Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 13

Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 13 LOKIÐ er lagningu nýs vegar yfir Kleifaheiði milli Patreksfjarðar og Barðastrandar. Heildarlengd kafl- ans milli Haukabergsár á Barða- strönd og vegamóta Örlygshafnar- vegar í botni Patreksfjarðar er 12,1 km, samkvæmt upplýsingum Gísla Eiríkssonar umdæmisverkfræðings hjá Vegagerðinni. Um helming leiðarinnar Patreks- fjarðarmegin er vegurinn á sama stað og gamli vegurinn en Barða- strandarmegin liggur hann á nýjum stað upp Mikladal. Hæsti punktur vegarins er í 411 m hæð yfir sjáv- armáli og áætlaður heildarkostnaður 300 milljónir króna. Með lagningu vegarkaflans er komið samfellt bundið slitlag á að- alveginn um byggðina í Vestur- Barðastrandarsýslu milli Vatns- fjarðar og Bíldudals, samtals um 100 km. Starfsmenn umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á Ísafirði hönnuðu veginn og sáu um eftirlit með fram- kvæmdum. Verktakafyrirtækið Norðurtak hf. frá Sauðarkróki lagði veginn og Myllan ehf. á Egilsstöðum sá um efnisvinnslu. Klæðingarflokk- ur Vegagerðarinnar á Akureyri lagði klæðingarslitlagið ásamt annarri klæðingu á svæðinu. Nýr vegur yfir Kleifaheiði ÍSLAND hefur tekið við for- mennsku í Norðurskautsráðinu á fundi utanríkisráðherra ráðsins í In- ari í Finnlandi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Ísland gegnir for- mennskunni í tvö ár og verður skrif- stofa ráðsins starfrækt í utanríkis- ráðuneytinu á því tímabili. Norðurskautsráðið var stofnað 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Sví- þjóðar. Norðurskautsráðið er vett- vangur aðildarríkjanna og samtaka frumbyggja á norðurslóðum, sem eiga aðild að ráðinu, um samvinnu á sviði umhverfismála og uppbyggingu sjálfbærrar þróunar. Auk þess eiga ýmis ríki, alþjóðasamtök og frjáls fé- lagasamtök áheyrnaraðild að ráðinu. Norðurskautsráðið er fyrst og fremst samráðs- og samvinnuvett- vangur um stefnumörkun. Á vett- vangi þess er unnið öflugt starf á sviði vöktunar á efnamengun á norð- urskautssvæðinu, verndunar hafsins gegn mengun og lífríkisverndar. Ráðið sinnir jafnframt málefnum sem lúta að lífsskilyrðum og lífskjör- um fólks á norðurslóðum. Af ein- stökum verkefnum ráðsins má nefna umfangsmikið mat á áhrifum lofts- lagsbreytinga á norðurslóðum og hugsanleg viðbrögð við þeim, sem nú er unnið að. Í formennskunni leggur Ísland áherslu á áframhaldandi öflugt sam- starf á vettvangi umhverfismála en beinir sjónum í auknum mæli að hlutverki ráðsins á sviði efnahags- og félagslegra þátta sjálfbærrar þróun- ar, einkum að lífskjörum og lífsskil- yrðum fólks á norðurslóðum. Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu VEIRUSÝKING, sem hefur verið að ganga og margir á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði smituðust af, virðist vera í rénun á heimilunum að sögn Aðalsteins Guðmundssonar, lækningaforstjóra Hrafnistu. Hann segir að aðgerðir sem gripið hafi ver- ið til í þeim tilgangi að hefta út- breiðslu virðist hafa skilað árangri. „Við munum fylgjast vel með heimilisfólkinu áfram,“ sagði Aðal- steinn. „Aðstæður okkar eru góðar til að takast á við og fylgjast með málum þegar eitthvað þessu líkt kemur upp.“ Veirusýkingin, sem er bráðsmit- andi, veldur hita, uppgangi, niður- gangi og beinverkjum. Um er að ræða svokallaða Norwalk-veiru sem er undirflokkur Calici-veiru. „Við höfðum frammi viðbrögð sem að við teljum að hafi orðið til þess að hefta frekari útbreiðslu, en allur er varinn góður og við munum enn um sinn fylgjast vel með.“ Áfram fylgst með heim- ilisfólki á Hrafnistu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.