Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
um stefnumótun kirkjunnar væru
þrjú stefnumarkandi mál til af-
greiðslu þingsins.
Þetta væru starfsmannastefna
þjóðkirkjunnar, ályktun um kirkju
og skóla, og um öldrunarþjónustu
sóknanna.
Þjóðkirkjan að hefja ítarlega
endurskoðun á starfi sínu
Sólveig Pétursdóttir fjallaði í
ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings
á sunnudag um stefnumótun kirkj-
unnar. Hún sagði að í kjölfar setn-
ingar þjóðkirkjulaganna 1997 og til
að nota tilefnið, þegar þúsund ára
kristnitöku var minnst árið 2000,
hefði þjóðkirkjan einsett sér að hefja
mjög ítarlega endurskoðun á öllu
starfi sínu, og hafist handa við und-
irbúning að þeirri vinnu, hvernig hún
ætti að stefna inn í næstu öld. Á síð-
asta ári var gengið frá skipuriti fyrir
biskupsstofu með skilgreiningu á
verkefnunum og hver bæri ábyrgð á
þeim. Nú sé ætlunin að vinna áfram
að stefnumótun samkvæmt hefð-
bundnum aðferðum stjórnunarfræð-
innar og með markvissum hætti með
tilliti til stöðu þjóðkirkjunnar og
hlutverks í nútímasamfélagi.
Ráðherra vék einnig að viðræðum
ríkisins og þjóðkirkjunnar um
prestssetur og prestssetursjarðir og
framtíðarskipan þeirra í eignarétt-
arlegu tilliti. ,,Málið er þó komið á
það stig að fulltrúar ríkissjóðs í við-
ræðunum hafa lagt fram tilboð sem
felur í sér afhendingu 84 prestssetra
og prestssetursjarða til þjóðkirkj-
unnar til fullrar eignar og umráða
ásamt verulegri meðgjöf. Um það til-
boð náðist ekki samkomulag,“ en
ráðherra sagði viðræðum verða
haldið áfram..
KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, gerði samband ríkis og kirkju
að umræðuefni í ávarpi sínu við setn-
ingu Kirkjuþings sl. sunnudag. Bisk-
up sagði að ekki vanti í raun mikið
upp á að ríki og kirkja séu aðskilin.
Nefna megi það skilnað að borði og
sæng en sér sýndist sem kirkjan
þurfi meðvitað að búa sig undir að til
lögskilnaðar komi.
Sólveig Pétursdóttir dóms- og
kirkjumálaráðherra segir hafa verið
fylgst með þeim viðhorfum sem end-
urspeglast í skoðanakönnunum um
aðskilnað ríkis og kirkju þótt um-
ræður um fullan aðskilnað hafi ekki
verið á dagskrá æðstu stjórnar rík-
isins. Hún segir að eins og nú standi
sakir muni ríkisvaldið ekki að fyrra
bragði setja fullan aðskilnað ríkis og
kirkju á dagskrá. Ef til fulls aðskiln-
aðar komi þurfi hins vegar að gaum-
gæfa marga þætti sem þjóðkirkjan
hafi sinnt og önnur trúfélög ekki.
„Ríki og kirkja hafa verið samofin
á mörgum sviðum þjóðlífs um aldir,
fyrst og fremst á sviði menningar og
menntunar. En einnig á ýmsum öðr-
um sviðum þannig að skil verða ekki
gerð að fullu nema þættirnir í þessu
samofna bandi verði raktir upp langt
aftur í tímann,“ segir ráðherra.
Sólveig segir kirkjuna hafa öðlast
mikið sjálfstæði með lagabreyting-
um sem gerðar hafi verið á undan-
förnum árum og skipti þar mestu
löggjöf frá 1997 um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar. Í
tengslum við setningu kirkjulaganna
frá 1997 hafi einnig verið gerður
samningur um eignarmál kirkju-
jarða. Ekki leiki vafi á því að kirkjan
hafi fengið verulega aukið sjálfstæði
til að skipuleggja starfsemina og
stjórna eigin málum án þess að at-
beini ríkisvaldsins kæmi þar til. Hún
segir ekki óeðlilegt að þetta við-
fangsefni sé því tekið til umfjöllunar
af kirkjunni.
„Ef þjóðkirkjan telur tímabært að
stefna að aðskilnaði eða telur sig
þurfa skýrari svör frá ríkisvaldinu
samtímis því sem hún hyggst móta
stefnu sína til framtíðar er rétt að
hún komi skilaboðum þar að lútandi
á framfæri við ríkið,“ segir hún.
Biskup segir viðhorfsbreytingu
vera til kirkjunnar
,,Enn leiðir þjóðarpúls Gallups í
ljós að meirihluti þjóðarinnar er
hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju.
Sextíu og átta af hundraði svara
þeirri spurningu játandi. Enda þótt
enn einu sinni sé spurt án þess að
þess sé getið hvað það hefði í för með
sér þá verðum við að hlusta á þessi
æðaslög samtíðarinnar og spyrja:
Hvað merkir þetta? Hvað vill þjóðin
með þessu svari?“ sagði biskup m.a. í
erindi sínu. Hann benti á að prestar
og sóknarnefndarmenn um land allt
merktu viðhorfsbreytingu til kirkj-
unnar, sem birtist í aukinni þátttöku
í starfi, ekki síst af hálfu yngra fólks
og ungra foreldra. Af þessu mætti
ráða að þorri almennings svaraði
spurningu Gallups með velferð kirkj-
unnar í huga.
Því næst sagði biskup: ,,Hér vant-
ar í raun ekki mikið upp á að ríki og
kirkja séu aðskilin. Nefna má það
skilnað að borði og sæng. Mér sýnist
sem kirkjan þurfi meðvitað að búa
sig undir að til lögskilnaðar komi. En
meginspurningin er: Á hvaða for-
sendum? Stjórnarskrárákvæðið um
þjóðkirkjuna hefur verið áminning
um kristnar rætur íslenskrar menn-
ingar og samfélags. Þjóðin má ekki
gleyma þeim rótum jafnvel þótt
breyting yrði enn á lögformlegri
stöðu þjóðkirkjunnar.“
Karl Sigurbjörnsson sagði einnig í
ávarpi sínu að hann teldi stefnumót-
un vera eitt mikilvægasta viðfangs-
efni kirkjuþings að þessu sinni. Jafn-
framt ályktun um að hefjast handa
Biskup Íslands ræddi samband ríkis og þjóðkirkjunnar við setningu Kirkjuþings
Ráðherra segir skiln-
að ekki á dagskrá
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur K. Magnússon í ræðustóli á kirkjuþingi. Í baksýn sjást Karl
Sigurbjörnsson biskup og Sigurður Guðmundsson vígslubiskup.
MIKLAR rigningar hafa verið á
Austurlandi síðustu daga og
skömmu eftir hádegi á laugardag
náði vatnshæð Lagarfljóts sögulegu
hámarki. Þá mældist það 22,95
m.y.s. og er það um þriggja metra
hækkun frá því sem venjulegt er á
þessum árstíma.
Á laugardag maraði hluti þjóð-
vegar 1 við Lagarfljótsbrú í hálfu
kafi og vatnaði upp undir brúargólf-
ið. Var um tíma óttast að skemmdir
yrðu á undirstöðum brúarinnar.
Vatn flæddi inn á öryggissvæði og
akstursbrautir Egilsstaðaflugvall-
ar, sem var líkt og eyja, umflotinn
vatni á alla vegu. Flugvél Flug-
félags Íslands sem lenti á vellinum
kl. 16 á sunnudag komst ekki upp að
flugstöðvarbyggingunni, þar sem
ríflega 20 cm djúpur vatnsáll lá á
milli flugbrautar og flughlaðs. Voru
farþegar fluttir á milli í rútu.
Varnargarðar við Lagarfossvirkj-
un voru hækkaðir um helgina, þar
sem stöðvarhús var um tíma talið í
hættu. Rennslislokur virkjunarinn-
ar voru opnar en höfðu hvergi und-
an og voru því eins og flöskuháls
meðan vatn safnaðist upp í Fljótinu.
Þegar mest gekk á var innrennslið í
Löginn talið nema um 1.400 m3.
Fljótsdalur líkastur firði
Víða varð vatnsgangurinn til
vandræða. Fljótsdalur líktist til að
mynda mest orðið firði, en þar
byrjað þó vatn að sjatna strax á
laugardag. Bændur á Brekku í
Fljótsdal þurftu að bjarga 13
graðhestum úr ógöngum neðan við
Skriðuklaustur, þar sem vatn
umlukti hrossin á alla vegu. Um
tíma var vegurinn um Velli, við
bæinn Strönd, metra undir vatni.
Vitað er af minnsta kosti einu
tilviki, þar sem vél í fólksbíl
eyðilagðist eftir að honum hafði
verið ekið í vatnselginn á sunnudag,
en engar viðvörunarmerkingar voru
fyrir hendi.
Þá fóru yfir hundrað hektarar af
túnum Egilsstaðabænda undir vatn
og vegir og girðingar um allt Hérað
hafa eitthvað spillst.
Ferjan Lagarfljótsormurinn og
öll hafnaraðstaða var umflotin vatni
alla helgina og var á að líta sem
skipið maraði á rúmsjó. Ekki mun
um skemmdir að ræða og segja
rekstraraðilar að það hafi sloppið til
vegna þess að vindur var ekki
mikill. Þó þarf að fylgjast með því
að skipið og flotbryggjur leggist
rétt, jafnóðum og vatnsborðið
lækkar.
Skriður féllu í Fagradal
Veginum um Fagradal milli
Reyðarfjarðar og Héraðs var lokað
á laugardag vegna skriðufalla, en
hann var opnaður aftur á sunnudag.
Í stórflóðum sem urðu 12.–14.
nóvember árið 1968 mældi
vatnshæðarmælir við
Lagarfljótsbrú 22,43 m.y.s., sem er
52 cm lægra en nú. Þá hafði kyngt
niður logndrífu í sólarhring og gekk
svo í suðaustan ausandi
rigningarveður svo að vegir fóru í
sundur og skemmdir urðu á
mannvirkjum. Þá var vatnsmagn
sem féll um Lagarfoss 970m3 á
sólarhring. Vatnsmagnið nú er því
töluvert meira en þá var.
Mjög hefur sjatnað í Lagarfljóti
og að mestu verið uppstytta og gott
veður síðan á sunnudag.
Vatnshæðin í Lagarfljóti var í sögulegu hámarki eftir úrhellisrigningu á Héraði um helgina
Ljósmynd/Ingólfur Arnarson
Egilsstaðaflugvöllur umflotinn en ekki lokaður flugumferð. Aka varð farþegum milli flugvélar og flugstöðvar.
Þriggja metra
hækkun á
vatnsborðinu
FLÓÐIÐ í Lagarfljóti getur að mati
Árna Snorrasonar, forstöðumanns
vatnamælingasviðs Orkustofnunar,
bætt mat á afleiðingum Kárahnjúka-
virkjunar. Starfsmenn stofnunarinn-
ar hafa verið að skoða áhrif flóðsins
og ætla m.a. að kortleggja útbreiðslu
þess. Páll Jónsson hjá vatnamæl-
ingasviði Orkustofnunar segir að
hægt sé að nýta mælingar á flóðinu
um helgina til að leggja mat á flóða-
hættu á svæðinu.
Árni Snorrason segir að umhverf-
ismat Kárahnjúkavirkjunar hafi ver-
ið gert í formi líkans. Gögnin sem
starfsmenn Orkustofnunar safna um
flóðin um helgina verða væntanlega
notuð til að endurskoða líkanið og at-
huga hvort þær athuganir sem not-
aðar hafa verið vegna Kárahnjúka-
virkjunar standist, eða hvort þar
komi eitthvað nýtt fram. Þá ættu
gögnin að bæta forsendur líkans-
gerðar vegna Kárahnjúka.
„Þetta ætti tvímælalaust að bæta
matið á afleiðingum virkjunarinnar,“
segir Árni.
Reiknað er með að með Kára-
hnjúkavirkjun muni rennslið í Lag-
arfljót aukast um 100 m3/sek. Sú tala
ætti að vera nokkuð föst því gert er
ráð fyrir að umframvatn renni í
Hálslón þar sem það yrði geymt þar
til þörf væri fyrir það.
Heimir Sveinsson, yfirmaður
virkjanadeildar RARIK, segir að
þegar búið verði að virkja sé það
klárt að flóðgusur verði minni úr
Fljótsdalnum. „Þess vegna í tilfelli
flóða gera þessir 100 rúmmetrar
ekki neitt aukalega, þeir skipta ekki
sköpum,“ segir Heimir. Hann segir
einnig að seinni hluta sumars geti
innrennslið verið 50–60 rúmmetrar
líkt og Lagarfossvirkjun í
Lagarfljóti þarf til að ná fullum
afköstum.
Heimir segir ennfremur að hjá
RARIK sé verið að skoða það að
byggja stærri virkjun við
Lagarfossvirkjun.
Orkustofnun kannar útbreiðslu flóðsins í Lagarfljóti
Getur bætt mat á afleiðing-
um Kárahnjúkavirkjunar