Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG 15. október er Alþjóðadag-
ur kvenna í landbúnaði og konur víða
um heim halda þennan dag hátíðleg-
an. Með því vilja þær vekja athygli
heimsins á að konur gegna lykilhlut-
verki við matvælaframleiðslu og á
því hve framlag kvenna í landbúnaði
er stórlega vanmetið um allan heim.
Það er staðreynd að konur leika
stórt hlutverk í landbúnaði og í dreif-
býli um allan heim.
Það er fagnaðarefni að Jafnrétt-
isnefnd Bændasamtaka Íslands hef-
ur Alþjóðadag kvenna til vegs og
virðingar með því að halda ráðstefnu
og hátíð fyrir konur sem gegna
ábyrgðarstöðum innan félagskerfis
bænda.
Kvenfélagasamband Íslands hefur
verið aðili að alþjóðasamtökum
ACWW, sem eru stærstu samtök
kvenna sem búa í dreifbýli, í þessum
samtökum eru yfir 9 milljónir
kvenna í 70 þjóðlöndum.
Í veröldinni eru milljónir manna
sem svelta, af þeim eru 50% konur
og stúlkur.
ACWW trúir að menntun og
fræðsla sé lykillinn að því að komast
út úr vítahring fátæktar en einnig til
að útrýma hungri og sjúkdómum.
Viðurkenna þarf þá gífurlegu
möguleika sem felast í sérfræði-
þekkingu og framlagi kvenna til
matvælaframleiðslu.
Þátttaka kvenna í framleiðslu
landbúnaðarvara er mikil og er afar
mikilvæg ekki aðeins hér á landi
heldur um allan heim.
Staða kvenna í landbúnaði
á Íslandi
Það er viðurkennd staðreynd að
starfsframlag kvenna við búrekstur
er mikið. Margar þeirra vinna utan
bús vegna þess að tekjur af bú-
rekstri duga ekki til framfærslu fjöl-
skyldunnar í sumum tilfellum, á það
einkum við sauðfjárbúin.
Það er ekki auðvelt að fá uppgefn-
ar tölur um konur í landbúnaði, því
skráning á bændum er ekki með
þeim hætti að það sé auðvelt að sjá
hve margar konur reka bú.
Þátttaka kvenna í félagsstörfum
bænda hefur farið vaxandi, en á
ennþá langt í land.
Konur í dreifbýli á Íslandi eru
mjög virkar í félagsmálum, þær hafa
unnið ötullega að uppbyggingu í
ferðaþjónustu og handverki svo eitt-
hvað sé nefnt.
Hver er staða kvenna, þegar kem-
ur að stefnumótun í landbúnaði?
Jú, heldur hefur hún þokast í rétta
átt. Fleiri konur eru nú í stjórnum og
ráðum í hreppabúnaðarfélögum og
sérgreinafélögunum.
Búnaðarþing sem haldið var síð-
astliðinn vetur var skipað 48 fulltrú-
um, þar af voru átta konur.
Stjórn Bændasamtakanna er skip-
uð sjö mönnum, þar af eru tvær kon-
ur. Engin kona er í sjö manna vara-
stjórn.
Ein kona er í stjórn Framleiðni-
sjóðs,en engin kona er í stjórn Lána-
sjóðs landbúnaðarins.
Það er því nauðsynlegt er að halda
vöku sinni, því ekki er enn orðið það
jafnrétti í reynd sem við viljum sjá.
Íslenskur landbúnaður þarf á kon-
um að halda. Í þeim býr mikill mann-
auður sem þarf að virkja til góðra
hluta og meta að verðleikum.
Til hamingju með daginn konur!
Alþjóðadagur kvenna
í landbúnaði er í dag
Eftir Drífu
Hjartardóttur
„Þátttaka
kvenna í
framleiðslu
landbún-
aðarvara er
mikil og er afar mik-
ilvæg ekki aðeins hér á
landi heldur um allan
heim.“
Höfundur er alþingismaður, bóndi
og formaður landbúnaðarnefndar
Alþingis.
SÚ spurning hlýtur að brenna á
vörum okkar, hinna fullorðnu,
hvort börn og unglingar hafi það
betra eða verra nú á dögum en áð-
ur. Staða barna við upphaf síðustu
aldar einkenndist að nokkru leyti
af varnarleysi. Vegna þess að heil-
brigðiskerfið var frumstætt var líf
þeirra beinlínis í hættu ef skæðir
sjúkdómar sóttu á þau. Almenn
lífskjör voru bág og þar með svig-
rúm takmarkað til að koma þeim
til hjálpar sem einhverra hluta
vegna höfðu orðið undir í lífsbar-
áttunni. Þetta bitnaði ekki síst á
börnum.
Þau umskipti sem orðið hafa á
íslensku þjóðfélagi á síðustu ára-
tugum hafa að sjálfsögðu gjör-
breytt uppvaxtarskilyrðum barna.
Með bættum lífsskilyrðum hafa
kjör barna breyst til hins betra, þ.
á m. líkamlegt heilbrigði þeirra og
efnalegur aðbúnaður. Á móti kem-
ur að börn líðandi stundar njóta
ekki samvista við nánustu fjöl-
skyldu sína á sama hátt og áður
var. Hraði og tímaskortur setur æ
meira mark á nútímasamfélagið
samfara kapphlaupi eftir meiri
veraldlegum gæðum. Af því leiðir
að börn líða í vaxandi mæli fyrir
skort á samveru við foreldra sína.
Nútímanum fylgja ný og áður
óþekkt vandamál. Velferð barna er
nú ógnað úr ýmsum áttum, vegna
umferðarslysa, átraskana, streitu,
andlegs og líkamlegs ofbeldis sem
sífellt fær á sig grófari mynd.
Því miður búa of mörg börn við
erfiðleika og ótryggar aðstæður,
t.d. í kjölfar skilnaðar eða fráfalls
foreldra ellegar vegna veikinda
eða bágra heimilisaðstæðna þar
sem þau eru algjörlega afskipt eða
þar sem þau þurfa stundum að
þola misþyrmingar af hálfu þeirra
sem standa þeim næst. Því tel ég
mikilvægt að kannað verði hér á
landi umfang heimilisofbeldis
gagnvart börnum, en á undanförn-
um árum hef ég hvatt til þess að
efnt verði til slíkrar rannsóknar.
Til að taka á þessum óhugnanlega
og dulda vanda, sem börn líða fyr-
ir, er nauðsynlegt að varpa á hann
skýru ljósi. Annars steðjar sú
hætta að börnum, að þurfa á lífs-
leiðinni að glíma við ýmiss konar
félagsleg og sálræn vandamál –
eins og börnin sem orðið hafa fyrir
einelti eða þau börn sem beitt hafa
önnur börn einelti. Til eru mörg
dæmi þess að fórnarlömb eineltis
hafi leiðst út í ofnotkun fíkniefna;
þau þjást af ýmsum geðrænum
kvillum, s.s. átröskun og þung-
lyndi. Of mörg börn hafa í örvænt-
ingu sinni gert tilraun til sjálfsvígs
og allt of mörg hafa tekið sitt eigið
líf.
Geðrænir sjúkdómar verða stöð-
ugt meira áberandi meðal barna
og unglinga og ýmsar rannsóknir
benda til að slíkum tilfellum fjölgi.
Geðvefrænar truflanir meðal
barna hafa aukist á síðari árum.
Þær geta birst í sinni einföldu
mynd, sem magaverkir, höfuðverk-
ur eða svefntruflanir. Börn og
unglingar, ekki síður en fullorðnir,
virðast og lifa við sívaxandi streitu
í okkar títtnefnda velferðarþjóð-
félagi.
Börn og unglingar eru einstak-
lingar í mótun. Þetta eru þeir
þjóðfélagsþegnar sem framtíð
landsins byggist á. Þeim sem
halda um stjórnartaumana ber því
skylda til að búa þeim öllum eins
góð skilyrði til uppvaxtar og
þroska og framast er unnt. Þótt
ýmislegt hafi verið gert í geðheil-
brigðismálum barna og unglinga á
síðustu árum er augljós þörf á
frekari úrbótum. Ábendingar er
mér hafa borist varðandi þessi
málefni á umliðnum árum fullvissa
mig um að brýn nauðsyn er á op-
inberri heildarstefnu í geðheil-
brigðismálum barna yngri en 18
ára. Allt frá árinu 1997 hef ég
hvatt til þess að slík stefna verði
mótuð og jafnframt að gerð verði
samræmd framkvæmdaáætlun rík-
is og sveitarfélaga á þessu sviði.
Samvinna allra þeirra, sem sinna
geðheilbrigðismálum, er forsenda
árangurs – til heilla fyrir börnin
okkar. Þau verðskulda það.
Í tilefni alþjóð-
legs geðheil-
brigðisdags
Eftir Þórhildi
Líndal
Höfundur er umboðsmaður barna.
„Samvinna
allra þeirra,
sem sinna
geðheil-
brigðismál-
um, er forsenda árang-
urs – til heilla fyrir
börnin okkar.“
NÚ hefur nýtt fjárlagafrumvarp
litið dagsins ljós og skapar það efni
í umræður í fjölmiðlum og manna á
meðal víðsvegar um landið. Um-
ræðunni hættir þó til þess að festast
við einstaka útgjaldaliði og nokkrar
milljónir til eða frá. Það er að vísu
góðra gjalda vert, en býður þeirri
hættu heim að pólitíkin gleymist,
þ.e. sú heildarstefnumörkun sem
fjárlagafrumvarpið felur í sér.
Sannleikurinn er sá að fjárlaga-
frumvarpið er pólitískt plagg. Þar
birtist með skýrum hætti stefna
stjórnarflokkanna sem tekur til
þess hvernig tekna er aflað og
hvernig þeim er varið. Um marga
liði frumvarpsins eru þingmenn
sammála, en um aðra ríkir ágrein-
ingur. Og þar birtist hinn raunveru-
legi munur á milli stjórnmálaflokka,
sem kjósendur verða að glöggva sig
á.
Velferðarstefna
vinstri-grænna
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð leggur áherslu á velferð og
jöfnun lífskjara. Skattkerfinu á að
beita til að afla hinu opinbera nægj-
anlegra tekna til að standa undir
samneyslu þjóðfélagsins og öflugu
velferðarkerfi. Skattastefnan á að
fela í sér tekjujöfnun og að byrð-
unum sé dreift með sanngjörnum
hætti. Í því sambandi er lögð
áhersla á fjögur eftirfarandi atriði:
1. Að skattleysismörk fylgi
launaþróun og lágtekjufólki og líf-
eyrisþegum verði hlíft við óhóflegri
skattheimtu. Teknir verði upp stig-
hækkandi skattar af launatekjum
án þess að það feli í sér að heild-
arskattbyrði launafólks sé aukin.
2. Að fjármagnstekjur, þ.m.t. arð-
greiðslur og söluhagnaður af hluta-
bréfum, umfram vexti af hóflegu
sparifé verði skattlagðar til jafns
við aðrar tekjur.
3. Að skattlagning á hreinum
hagnaði fyrirtækja taki mið af
skattlagningu launatekna.
Ríkisstjórn „burðarásanna“!
Þegar litið er til skattastefnu
þessarar ríkisstjórnar blasa allt aðr-
ar áherslur við. Fjármagnseigend-
um, hátekjufólki og stórfyrirtækj-
um er ívilnað sérstaklega í
skattheimtunni. Með skattbreyting-
unum á sl. vetri var tekjuskattur
fyrirtækja lækkaður úr 30% í 18%.
Árið 2000 var tekjuskattur á hagnað
fyrirtækja 9.679 millj.kr. eða 4,8 %
af heildarskatttekjum ríkissjóðs en
árið 2003 er hann áætlaður 5.250
millj.kr. eða um 2% af heildarskatt-
tekjum. Skattar á arðgreiðslur og
fjármagnstekjur er einungis 10% og
nema tekjur ríkissjóðs af honum um
5 milljarða króna. Hefur sá skattur
staðið tölulega í stað sl. 3 ár. Sér-
stakur hátekjuskattur einstaklinga
var lækkaður úr 7% í 5% auk þess
sem grunntölur hans voru hækk-
aðar og er áætlaður 1,5 milljarðar á
næsta ári og lækkar um 300 millj-
ónir króna milli áranna.
Ríkisstjórnarflokkarnir virðast
trúa því að með því að veita völdum
hópum einstaklinga og fyrirtækja
sérstakt forskot muni verða hægt
að byggja upp svokallaða „burðar-
ása“ þjóðfélagsins, sem munu í
krafti forréttinda sinna bera uppi
atvinnulífið og þjónustuna og veiti
þannig hinum hluta þjóðarinnar
ákveðna möguleika í skjóli sínu.
Skattbyrðin þyngd á
ferðaþjónustu, frumvinnslu
og nýsköpun
Skattheimta á atvinnulífinu felur
líka í sér misskiptingu. Trygginga-
gjald sem er launatengdur skattur
var hækkað úr 4,34% í 4,84% og
heimild er til að hækka hann enn
meira eða í 5,11%. Nemur hækkun
á milli ára 4 milljörðum króna eða
nærri 17% hækkun. Þessi skattur
leggst þyngst á þau fyrirtæki þar
sem laun eru tiltölulega hátt hlutfall
rekstrarkostnaðar. Þetta á við alla
þjónustustarfsemi svo sem starf-
semi sveitarfélaga, fyrirtæki í ferða-
þjónustu og frumvinnslu, svo sem í
fiskiðnaði og landbúnaði, og bitnar
hart á litlum iðnfyrirtækjum. Þessi
skattur bitnar harðast á sprotafyr-
irtækjum, einstaklings- og fjöl-
skyldufyrirtækjum sem mörg hver
berjast í bökkum og njóta því ekki
skattalækkana á hagnað. Þessi
skattur er óháður tekjum eða af-
komu.
Lækkum skattbyrði lág-
tekjufólks og lífeyrisþega
Almennir tekjuskattar á einstak-
linga voru liðlega 43 milljarðar árið
2000 en eru áætlaðir á næsta ári lið-
lega 63.5 milljarðar eða 20,5 millj-
arða króna hækkun. Miðað við nán-
ast óbreyttar rauntölur á
tekjutengdum sköttum einstaklinga
milli áranna 2002 og 2003 hækkar
hlutfallsleg skattbyrði á almennar
launatekjur milli áranna um 10%.
Skattleysismörkin hafa ekki fylgt
launaþróuninni. Þetta þýðir að
skattbyrði almenns launafólks
eykst. Elli- og örorkulífeyrisþegar
hafa rækilega fundið fyrir þessari
stefnu ríkisstjórnarinnar er þeir
verða að greiða sem nemur mán-
aðargreiðslum í skatta af árslífeyri
sem hefur þó ekki haldið hlutfalls-
legu verðgildi á við almenna
launaþróun í landinu.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks velur þetta fólk til
að bera aukinn hlut í skatttekjum
ríkisins.
Velferðarstjórn
Hér verður að breyta um stefnu
og setja velferð þjóðarinnar allrar í
forgang. Fjárlögum ríkisins á að
beita til að auka jöfnuð í samfélag-
inu. Stöðva þarf einkavæðingu al-
mannaþjónustunnar. Beina þarf at-
hyglinni til lítilla og meðalstórra
fyrirtækja þar sem hugvit og fram-
tak einstaklingsins fær notið sín, at-
vinnureksturs sem er í takt við ís-
lenskar aðstæður og íslenskan
veruleika og byggist á sjálfbærri
nýtingu náttúruauðlindanna. Takist
þetta mun eflast blómlegt atvinnulíf
á raunsönnum grunni um allt land
með velferð þegnana allra að leið-
arljósi.
Pólitíkin í fjárlagafrumvarpinu
Eftir Jón
Bjarnason
„Hér verður
að breyta
um stefnu
og setja vel-
ferð þjóð-
arinnar allrar í forgang.“
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Suðurlandsbraut 20,
sími 533 6050
Húsnæðið er stór salur 333 fm og að auki
skrifstofa á efri hæð. Innkeyrsluhurð og
gönguhurð. Í sama húsi er einnig til leigu
139 fm húsnæði á efri hæð með sér- .inn-
gangi. Einnig er 139 fm húsnaæði til leigu
með innkeyrsluhurð og gönguhurð.
Atvinnu-geymsluhúsnæði til leigu
Upplýsingar gefur Ásmundur
í símum 533 6050 og 895 3000
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930