Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 28

Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÁDEGISTÓNLEIKARÖÐ Ís- lensku óperunnar á haustmisseri 2002 hefur göngu sína í dag og munu tónlistarunnendur geta gengið að hádegistónleikunum vís- um annan hvern þriðjudag í októ- ber og nóvember. Umsjón með há- degistónleikaröð haustsins hefur Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- ór, sem fastráðinn var að Íslensku óperunni í ágúst síðastliðnum. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í um 40 mínútur. Tónleikarnir í dag bera yf- irskriftina La Traviata – á hálftíma. Þeir eru raunar annað og meira en tónleikar – hádegisópera væri meira réttnefni, því hér er um að ræða sviðsetningu á hálftíma út- gáfu af örlagasögu Verdis um þau Violettu og Alfredo, ást þeirra og mótlæti í lífinu. Hlutverk Violettu syngur Alda Ingibergsdóttir sópr- an og með hlutverk Alfredos fer Jó- hann Friðgeir Valdimarsson tenór. Við píanóið verður Clive Pollard, en hann starfar um þessar mundir sem píanóleikari með einsöngv- urum og kór hjá Íslensku óperunni. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Kári Halldór. Á öðrum hádegistónleikum, þriðjudaginn 29. október, fær Jó- hann Friðgeir til liðs við sig Davíð Ólafsson bassa, sem einnig var fast- ráðinn að Íslensku óperunni nýver- ið. Þriðju hádegistónleikarnir, þriðjudaginn 12. nóvember, bera yfirskriftina Úr lausu lofti, en þá munu þau Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, sem var fastráðin að Íslensku óperunni í ágúst sl., og Jó- hann Friðgeir leita í smiðju nokk- urra bandarískra sönglaga- og söngleikjahöfunda. Við píanóið verður sem fyrr Clive Pollard. Á fjórðu og síðustu hádegistónleikum haustsins, þriðjudaginn 26. nóv- ember, flytur Jóhann Friðgeir svo sönglög og ballöður eftir þýska tón- skáldið Carl Loewe. Yfirskrift tón- leikanna vísar til eftirnafns tón- skáldsins. Á vormisseri 2003 verður þráð- urinn svo aftur tekinn upp og er fyrirhugað að hefja leikinn í febr- úar. Sesselja Kristjánsdóttir hefur umsjón með hádegistónleikum vorsins. Aðgangseyrir er 1.000 kr. La Traviata í hádeginuu Morgunblaðið/Golli Clive Pollard, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Alda Ingibergsdóttir segja örlagasögu Verdis um þau Violettu og Alfredo í hádeginu. TÓNLEIKARNIR hófust á g- moll-ballöðunni op. 23, þeirri fyrstu af fjórum slíkum verkum eftir Chopin. Talið er að op. 23 beri merki vonbrigða Chopins með misheppnaða frelsisbaráttu Pólverja á móti Rússum. Chopin var fyrstur til að nota þetta gamla heiti á lengri gerð píanóverka og í op. 23 má heyra þá venju tón- skáldsins, sem heyra má í nokkr- um verka hans, að hefja verkið á inngangi í annarri tóntegund en verkið sjálft, sem í tilfelli op. 23 er As-dúr-hljómur. Þetta róman- tíska og tregafulla verk var helst til skarplega mótað, mjög skýrt í tóntaki en nokkuð fjarri því að vera „rómantískur söngur“. Klepác sýndi tæknifimi sína í konsert-etýðu eftir Smetana er hann samdi 1862, ári eftir að hann fluttist heim til Tékkóslóvakíu, en heiti verksins, Við ströndina, ber það með sér að Smetana hefur hugsað til Gautaborgar, þar sem hann starfaði frá 1856 til 1861. Verkið er einn brimandi skalaleik- ur og var flutt með töluverðum hasar. Píanósónata eftir Janacek, þar sem hann reynir að túlka vo- veiflega atburði í Prag árið 1905, var þriðja viðfangsefni tón- leikanna. Vegna þeirra atburða sem verkið á að lýsa þarf að undir- strika ógnina í fyrsta þættinum og síðan dauðann í þeim seinni. Þrátt fyrir einstaklega skýrt mótaðan leik Klepác vantaði skáldskapinn í leik hans, einmitt það sem Janac- ek lagði sérstaka áherslu á í verk- um sínum, að tónlist hans ætti að vera sem næst „talað mál“. Fjórða verkið á efnisskránni var a-moll-sónatan K 310 eftir Mozart og þar mátti heyra hversu Klepác er tamt að leika sér með hraðann og í raun ofgerði hann þessu meistaraverki Mozarts með þessari flýtimeðferð sinni. Svo mikið lá honum á að hann sleppti endurtekningu framsögunnar í fyrsta kaflanum og smækkaði þar með formskipan verksins. Lokaverkið var Myndir á sýn- ingu eftir Mussorgskíj, verk sem er „geníalt“ hvað snertir tónhug- myndir og mótun blæbrigða, og þar verða menn að gefa sér góðan tíma. Þrátt fyrir glæsilega tæk- niútfærslu, sem þó var oft við jað- ar þess sem er hægt með góðu móti, var heildarsvipur verksins merktur óróa þess sem bíður eftir tækifæri til að sýna tæknigetu sína. Einstaka kaflar voru sérlega glæsilegir, eins og t.d. fyrri hluti þriðju myndar, en aftur á móti var seinni hluti kaflans allt að því göslulegur. Þennan sérkennilega mun á upphafi og niðurlagi kafla gat einnig að heyra í fimmtu mynd og þeirri sjöundu. Í sjöttu mynd- ina vantaði þær sérkennilegu kar- akterlýsingar á Goldenberg og Schmuyle sem eru líklega ein- stæðar í tónlistarsögunni, þ.e. myndugleika og hroka Golden- bergs í upphafi og síðar smjaður- legt atferli Schmuyle, og svo þar sem báðum tónhugmyndunum er slegið saman í einskonar samtals- formi. Jaromir Klepác er teknískur pí- anóleikari er lætur það ráða meiru um leik sinn en að nálgast tónmál verkanna sem skáldskap tilfinn- inga og blæbrigða. Tækni og skáld- skapur tilfinninga Jón Ásgeirsson TÓNLIST Salurinn Jaromir Klepác lék verk eftir Chopin, Smetana, Janacek, Mozart og Múss- orgskí. Sunnudagurinn 6. október. PÍANÓLEIKUR LOUISIANA-nútímalistasafnið í Danmörku hefur eignast Hús árstíð- anna eftir arkitektana Hjördísi Sig- urgísladóttur og Dennis Jóhannes- son. Árið 2000 var haldin sýning á Kjarvalsstöðum á teikningum og lík- önum eftri sautján þekkta arkitekta sem fengnir voru til að teikna ódýr smáhús af því tagi sem fólk reisir í garðlöndum utan við stórborgir. Sýningin bar nafnið Garðhúsabær eða Kolonihaven á dönsku og er hún alþjóðlegt sýningarverkefni í bygg- ingarlist 20. aldar. Garðhúsabær var framlag Arkitektafélags Íslands og Listasafns Reykjavíkur til dagskrár Reykjavíkur menningarborgar Evr- ópu árið 2000. Sýningin hóf göngu sína þegar Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu árið 1996 og var einnig framlag Arkitektur Mus- eet þegar Stokkhólmur var menn- ingarborg Evrópu árið 1998. Í tengslum við sýninguna í Reykjavík efndi Arkitektafélag Ís- lands til samkeppni meðal fé- lagsmanna um uppdrátt af íslensku garðhúsi og var tillaga Hjördísar Sigurgísladóttur og Dennis Jóhann- essonar valin sem framlag Íslands á sýninguna og sem hluti af Koloni- haven-verkefninu. Að lokinni sýningu á Kjarvalsstöð- um fór Hús árstíðanna til Danmerk- ur sem hluti af Kolonihaven-verkefn- inu. Fyrr á þessu ári var svo tilkynnt með formlegum hætti, að Kolonihav- en-verkefnið í heild sinni, teikningar og módel, hefði fengið varanlegt heimili í hinu heimsþekkta Louis- iana-nútímalistasafni í Humlebæk í Danmörku. Nú í október mun Louisiana-safn- ið lána Kolonihaven-sýninguna til Tókýó og síðan fer hún í sýningar- ferðalag um Japan. Á þeirri sýningu bætist garðhús eftir japanska arki- tektinn Tado Ando við Kolonihaven og þannig lifir þessi sýning áfram. Louisiana eignast Hús árstíðanna TVÖ ný, íslensk barnaleikrit verða frumsýnd hjá Möguleikhúsinu við Hlemm á komandi leikári og haldið verður áfram sýningum á sex verk- um frá fyrri leikárum. Fyrsta frumsýning leikársins verður á laugardag kl. 14. Þá verð- ur leikritið Heiðarsnælda tekin til sýningar. Leikritið er samið af leik- hópnum undir leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Sýningin er ætluð börnum á leikskólaaldri og í henni er lögð áhersla á að kynna sveitina og dýrin og skipa leikbrúður og tónlist þar stóran sess. Það er leikarinn Pétur Eggerz og tónlistarmaðurinn Stefán Örn Arn- arson sem leika. Leiktjöld eru eftir Kjuregej Alexöndru Argunovu, brúður og búningar eftir Katrínu Þorvaldsdóttur og Justin Wallace sá um módelsmíði. Auk þess að leika í sýningunni sér Stefán Örn Arnarson um tónlist og hljóðmynd verksins. Eftir áramót verður frumsýning á nýju leik- og tónverki sem samið er af Stefáni Erni Arnarsyni selló- leikara og leikhópnum. Verkið heit- ir Tónleikur og í því er aðferðum leikhússins beitt til að miðla tónlist- arflutningi og sýn tónlistarmanns- ins á hljóðfæri sitt og þá tónlist sem hann nær út úr því, eða í samvinnu við það. Frá fyrra leikári verður áfram sýndur Skuggaleikur eftir Guðrúnu Helgadóttur, Prumpuhóll- inn eftir Þorvald Þorsteinsson og Völuspá eftir Þórarin Eldjárn. Þá snúa Snuðra og Tuðra, aftur á fjal- irnar í vetur eftir stutt hlé og verð- ur sýnt um helgar í Möguleikhús- inu. Tekið á móti íslensku jólasveinunum Þá verður að vanda jólagleði í leikhúsinu þegar Jólarósir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur og Hvar er Stekkjastaur eftir Pétur Eggerz snúa aftur frá fyrri árum og skemmta áhorfendum. Á aðvent- unni mun Möguleikhúsið einnig að- stoða Þjóðminjasafnið við að taka á móti íslensku jólasveinunum líkt og undanfarin ár. Að auki verður Möguleikhúsið á ferð og flugi í vetur jafnt innan lands sem utan með sýningar sínar en allar sýningar Möguleikhússins eru farandsýningar sem jafnframt eru sýndar í Möguleikhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir áhorfendur fylgjast einbeittir með einni sýningu Möguleikhússins. Tvö ný barnaleikrit í Möguleikhúsinu UM sjö hundruð manns lögðu leið sína í gamla frystihúsið á Stokks- eyri á laugardag gagngert til að vera við opnun Stofu Páls Ísólfs- sonar tónskálds og afhjúpunar listaverks til minningar um hann. Við opnunina söng Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng. Myndlistarmenn héldu sýningar í húsinu auk þess sem gestir fengu að spreyta sig við að mála. Góður rómur var gerður að framtaki for- svarsmanna Hólmarastar, Björns Inga Björnssonar og Einars Ein- arssonar, við að koma þessari dag- skrá í kring. Sérstök stofa er nú op- in í húsinu með munum frá Páli auk þess sem málverk Elvars Guðna af öllum vitum landsins eru til sýnis á efstu hæð hússins. Fjölmenni við opnun Stofu Páls Ísólfssonar Stokkseyri. Morgunblaðið. BENEDIKT S. Lafleur myndlistar- maður sýnir nýja myndaskúlptúra í Eden ásamt eldri verkum. Sýningin er opin til 21. október. Ennfremur er væntanleg á mark- að þriggja binda smásagnasafn eftir Benedikt sem nefnist Í blóðsporum skálds. Myndskúlptúr í Eden ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.