Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 52
Háhraðasítenging
við Netið
HITI og rennsli vatns í borholu á
Eskifirði gefur mjög sterka vís-
bendingu um að það henti til upp-
hitunar húsa í öllu bæjarfélaginu. Á
936 metra dýpi komst jarðfræði-
stofan Stapi ehf., sem stendur að
boruninni, að þessu, en þá skar bor-
inn vatnsæðina sem bundnar eru
vonir við. Hitinn á vatninu úr hol-
unni var um 70 gráður þegar
Morgunblaðið ræddi við Ómar
Bjarka Smárason, jarðfræðing hjá
Stapa, í gærkvöldi og með loftdæl-
ingu náði rennsli vatnsins 25–30
lítrum á sekúndu. Það dugar til að
hita upp húsin í bænum.
„Hitinn í holunni fer hækkandi,
er nú um 77 gráður í 940 metrum,“
sagði Ómar Bjarki. „Við erum að
loftdæla úr holunni um 25–30 lítr-
um á sekúndu, en sjálfrennsli úr
henni er að minnsta kosti um 10
lítrar á sekúndu. Vatnshitinn er
kominn upp í 70 gráður.“
Hann sagði þetta mjög góðar
fréttir, en með samfelldri dælingu í
nokkra mánuði verður gengið úr
skugga um hvort vatnið nýtist til
vinnslu í hitaveitu á Eskifirði. „Svar
við því fæst ekki fyrr en eftir
nokkra mánuði, en þetta er mjög
góð vísbending. Þetta er framar
björtustu vonum og líkur eru á að
við séum komnir með það vatn sem
þarf fyrir Eskifjörð.“
Holan verður nú dýpkuð í 1.200
metra áður en hafist verður handa
við að dæla upp úr henni og meta
vatnsmagnið næstu mánuði, en hol-
an er nú um 948 metra djúp.
Góður árangur af borun eftir heitu vatni á Eskifirði
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Ómar Bjarki Smárason við vatnsflauminn úr borholunni í gærdag.
Líklegt að hitaveita
verði að veruleika
FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið
2003 gerir ráð fyrir 10,7 milljarða
tekjuafgangi, en frumvarpið var lagt
fram á Alþingi í gær. Frumvarpið
gerir ráð fyrir 1,5% hagvexti á næsta
ári sem er heldur minni vöxtur en
Búnaðarbankinn spáði fyrir
skemmstu. Reiknað er með að jafn-
vægi verði á viðskiptum við útlönd í
ár og á næsta ári, en það hefur ekki
gerst síðan 1995.
„Við teljum þetta góða niðurstöðu.
Það verður áframhaldandi aðhald í
rekstri ríkissjóðs,“ sagði Geir H.
Haarde fjármálaráðherra um niður-
stöðu frumvarpsins.
Geir sagði að eftir kröftuga upp-
sveiflu síðustu ára hefði hagkerfið
náð jafnvægi á nýjan leik. Mikilvægt
væri að áfram yrði fylgt aðhalds-
samri stefnu í ríkisfjármálum sem
einkum miðaði að því að halda út-
gjaldavexti innan hóflegra marka og
stuðla að stöðugleika í efnahagsmál-
um.
Sala eigna skili 8,5 milljörðum
Geir sagði að frumvarpið endur-
speglaði áframhaldandi trausta og
aðhaldssama stöðu ríkisfjármála
sem hefði átt mikinn þátt í því að
meira jafnvægi ríkti nú í efnahags-
málum en um nokkurt árabil.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
raunútgjöld og rauntekjur breytist
lítið frá endurskoðaðri áætlun þessa
árs. Reiknað er með að tekjur verði
264 milljarðar og útgjöld 253,3 millj-
arðar. Tekjur ríkissjóðs lækka ekki
þrátt fyrir að um áramót taki gildi
margvíslegar skattalækkanir sem
Alþingi samþykkti fyrir tæpu ári.
Áætlað er að sala eigna skili rúmlega
8,5 milljörðum króna í ríkissjóð á
árinu og er þá aðallega miðað við
sölu á eignarhlut ríkisins í ríkisbönk-
unum tveimur.
Í þjóðhagsáætlun efnahagsskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins er gert
ráð fyrir að jafnvægi verði í viðskipt-
um við útlönd í ár, en það hefur ekki
gerst síðan 1995. Viðskiptahallinn
nam rúmum 32 milljörðum króna á
síðasta ári. Reiknað er með að kaup-
máttur aukist í ár um 1,5% og 2% á
næsta ári, en kaupmáttur hefur auk-
ist á hverju ári frá 1994. Gert er ráð
fyrir að þjóðarútgjöld dragist saman
um 3% á árinu 2002. Það er einkum
rakið til samdráttar í fjárfestingu,
m.a. er reiknað með því að fjárfest-
ing atvinnuveganna verði fimmtungi
minni en árið 2001. Árið 2003 eru
þjóðarútgjöld hins vegar talin aukast
um 1,5%.
Frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir 1,5% hagvexti á næsta ári
Tekjuafgangur áætlaður
10,7 milljarðar króna
Jafnvægi í viðskiptum við útlönd
í fyrsta skipti frá árinu 1995
Útlit er fyrir/6
Sala eigna/11
VERIÐ er að undirbúa stærri þyrlu
Landhelgisgæslu Íslands, TF-LÍF,
og áhöfn hennar fyrir notkun næt-
ursjónauka. Í þeim tilgangi eru
staddir hér á landi sérfræðingar
frá bresku fyrirtæki sem sérhæfir
sig í lýsingarbúnaði sem til þarf um
borð við notkun nætursjónaukanna.
„Breyta þarf allri lýsingu í vél-
inni, en nota þarf sérstakar perur
til að hægt sé að nota sjónaukana,“
segir Oddur Garðarsson, tækni-
stjóri viðhaldsdeildar hjá Land-
helgisgæslu Íslands.
Nú tekur við þjálfun áhafnar
þyrlunnar við notkun nætursjón-
aukanna. Ætla má að þjálfunin
standi yfir í um mánuð. Að henni
lokinni verða sjónaukarnir teknir í
notkun.
Nætursjónaukarnir eru festir á
hjálm hvers og eins áhafnar-
meðlims og eru því ekki ósvipaðir
venjulegum sjónaukum, að sögn
Odds, en vinna á öðru tíðnisviði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Anthony Andades og John Hitchen frá fyrirtækinu Oxley, sem sérhæfir
sig í lýsingu vegna nætursjónauka, stilla ljósin í TF-LÍF.
Breytt lýsing
fyrir nætur-
sjónauka
JÓHANN Þ. Jóhannsson, formaður
Félags íslenskra atvinnuflugmanna,
segir að nú um mánaðamótin hafi 14
flugmenn hætt störfum hjá Flugleið-
um og uppsagnir 20 til viðbótar gangi
í gildi um næstu mánaðamót. Þá hafi
20 flugmenn sem sagt var upp þar í
fyrra ekki fengið störf í sumar og því
hafi og muni alls fækka um 54 flug-
menn hjá Flugleiðum á 12 mánuðum.
Áður en til uppsagnanna kom störf-
uðu um 230 flugmenn hjá fyrirtækinu
og segir hann flugmönnum félagsins
því hafa fækkað um nærri 24% á
rúmu ári.
Formaðurinn segir að Flugleiða-
menn leiti nýrra verkefna og muni
ráða flugmenn á ný beri það árangur.
Hann segir hins vegar slæmt að fyr-
irtækið skuli vera að festa sig í árs-
tíðasveiflum sem þýði að yngstu flug-
mönnunum bjóðist aðeins sumarstörf.
Stjórn FÍA hefur ályktað um málið og
segir þar m.a. að með þessum aðferð-
um kunni fyrirtækið að „missa flug-
menn, sem miklu hefur verið kostað
til, til annarra flugfélaga“.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir uppsagnirnar
koma til vegna samdráttar í áætlun-
arfluginu yfir veturinn. Hann segir
stöðugt leitað nýrra verkefna á sviði
leiguflugs og fraktflugs en ekkert sé
hægt að segja um árangur að svo
stöddu.
Cargolux hefur undanfarið ráðið
allmarga flugmenn, flesta frá Austur-
ríki, Þýskalandi og Belgíu. Eyjólfur
Hauksson, flugrekstrarstjóri Cargo-
lux, segir marga hafa sótt um frá
Belgíu í kjölfar gjaldþrots Sabena
flugfélagsins. Hann sagði einnig
nokkra íslenska flugmenn hafa sótt
um í kjölfar uppsagna hjá Flugleiðum
en þá hafi Cargolux nýlega verið búið
að skipa í flestar stöðurnar. Hann
segir þó ekki útilokað að íslenskir
flugmenn verði ráðnir á næsta ári.
Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að
ráða íslenska flugmenn sem uppfylli
kröfur JAR-reglugerða um skírteini
atvinnuflugmanna.
Hjá Cargolux starfa alls um 320
flugmenn sem Eyjólfur segir vera frá
um 14 löndum. Fyrirtækið hefur nú
12 þotur í rekstri og réð nýverið hátt í
20 flugmenn til að manna nýja þotu
sem bættist nýlega í flotann. Hann
segir yfirleitt um 10 áhafnir á hverri
þotu.
Fjórtán flugmenn hætta hjá
Flugleiðum um mánaðamótin
Nærri fjórðungs-
fækkun flug-
manna á rúmu ári
ÖNNUR kvikmyndin sem gerð
er eftir sögunum um Harry
Potter verður frumsýnd hér
22. nóvember.
Myndin,
sem ber nafn
bókarinnar
Harry Potter
og leyniklef-
inn, verður
frumsýnd í
Bandaríkjun-
um og Bretlandi viku áður.
Þorvaldur Árnason hjá Sam-
bíóunum gerir ráð fyrir að for-
sala hér heima hefjist í kring-
um mánaðamótin næstu og
segist hann greina mikinn
áhuga fyrir myndinni.
Harry Potter
til Íslands 22.
nóvember
Forsala/45
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.