Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 34
LISTIR
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
U
m hvað verður kosið
í vor?
Það verður kosið
um ESB. Nei, það
verður ekki kosið
um ESB. Það verður kosið um
hálendið. Nei, það verður ekki
kosið um hálendið. Það verður
kosið um misskiptingu auðs. Nei,
það verður ekki kosið um mis-
skiptingu auðs. Það verður kosið
um atvinnumál. Nei, það verður
ekki kosið um atvinnumál. Það
verður kosið um samgöngumál.
Nei, það verður ekki kosið um
samgöngumál. Það verður kosið
um landsbyggðarflóttann. Nei,
það verður
ekki kosið um
landsbyggð-
arflóttann.
Það verður
kosið um
kvótakerfið.
Nei, nei, það verður ekki kosið
um kvótakerfið. Það verður kosið
um heilbrigðiskerfið. Nei, ekki
það heldur. Það verður kosið um
menntakerfið. Nei, ertu frá þér?
Það verður kosið um dýrtíðina.
Nebb, ekki hana heldur. Það
verður kosið um leiðtoga. Ja, eee
... neeei, ekki heldur. Nú, um
hvað verður þá eiginlega kosið í
vor?
Tja, sennilega verður kosið um
botnfrosna efa- og afstæð-
ishyggjuna sem einkennt hefur
pólitíska umræðu hérlendis á
undanförnum árum. Við munum
þá kjósa um spurningar á borð
við þessar: Hvernig er allt ef allt
er ekki eins og það á að vera
heldur einhvern veginn öðruvísi?
Og hvernig eigum við að bregðast
við því ef ekki er hægt að bregð-
ast við nema með ólíkum hætti og
þá sé jafnvel betra að bregðast
alls ekki við eða jafnvel fresta eða
leita sátta um ríkjandi ástand
sem þó er ekki gott og mun auð-
vitað ekki breytast neitt þótt
málinu verði frestað eða um það
leitað sátta?
Það verður því líklega líka kos-
ið um hugmyndafræði frestunar-
innar og sáttarinnar og einnig
pólitík jafngildisstefnunnar sem
sótt hefur í sig veðrið síðustu ár
og á rætur sínar í fornum þýð-
ingafræðum og boðar að ekki sé
hægt að þýða beint á íslensku er-
lendar hugmyndastefnur eða
jafnræðisreglur eða siðalögmál
og heldur ekki þjóðfélagskerfi
eða viðskiptakerfi og allra síst er-
lent skipulag á hlutunum al-
mennt og því verði þjóðin að
sætta sig við jafngildar stefnur
og reglur og lögmál og kerfi og
skipulag sem eru heimatilbúnar
aðlaganir en auðvitað alls ekki
það sama og við þekkjum í „frum-
löndunum“ en samt það sem við
verðum að sætta okkur við enda
erum við afskekkt, eiginlega jað-
arsvæði og um jaðarsvæði gildir
sú meginregla – sem er eiginlega
eina meginreglan sem gildir á
slíkum svæðum – að um þau gilda
ekki sömu reglur og miðjuna, að
minnsta kosti er alveg hægt að
komast upp með að láta þær ekki
gilda og leita í staðinn jafngilda
sem eru, eins og orðið gefur til
kynna, ekki samgild.
Jafnframt eru sumir á því að
kosið verði um gjaldfall jafngild-
isins sem rannsóknir sýna að hafi
haldist í hendur við gjaldfall hins
þrautseiga íslenska gjaldmiðils.
Hafa sumir haldið því fram að
mikilvægt sé að halda í jafngild-
ishugsjónina í ljósi þess að hún
getur með þessum hætti fylgt eft-
ir gjaldfalli annarra innlendra
hugsjóna sem samgildi erlendra
hugsjóna, reglna og kerfa gæti
augljóslega aldrei gert enda vær-
um við þá ekki lengur jaðar held-
ur miðja og þyrftum að haga okk-
ur samkvæmt því.
En sjálfsagt verður líka kosið
um það hvers vegna við erum að
kjósa. Um þetta hefur engin sátt
ríkt í þjóðfélaginu upp á síðkast-
ið. Þeir sem kjósa auða flokkinn
eru að minnsta kosti dágóður
hluti kjósenda og hefur frekar
fjölgað en fækkað síðustu ár. Og
þeir sem kjósa auða flokkinn eru
meðal annars að segja að það sé
engin ástæða til þess að kjósa, að
minnsta kosti sé engin ástæða til
þess að kjósa þá sem eru í form-
legu framboði. En á þessu hefur
auðvitað ekki verið tekið neitt
mark, frekar en svo mörgu öðru
sem við kemur lýðræðinu í þessu
landi; auða flokknum hefur bein-
línis verið skipað á bekk með
ógilda flokknum og þannig hefur
hann, eins og reyndar flestir ís-
lenskir stjórnmálaflokkar, orðið
afstöðuleysinu að bráð.
En hvers vegna erum við að
kjósa? Erum við að kjósa til þess
að hafa áhrif? Erum við að kjósa
til þess að breyta samfélaginu?
Erum við að kjósa vegna þess að
það er ætlast til þess af okkur?
Eða, erum við að kjósa vegna
þess að við höfum ekki trú á
þessu kerfi og lifum í eilífri von
um að þeir sem við kjósum muni
gera eitthvað í málinu?
Við þessum spurningum er
ekkert svar. Enginn veit af
hverju við kjósum. Lýðræðið
kemur í veg fyrir að nokkur heil-
vita maður leiði hugann að slíkri
spurningu yfirleitt. Ef eitthvað,
þá kjósum við vegna þess að það
er lýðræðislegt? En við veltum
því ekkert fyrir okkur hvort það
hafi einhverjar lýðræðislegar af-
leiðingar í för með sér. Hvort hið
lýðræðislega kerfi sé í raun lýð-
ræðislegt. Hvort margröddunin,
sem lýðræðislegt kerfi þrífst á, sé
til staðar. Og hvort skynsemin,
sem á að vera niðurstaða lýðræð-
islegs kerfis, fái að ráða. Hvort
ákvarðanatakan sé með öðrum
orðum sú sem við kusum um að
hún ætti að vera eða hvort hún sé
einhver allt önnur þegar upp er
staðið og til hagsbóta fyrir ein-
hvern annan en lýðinn sem átti að
ráða.
En þá erum við auðvitað komin
að kjarna málsins: Hvað er lýðn-
um fyrir bestu? Um það verður
sennilega einnig kosið í vor. Og
hvað er lýðnum fyrir bestu? Já,
kannski þarf að ræða það. Nema
allt sé í stakasta lagi og engu
þurfi að breyta. Nema menn vilji
ræða það frekar um hvað verði
kosið í vor.
Um hvað
verður
kosið?
Tja, sennilega verður kosið um
botnfrosna efa- og afstæðishyggjuna sem
einkennt hefur pólitíska umræðu
hérlendis á undanförnum árum.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
V
IÐ höfum ekkert á móti
því að fólk standi upp og
dilli sér, salirnir sem við
spilum í eru með af-
slappaðri sætaskipan
þar sem fólk getur setið við borð og
fengið sér drykk. Ég vona bara að við
getum haft þetta með sem léttustu
móti.“
Það er Hrólfur Vagnsson harm-
ónikkuleikari sem hefur orðið, en
hann ætlar að trylla landann með
brasilískri bossa nova-sveiflu á næstu
dögum. Hann er enn kominn heim
frá Þýskalandi, þar sem hann hefur
búið um árabil. Að þessu sinni er
hann ekki bara með harmónikkuna í
farteskinu, heldur fimm manna sveit,
Blue Brasil. „Ætli þetta sé ekki í
fimmtánda eða sextánda skiptið sem
ég kem heim til að halda tónleika,“
segir Hrólfur. „Ég hef alltaf komið
með tónlistarmenn með mér, og alltaf
spilað klassík eða samtímatónlist, en
nú ætla ég að snúa við blaðinu og
spila létta tónlist. Ég er nýbúinn að
spila brasilíska tónlist inn á plötu
með hljómsveitinni Blue Brasil, og
fékk hljómsveitina lánaða með mér
hingað. Annars starfar hljómsveitin í
Hamborg og er samsett af tveimur
slagverksleikurum, bassaleikara,
trompetleikara og flygilhornleikara
og svo mér á harmónikkuna.“
Það verður sennilega mörgum ljúft
í hausthraglandanum að ímynda sér
sig komna í Ipanema hverfið í Ríó
eða á heita Copacapanaströndina, því
tónlistin sem Hrólfur og félagar leika
hér er mestöll ættuð þaðan, og fjöl-
mörg lög á efnisskránni eftir meist-
ara bossa nova-tónlistarinnar, Ant-
onio Carlos Jobim. „Við ætlum þó að
bæta við fleiri lögum af léttara tag-
inu, þ. á m. tónlist eftir Chick Corea
og fleiri lögum með suður-amerísk-
um keim.“
Hljóðritaði fiðlu Sarasates
Hrólfur hefur rekið sitt eigið hljóð-
ver í Þýskalandi frá árinu 1989. Hann
rekur einnig eigið útgáfufyrirtæki
samhliða, og segist mest vera í djass-
tónlist og klassík. En hann hljóðritar
einnig fyrir önnur fyrirtæki. Útgáfu-
fyrirtæki hans hefur gefið út meira en
sextíu geisladiska og segir hann þá
tónlist mestmegnis það sem kalla
mætti óhefðbundna klassíska tónlist,
djass og nútímamúsík. „Mínir eigin
diskar eru það „léttasta“ sem ég gef
út.“ Störfin við hljóðritun og upptökur
hafa borið Hrólf vítt um heiminn og
sem dæmi nefnir hann upptökur með
Suk kammersveitinni í Prag og upp-
tökur í Madrid nýverið, á verkum fyrir
fiðlu og píanó eftir fiðlusnillinginn og
tónskáldið Pablo Sarasate. „Þetta var
mjög sérstakt því það var leikið á eigin
fiðlu Sarasates, en hún er mikill dýr-
gripur. Upptökurnar fóru því fram
undir lögregluvernd, og það var í
fyrsta skipti sem spilað hefur verið á
fiðluna í upptöku. Þetta var heilmikill
viðbúnaður.“
Hrólfur segist hafa minnkað harm-
ónikkuleikinn með árunum eftir því
sem umsvifin hafi aukist í upptökum
og útgáfu. En síðasta árið eða rúm-
lega það, hefur hann verið að taka
þráðinn upp aftur þar sem frá var
horfið, og segist ætla að auka spila-
mennskuna frekar en hitt. En hvað
ætlar hann að spila? Hann er í öllu –
verður það klassík, djass, létt músík
eða samtímatónlist, hvar slær hjart-
að heitast? „Ég er búinn að eyða
meginhluta ævi minnar fram að
þessu í að leika klassíska tónlist í víð-
asta skilningi. Ég hef þó alltaf reynt
að passa mig á því að fara ekki of
langt frá upprunanum, og finnst
mjög gaman eins og þegar ég kem
heim, að fá tækifæri til að spila
venjulega alþýðumúsík. En í gegnum
alla mína hlustun á djasstónlist, hef-
ur hún vakið áhuga minn líka, þótt ég
líti ekki á mig sem djassharmónikku-
leikara. En þarna hef ég hliðardyr
sem hægt er að kíkja innum, og ég er
með ýmislegt í bígerð sem er frekar í
þessa átt.“ Hrólfur verður sem sagt
ekki píndur til að gera upp á milli,
enda ástæðulaust. Hann segist hafa
gaman af músík þar sem ólíkir
straumar mætast, og sjálfur er hann
kannski holdgerving þess með svo
víðfeðman tónlistarsmekk og hæfi-
leika sem liggja víða.
Alltaf að missa af svo miklu
Hrólfur segir ástandið í Þýska-
landi erfitt um þessar mundir; tón-
leikum hafi fækkað og að minna selj-
ist af útgáfum sem ekki falla undir
það alvinsælasta. En þó er gott að
vera þar. „Það er ekki síst vegna þess
að þetta er tryggt umhverfi og hlut-
irnir eru skipulagðir langt fram í tím-
ann. En í starfi mínu hitti ég mikinn
fjölda tónlistarmanna og það þykir
nokkuð gott að amerískir djass-
tónlistarmenn sem koma hingað í
tónleikaferðir líta oft við í stúd-
íóunum hér til að taka upp. Um dag-
inn var Jim Black trommari í stúd-
íóinu hjá mér, en ég sá að hann var
svo að spila hér á djasshátíð um dag-
inn. Það er gott að vera í Þýskalandi
vegna þess hvað það er miðsvæðis og
mikið um að vera, þótt róðurinn hafi
verið erfiður síðasta árið. En ég er
langt í frá af baki dottinn, og ég ætla
að halda áfram að gefa út eitthvað af
þessari sérkennilegu músík sem ég
hef verið að gefa út. Við vinkona mín
Iris Kramer vorum til dæmis að gefa
út disk með strengjakvartett, kontra-
bassa og flygilhorni, sem hún spilar
á. Þar spilum við lög fyrir börn. Hún
fékk góða útsetjara úti um allan heim
til að útsetja lögin fyrir sig, og senni-
lega er þessi diskur dæmigerður fyr-
ir það sem ég hef verið að gefa út.
Þetta er hvorki djass né klassík, en
kannski eitthvað þar á milli.“
Hrólfur segir skrýtið að hafa sam-
band heim, því honum finnist hann
alltaf vera að missa af svo miklu. „Ég
verð alltaf jafnhissa að heyra hvað
getur verið mikið um að vera jafnvel í
litlum bæjarfélögum eins og fyrir
vestan. Í Þýskalandi er til dæmis eilíf
umræða í gangi um það hvernig
nýbúar geti aðlagast samfélaginu.
Svo heyrir maður fréttir að vestan
um stórkostlega þjóðahátíð sem þyk-
ir orðið sjálfsagður hlutur í samfélag-
inu þar. Ég held að það væri gaman
að koma fréttum af því til Þýska-
lands. Það er meiri léttleiki yfir þess-
um málefnum hérna, meðan það er
þungt yfir þeim úti.
En það er mikið talað um Ísland
úti, og mikill áhugi á því sem íslenskt
er, ekki síst í tónlistinni. Það er eitt-
hvað sem fólk hér er að fást við sem
Þjóðverjum finnst svo óþvingað, og
hér virðist vera gífurleg sköp-
unargáfa í gangi. Þessu tekur fólk úti
eftir og fylgist með. Og það er ennþá
þannig að þegar fólk heyrir að maður
er frá Íslandi, rignir yfir mann
spurningum,“ segir Hrólfur.
Fyrstu tónleikar hans og Blue
Brasil voru í Hveragerði í gærkvöldi.
Í kvöld verða tónleikar á
Kringlukránni í Reykjavík, annað
kvöld á Inghóli á Selfossi, á
fimmtudag í Víkurbæ á Bolungarvík
og á föstudag í Edinborgarhúsinu á
Ísafirði. Allir hefjast þessi tónleikar
kl. 21. Lokatónleikarnir verða síðan á
Hótel Stykkishólmi á laugardag kl.
17.
Hrólfur Vagnsson
á tónleikaferðalagi
um landið
Bossa nova og
brasilísk sveifla
Morgunblaðið/Sverrir
Iris Kramer og Hrólfur Vagnsson.
Bach-tónleikar verða í Breiðholts-
kirkju kl. 20.30. Þar leikur Jörg
Sondermann, organisti í Hvera-
gerðiskirkju, Prelúdíu, Adagio og
fúgu í C-dúr; fjóra sálmaforleiki úr
Neumeister-Sammlung; Partítu um
sálmalagið O Gott, du frommer Gott;
Prelúdíu og fúgu í C-dúr; Fantasíu
um sálmalagið Jesu, meine Freude
og tvo Sálmaforleiki. Aðgangseyrir,
900 kr., rennur sem fyrr óskiptur til
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Listasafn Íslands Í fyrirlestrarsal
safnsins verður sýnt heimilda-
myndband kl. 12-13, frá 1986 um
Gordon Parks: Gordon Parks Vis-
ions. America: A Land of Immi-
grants“. Gordon Parks er einn
þekktasti ljósmyndari Bandaríkj-
anna. Hann hefur líka verið blaða-
maður, tónskáld og leikstjóri. Í þess-
ari impressjónísku svipmynd af
manninum er yfirlit um þau 50 ár
bandarískrar sögu sem hann hafði
hrærst í. Listasafn Íslands er opið
kl. 11-17.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is