Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 31
inn og halda áfram að klifra upp stigann. Það er mikil sam- keppni í skurð- lækningum í Bandaríkjunum og ef menn koma ut- an frá er þetta enn erfiðara. Menn þurfa alltaf að vera að skrifa og birta greinar, ég er með rann- sóknarstofu og er alltaf að taka próf þó að ég sé orðinn 45 ára gamall; menn þurfa að taka próf að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að halda sér við.“ Ari stjórnar þjálfun nema við háskólann í Texas en tekur í því sambandi fram: „Þegar við erum að tala um nema erum við að tala um fólk sem hefur lokið læknisprófi og er kannski búið að vera í þjálfun í skurðlækn- ingum í sex til tíu ár. Ég vinn með þessum „nemum“ og þeir skera með mér þannig að ég er með lið í kringum mig við að- gerðir.“ 1.400 aðgerðir á háskóla- spítalanum á ári hverju Ari segir að á háskólaspít- alanum séu framkvæmdar um 1.400 hjartaaðgerðir á ári auk álíka margra annarra brjóst- holsaðgerða, s.s. á lungum og vélindaaðgerða en til sam- anburðar megi nefna að hér á Íslandi geri menn kannski 200 til 250 hjartaaðgerðir. En það eru þó einkum lung- um sem eiga hug og hjarta Ara: „Ég framkvæmi mikið af líf- færaflutningum, einkum á hjarta og lungum en mest af rannsóknarvinnu minni er á sviði lungnaflutninga. Lungna- flutningar er mun skemmra á veg komnir en hjartaflutningar. Hjartaflutningur gengur orðið nokkuð vel en lungun eru erf- iðari viðfangs og verri en flest önnur líffæri. Lungun eru mjög viðkvæm og þau þola ákaflega stutta geymslu, margfalt styttri en t.d. nýru, og lungun verða einnig að vera fullkominn. Af öllum biðlistum er lengsti bið- listinn eftir lungum og flestir sem eru á biðlista deyja meðan þeir eru á honum eða um helm- LÍKLEGA hefur enginnÍslendingur náð jafn-langt í hjartaskurð-lækningum og Ari O. Halldórsson, sem nú starfar sem prófessor í hjartalækn- ingum við Texas Tech Univers- ity í Bandaríkjunum en hann stjórnar jafnframt þjálfun skurðlækna við háskólann. Ari, sem er 46 ára gamall, telst vera nokkuð ungur prófessor á bandarískan mælikvarða, ekki síst þegar tekið er mið af því að hann lauk „námi“ fyrir ekki svo ýkja mörgum árum. NASA fjármagnar rannsóknir Ara Ari segir að starfinu fylgi mikið álag en hann sinnir jöfn- um höndum kennslu og þjálfun skurðlæknanema, rannsóknum og svo skurðlækningum við há- skólasjúkrahúsið og þá einkum flutningum á hjarta og lungum. Þá hefur Ari unnið á sviði svo- kallaðra holuaðgerða með að- stoð vélmennis en nú hillir und- ir að hægt verði að framkvæmda fjarstýrðar holu- aðgerðir á fólki þar sem sá sem framkvæmir aðgerðina getur verið langt í burtu. Bandaríska geimferðastofnunin NASA fjár- magnar að hluta til rannsóknir Ara á þessu sviði enda hafa NASA-menn áhuga á að geta gert aðgerðir á geimförum uppi í háloftunum sem stjórnað væri frá jörðinni. „Við erum rétt að fara af stað með að gera slíkar aðgerðir á fólki hjá okkur og þær eru líklega ekki gerðar nema á tveimur eða þremur stöðum í Bandaríkjunum. Ef ég vildi gæti ég núna gert aðgerð frá skrifstofunni minni með sjónvarpsskerminn fyrir fram mig og tólinu sem þarf til að stýra arminum á vélmenninu en sjúklingurinn gæti verið langt í burtu. NASA fjármagnar sumt af þessari rannsóknarvinnu minni; þá dreymir auðvitað um að geta gert slíkar aðgerðir á geimförum og hafa mikinn áhuga að sjá hvað við komumst langt með þetta. Við höfum gert svona fjarstýrðar aðgerðir á dýrum og vinnum að því að yfirfæra þessa tækni á fólk en það verður auðvitað að fara varlega. Í framtíðinni er ekkert ólíklegt að ég geti gert aðgerð á Íslandi þó að ég sé staddur í Texas. Það er alveg raunhæfur möguleiki.“ Mikil samkeppni í skurðlækningum vestra Ari segir að sér líki ágætlega að vera í Texas, konan sín sé þaðan og alltaf hafi staðið til að flytja þangað en þetta hafi ein- faldlega verið spurning að fá réttu stöðuna. „Jú, það er rétt, þetta eru vissulega umsetnar stöður. Og það er sérstaklega erfitt í skurðlækningnum að komast ingur. Því miður.“ Ari tekur engu að síður fram að heil- mikil framþróun hafi átt sér stað á sviði lungnaflutn- inga. „Um það bil 70–75% þeirra sem fá lungu frá mér lifa fyrsta árið og um 60% lifa í fimm ár þannig að þetta er miklu betra en var fyrir nokkrum árum og það má ekki gleyma því að þetta er allt fólk sem hefði annars dáið úr sjúkdómi sínum. Kom ekki heim í tólf ár Ari dregur ekki dul á að það sé ekki tekið út með sældinni einni að ljúka sérnámi í Banda- ríkjunum. „Það er mikið álag á nema í þjálfun og þeim er hvergi hlíft. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna árið 1986 var ég á vakt annan hvern dag í sex ár árið um kring. Það var engin miskunn. Samkeppnin er svo hörð þannig að menn verða gera þetta, það eru kannski hundruð að bíða eftir stöðunni sem maður er í.“ Ari segir sumarleyfismál vera með öðrum hætti þar vestra: „Nei, menn fá ekki sumarfrí eins og hér. Fyrstu fimm árin í náminu fékk ég tvær vikur á ári og það var beinlínis ætlast til þess að maður tæki bara aðra vikuna.“ Ari segir að mestan hluta af framhaldsnámi sínu eða í tólf ár hafi hann ekki komið heim til Íslands. Hann hafi ein- faldlega ekki haft tíma til þess en nú reyni hann að koma einu sinni á ári. Ekki í spilunum að flytjast til Íslands „Jú, þetta skilar sér í kaupi eftir að menn eru búnir í námi og raunar svo vel að ég hefði getað farið á eftirlaun tveimur eða þremur árum eftir að ég lauk námi, hefði ég viljað það. Það má segja að prófess- orsstaðan bætist ofan á þau laun sem ég fæ fyrir að gera aðgerðir á sjúklingum. Ég kvarta því ekki og alls ekki ef ég tek mið af því sem læknar fá hér heima og í Skandinavíu.“ Ari segist ekki vera á leiðinni heim. „Ég er giftur bandarískri konu og á tvö börn og það þriðja er á leiðinni, þannig að það er ekki í spilunum. En það er gott að geta skotist heim og ekki spillir veðrið fyrir, það er hreinlega sumarblíða enn. Í fyrra vorum við í viku og það var sól upp á hvern einasta dag. Ég var alltaf að væla við kon- una mína um veðrið hér heima en nú trúir hún ekki orði af því.“ Íslenskur prófessor í hjartaskurðlækningum Gæti gert aðgerð hér frá skrifstof- unni í Texas Ari O. Halldórsson hefur dvalist í Bandaríkjunum frá 1986, er nú prófessor í hjartaskurðlækningum í Texas og sinnir eink- um kennslu og rannsóknum á sviði hjarta- og lungnaflutninga. Hann segir um 60% sjúklinga sinna lifa í fimm ár eftir lungna- skipti og að miklar framfarir hafi orðið í lungnaflutningum. ’ Af öllum biðlist-um er lengsti biðlistinn eftir lungum og flestir sem eru á biðlista deyja meðan þeir eru á honum. ‘ Ari O. Halldórsson ð blindur. að stunda um ekið á g í afneit- agði þeim „hvernig nina aftur var líka læknana rjaði ekki en í mars ldur ekki rafélagið. man bull. ar ganga þar sem u við stað- a of sárt.“ itla hjálp egna þess staðfest- dómi sem gir Hjalti nn á Flúð- . „Tíundi ví erfiður nir væru stoða mig nu. Sjón- oft verða ég er að anlega að ssa aðlög- f verið að an. – Það rsögn en úinn að fá . ég var að rbúar vel yrir svona r eru vinir og það „Flestir þeir sem eftir að ég við það að fa að vera lltaf verið vera það a að nota kkur auð- Þetta er vill leggja á sig til að verða virkur þátttakandi í lífinu og hvað mann langar til að taka sér fyrir hendur. Hér áður fyrr var til innan Blindrafélagsins félagsskapur sem kallaði sig Heljarmannafélagið. Fé- lagarnir í því gengu á Esjuna, fóru í flúðasiglingu og á skíði. Þetta félag viljum við endurvekja.“ „Ofverndun er aldrei af hinu góða,“ bendir Hjalti á. Bergvin orð- aði þetta svo ágætlega um daginn. „Já, ég sagði að það ætti ekki að setja okkur í kassa og fylla hana af bómull eins og þeir nánustu vilja gera í góðri trú. Við viljum vera sjálfstæðir og reyna okkur við hin- ar ýmsu aðstæður. Þetta er auðvit- að líka spurning um hvað maður treystir sér að gera.“ „Það sem hefur hjálpað okkur mikið við núverandi aðstæður er að við höfum hvor annan til að styðjast við. Ég held ég gæti ekki staðið í þessu stappi í skólanum ef Bergvin væri þar ekki líka,“ segir í Hjalti. „Við hefðum heldur aldrei farið niður í bæ eins og við gerðum um daginn ef við værum einir. Við tók- um strætó og fórum út á Hlemmi og gengum niður Laugaveginn og Austurstrætið þar sem við fengum okkur hamborgara.“ Píanó og pólitík Strákarnir eru nýfluttir í bæinn og þeim líkar vel í Reykjavík. Berg- vin hefur íbúð í húsi Blindrafélags- ins við Hamrahlíð. Hjalti býr hjá ömmu sinni í Breiðholtinu og tekur strætó í skólann. Hjalti hefur áhuga á að komast í íbúð í Bindra- félagshúsinu þegar fram líða stund- ir. En hvernig ætli þeir plumi sig fjárhagslega? „Eftir að ég flutti að heiman þá lít ég fjármálin öðrum augum,“ seg- ir Bergvin. „Ég fæ örorkubætur og þarf að borga af þeim mat, leigu og síma. Bæturnar duga ef maður fer vel með og eyðir aðeins í það nauð- synlegasta. Við erum heldur ekki að eyða í myndbandsspólur, bíó eða tölvuleiki eins og aðrir jafnaldrar okkar. Á móti kemur að við þurfum að kaupa ýmis hjálpartæki eins og sérstakan hníf til að skera rétt og örugglega og nema til að hella í glas, en það heyrist hljóð í honum þegar glasið er orðið fullt og fleiri tæki. Þessir hlutir létta manni líf- ið.“ „Ég þurfti að vinna mér inn pen- inga síðastliðið sumar svo ég kæm- ist í menntaskóla. Ég vann við garðyrkju og að selja grænmeti á Flúðum,“ rifjar Hjalti upp, en hann lærði að stimpla inn í peningakass- ann blindandi og las upphæðina á kassanum með stækkunargleri. „Ég hjólaði í vinnuna fyrst til að byrja með en þegar frá leið fór það að verða erfitt því þá var sjónin orð- in svo slæm. Ég varð þá að þræða vegarkantinn og var eina stundina í lausamölinni og hina inn á veginum til að átta mig hvar ég væri stadd- ur. Ég mátti auðvitað ekki fara of langt út á veginn þar sem bílarnir voru á hraðferð. Í ágúst varð ég að hætta að hjóla í vinnuna.“ Í spjallinu við þá Bergvin og Hjalta ber framtíðin á góma. „Ég ætla að verða fyrsti blindi þingmað- urinn á Íslandi,“ segir Bergvin grafalvarlegur. „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og hef skrifað í bæjarblöðin í Vestmannaeyjum. Ég fór í starfskynningu til Össurar (Skarphéðinssonar) í fyrra og þá bauð hann mér á landsfund Sam- fylkingarinnar. Hjalti segist aðspurður ekki skipta sér af stjórnmálum. „Þú ert víst farinn að smitast af þeim, góði minn,“ segir Bergvin stríðnislega og hnippir í hann. „Það sem ég er að spá í er að fara í félagsvísindadeild í HÍ,“ upplýsir Hjalti. „Og í nánustu framtíð hef ég það að markmiði að halda áfram að læra á píanó, en ég er í fríi frá því þetta árið. Þegar ég tek upp þráð- inn að nýju mun ég annaðhvort spila eftir blindraletursnótum eða eftir eyranu. Ég er byrjaður að læra blindraletur. Lífsgleðin lykillinn Eins og þegar hefur komið fram er Dagur hvíta stafsins í dag. Þá verður opið hús hjá Blindrafélaginu milli 2–4 og þar verður hægt að kynnast starfsemi félagsins. Meðal annars getur fólk fengið að spreyta sig á því að ganga blindandi með hvíta stafinn Það er ýmislegt sem þeim Berg- vin og Hjalta finnst að mætti fara betur í málefnum blindra og sjón- skertra.„Við erum bráðlega að fara á fund með Strætó bs,“ segir Berg- vin. Á þeim fundi ætlum við að koma með hugmyndir um hvernig megi bæta aðstöðu blindra svo þeir eigi auðveldara með að ferðast með strætisvögnum. Það væri til dæmis æskilegt að lýsa upp strætóskýlin. Þá kæmi okkur vel ef á strætis- vögnunum væru nemar þannig að þegar hinn blindi beindi fjarstýr- ingu að nemanum heyrði hann hvert númerið er á vagninum.“ „Ég mundi líka vilja sjá bætt skilyrði blindra og sjónskertra barna úti á landi,“ segir Hjalti. „Það þarf líka að upplýsa yngstu aldurshópana betur um blinda. Þegar ég er að ganga um í Breið- holtinu, þar sem ég bý, koma litlir krakkar stundum og spyrja af- hverju ég sé með hvíta stafinn. Ég segi þeim að ég sé blindur. Ég hitti krakkana aftur daginn eftir og þá spyrja þau hvort ég sé ennþá blind- ur. Og einu sinni spurði barn mig að því og benti á stafinn hvort ég væri með gullleitartæki. Hann brosir góðlátlega. „Fatlaðir, þar á meðal blindir, þurfa að vera sýnilegri í samfélaginu,“ segir Bergvin. „Þessu viljum við koma til leiðar í ungmennadeild Blindrafélagsins. Við höfum oft farið í gönguferðir, m.a. í Kringluna, okkur til afþrey- ingar og til að láta sjá okkur með hvíta stafinn. Við viljum að fólk venjist því að sjá okkur á almanna- færi. Við teljum að fólk hafi ákveðna fordóma gagnvart fötluð- um. Fordómar eru byggðir á van- þekkingu og henni viljum við út- rýma. – Annars erum við bara nokkuð bjartsýnir,“ segja þeir, þó að sú hugsun læðist stundum að okkur að maður ætti bara að loka sig inni og hætta að spá í þetta allt saman. Lífsgleðin er sem betur fer efst í huga okkar. Þegar svo er eru allir vegir færir.“ urfa að nilegri og sjónskertir nýta daginn i þeirra eru tveir blindir o sannarlega sitthvað til ttir ræddi við strákana um sstu sjónina og hvernig gumstæðurnar. ðir og reyna okkur við hinar ýmsu aðstæður,“ rðsson til vinstri og Bergvin Oddsson. Morgunblaðið/Kristinn he@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.