Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 7 RÚMLEGA 30 mál eru á mála- skrá Kirkjuþings að þessu sinni. Á þinginu í gær voru ein- stök mál lögð fram og kynnt, þ.á m. yfirlit yfir fjármál þjóð- kirkjunnar og farið yfir skýrslu prestssetranefndar. Fram kemur í skýrslunni að sem dæmi um verðmæti sem þjóðkirkjan hafi ekki fengið réttmætar greiðslur fyrir sé þegar ríkið afsalaði til Garða- bæjar árið 1993 landi Garða á Álftanesi ásamt hjáleigum en fyrir það land hafi kirkjan að- eins fengið 49,2 millj. kr. eða kr. 72,4 á framreiknuðu verðlagi til 1.6. 2002. Einnig segir í skýrslunni að í svari ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytis við fyrirspurn nefndarinnar vegna mögulegs uppgjörs í tengslum við prests- setrin sé munnleg heimild frá ráðherra um að bjóða 150 millj- ónir sem greiddust á þremur árum. Í því fælist m.a. afhend- ing Þingvalla án þess að boðin væri nokkur úrlausn fyrir prestssetrið þar. Á sunnudag var einnig kynnt tillaga að stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna og umræður fóru fram um starfsmannastefnu hennar. Í dag verður haldið áfram við kynningu og fyrstu umræður um einstök þingmál á Kirkjuþingi en málin verða síð- an til nánari umfjöllunar í nefndum. Yfir 30 mál á dagskrá Kirkjuþings sjúkrahús, hvernig hann mætti þjóna þörfum þjóðarinnar við lækn- ingar og við kennslu og rannsóknir,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands. „Stjórnir spítalans hafa viðurkennt þetta og kallað eftir því að stjórnmálamenn kæmu að þessu.“ Í ályktuninni kem- ur einnig fram gagnrýni á það hvern- ig staðið hefur verið að endurskipu- lagningu á sjúkrhúsunum. „Þau sjónarmið komu fram að það hefði ekki verið gætt nægjanlega að þörf- LÆKNAFÉLAG Íslands lýsir yfir áhyggjum af skorti á stefnu og markmiðum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í kjölfar sameiningar. Þetta kom fram í ályktunartillögu sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélagsins um helgina. „Viðhorf þeirra sem mæltu fyrir tillögunni voru þau að stefnumótun fyrir háskólasjúkrahús væri ekki skýr og ekki hefði verið hugsað til hlítar hvernig spítalinn ætlaði að standa undir nafni sem háskóla- um sérgreinanna og ekki hugsað út frá þjónustunni. Endurskipulagning hefði alfarið verið í höndum fram- kvæmdastjórnarinnar og læknar komið lítið þar að. Það vantar fag- legu röddina inn í endurskipulagn- inguna, aðeins er einblínt á fjárhag- inn.“ Þá hvetur Læknafélagið heil- brigðisráðherra til þess að endu- skoða reglugerðir um veitingu lækn- inga- og sérfræðileyfa til samræmis við reglugerðir EES. Vantar stefnu fyrir LSH í kjölfar sameiningar VEGIR á Suðausturlandi eru orðnir færir á ný eftir hamfarirnar í rign- ingunum um helgina en mikilla við- gerða er þörf á þeim stöðum sem verst fóru út úr vatnavöxtunum. Verið er að gera við veginn við ána Kolgrímu í Suðursveit, sem rauf hringveginn á 100 metra kafla og er gert ráð fyrir að viðgerðin taki um viku. Viðgerðir standa einnig yfir á veginum við Jökulsá á Breiðamerkursandi en þar hefur gríðarmikil landfylling skolast úr bökkum árinnar neðan brúar síð- ustu daga og er hún farin að ógna öryggi hennar. Kotá í Öræfum fór illa með hringveginn á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og bíða þar miklar viðgerðir, klæðningavinna og frágangur. Hólmsá á Mýrum var yfirbuguð á föstudag af Vegagerð- inni á Höfn í Hornafirði og tókst þar með að fyrirbyggja stórtjón. Á Austfjörðum eru einnig allir vegir færir en unnið er víða að við- gerðum. Unnið er að bráðabirgða- viðgerðum á Mjóafjarðarvegi og búist við að fullnaðarviðgerð ljúki á allra næstu dögum. Fulln- aðarviðgerð lýkur væntanlega um svipað leyti á veginum í Fagradal og þá er unnið að smáviðgerðum á Suðurfjarðarvegi. Vegavið- gerðir víða Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Aka varð stórgrýti að bakka Jökulsár á Breiðamerkursandi þar sem jarð- vegur hafði skolast burt og var það talið ógna öryggi brúarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.