Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 11
Þrettán frambjóðendur í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík
Frestur til að gefa kost á sér í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
rann út laugardaginn 12. október sl.
Eftirtaldir tilkynntu framboð sitt:
Ágúst Ólafur Ágústsson, há-
skólanemi og formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna, Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir alþing-
ismaður, Birgir Dýrfjörð rafvirkja-
meistari, Bryndís Hlöðversdóttir
alþingismaður, Guðrún Ögmunds-
dóttir alþingismaður, Einar Karl
Haraldsson ráðgjafi, Helgi Hjörvar
varaborgarfulltrúi, Hólmfríður
Garðarsdóttir aðjúnkt, Jakob Frí-
mann Magnússon, Jóhanna Sigurð-
ardóttir alþingismaður, Mörður
Árnason íslenskufræðingur, Sigrún
Grendal, formaður Félags tónlistar-
kennara, og Össur Skarphéðinsson
alþingismaður.
Forval Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi
Forval Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi vegna alþingiskosn-
inga 2003 fer fram 9. nóvember.
Þessir einstaklingar hafa tilkynnt
þátttöku í forvalinu: Ásgeir Frið-
geirsson, Bragi J. Sigurvinsson,
Guðmundur Árni Stefánsson, Jón
Kr. Óskarsson, Jónas Sigurðsson,
Katrín Júlíusdóttir, Rannveig Guð-
mundsdóttir, Stefán Bergmann,
Valdimar Leó Friðriksson, Þorlákur
Oddsson og Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir.
10 í prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi kom saman til
fundar í Borgarnesi föstudaginn 11.
október sl. til að fara yfir framkomin
framboð til prófkjörs sem fer fram í
kjördæminu hinn 9. nóvember nk.
Atkvæði geta greitt flokksbundnir
sjálfstæðismenn og þeir sem skrifa
undir stuðningsyfirlýsingu við flokk-
inn. Fram komu tíu framboð: Birna
Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar,
Einar Kristinn Guðfinnsson alþing-
ismaður, Einar Oddur Kristjánsson
alþingismaður, Guðjón Guðmunds-
son alþingismaður, Jóhanna Pálma-
dóttir bóndi, Jón Magnússon verk-
fræðingur, Ragnheiður
Hákonardóttir varaþingmaður,
Skjöldur Orri Skjaldarson bóndi,
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra og Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður.
Kjörnefndin fagnar því að svo mörg
framboð bárust í prófkjörið. Norð-
vesturkjördæmi er það eina af
þremur stóru landsbyggð-
arkjördæmunum þar sem viðhaft er
prófkjör við uppstillingu á fram-
boðslista til alþingiskosninganna
2003, því er það fagnaðarefni að svo
margir einstaklingar skuli gefa kost
á sér til þess. Vænta má að á næstu
vikum verði íbúar kjördæmisins
mjög varir við þá kosningabaráttu
sem í hönd fer. Formaður kjör-
nefndar NV-kjördæmis er Jóhann
Kjartansson í Borgarnesi og starfs-
maður við undirbúning prófkjörsins
er Valgarð S. Halldórsson.
Halldór hylltur á aðalfundum
framsóknarfélaganna í Reykjavík
Aðalfundir Framsóknarfélags
Reykjavíkurkjördæmis suður og
Framsóknarfélags Reykjavík-
urkjördæmis norður
fóru fram á sunnu-
dagskvöld. Fundirnir
voru þeir fyrstu eftir
að Halldór Ásgríms-
son, formaður Fram-
sóknarflokksins, varð
við áskorunum um að
bjóða sig fram í
Reykjavík. Sótti hann báða fundina
og var hylltur af flokksmönnum fyr-
ir ákvörðun sína. Fram fóru hefð-
bundin aðalfundarstörf og val á
fulltrúum á kjördæmisþing sem
haldin verða í lok mánaðarins. Nán-
ari dagsetningar þinganna verða að
öllum líkindum ákveðnar í dag. Í
umræðum komu fram skiptar skoð-
anir um hvernig framboðsmálum
verður háttað en það kemur einmitt
í hlut kjördæmaþinganna að ákveða
hvort farið verði í prófkjör, stillt upp
á lista eða farin einhver önnur leið.
Í DAG STJÓRNMÁL
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra segir að sú ákvörðun sín að
fella úr gildi þá ákvörðun Skorra-
dalshrepps að neyta forkaupsréttar
á jörðinni Efstabæ í Skorradal sé
byggð á lögfræðilegu mati. Niður-
staða dómstóla sýni að sveitarstjórn-
ir verði að fara varlega í að nýta
þennan rétt. Í þessu máli hafi
hreppsnefndin ekki sýnt fram á að
hún geti ekki náð fram áherslum
hreppsins í skipulagsmálum með
öðrum úrræðum.
Í Morgunblaðinu sl. laugardag
gagnrýndi K. Hulda Guðmundsdótt-
ir, skógarbóndi á Fitjum í Skorradal,
þá ákvörðun landbúnaðarráðherra
að fella úr gildi ákvörðun Skorra-
dalshrepps að neyta forkaupsréttar
á jörðinni Efstabæ í Skorradal. Jörð-
ina keyptu tveir bændur sem áforma
að nota hana til sauðfjárbeitar.
Hulda segir að hreppsnefndin hafi
viljað að jörðin sé nýtt til skógrækt-
ar og hafi ákveðið að neyta forkaups-
réttar þegar ekki náðist samkomu-
lag við bændurna um nýtingu á
jörðinni. Hreppsnefndin hafi notað
forkaupsréttinn því að hún taldi að
nýting jarðarinnar væri „andstæð
hagsmunum sveitarfélagsins“.
Eignarrétturinn nýtur friðhelgi
Guðni sagði að hann hefði falið lög-
fræðingi í landbúnaðarráðuneytinu
að fara yfir þetta mál þegar það
barst ráðuneytinu. Hann sagði að
dómar hefðu fallið í málum sem þess-
um. „Þeir segja manni að það er ekki
vandalaust að ganga inn í kaupsamn-
inga og rifta samningum sem tveir
einstaklingar hafa gert. Margar
sveitarstjórnir hafa farið illa út úr
því og ákvörðunum þeirra hefur ver-
ið hnekkt fyrir dómstólum.
Þegar þetta mál kom inn á mitt
borð snerist það ekki um það að velja
mér vini eða óvini heldur að þetta sé
unnið af þeirri fagmennsku að úr-
skurðurinn standist.“
Guðni sagði að samkvæmt jarða-
lögum hefðu sveitarstjórnir heimild
til að neyta forkaupsréttar. Þær
þyrftu hins vegar að færa fram mjög
sterk rök fyrir því að nota þennan
rétt og sýna fram á að ekki væri
hægt að verja hagsmuni sveitarfé-
lagsins með öðrum og vægari leiðum
áður en svo íþygjandi ákvörðun væri
tekin. „Það verður að sýna fram á að
markmiðum jarðalaganna verði ekki
náð nema með beitingu forkaups-
réttar í ákveðnu tilviki, en það verð-
ur jafnframt að gæta meðalhófs.
Heimildir yfirvalda, hvort sem um er
að ræða ríki eða sveitarfélög, til að
ganga inn í frjálsa samninga milli
lögaðila þarf að skoða mjög þröngt
enda um hreint neyðarúrræði að
ræða. Samkvæmt stjórnarskrá Ís-
lands er eignarrétturinn friðhelgur.
Hluti af friðhelgi eignarréttarins er
að skerða ekki frelsi manna til við-
skipta með fasteignir sem þeir eiga.
Frjáls viðskipti eru hluti af þeim
mannréttindum sem við búum við.
Þegar gögn málsins voru skoðuð
var það niðurstaðan að ekki væri efni
til að fallast á neytingu forkaupsrétt-
ar Skorradalshrepps í umræddu til-
viki enda mætti ná fram áherslum
hreppsins í skipulagsmálum með
öðrum úrræðum sem sum hver eru
tilgreind í lögum, s.s. lögum um af-
réttarmál, fjallskil, girðingarlögum
og lögum um búfjárhald.“
Ekki á að níðast á landi
Hulda segir í grein sinni: „Hvern-
ig rökstyður ráðherra að það sé þjóð-
hagslega hagkvæmara að beita mörg
hundruð fjár á land sem er að
stórum hluta í tötrum en að stuðla að
friðun þess og markvissri upp-
græðslu til framtíðarnota?“
Guðni sagðist í störfum sínum
hafa stutt alhliða búskap. Skógrækt
hefði fengið góðan stuðning frá
stjórnvöldum á seinni árum. Guðni
sagðist einnig hafa beitt sér fyrir
gæðastýringu í sauðfjárrækt, en hún
gerði einmitt ráð fyrir að ekki væri
níðst á landi. „Það er því algerlega út
í hött að reyna að slá mig svo ómerki-
legum höggum í þessu máli. Þetta er
niðurstaða sem byggist á lögfræði-
legri skoðun og við teljum að stand-
ist skoðun dómstóla.“
Landbúnaðarráðherra um söluna á jörðinni Efstabæ í Skorradal
Neyðarúrræði að ganga
inn í frjálsa samninga
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð-
isins bjargaði tveim mönnum úr
sjávarháska eftir að bát þeirra
hvolfdi í Nauthólsvíkinni á sunnu-
dag. Maður í Kópavogi varð vitni að
óhappinu og gerði Neyðarlínu að-
vart. Tíu mínútum síðar var björg-
unarbátur slökkviliðsins kominn
mönnunum til bjargar þar sem þeir
voru á kili skútunnar. Báturinn var
dreginn til hafnar í Kópavogi.
Mennirnir, sem eru um þrítugt,
eru vanir siglingamenn og voru vel
útbúnir. Eitthvert ólag kom á skút-
una og því fór sem fór. Mennirnir
voru á skemmtisiglingu þegar skút-
unni hvolfdi um 500–700 m frá
landi. Mönnunum varð ekki meint
af volkinu en þeir urðu nokkuð
kaldir.
Bjargað
úr sjáv-
arháska
nauðsynlegar viðgerðir á álmunni,
aðallega á þakinu og á þeim
skemmdum sem orðið hafa vegna
þaklekans,“ sagði Guðmundur Ein-
arsson, forstjóri Heilsugæslunnar í
Reykjavík. „Sú fjárveiting hefur
ekki fengist og ástæðan er sú að
ekki hefur fengist niðurstaða í við-
ræðum milli ríkis og borgar um það
hvort ríkið kaupi eignarhlut borg-
arinnar í Heilsuverndarstöðinni. Á
meðan hefur ríkið ekki viljað setja
peninga í viðgerðir. Það gengur að
okkar áliti fulllangt þegar það er
farið að valda beinum skemmdum á
húsnæðinu.“
Í ágúst á síðasta ári kom í ljós
við reglubundið heilbrigðiseftirlit að
hlutar húsnæðis Heilsuverndar-
stöðvarinnar voru illa farnir vegna
raka og leka. Í ljós kom t.d. að á
barnadeild og lungna- og berkla-
VIÐTALSHERBERGI og salerni á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við
Barónsstíg hefur verið lokað vegna
rakaskemmda. Umhverfis- og heil-
brigðisstofa Reykjavíkur fór fram á
lokunina en hún er gerð eftir að
forstöðumanni stöðvarinnar var ár-
angurslaust gefinn lokafrestur til
að leggja fram tímasetta fram-
kvæmdaáætlun.
Herbergjunum, sem eru í álmu
þar sem Miðstöð heilsuverndar
barna er m.a. til húsa, var lokað á
fimmtudaginn í síðustu viku.
Beðið um fjármagn
í mörg ár
„Ástæðan fyrir því að við urðum
ekki við erindi Umhverfis- og heil-
brigðisstofu er sú að við höfum ár-
angurslaust barist fyrir því í nokk-
ur ár að fá fjárveitingu til að gera
deild eru rakaskemmdir útbreiddar
og megn fúkkalykt á göngum. Heil-
brigðisfulltúi sendi niðurstöður til
Heilsuverndarstöðvarinnar og fór
fram á úrbætur.
Í júní á þessu ári barst Umhverf-
is- og heilbrigðisstofu beiðni frá yf-
irlækni barnadeildar Heilsuvernd-
arstöðvarinnar og hjúkrunar-
forstjóra þar sem bent var á að
slysahætta væri af loftplötum sem
væru að hrynja úr lofti eins viðtals-
herbergisins og að starfsfólk fyndi
fyrir óþægindum í öndunarfærum.
Við eftirlit voru þessar ábendingar
staðfestar.
Bráðabirgðaviðgerð hafin
„Ég býst við að hægt verði að
gera við allar skemmdir, en það
verður dýrara eftir því sem
skemmdirnar verða meiri. Við höf-
um aðeins fé til minniháttar bráða-
birgðaviðgerða og notum til þess
okkar eigin mannskap og tilkostn-
aður er lítill. Það dugir kannski í
vetur.“
Guðmundur sagði að bráða-
birgðaviðgerð væri þegar hafin. „Ef
lokunin stendur aðeins stutt yfir
getum við lagað okkur að henni og
hún hefur þá ekki mikil áhrif á
starfsemina. En til lengri tíma væri
þetta bagalegt, en okkur leyfist
vonandi að opna herbergin aftur á
næstu dögum. En meðan ekki er
gert við aðalástæðuna fyrir þessum
skemmdum mun þetta endurtaka
sig.“
Guðmundur telur rakann ekki
vera heilsuspillandi fyrir skjólstæð-
inga Heilsuverndarstöðvarinnar, en
að starfsfólkið verði vart við óþæg-
indi.
Hluta Heilsuverndarstöðvarinnar lokað vegna leka og rakaskemmda
Loftplötur hrynja og starfs-
fólk finnur fyrir óþægindum