægjulegt þegar fram koma þróun-
arverkefni sem takast á við þetta
verkefni og áhugavert að fylgjast
með niðurstöðunum.
Á tímum streitu og hraða sem
óhjákvæmilega berst inn í leik-
skólana eru hugmyndir um notkun
snertingar, jóga og slökunar í leik-
skólastarfinu forvitnilegar. Að því er
ég best veit hefur ekki áður verið
gerð tilraun með slíka vinnu hér á
landi og verður gaman að heyra
hvernig til tókst.
Á síðustu árum hefur börnum af
erlendum uppruna fjölgað mikið í ís-
lenskum leikskólum. Þar birtast ný
verkefni sem starfsfólk leikskóla er
ef til vill ekki nægilega vel í stakk bú-
ið að takast á við. Á málþinginu
verða kynntar þrjár rannsóknir á
þessu sviði og eitt þróunarverkefni
sem vonandi verða gott innlegg í þá
umræðu.
Hér hefur aðeins verið tæpt á því
helsta sem snertir leikskólafólk
beint, en auk þess eru fjölmargir fyr-
irlestrar sem gott og gagnlegt er fyr-
ir alla að hlusta á. Ég hvet leikskóla-
kennara og aðra starfsmenn
leikskóla til að sækja þetta metnað-
arfulla málþing til að fræðast og
ræða málin.
KOLBRÚN VIGFÚSDÓTTIR,
leikskólaráðgjafi hjá Leikskólum
Reykjavíkur.
Tilrauna- og
nýbreytniverkefni
í skólum
Frá Kolbrúnu Vigfúsdóttur:
SIGURÐUR Daði Sigfússon vann
verðskuldaðan sigur á Haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur eftir að hafa
haft forystu lengst af. Davíð Kjart-
ansson og Magnús Örn Úlfarsson
urðu í 2.–3. sæti. Frammistaða
Magnúsar þarf ekki að koma á
óvart, en Davíð stendur sig betur
um þessar mundir en hann hefur
gert um langa hríð. Úrslit í A-flokki
urðu þessi:
1. Sigurður Daði Sigfússon 8½ v.
2.–3. Davíð Kjartansson, Magnús Örn
Úlfarsson 7½ v.
4. Kristján Eðvarðsson 6 v.
5.–6. Guðmundur Halldórsson, Dagur
Arngrímsson 5½ v.
7.–10. Torfi Leósson, Sigurður P.
Steindórsson, Björn Þorsteinsson, Sig-
urbjörn Björnsson 5 v.
11. Jón Árni Halldórsson 4½ v.
12. Halldór Pálsson 1 v.
Í B-flokki tefldu einnig 12 skák-
menn, allir við alla. Þar voru ein-
ungis tveir menn sem komu til
greina sem sigurvegarar og í lokin
skildi hálfur vinningur þá að. Stefán
Bergsson sigraði, fékk 9½ vinning,
en Stefán Freyr Guðmundsson varð
í öðru sæti:
1. Stefán Bergsson 9½ v.
2. Stefán Freyr Guðmundsson 9 v.
3. Kjartan Maack 7½ v.
4. Guðni Stefán Pétursson 7 v.
5.–6. Gísli Gunnlaugsson, Bjarni Sæmunds-
son 5½ v.
7. Sigurður G. Daníelsson 5 v.
8. Halldór Garðarsson 4½ v.
9.–10. Egill Þórðars., Sigurður Ingas. 3½ v.
11. Rafn Jónsson 3 v.
12. Atli Antonsson 2½ v.
C-flokkurinn var opinn flokkur og
þar tefldi 21 skákmaður. Árni Þor-
valdsson sigraði og fékk 10 vinninga
í 11 skákum:
1. Árni Þorvaldsson 10 v.
2. Sturla Þórðarson 9½ v.
3. Skúli Haukur Sigurðarson 8½ v.
4. Þórir Benediktsson 8 v.
5. Atli Freyr Kristjánsson 6½ v.
6. Aron Ingi Óskarsson 6 v.
7.–11. Sverrir Þorgeirsson, Arnar Sigurðs-
son, Anna Björg Þorgrímsdóttir, Víkingur
Fjalar Eiríksson, Hallgerður Þorsteins-
dóttir 5½ v.
o.s.frv.
Hausthraðskákmót Taflfélags
Reykjavíkur verður haldið miðviku-
daginn 2. október klukkan 19.30 í
Faxafeni 12.
Góður sigur Hellis í
lokaumferð Evrópumótsins
Taflfélagið Hellir vann góðan sig-
ur á finnska félaginu Joensuu,
4½–1½, í lokaumferð Evrópumóts
taflfélaga. Úrslit viðureignarinnar:
Hannes Hlífar - AM Kalle Kiik (2450) 1-0
Helgi Ólafsson - AM Mika Karttunen (2434)
1-0
Ágúst S. Karlsson - FM Timo Lampén
(2315) ½-½
Snorri G. Bergsson - Tumoas Nivala (2218)
1-0
Andri Á. Grétarss. - Timo Porrasmaa (2216)
½-½
Gunnar Björnsson - Aarne Saastamoinen
(2172) ½-½
Hellismenn mættu ákveðnir til
leiks með það að markmiði að bæta
fremur slakan árangur á mótinu.
Hannes Hlífar og Snorri unnu
örugga sigra í skákum sínum. Helgi
Ólafsson hafði einnig sigur eftir að
hafa haft frum-
kvæði lengst af.
Ágúst Sindri og
Andri Áss lentu
báðir í vörn, en
héldu jafntefli á
seiglunni. Vara-
maðurinn Gunn-
ar Björnsson tók
nú sæti í liðinu
þar sem Ingvar
Ásmundsson var
farinn til að tefla á Evrópumóti öld-
unga í Saint Vincent á Ítalíu. Gunn-
ar fékk kolunnið tafl í drekaafbrigði
Sikileyjarvarnar, en einbeitingar-
leysi á úrslitastundu kostaði sigur-
inn. Skákin varð 115 leikir og var
síðasta skák, og jafnvel lengsta
skák, alls Evrópumótsins. Góð úrslit
í lokaumferðinni og þau bestu í
mótinu af hálfu Hellis.
Hellir hafnaði í 26.–31. sæti með 6
stig, en gefin voru tvö stig fyrir sig-
ur og eitt fyrir jafntefli. Fyrirfram
var Helli raðað í 28. sæti samkvæmt
skákstigum.
Sigurvegari mótsins, og þar með
Evrópumeistari, varð bosníski
klúbburinn Bosna Saravejo, en mikil
spenna var í toppbaráttunni í loka-
umferðinni. Með Bosna tefldu sex
skákmenn frá sex skáksamböndum!
Á fyrsta borði tefldi Michael Adams
og á því næsta tefldi Alexei Shirov.
Á þriðja borði tefldi góðkunningi Ís-
lendinga, Ivan Sokolov, en hann er
einmitt væntanlegur hingað til lands
í dag til að tefla á Íslandsmóti skák-
félaga með öðru fjölþjóðlegu liði,
Skákfélaginu Hróknum.
Í öðru sæti urðu Evrópumeistarar
síðasta árs, rússneski klúbburinn
Norilsky Nikel, en með þeim tefldi
Evgeny Bareev á fyrsta borði. Í
þriðja sæti varð pólski klúbburinn
Polania Plus, en þar tefldi Vassily
Ivanchuk á þriðja borði. Ivanchuk
náði jafnframt bestum árangri á
fyrsta borði, en hann hlaut einnig
borðaverðlaun í fyrra. NAO frá
Frakklandi, sem hafði forystu
lengst af, þurfti að sætta sig við
fjórða sæti eftir tap í lokaumferðinni
gegn Norilsky Nikel. Greinilegt var
að þá vantaði Kramnik, sem aldrei
lét sjá sig. Vel var staðið að mótinu
af hálfu heimamanna. Árangur
Hellismanna hefði mátt vera betri,
en góð úrslit í lokaumferðinni valda
því að árangurinn er í samræmi við
það sem búast mátti við í upphafi
móts.
Röð efstu liða og norrænna
sveita:
1. Bosna Saravejo (Bosnía) 12 st. 27½ v.
2. Norilsky Nikel (Rússl.) 12 st. 27 v.
3. Polonia Plus (Pólland) 11 st. 29½ v.
4. NAO Chess Club (Frakkl.) 11 st. 24 v.
21.–25. Skolernes (Danmörk) 7 st.
26.–31. Hellir 6 st.
26.–31. Taraus (Finnland) 6 st.
32.–35. Joensuun (Finnland) 5 st.
40.–42. Randaberg (Noregur) 3 st.
Borðaverðlaun:
1. Ivanchuk (Polonia) 4½ v. af 6
2. Dreev (Norilsky), Polgar (Polonia) og
Gershon (Hapoel) 5½ v. af 7
3. Varga (Napradak) 5½ v. af 7
4. Movessian (Bosna) 5½ v. af 7
5. Thiede (Neuköln) 6 v . af 7
6. Timofeev (Kazan) og Novkovic (Hohe-
nems) 6 v. af 7
Árangur liðs Hellis:
1. Hannes 4 af 7
2. Helgi 2½ af 7
3. Ágúst 2½ af 7
4. Ingvar 1½ af 6
5. Snorri 2½ af 7
6. Andri 3½ af 6
7. Gunnar ½ af 2
Íslandsmót skákfélaga
um helgina
Fyrri hluti Íslandsmóts skák-
félaga verður tefldur um helgina í
húsnæði B&L, Grjóthálsi 1, Reykja-
vík. Þá verða fyrstu fjórar umferð-
irnar tefldar, en þær þrjár síðustu
verða tefldar í vor. Lítil spenna er í
fyrstu deild. Þar á Skákfélagið
Hrókurinn efsta sætið víst, en það
mun tefla fram fjölda erlendra skák-
manna líkt og í fyrra. Bolvíkingar
munu hins vegar eiga í erfiðleikum
með að halda sér áfram í deildinni,
þar sem þeir hafa misst góða skák-
menn frá því í fyrra. Í annarri deild
má einnig búast við sigri Hróksins,
þótt t.d. Garðbæingar ætli sér stóra
hluti þar.
Sigurður Daði skákmeistari TR
SKÁK
Taflfélag Reykjavíkur
8.–29. september 2002
Daði Örn Jónsson
Sigurður Daði
Sigfússon
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Búdapest
14. október
frá kr. 19.950
Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari
mest heillandi borg mið-Evrópu. Beint flug þann 14. október, þú
kaupir 2 sæti en greiðir aðeins fyrir 1. Ungverjar eru orðlagðir fyrir
gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli
þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar. Í boði eru
mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um
borgina með íslenskum fararstjórum Heimsferða.
Aðeins 27 sæti
Verð kr. 19.950
Flugsæti til Búdapest, 14. okt. í 3 eða
7 nætur. Verð kr. 32.800/2 = 16.400.
Skattur kr. 3.550.
Almennt verð kr. 20.950.
Verð kr. 2.800
Hótelherbergi á mann p. nótt.
M.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel.
Almennt verð kr. 2.940.
FISKBÚÐIN VÖR
Höfðabakka 1,
sími 587 5070
FISKBÚÐIN ÁRBJÖRG
Hringbraut 119,
sími 552 5070
—- Ferskir og flottir —-
Fiskfars
kr. 299 kg
Lúða - Lax - Skötuselur - Humar - o.fl.
T i l b o ð - T i l b o ð