Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 3.40, 5.45 8 og 10.15 . Vit 433
Tímamótaverk í
íslenskri
kvikmyndasögu
HJ Mbl
Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að
gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV
„Íslenskt meistaraverk..“ SFS Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429
Frábær
fjölskyldumynd frá
Disney um
grallarann Max
Keeblesem gerir
allt
vitlaust í
skólanum
sínum!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 441.
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
25.000 áhorfendur
2 5 . 0 0 0
Sýnd kl. 10.10.
með enskum texta. B.i. 16.
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára.
Tímamótaverk í
íslenskri
kvikmyndasögu
HJ Mbl
Gunnar og Herdís
leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni
bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV
„Íslenskt meistaraverk..“ SFS Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12.
„Þetta er
fyrsta flokks
hasarmynd.“
Þ.B.
Fréttablaðið.HANN VAR HIÐ
FULLKOMNA VOPN
ÞAR TIL HANN VARÐ
SKOTMARKIÐ
Hér er á ferðinni frumlegasti
njósnatryllir ársins.
Byggð á metsölubók
Roberts Ludlum.
H.O.J. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 . B.i. 14.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
25.000 áhorfendur
GH Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SG. DV
MBL
M A T T D A M O N E R J A S O N
NEIL Gaiman er helst þekktur
fyrir teiknimyndasögur sínar um
Sandman en hann hefur líka skrifað
bækur. American
Gods kom út á síð-
asta ári og sýndi
að hann getur
skrifað; í henni
voru ágætir
sprettir þó heildin
hafi verið heldur
slök. American
Gods var mikil
langloka og lopinn
teygður. Coraline, sem kom út fyrir
stuttu, er aftur á móti stutt og snörp
barnasaga, hryllingssaga fyrir börn.
Coraline er nýflutt í gamalt hús
með foreldrum sínum. Í húsinu er allt
eins og það á að vera, fyrir utan sér-
kennilega nágranna, en í stofunni eru
dyr sem liggja ekkert, eða svo virðist í
fyrstu. Coraline kemst aftur á móti að
því að á bak við þessar dyr á hún sér
aðra foreldra, hina mömmu og hinn
pabba, sem eru með tölur í stað
augna. Í fyrstu kann Coraline ágæt-
lega við sig hjá hinum foreldrum sín-
um en áttar sig þó fljótlega á því að
ekki er allt sem sýnist og sérstaklega
virðist hin mamman hafa illt í huga
þrátt fyrir fagurgala.
Sagan af Coraline er skemmtilega
krassandi, hryllileg saga og æsi-
spennandi með góðum endi. Stúlkan
þarf að sigrast á sjálfri sér fyrst og
fremst og átta sig á að ekki er gott að
fá allt það sem maður óskar sér, lífið
er ekki síst skemmtilegt fyrir það að
mann langar í hluti sem ekki er hægt
að fá.
Undanfarin ár hafa höfundar verið
mjög uppteknir af því að skrifa fal-
legar og innihaldsríkar bækur fyrir
börn þar sem öll dýrin eru vinir og allt
er í allra besta lagi. Aftur á móti
kunna börn vel að meta hrylling og
spennu og þó Coraline sé ekki beint
fyrir viðkvæmar sálir þá er hún vel til
þess fallin að skapa smá óhug og ótta,
ekki síst í ljósi þess að allt fer vel að
lokum. Gaiman hefur greinilega gott
af því að takmarka sig við svo stuttan
texta því bókin er hreinasta afbragð.
Gaman hefði verið að hafa hana
myndskreytta en þannig kom hún víst
út innbundin, og mun dýrari, vestan
hafs.Skemmtilega
krassandi
Coraline, barnasaga eftir Neil Gaiman.
Bloomsbury gefur út 2002. 171 bls. og
kostaði 1.395 kr. í Máli og menningu.
Forvitnilegar bækur
FÁAR bækur hafa vakið annað
eins umtal vestan hafs og The Empe-
ror of Ocean Park eftir Stephen L.
Carter. Carter,
sem hefur skrif-
að nokkrar bæk-
ur um lög- og fé-
lagsfræðileg mál,
var rétt byrjaður
á bókinni þegar
hann var búinn
að selja útgáfu-
réttinn á um 400
milljónir króna,
búið var að panta 500.000 eintök og
áður en hún kom út var búið að selja
kvikmyndaréttinn líka fyrir hundruð
milljóna. Það er því varla nema von
að bókin sé umdeild þegar við bætist
að auglýsingaherferðin til að kynna
hana er með þeim mestu sem sést
hafa, en þegar deilunum um umbúðir
sleppir er því ekki að neita að inni-
haldið er býsna gott.
The Emperor of Ocean Park er
mikið verk að vexti, sagan sjálf er
um 650 síður, og býsna margir af
þeim sem um bókina hafa fjallað hafa
kveinkað sér yfir því hvað hún sé
löng, að Carter noti aldrei eitt orð
þar sem hann geti troðið tíu og svo
má telja. Þeir hafa og nokkuð til síns
máls, bókin er löng og Carter með
orðabólgu á háu stigi. Það er þó hluti
af því sem gerir bókina skemmtilega
aflestrar, orðaflaumurinn er eins og
þægilegt suð og dregur þá inn í verk-
ið sem hafa nennu til að lesa langar
bækur.
Fléttan í The Emperor of Ocean
Park er allvel heppnuð og aukaper-
sónur forvitnilegar. Það er helst að
fari í taugarnar á manni hve sögu-
hetjan er uppburðarlítil þegar kem-
ur að samskiptum hans við konu sína
og einnig glímir hann við fullmikinn
efa/óöryggi; maður hefði haldið að
miðaldra prófessor í háskóla væri
búinn að leysa obbann af gelgju-
vandamálum, til þess virðist hann
hafa gáfurnar.
Fyrir bleiknefja uppi á Íslandi er
ekki síst forvitnilegt að fá innsýn í líf
menntaðra blökkumanna og litra
embættismanna, en eins og Carter
lýsir því þá er efri miðstétt blökku-
manna á nokkurs konar einskis-
mannlandi; situr fast á milli kyn-
bræðra sinna í lágsett og hvíta
yfirstéttarliðsins, sem virðist ráða
öllu þar vestra, og á samleið með
hvorugum.
Umtöluð
og umdeild
The Emperor of Ocean Park eftir Stephen
L. Carter. 672 síður innb. Knopf gefur út
2002. Fæst í Pennanum-Eymundssyni.
Árni Matthíasson
GRANT Morrison heimsótti okk-
ur Íslendinga síðastliðna Menning-
arnótt og hélt fyrirlestur um mynda-
sögur í Borgarbókasafninu.
Skemmst er frá því að segja að talan
var vonum framar sótt og þurftu
margir áhugasamir frá að hverfa
vegna fjölda. Í fyrirlestrinum fjallaði
Morrison meðal annars um ofurhetj-
una í myndasögum og hvernig hún
hefði raunverulega skírskotun til nú-
tímasamfélags.
Við nálgumst of-
urhetjuna hröð-
um skrefum með
nýrri erfðatækni
og framþróun
læknavísinda.
Hann kallaði því
ofurhetjumynda-
sögur raunsæis-
bókmenntir fram-
tíðarinnar.
Morrison er
enginn nýgræð-
ingur innan ofur-
hetjugeirans þótt
hann sé þekktast-
ur fyrir sögur sín-
ar um Invisibles
andspyrnuflokk-
inn. Hann gat sér gott orð sem höf-
undur The Justice League of Am-
erica, sem eru samtök frægra
ofurhetja eins og Batman, Super-
man, Green Lantern og Wonder
Woman. Meðlimir þessara hetju-
samtaka mega margir muna sinn fífil
fegri sem raunhæfar sögupersónur
fyrir kröfuharða nútímalesendur.
Superman hlýtur að vera að nálgast
síðasta söludag og Wonder Woman
hefur aldrei verið annað en kropp-
urinn. Þrátt fyrir fremur rýrt hrá-
efni tókst Morrison að glæða JLA
nýju lífi með því að gera persónurnar
áhugaverðari og söguflétturnar bita-
stæðari. Nú upp á síðkastið hefur
hann lyft grettistaki í meðförum sín-
um á X-Men hópnum. Stökkbreytt
snilld þar á ferð.
Fantastic Four er eitt elsta og
virtasta ofurhetjugengið í bransan-
um; skapað af Stan Lee og Jack
Kirby í árdaga (1961). FF hefur
samt þurft að þola minnkandi áhuga
og afdankaðan söguheim undanfar-
inn áratug. Það er því kærkomið að
Morrison skuli setja sitt raunsæis-
fantasíumark á Fantastic Four í nýj-
ustu bókinni um ævintýri þeirra,
sem ber nafnið 1234. Hann ljær þeim
raunsæisblæ með því að blása þeim
raunverulegum tilfinningum í brjóst
eins og afbrýði, heift, ást og gleði.
Samhliða þessari rauntengingu leyf-
ir hann sögunni að takast á loft í
fantasíunni. Morrison hefur alltaf
verið maðurinn með hugmyndirnar.
Ætli hann sé ekki sá höfundur innan
geirans sem félagar hans hafa oftast
hugsað til með ,,af hverju fattaði ég
þetta ekki sjálfur?“-öfund. FF fer
ekki varhluta af
því og fléttan fer
yfir víðan völl áð-
ur en hún nær
endastöð. Hinn
bráðilli Dr. Doom
kemur í heimsókn
og reynir að koll-
varpa FF með
enn einu út-
smognu ,,plott-
inu“. Það fer þó á
sama veg og áður;
hann lætur í
minni pokann en
þarf um leið að
horfast í augu við
ástæður gjörða
sinna. Hvers
vegna notar hann
krafta sína og gáfur til að eyðileggja
í staðinn fyrir að byggja upp? Loks-
ins spurningar sem skipta einhverju
máli í ofurhetjumyndasögu.
Jae Lee er einn færasti teiknarinn
sem starfar í myndasögum í dag.
Myndir hans eru gríðarlega flóknar
og nákvæmar í uppbyggingu. Per-
sónurnar hans eru teiknaðar á raun-
særri hátt en oft vill verða með ofur-
hetjur. Hvert pennastrik ber vott
um mikla fagmennsku og natni. Því
miður þá á Lee, öfugt við Morrison,
ekki sérstaklega vel við í ofurhetju-
sögum að mínu mati. Hann vantar
léttleika og hraða til að mæta flókn-
um og skemmtilegum pælingum
Morrisons í textanum. Myndirnar
eru fallegar en á köflum ofhlaðnar og
eiga betur við í jarðbundnari sögum.
Það er merki um hæfni Morrison
sem ofurhetjuhöfundar að menn úr
steini og aðrir sem eru teygjanlegir
eins og tyggjó, ósýnilegar konur og
bræður þeirra, sem geta kveikt í sér
að vild, skuli ná athygli lesandans og
fá hann til að finna til með þeim og
örvænta um örlög þeirra. Ofurhetjan
er ekki dauð. Hún er búin að vera
svolítið slöpp en er öll að braggast.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Hin fjögur
fræknu
Myndasaga vikunnar er Fantastic Four
1234 eftir Grant Morrison og Jae Lee.
Bókin er gefin út af Marvel Comics, 2002
og fæst í myndasöguversluninni Nexus.
Steini Sterki tekur í lurginn á
Doktor Dóna.
Heimir Snorrason