Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE Pell erkibiskup, æðsti maður kaþólsku kirkj- unnar í Ástralíu, var í gær hreinsaður af ásökun um að hafa misnotað ellefu ára dreng kynferðislega fyrir þrjátíu ár- um. Alec South- well, fyrrverandi dómari sem rannsakaði mál- ið, sagði að ekkert hefði komið fram sem staðfesti ásökunina. Hann dró einnig trúverðug- leika kærandans í efa, sagði að hann hefði oft komist í kast við lögin, meðal annars verið dæmdur í fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl. Hægrimenn juku fylgi sitt HÆGRIFLOKKURINN Nýtt lýðræði, sem er í stjórnarand- stöðu í Grikklandi, jók fylgi sitt í borgarstjóra- og héraðsstjóra- kosningum á sunnudag. Hægriöfgamenn sóttu einnig í sig veðrið og einn þeirra, Giorgos Karatzaferis, sem hefur verið sakaður um gyð- ingahatur, fékk 13,6% at- kvæðanna í héraðsstjórakosn- ingum í Stór-Aþenu. Er þetta mesta kjörfylgi hægriöfga- manns í Grikklandi í 20 ár. Dora Bakoyannis, borgar- stjóraefni Nýs Lýðræðis í Aþenu, fékk 47,5% atkvæðanna og er talin nær örugg um sigur í síðari umferð kosninganna á sunnudaginn kemur og að verða fyrsta konan til að gegna embættinu. Þrátt fyrir fylgisaukningu hægrimanna telja stjórnmála- skýrendur að þeir hafi ekki fengið nógu mikið fylgi til að knýja fram þingkosningar í Grikklandi eins og þeir höfðu stefnt að. Falwell biðst afsökunar BANDARÍSKI sjónvarpspre- dikarinn Jerry Falwell hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað Múhameð spámann hryðjuverkamann. Hann sagði í afsökunarbeiðni á laugardag að hann hefði ekki ætlað að sýna „heiðarlegum og lög- hlýðnum múslímum óvirð- ingu“. Ummæli Falwells vöktu mikla reiði meðal múslíma og leiddu til óeirða á Indlandi sem kostuðu tíu manns lífið. Klerk- ur í Íran hvatti til þess að pre- dikarinn yrði ráðinn af dögum. Skilaði millj- ón úr sorpinu HEIMILISLAUS Þjóðverji fann 12.000 evrur, andvirði milljónar króna, í reiðufé í sorpfötu í bænum Siegen og af- henti lögreglunni peningana. Maðurinn fann seðlana, per- sónuskilríki og bankabók í sorpfötu við strætisvagnabið- skýli þegar hann var að leita að matvælum. Lögreglan sagði að komið hefði í ljós að geðveill maður hefði fleygt peningun- um og heimilislausi maðurinn hefði fengið fundarlaun. STUTT Erkibiskup hreinsaður Giorgos Karatzaferis George Pell FERÐAMENN flúðu í gær unn- vörpum eyjuna Balí í Indónesíu- eyjaklasanum, en öflug bílsprengja sem sprakk á laugardag við fjöl- sóttan næturklúbb syðst á eynni varð að minnsta kosti 188 manns að bana og særði ríflega 300. Yfir 2.000 ferðamenn nýttu sér á sunnudaginn og í gær aukaferðir sem flugfélög og ferðaskrifstofur buðu upp á til að koma sér heim á leið fyrr en þeir annars ætluðu. Verð á hlutabréfum í Indónesíu lækkaði um meira en 10 prósentu- stig í gær og óttast heimamenn að óttinn við frekari hryðjuverk fæli erlendar fjárfestingar frá landinu. Indónesía er fjölmennasta músl- imaríki heims, en íbúar Balí eru flestir hindúar. Margir Ástralar meðal hinna látnu Mörg fórnarlambanna voru Ástr- alar og ferðamenn frá ýmsum öðr- um löndum, þ.á m. Bretlandi, Þýzkalandi, Kanada, Svíþjóð, Sviss, Suður-Afríku og Bandaríkjunum. Mörg líkin eru svo illa brunnin að beita þarf DNA-erfðaefnisgreiningu til að bera kennsl á þau. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðunum en grunur hef- ur beinst að al-Qaeda og tengdum samtökum, sem kalla sig Jemaah Islamiyah. Al-Qaeda hefur sótt í sig veðrið síðastliðnar vikur og hefur það orðið til þess að Bandaríkja- stjórn hefur gefið út nýja viðvörun um hryðjuverkaógn, öryggisráð- stafanir við sendiráð Bandaríkjanna verið efldar og nokkrum ræðisskrif- stofum lokað. „Verk hugleysingja“ George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fór fremstur í flokki er- lendra ráðamanna sem fordæmdu hryðjuverkin. Sagði Bush tilræðið vera „verk hugleysingja“ sem ætlað væri að skapa ótta og glundroða og bauð Indónesum aðstoð banda- rískra sérfræðinga við rannsókn árásarinnar. Ástralskir rannsóknar- lögreglumenn voru komnir til Balí strax í gær til að aðstoða við rann- sóknina. Menn frá bandarísku al- ríkislögreglunni FBI og brezku rannsóknarlögreglunni Scotland Yard voru einnig væntanlegir til Indónesíu í gær. Yfirmaður lögreglunnar í Indónesíu, Da’i Bachtiar, segir árásina vera verstu hryðjuverk í sögu landsins. Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, fór með flugvél til Balí í gær og grét þegar hún skoðaði rústir næturklúbbsins á Kuta- ströndinni, sem er vinsæll ferða- mannastaður. Hún hét samstarfi við aðrar þjóðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Öryggismálayfirvöld í Indónesíu hafa lýst yfir ýtrasta viðbragðsstigi og segir Susilo Bambang Yudhyono öryggismálaráðherra að hugsanleg skotmörk hryðjuverkamanna á borð við olíu- og gasvinnslustöðvar verði vernduð. Samt sem áður var í gær lítið um sjáanlega aukningu á ör- yggisgæzlu á Balí, hvort sem var á götum úti eða á flugvellinum. Stjórnvöld margra landa vara við ferðum til Balí Mahathir Mohamad, forsætisráð- herra Malasíu, sem eins og Indó- nesía er mjög háð ferðamennsku um gjaldeyristekjur, hvatti ferða- menn til að líta ekki á Suðaustur- Asíu sem hryðjuverkamannabæli vegna árásanna. Stjórnvöld í Bretlandi, Dan- mörku, Finnlandi, Portúgal, Grikk- landi, Svíþjóð, Ítalíu og Taílandi og fleiri löndum hafa varað borgara sína við að ferðast til Balí. Margar ferðaskrifstofur á Vesturlöndum hafa hætt við ferðir þangað. Jap- anskar ferðaskrifstofur sögðu þó ekkert hafa verið afpantað hjá sér; Japanir létu tilræðin á Balí ekki kollvarpa orlofsferðaáformum sín- um. Ferðamenn flýja unnvörpum frá Balí Reuters Vettvangur tilræðisins á Kuta-ströndinni á eyjunni Balí. Öflug sprengja sprakk við fjölsóttan næturklúbb. 188 manns biðu bana í skæðasta hryðjuverki í sögu Indónesíu Kuta á Balí, Bangkok, Washington. AP, AFP. Áströlsk kona við sjúkrabeð slasaðs vinar á sjúkrahúsi þar sem hlúð var að sárum margra þeirra sem særðust í tilræðinu á laugardaginn. Margir þeirra sem komust lífs af hlutu alvarleg brunasár. &'()*+,*+-(./-$0            ! " # $%  ! &'    $      " ( ) " ()   *       + !    !    " #$$ % &   '   (  , !(         -   . " $ ' # / * 0 / 1 , ) )*      &+   ,  # -+,  ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.