Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 1
241. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 15. OKTÓBER 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagðist í gær gera ráð fyrir því
að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda
hefðu staðið að sprengjutilræðunum
sem urðu tæplega tvö hundruð
manns að bana á Balí í Indónesíu á
laugardaginn.
Ítrekaði hann kröfur um að
Megawati Sukarnoputri Indónesíu-
forseti brygðist harkalega við, en
Bandaríkjamenn höfðu, áður en
voðaatburðirnir urðu á Balí, þrýst
mjög á að indónesísk stjórnvöld
tækju harðar á íslömskum öfgahóp-
um í landinu. „Það verður að vera
ákveðinn og staðfastur vilji til að
hafa hendur í hári morðingjanna áð-
ur en þeir myrða fleiri,“ sagði Bush.
Bush sagði greinilegt „árásar-
mynstur“ eftir meðlimi al-Qaeda í
tilræðum í Kúveit, Indónesíu og
Jemen undanfarið. „Þetta minnir
okkur á það hversu hættulegur
heimurinn er ef þessir liðsmenn al-
Qaeda fá að leika lausum hala,“
sagði Bush við fréttamenn í Wash-
ington í gær. Tilræðin á Balí, árásir
á bandaríska hermenn í Kúveit und-
anfarið – nú síðast í gær – og
sprenging í frönsku olíuskipi úti
fyrir strönd Jemen í síðustu viku
bentu til að al-Qaeda væri að verki
og sýndu fram á nauðsyn þess að
ríki heims stæðu saman í baráttunni
gegn samtökunum.
Indónesísk stjórnvöld fullyrtu í
gær að al-Qaeda hefði staðið að til-
ræðunum á Balí. „Við erum viss um
að al-Qaeda hefur verið hér að
verki,“ sagði Matori Abdul Djalil,
varnarmálaráðherra Indónesíu, eft-
ir ríkisstjórnarfund í Jakarta.
„Sprengingin á Balí tengist al-
Qaeda, sem hefur haft samvinnu við
innlenda hryðjuverkamenn.“
„Bara byrjunin“
Einn róttækasti klerkur múslima
á Bretlandi, Abu Hamza al-Masri,
tjáði AFP að allar líkur væru á að
al-Qaeda hefði verið þar að verki,
og sagði að þetta væri „bara byrj-
unin. Að sjálfsögðu munu frekari
aðgerðir fylgja í kjölfarið.“ Sagði
Abu Hamza, sem er andlegur leið-
togi Finsbury-moskunnar í Norður-
London, að sprengjutilræðin á laug-
ardaginn hefðu verið „mikil að-
gerð“.
Abu Hamza kvaðst ekki telja að
al-Qaeda hefði unnið hryðjuverkin á
Balí „án aðstoðar heimamanna, en
ég myndi telja þau runnin undan
rifjum hópa sem eru hlynntir al-
Qaeda“. Varaði Abu Hamza við því
að fjölmargir Indónesar væru „und-
ir áhrifum frá Sheik [Osama] bin
Laden eða eru í tengslum við félaga
í al-Qaeda. Þetta eru Indónesar, en
þeir fara að ráðum Sheik bin Lad-
ens vegna þess að ríkisstjórn þeirra
hlustar ekki á þá varðandi gildi [ísl-
amskra laga] eða hlutskipti Palest-
ínumanna“, sagði Abu Hamza.
AP
Vesturlandabúar búsettir á Balí kveikja á kertum á ströndinni við Kuta á Balí í gærkvöldi, til minningar um vini sína er létust í sprengjutilræðunum.
Böndin berast að hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda eftir sprengjutilræðin á Balí
Bush krefur Indónesa
um harðar aðgerðir
Washington, London. AP, AFP.
Ferðamenn flýja/26
VLADÍMÍR Kramník, heims-
meistari í skák, tapaði fimmtu
skákinni í einvíginu við Deep
Fritz, öflug-
ustu skák-
tölvu í
heimi. Fyrir
skákina
höfðu ráð-
gjafar Fritz
lýst yfir, að
nú væri
nýrra tíð-
inda að
vænta af taflmennsku hans.
Kramník mátti játa sig sigr-
aðan eftir þriggja tíma skák og
34 leiki og standa nú leikar
þannig, að hann er með þrjá
vinninga en Deep Fritz tvo.
„Stundum verður
mönnum á“
„Mér verða ekki oft á mikil
mistök en líklega þarf ég að
huga betur að einbeitingunni.
Ég er samt bara maður og
stundum verður mönnum á.
Tölvan gleymir hins vegar
engu,“ sagði Kramník að skák-
inni lokinni og bætti við, að lík-
lega væri hann ögn þreyttari
en Fritz.
Fyrir skákina sögðu um-
sjónarmenn Fritz, að hann
myndi koma á óvart með tafl-
mennsku sinni í síðara hluta
einvígisins og nú eftir sigurinn
í fimmtu skákinni er úr-
slitanna í síðustu þremur skák-
unum beðið með mikilli eft-
irvæntingu.
Frans Morsch, einn umsjón-
armannanna, sagði, að það
hefði reynst áhrifaríkt fyrir
Fritz að forðast uppskipti á
drottningum.
Næsta skák verður tefld í
dag og hefur Fritz hvítt.
Kramník tapaði
fimmtu skákinni
Fritz
hefur
bætt sig
Manama. AFP.
Kramnik
NÍTJÁN ára gamall finnskur efna-
fræðistúdent, sem banaði sjálfum
sér og sex öðrum með sprengju í
verslanamiðstöð í Vantaa á föstu-
dagskvöldið, kann að hafa sótt sér
hvatningu til verksins á vefsetur
sem hann var tíður gestur á, að því
er lögreglan greindi frá í gær.
Vefsetrinu, www.kotikemia.tk,
hefur verið lokað. Tilræðismaður-
inn, Petri Erkki Tapio Gerdt, var
oft á spjallrás vefsetursins. Það er
einkum ein færsla hans á spjallrás-
inni sem vakið hefur athygli. „Ég
hef ekki orðið fyrir neinum stór-
slysum um ævina, en einu sinni
dreymdi mig að lögreglan kæmi á
vettvang þar sem sprenging hafði
orðið. En sem betur fer var ég
sjálfur þá þegar á siglingu til ann-
arra heima,“ skrifaði Gerdt. Þá lauk
hann jafnan færslum sínum með
orðunum: „Ég er ekki morðingi, en
ögrið mér ekki.“
„Ögrið
mér ekki“
Engu nær/25
Helsinki. AFP.
VOJISLAV Kostunica, forseti
Júgóslavíu, sakaði í gær pólitíska
andstæðinga sína um að hafa graf-
ið undan forsetakosningunum sem
fram fóru um helgina og þannig
haft af sér lögmætan sigur. Kost-
unica fékk mun fleiri atkvæði en
Miroljub Labus, aðstoðarforsætis-
ráðherra Júgóslavíu, en kosningin
telst ógild þar sem minna en helm-
ingur atkvæðabærra manna mætti
á kjörstað. Um var að ræða seinni
umferð forsetakosninganna en þeir
Kostunica og Labus fengu flest at-
kvæði allra frambjóðenda í fyrri
umferðinni, sem fór fram fyrir
tveimur vikum. Einungis 45,5%
þeirra 6,5 milljóna manna, sem at-
kvæðisrétt hafa, mættu hins vegar
á kjörstað á sunnudag og því þurfa
að fara fram nýjar forsetakosn-
ingar innan þriggja mánaða. Ekki
er víst að kjósendur kætist við það
en ljóst þykir að almenn óánægja
þeirra með valdhafa sína gerði það
að verkum, að svo fór sem fór.
Kostunica fékk 66% greiddra at-
kvæða á sunnudag en Labus aðeins
31%. Labus er bandamaður Zorans
Djindjics, forsætisráðherra Serbíu,
en þeir Djindjic og Kostunica hafa
eldað grátt silfur um nokkurt skeið.
Þykir Kostunica sem Djindjic sé
helst til hallur undir Vesturveldin
en Djindjic hefur sett umbætur í
serbnesku þjóðlífi mjög á oddinn.
Það var öfgaþjóðernissinninn
Vojislav Seselj sem hvatti kjós-
endur til að sitja heima í seinni
umferð kosninganna en Seselj,
sem fékk 22% atkvæða í fyrri um-
ferðinni, vonast til að geta sett enn
frekara strik í reikninginn þegar
kosið verður að nýju. „Okkur líður
eins og sigurvegurum kosning-
anna; ekki bara af því hversu
mörg atkvæði við fengum í fyrri
umferðinni heldur vegna þess að
áhrif okkar hafa vaxið til muna –
fólk svaraði kalli okkar um að
hunsa seinni umferðina,“ sagði
Seselj í gær.
Kostunica beindi spjótum sínum
þó fyrst og fremst að Djindjic og
sakaði hann um að hafa stuðlað að
þessari niðurstöðu með því að sjá
ekki til þess að kjörskrár væru
uppfærðar. Þannig hafi hann viljað
koma í veg fyrir að Kostunica gæti
staðið við loforð sitt um að boða
nýjar þingkosningar í Serbíu í því
skyni að bola Djindjic frá völdum.
Kostunica lét þau orð falla að
tíðindi helgarinnar væru „mikil
hneisa“ fyrir Serbíu. Kvaðst hann
ætla að berjast fyrir breytingum á
löggjöf landsins þannig að ekki
væri hætta á að þessir atburðir
endurtækju sig.
Forsetakosningar í Serbíu ógildar þrátt fyrir öruggan sigur Kostunica
Sakar and-
stæðinga sína
um samsæri
Belgrað. AFP.