Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 23

Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 23
BYRJAÐ er að fóðra dýrin í dýra- garðinum í Kaupmannahöfn á líf- rænt ræktuðum ávöxtum og græn- meti, að því er fram kemur í Jyllandsposten. Þar segir að inn- kaup á lífrænu hráefni séu liður í því að gera dýragarðinn umhverfis- vænni. „Þetta er spurning um for- gangsröðun, eins og annað. Í fyrstu umferð afréðum við að reyna að stemma stigu við vatns- og orku- notkun og nú er röðin komin að því lífræna,“ er haft eftir umhverfisráð- gjafanum Rikke Bydam. Þar sem fjárráð garðsins eru tak- mörkuð hefur sú ákvörðun verið tek- in að einskorða innkaup á lífrænum ávöxtum og grænmeti við fóðuröflun fyrir dýrin til þess að byrja með. „Nokkur bið verður því á að mann- verunum í dýragarðinum í Kaup- mannahöfn verði boðið upp á lífrænt ræktaðan kost í mötuneytinu,“ segir loks í Jyllandsposten. Lífrænt í dýragarðinum í Kaupmannahöfn Fílarnir í dýragarðinum í Kaup- mannahöfn fá lífrænt á undan starfsmönnum garðsins. Síðumúla 34, Fellsmúlamegin Sími 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.is Hágæða baðinnréttingar Kr. 109.890,- Nú kr. 76.920,- stgr. Kr. 97.480,- Nú kr. 77.980,- stgr. Kr. 214.900,- Nú kr. 171.920,- stgr. w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 32 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 23                                                              !   "   "  " " $ % % &  %  ' %# !  %# (       )   % *%# * +"    ,% % ,)  ,)    ,)    ,)    %# - ".     - %  -  /      %    %   %   %     / ! !%   !  ! ! 012,% !  % ,)  *    3 .4  56,%  ! "    788 009 071 029 789 029 7:2 7;1 <08 <;2 007 1<2 7;< 0<8 7;: 7=910 12< 9:; 12< 177 >:: 901 9:0 19; 0<1 1:> 092 709 <<> 7>: >< 122 7;0 00: 792 0<8 <2< 078 >< 0<> 918 12< 9<0 1<0 <2> 02> 970 <2; 717 >>1 ;;: >7< ;>0 0:0 0;:                                           #                                                                      !" :1 7<: :: :: 81 70: 771 ;: 7;: 7:1 8: 91: :: 70: :: 8:> 01: 01: 01: 7<: 7<: 08: 00: 07: 7;: 0:: 001 70: 01; >: 91 7<: :: 701 ;; 701 7:: 7;1 9; 7:; 7<: 71: 71: 78: :: :: 78: 778 7<< 11: 87> <8: ;:2 01: 09:                                                             $   #   %   #                                                                                                                                                                                                                                           MEÐALVERÐ margra tegunda grænmetis hefur lækkað um 35–67% frá því í febrúar, samkvæmt mán- aðarlegri könnun Samkeppnisstofn- unar. Meðalverð á ávöxtum hefur lækkað í nær öllum tilvikum, að und- anskildum vínberjum sem hækkað hafa um 7–11% á tímabilinu, að því er fram kemur í niðurstöðunum. At- hygli vekur að meðalverð á gulrófum hefur hækkað um 71% á tímabilinu. Lægsta verð á kílói af gulrófum í könnuninni er 129 krónur og hæsta verð 349 krónur. Þá hefur meðalverð á vorlauk hækkað um 36% frá því í febrúar. Lægsta verð á kílói af vor- lauk er 890 krónur í könnuninni og hæsta verð 1.597 krónur. Meðalverð á kartöflum hefur hækkað um 13– 15% eftir því hvort um er að ræða eins eða tveggja kílóa umbúðir. Í flokki ávaxta hefur meðalverð á kílói af vatnsmelónum lækkað mest, um 45%. Hæsta verð í könnuninni nú er 129 krónur og lægsta verð 79 krónur. Næstmesta lækkunin á með- alverði er á kílói af greipaldini, eða 29%. Af 16 tegundum ávaxta í könn- uninni hefur meðalverð á sex lækkað um 20% eða meira. Í flokki grænmetis hefur meðal- verð á tómötum lækkað um 67%, um 58% á ísbergsalati, 57% á agúrkum, 48% á grænni papriku, 38% á rauðri papriku og 35% á blómkáli. Óbreytt verð á sveppum Meðalverð á kílói af sveppum hef- ur ekki breyst frá því í febrúar, sam- kvæmt könnuninni. Þá hefur meðal- verð á niðurskornu jöklasalati, Fresh Quality, hækkað um 3% á tímabilinu. Samkeppnisstofnun hefur frá því í febrúar síðastliðnum gert mánaðar- legar verðkannanir á ávöxtum og grænmeti til þess að fylgjast með verðþróun á þessum vörum eftir af- nám tolla á ýmsum grænmetisteg- undum síðastliðinn vetur. Í frétt frá Samkeppnisstofnun er einnig tekið fram að verð á ávöxtum og grænmeti geti verið afar breytilegt og ræðst það meðal annars af verði á mörk- uðum erlendis, uppskeru og árstíma. Í töflunni er birt meðalverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var hinn 9. október síðastliðinn og borið saman við meðalverð úr verslunum eins og það var hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þá er gefið upp lægsta og hæsta verð hverju sinni en eins og sjá má í töfl- unni er oft um verulegan verðmun að ræða, segir Samkeppnisstofnun að síðustu. Meðalverð grænmetis 35– 67% lægra nú en í febrúar Meðalverð á gulrófum hefur hækkað um 71% Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðalverð á spergilkáli og blómkáli hefur lækkað um 28% og 35% frá því í febrúar, samkvæmt reglulegum verðkönnunum Samkeppnisstofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.