Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 20

Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir SUÐURNES ÞÓ að mikið hafi rignt í haust koma oft falleg- ir og bjartir dagar á milli og þá er loftið og jörðin hrein og tær eft- ir alla þessa vætu. Dyrhólaey er þekkt fyrir sérstakt landslag en þó sérstaklega fyrir gatið og fuglalífið. Úr Reynishverfi í Mýrdal lítur Dyrhólaey allt öðruvísi út og margir myndu ekki þekkja hana frá þessu sjónar- horni. Skin á milli skúra Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dyrhólaey speglast fallega í Dyrhólaósi. SUNNUDAGINN 6. október sl. var haldið upp á þrjátíu ára vígsluaf- mæli Þykkvabæjarkirkju. Biskup Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, prédik- aði við hátíðarmessu og eftir prédikunina kallaði hann til sín og ávarpaði öll börn sem komu til mess- unnar. Kirkjukór Odda- og Þykkva- bæjarkirkna leiddi söng, einsöngv- ari var Gísli Stefánsson og org- elleikari var Nína María Morávek. Auk þess lék dóttir Nínu, Írena Steindórsdóttir, á þverflautu. Að messu lokinni héldu kirkju- gestir til íþróttahúss Þykkbæinga þar sem kvenfélagið Sigurvon bauð upp á veglegar kaffiveitingar. Þar tók séra Sigurður Jónsson sókn- arprestur til máls og rakti sögu kirkjunnar í stuttu máli. Fyrir þrjátíu árum Í tölu séra Sigurðar Jónssonar kom fram að í Þykkvabæ var áður fyrr kirkja sem nú er löngu horfin, Hábæjarkirkja, sem reist var 1914 og var hún fyrsta steinsteypta guðs- hús á Suðurlandi. Áður höfðu Þykkbæingar sótt Háfskirkju en hennar mun getið í heimildum allt frá því um 1200. Hafist var handa við byggingu hinnar nýju kirkju 15. ágúst 1967 eftir uppdrætti Ragnars Emilssonar arkitekts og henni lokið sumarið 1972. Sóknarnefnd hafði með hönd- um framkvæmdir við bygginguna undir forystu Árna Sæmundssonar en lagði safnaðarfólk einnig á sig mikla vinnu við smíðina og fjár- öflun. Þáverandi biskup Íslands, Sigurbjörn Einarsson, vígði svo kirkjuna hinn 8. október 1972. Í ræðu sinni fór séra Sigurður orðum um gjafir sem kirkjunni hafa verið færðar. Má meðal annars nefna fös- tuhökul sem kvenfélagið Sigurvon gaf en félagsmenn hafa staðið dyggilega vörð um velferð kirkj- unnar. Auk hökulsins hefur félagið gefið sjö steinda glugga eftir Bene- dikt Gunnarsson myndlistarmann sem prýða norðurhlið kirkjunnar. Síðastliðið vor var kirkjunni enn færð vegleg gjöf en það eru tíu há- tíðarstólar sem ætlaðir eru til notk- unar við sérstök hátíðleg tækifæri eins og brúðkaup og fermingar. Gefendur stólanna voru afkom- endur Markúsar Guðmundssonar og Katrínar Guðmundsdóttur frá Dísu- koti. Í turni kirkjunnar eru tvær klukk- ur sem áður fyrr hljómuðu í Háfs- kirkju og er ártalið 1787 að finna á annarri en hin er talin nokkru eldri. Nú hefur verið komið fyrir raf- stýrðum hringibúnaði í turninum. Nokkrar viðgerðir hafa farið fram á byggingunni í gegnum árin, m.a. á turni og þaki og í jarðskjálft- unum í júní 2000 urðu miklar skemmdir á gólfi hennar. Í kjölfarið var lagt á gólfið eikarparket sem reyndist verulega gallað og mynd- uðust nokkrar skemmdir í múrhúð- un í veggjum vegna þrýstings frá efninu og bólgnaði gólfið upp á nokkrum stöðum. Ekki hefur enn verið ráðist í að skipta aftur um gólfefni og bíður það verkefni betri tíma. Prestarnir Séra Sveinn Ögmundsson þjónaði Hábæjarsókn sem nú heitir Þykkva- bæjarsókn frá 1931 til ársins 1969 en áður var sókninni þjónað frá Kálfholti. 1969 tók séra Magnús Runólfsson við og þjónaði til dauða- dags árið 1972. Séra Ólafur Jens Sigurðsson tók við sókninni 1972 til 1973, séra Kristján Róbertsson til 1978 og séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir til 1998 en þetta var fyrsta prestakallið á Íslandi þar sem kona var skipuð til prestþjónustu. Prestakallið var lagt niður í árs- lok 1998 og var Þykkvabæjarsókn þá lögð til Oddaprestakalls þar sem séra Sigurður Jónsson þjónar. Að lokum sagði séra Sigurður frá samstarfi Þykkvabæjarsóknar og nágrannasókn Oddakirkju. Má nefna æskulýðs- og kórastarfið en organistinn, Nína María Morávek, stjórnar bæði stúlknakórnum Heklu og sameinuðum kórum Odda- og Þykkvabæjarkirkna. Þrjátíu ára vígsluafmæli Þykkvabæjarkirkju Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Við hátíðarmessu í Þykkvabæjarkirkju voru sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrrverandi prófastur, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi sókn- arprestur, sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur, Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands, og sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur. Hella NÝLEGA tók á annan tug skák- manna í Taflfélagi Ólafsvíkur sig til og færði Eygló Egilsdóttur blómvönd sem þakklætisvott fyrir að hafa hýst þá þegar þeir hafa komið saman á hverjum sunnudegi sl. fimm ár til að tefla. Hefur oft verið mikið fjör á Hót- el Höfða þegar þessir hressu skák- menn hafa hist þar til að gera sér dagamun og njóta skáklistarinnar. Eygló hefur átt og rekið Hótel Höfða undanfarin ár en hún hverfur nú til annarra starfa. Skákmenn á Ólafsvík Morgunblaðið/ Alfons Ólafsvík FRAMKVÆMDIR við íbúðir fyrir aldraða á lóð hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði hófust í fyrra- kvöld með því að tveir eldri borgarar tóku fyrstu skóflustunguna. Í ávarpi við þessa athöfn rakti Ingimundur Þ. Guðnason, oddviti Gerðahrepps, aðdragandann að byggingu íbúða aldraðra og undir- búning. Sagði hann frá því að land- eigendur hefðu gefið lóðina á árinu 1976 fyrir elliheimili í Gerðahreppi. Bergþóra Ólafsdóttir og Ármann Eydal, eldri borgarar sem búa í ná- grenninu og hafa lýst áhuga á að fá aðstöðu í nýja húsinu, tóku fyrstu skóflustunguna og þar með hófust framkvæmdir. Með þeim á myndinni eru Ingimundur oddviti og Sigurður Jónsson sveitarstjóri. Sigurður læt- ur þess getið að á meðan athöfnin fór fram hafi stytt upp og gert besta veður. Eftir athöfnina hafi hins veg- ar aftur byrjað að rigna og á himni birtist tvöfaldur regnbogi, sem eldri borgararnir hafi talið sýna að æðri máttarvöld væru hliðholl þessari framkvæmd. Áætlað er að íbúðirnar, tíu talsins í tveimur raðhúsum, verði tilbúnar í nóvember á næsta ári en gengur hef- ur verið frá samningi við Húsagerð- ina ehf. í Keflavík um að annast byggingu þeirra. Starfandi er bygg- ingarnefnd skipuð þeim Ólafi Kjart- anssyni sem er formaður, Sigurði Ingvarssyni og Eiríki Her- mannssyni. Hún áformar að halda kynningarfund og auglýsa síðan eftir umsóknum um íbúðirnar. Ljósmynd/Hilmar Bragi Tvöfaldur regnbogi yfir íbúðum aldraðra Garður NEMENDUR fimmta bekkjar í Njarðvíkurskóla fóru á dögunum ásamt kennurum niður á höfn í Keflavík til að skoða víkingaskipið Íslending sem þar liggur. Ferðin var námsferð í tengslum við sam- félagsfræði um landnám Íslands. Gunnar Marel Eggertsson skip- stjóri tók á móti hópunum og sagði frá skipinu, ferðum landnáms- manna og þeirri för sem Íslend- ingur fór vestur um haf á árinu 2000. Nemendur voru mjög áhuga- samir og ánægðir með að fá að skoða skipið. Skoða vík- ingaskipið Njarðvík HEILBRIGÐISNEFND á Suðurnesjum og Samtök fé- lagsmiðstöðva á Suðurnesjum hafa ákveðið að taka upp við- ræður um áframhaldandi sam- vinnu um átak gegn tóbakssölu unglinga yngri en 18 ára. Samstarf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og SamSuð hófst á árinu 2000 og í greinargerð sem framkvæmdastjóri HES lagði fyrir heilbrigðisnefndina á dög- unum kom fram að samstarfið hafi skilað miklum árangri. Hlutfall staða sem seldu ung- lingum tóbak hafi farið úr 65% í mars árið 2000 niður í 24% í desember sama ár. Þá veiti ný tóbaksvarnarlög heilbrigðis- nefnd skýra heimild til að stöðva tóbakssölu hjá þeim sem gerast ítrekað sekir um að selja ungmennum tóbak og skapi það forsendur til að ná enn betri árangri. Ræða sam- eiginlegt átak gegn tóbakssölu til ung- menna Reykjanes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.