Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.
HL Mbl
Sýnd kl. 8.
The Sweetest Thing
Sexý og Single
miðaverð aðeins 350 kr!
STUTTMYND
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 4 og 5. Síðustu sýningar
Yfir 20.000 MANNS
Kvikmyndir .com
DV
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Ný Tegund Töffara
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14.
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum
40 milljarða dollara og sleppir
honum lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
1/2Kvikmyndir.is
kl. 4.45, 7.30 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
1/2Kvikmyndir.is
Allir áttu þeir eitt
sameiginlegt.........ekki neitt
Sýnd kl. 6.
ÚTGÁFU Eddu er dreift á þrjú und-
irmerki sem öll hafa sín sérkenni.
Hitt
Hitt-merkið hefur einbeitt sér að
útgáfu rokktónlistar og framsækinn-
ar, nýgildrar tónlistar. Í ár verða
heilar þrjár hipp-hopp/rappplötur
undir merkjum Hitt. Þeir félagar
Bent og 7berg eru með sína fyrstu
plötu en Bent er einn af meðlimum
hinna vinsælu XXX Rottweiler-
hunda. Þá gefur hljómsveitin Af-
kvæmi guðanna út sína aðra plötu
sem nefnist Ævisögur. Fyrsta plata
þeirra, Dæmisögur, kom út í tak-
mörkuðu upplagi fyrir síðustu jól og
þótti framúrskarandi frumraun. Þá
sameinast Hitt og annað undirmerki
Eddu, Ómi, um útgáfu á plötu sem
inniheldur upptökur frá umliðinni
Menningarnótt í Reykjavík, hvar
rímnamenn og rapparar sameinuð-
ust á eftirminnilegan hátt. Hér má
heyra Steindór Andersen, Vivid
Brain, félaga úr Kvæðamannafélag-
inu Iðunni og Erp úr Rottweiler
reyna með sér. Þriðja plata Ensíma
kemur þá út á Hitt en
síðasta plata, BMX,
kom út fyrir réttum
þremur árum síðan.
Sigurvegarar Músík-
tilrauna í ár, Búdrýg-
indi, gefa þá einnig út
frumburð sinn.
FD/Fljúgandi diskar
Fljúgandi diskar er „opið“ merki
og þar hefur komið út allt frá heims-
tónlist til barnatónlistar. Í ár verða
útgáfurnar tvær; annarsvegar ný
hljóðversskífa KK, hans fyrsta með
nýju efni í fimm ár og hinsvegar safn-
plata með hinu virta söngvaskáldi
Herði Torfasyni en hann hefur nú
verið að í rúmlega 30 ár.
Ómi
Undir merkjum Óma hafa komið
út djassplötur og sígildar, aukinheld-
ur sem raftónlist og hljómorðalist
hefur átt þarna skjól.
Sígildu plöturnar eru þrjár þetta
árið. Hin „hæga og hljóða“ fyrrum
júróvisjón-söngkona Halla Margrét
Árnadóttir verður með plötuna Sole
del Cuore, þar sem hún flytur úrval
af Napólísöngvum. Léttklassísk
plata þar sem henni til aðstoðar eru
þeir Tatu Kantomaa, Jón Steinþórs-
son, Magnús Einarsson og Erik
Qvik.
Óþarfi er að kynna þá félaga Krist-
in Sigmundsson og Jónas Ingimund-
arson. Saman flytja þeir nokkur sí-
gild íslensk sönglög ásamt perlum
óperubókmenntanna. Allt í allt um
þrjátíu lög en meðal laga er óvenju-
leg útgáfa af Hamraborginni góðu.
Einn okkar efnilegasti tenór um
þessar mundir, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, söng með Mótettu-
kórnum á vinsælum jólatónleikum
kórsins í fyrra. Þær upptökur verða
nú gefnar út á hljómdiski.
Fimm djassplötur verða þá í jóla-
pottinum þetta árið. Hinn kunni gít-
arleikari Björn Thoroddsen hefur
þegar gefið út plötuna Jazz í Reykja-
vík, þar sem hann nýtur fulltingis
bassaleikarans Jóns Rafnssonar og
danska djassfiðluleikarans Kristians
Jörgensen. Tónlistin er í anda gítar-
snillingsins Django Reinhardt.
Saxófónleikarinn Óskar Guðjóns-
son er einn af mikilhæfustu djass-
leikurum Íslands af yngri kynslóð-
inni. Plötuna Eftir þögn, sem
inniheldur hljóðláta, angurværa tón-
list, gerir hann með bassaleikaranum
Skúla Sverrissyni sem hefur verið
búsettur í Bandaríkjunum um langt
skeið og unnið með fólki eins og
Laurie Anderson og Jim Black.
Tómas R. Einarsson leggur nú
fyrir sig suðræna sveiflu á plötunni
Kúbanska. Með honum spila þeir Ey-
þór Gunnarsson, Hilmar Jensson,
Pétur Grétarsson, Matthías M.D.
Hemstock, Samúel J. Samúelsson og
Kjartan Hákonarson.
Raddir þjóðar heitir nýstárlegt
verk eftir þá Sigurð Flosason og Pét-
ur Grétarsson. Þar tónsetja þeir
gamlar hljóðritanir með söng Íslend-
inga, sem varðveittar hafa verið í
Þjóðminjasafninu og á Árnastofnun.
Í fyrra gaf Jóel Pálsson út plötuna
Klif, sem fékk feikigóðar móttökur.
Hann kemur nú með nýtt verk þar
sem hrynhiti og taktsköpun eru í for-
grunni. Nýtur hann hér aðstoðar Ey-
þórs Gunnarssonar, Einars Scheving
og bandaríska trompetleikarans
Greg Hopkins.
Haustútgáfa tónlistardeildar Eddu – miðlunar og útgáfu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elvar og Kristján í Afkvæmum
guðanna, sem gefa út aðra plötu
sína, bregða á leik.
Óskar Guðjóns-
son gefur út Eftir
þögn með Skúla
Sverris.
TENGLAR
.....................................................
www.edda.is
KK verður með nýja plötu, þá fyrstu í fimm ár.
Edda – miðlun og útgáfa
tekur nú þátt í jólaflóði
tónlistarinnar í annað
sinn. Líkt og verið hefur
er flóran fjölbreytt og
kennir hér ýmissa grasa.
Allt frá
suddarokki til
hins sígilda
Morgunblaðið/Sverrir
P. DIDDY verður kynnir á Tónlist-
arhátíð MTV í Evrópu, sem fram fer
í Barcelona á Spáni hinn 14. nóvem-
ber. Breska hljómsveitin Coldplay,
sem er á leiðinni hingað til lands í
annað sinn, er tilnefnd sem besta
hljómsveitin en sætir harðri sam-
keppni frá U2, Red Hot Chili Pepp-
ers, Linkin Park og No Doubt.
Coldplay er einnig tilnefnd fyrir
bestu plötuna en þá keppir hljóm-
sveitin við Eminem, Kylie Minogue,
No Doubt og Pink.
Tilnefningarnar til verðlaunanna
voru kynntar á mánudag þegar
einnig var upplýst að P. Diddy yrði
kynnir hátíð-
arinnar.
Rappstórlax-
inn lofaði við
það tækifæri
að skemmta
áhorfendum
hátíðarinnar,
sem verða
margir í sjón-
varpi auk
þess sem
13.000 manns
eiga eftir að
fylgjast með
honum og
fleiri stjörnum í eigin persónu í Pal-
au Sant Jordi.
„Hlutirnir verða ekki kynþokka-
fyllri en þetta, MTV, Barcelona og
Diddy. Við ætlum að halda almenni-
legan gleðskap og það verður ekki
ein leiðinleg stund,“ sagði Diddy.
Pink, Enrique Iglesias, Shakira og
Röyksopp eru tilnefnd til fernra
verðlauna.
Bestu Bretlandseyjasveitirnar eru
taldar vera Coldplay, Ms. Dynamite,
Atomic Kitten, Sugababes og Und-
erworld.
Robbie Williams er á meðal þeirra
sem fram koma á verðlaunahátíð-
inni en hann leikur efni af nýrri
plötu, Escapology, fyrir áhorfendur.
Pierce Brosnan, Halle Berry, Holly
Valance og Sugababes eru svo í hópi
þeirra er afhenda verðlaunin eft-
irsóttu.
P. Diddy er sjálfur tilnefndur sem
besti hipp hopp-listamaðurinn. Hann
er ákveðinn í því að láta áhorfendum
ekki leiðast. „Ég ætla að leyfa ykkur
að finna orkuna í gegnum sjónvarps-
tækin. Ég vil að þetta verði besta há-
tíðin hingað til og við ætlum að
reyna að gera hluti sem hafa ekki
sést fyrr. Við ætlum að skemmta
okkur að hætti Diddy,“ sagði hann.
Árið 2001 fóru Gorillaz, Craig
David og Limp Bizkit heim með
tvenn verðlaun hver en þá var hátíð-
in haldin í Frankfurt í Þýskalandi.
P. Diddy
kynnir MTV-
verðlaunin
TENGLAR
.....................................................
www.mtve.com
Rappari með
meiru, Sean „P.
Diddy“ Combs.
HARRISON Ford og Calista Flockhart ætla að ganga í það heilaga á
jóladag en þetta verður þriðja hjónaband Harrisons. Skilnaður hans og
handritahöfundarins Melissu Matheson er nýlega genginn í gegn og
vildi gamalreyndi hjartaknúsarinn greinilega ekki sóa neinum tíma
því hann bað Calistu umsvifalaust að giftast sér.
Bónorðið bar hann upp á vinsælum veitingastað við Malibu-strönd,
Geoffrey’s Restaurant. Calista er töluvert yngri en tilvonandi eig-
inmaður hennar en hún er 37 ára. Aldursmunurinn á parinu er því
27 ár. Viðstaddir á veitingastaðnum voru ekki í neinum vafa um
hvert svarið var en hún sýndi af sér mikla kæti og stökk í faðm
Harrisons eftir að hann bar upp spurninguna stóru.
Brúðkaupið verður haldið í Plaza-hótelinu í New York að
morgni 25. desember, á sama stað og annað Hollywood-par,
Michael Douglas og Catherine Zeta Jones, gekk í hjónaband.
Ford vill Flockhart
Reuters