Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 45 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 3. október kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: David Stern Einleikari: Torleif Thedéen Franz Mixa: Útsetningar á íslenskum þjóðlögum Joseph Haydn: Sellókonsert í D dúr Pjotr Tsjajkovskíj: Andante cantabile Ígor Stravinskíj: Eldfuglinn Frábær blanda af sígildri tónlist og samtímatónlist með íslensku ívafi og eftirsóttum sænskum einleikara. Sellókonsert M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN mbl.is og Evrópska kvikmyndaakademían bjóða Íslendingum í fimmta sinn að taka þátt í atkvæðagreiðslunni í þrem eftirsóttustu verðlaunaflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2002. Greiðir þú atkvæði á mbl.is eða fyllir út neðangreindan atkvæðaseðil áttu möguleika á að vera við verðlaunaafhendinguna sem fer fram í Róm 7. desember nk. Myndir sem koma til greina verða að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. nóvember 2001 til 31. október 2002. TAKTU ÞÁTT MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA ÚT MEÐFYLGJANDI ATKVÆÐASEÐIL EÐA FARÐU Á NETIÐ: www.mbl.is BESTI EVRÓPSKI LEIKSTJÓRINN 2002: FYRIR HVAÐA MYND: BESTI EVRÓPSKI LEIKARINN 2002: Í HVAÐA MYND: BESTA EVRÓPSKA LEIKKONAN 2002: Í HVAÐA MYND: NAFN (NAME): HEIMILISFANG (ADDRESS): PÓSTNÚMER (POSTCODE): STAÐUR (CITY): SÍMI (DAYTIME PHONE): SENDIÐ ATKVÆÐASEÐILINN FYRIR 31. OKTÓBER Á EFTIRFARANDI HEIMILISFANG THE PEOPLE’S CHOICE AWARDS 2002, C/O ERNST & YOUNG LLP, BECKET HOUSE, 1 LAMBETH PALACE ROAD, LONDON, SE1 7EU, UK GREIDDU ATKVÆÐI UM: BESTA EVRÓPSKA LEIKSTJÓRANN 2002 PEDRO ALMODOVAR - HABLE CON ELLA MARCO BELLOCCHIO - L’ORA DI RELIGIONE CRISTINA COMENCINI - IL PIU BEL GIORNO DELLA MIA VITA JEAN-PIERRE & LUC DARDENNE - LE FILS ANDREAS DRESEN - HALBE TREPPE PAUL GREENGRASS - BLOODY SUNDAY AKI KAURISMAKI - MIES VAILLA MENNEISYYTTA CEDRIC KLAPISCH - L’AUBERGE ESPAGNOLE MIKE LEIGH - ALL OR NOTHING ANNETTE K. OLESEN - SMA ULYKKER FRANCOIS OZON - HUIT FEMMES SILVIO SOLDINI - BRUCIO NEL VENTO BESTA EVRÓPSKA LEIKARANN 2002 HUGH BONNEVILLE - IRIS JIM BROADBENT - IRIS ADRIEN BRODY - LE PIANISTE JAVIER CAMARA - HABLE CON ELLA VINCENT CASSEL - SUR MES LEVRES SERGIO CASTELLITTO - L’ORA DI RELIGIONE ALAIN CHABAT - ASTERIX & OBELIX: MISSION CLEOPATRA MARTIN COMPSTON - SWEET SIXTEEN RALPH FIENNES - SPIDER OLIVIER GOURMET - LE FILS LUIGI LO CASCIO - LUCE DEI MIEI OCCHI ULRICH TUKUR - AMEN BESTU EVRÓPSKU LEIKKONUNA 2002 VICTORIA ABRIL - SIN NOTICIAS DE DIOS FANNY ARDANT - HUIT FEMMES ARIANE ASCARIDE - MARIE-JO ET SES 2 AMOURS JUDI DENCH - IRIS EMMANUELLE DEVOS - SUR MES LEVRES ISABELLE HUPPERT - HUIT FEMMES HELEN MIRREN - GOSFORD PARK PARMINDER NAGRA - BEND IT LIKE BECKHAM MAGGIE SMITH - GOSFORD PARK PAPRIKA STEEN - OKAY EMILY WATSON - GOSFORD PARK KATE WINSLET - IRIS VAL FÓLKSINS 2002 - ATKVÆÐASEÐILL TAKTU ÞÁTT Í VALI FÓLKSINS! „THE PEOPLE’S CHOICE AWARDS“ Í I I ! Greiddu atkvæði um: Besta evrópska leikstjórann árið 2002 Besta evrópska leikarann 2002 Bestu evrópsku leikkonuna 2002 mbl.is viskusteinninn, var frumsýnd í Bretlandi í nóvember á síðasta ári og er hún nú meðal tekjuhæstu kvikmynda sögunnar. Miðasalan um heim allan nam um 87,6 millj- örðum króna. Þá er ekki tekin með salan á DVD-diskum og mynd- bandssnældum. Sýningar á nýju myndinni hefjast 15. nóvember bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meðal leikara eru Richard Harris, Maggie Smith, Kenneth Branagh, Robbie Coltrane og John Cleese. FORSALA á miðum á nýju Harry Potter-myndina hófst í breskum kvikmyndahúsum á föstudag, að því er segir í frétt BBC. Sjö vikur eru þangað til sýningar á myndinni hefjast. Eftirvænting aðdáenda eftir myndinni Harry Potter og leyni- klefinn er slík að búist er við að miðarnir verði rifnir út. Þorvaldur Árnason hjá Sambíó- unum segir að forsala á kvikmynd- ina hefjist hérlendis um mánaðamót október og nóvember. Miðar á sýn- ingar um frumsýningarhelgina verða seldir í forsölunni en myndin verður frumsýnd föstudaginn 22. nóvember. Forsala á fyrstu Harry Potter-myndina var með svipuðu sniði þótt hún hafi ekki hafist eins snemma og nú. Eftirspurnin eftir miðum var þá mikil og býst Þor- valdur við að hún verði síst minni í þetta sinnið. Fyrsta myndin, Harry Potter og Daniel Radcliffe og Rupert Grint í hlutverkum sínum sem Harry Potter og Ron Weasly í nýju Harry Potter-myndinni. Harry Potter og leyniklefinn Forsala hafin í Bretlandi LINKIN Park er kristaltært dæmi um útvötnun hins annars ágæta nýþungarokks. Einhvers kon- ar strákasveitaútgáfa af Korn; fals- kennt plastrokk sem er ástríðulaust fram í fingur- góma. Skelfilega ömurlegt band sem á að baki eina, skelfilega ömurlega, plötu, Hybrid Theory. Það kemur því skemmtilega á óvart hve [Reanimation] rúllar vel en um er að ræða endurhljóðblöndunar- plötu þar sem hinir ýmsu listamenn krukka í lög sveitarinnar. Lögin taka á sig sértækan og dimman tón þar sem tæknóslög, áhrifshljóð og ýmis konar brellur umbylta þeim í hæg- genga, nokk svala bálka. Iðulega eru svona plötur gerðar til að maka krókinn en tónlistarlegur ávinningur er nokkur hér, hvort sem það var ætlunin eða ekki. Best er þó að þessar útfærslur eru til muna frumlegri og áhlýðilegri en frumgerðirnar. Ef þú þarft að kaupa eina Linkin Park plötu, skelltu þér á þessa fremur en breiðskífuna. Svo er aldrei að vita nema þessar fettur og brettur hér veki Linkin-pilta upp til listræns metnaðar og næsta hljóð- versskífa njóti góðs af því.  Tónlist Það er á lífi! [Linkin Park] [Reanimation] Warner Bros. Steindauð hljómsveit fjörguð með tækni- tækjum og tólum. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.