Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 37 ÞAÐ er varla umdeilt að hættu- legur búnaður og aðstæður á vinnustað geta valdið slysum, að hættuleg efni geta skaðað heilsuna og að slæmar vinnuaðstæður og röng líkamsbeiting getur skaðað stoðkerfi líkamans. Á undanförnum árum hafa sjónir manna einnig beinst að sálrænum og félagslegum þáttum vinnuumhverfisins og áhrif- um þeirra á líðan fólks og heilsu- far. Alllangt er reyndar síðan nið- urstöður rannsókna fóru að leiða í ljós slíkt samhengi og staðfesta að vinnuaðstæður geta skapað nei- kvæða streitu og vanlíðan sem aft- ur getur valdið alvarlegu heilsu- tjóni, m.a. hjartasjúkdómum og þunglyndi. Augljóst er að áreitni og einelti eru streituvaldar og væntanlega eru allir sammála um að slík ósæmileg hegðun á ekki rétt á sér. En stjórnendur fyrirtækja geta gengið lengra og ákveðið að slíkt sé ekki liðið í þeirra fyrirtækjum og skipulagt ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt. En er hægt að gera meira? Er streita ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur vinnu þar sem mikið er að gerast og miklar kröfur eru gerðar um frammistöðu í vinnunni? Jú það er vissulega hægt að gera ýmislegt til forvarna. Augljóst er að mannleg sam- skipti skipta miklu máli, samskipti stjórnenda og starfsmanna sem og vinnufélaga sín á milli. Við skulum taka einfalt dæmi. Jón þarf að glíma við erfið viðfangsefni, en hann veit að hann getur gengið að stuðningi yfirmanns síns og fengið góð ráð og aðstoð ef á þarf að halda. Gunna vinnur sömuleiðis krefjandi störf en þekkir af fyrri reynslu að ef hún lendir í vanda við að leysa verkefni og leitar til síns yfirmanns þá fær hún neikvæð við- brögð og þau svör að hún hafi verið ráðin til að leysa þessi verkefni af hendi og eigi að standa undir þeim væntingum. Hætt er við að sú staða sem Gunna er í leiði til við- varandi kvíða og vanlíðunar. Fyrir um tveimur áratugum birtu sænski læknirinn Töres Teor- ell og bandaríski verkfræðingurinn Robert Karasek niðurstöður rann- sókna sem þeir höfðu unnið að saman og vöktu mikla athygli. Nið- urstöðurnar voru í grófum dráttum þær að tvenns konar eiginleikar starfsins skipti höfuðmáli, kröfurn- ar sem starfið gerir um færni starfsmannsins annars vegar og möguleikar hans til að stjórna því hvernig hann tekst á við starfið hins vegar. Þessir þættir ráða því hversu mikil streita fylgir starfinu eins og að neðan greinir:  Litlar kröfur og lítil sjálfsstjórn = veruleg streitumyndun  Litlar kröfur en mikil sjálfs- stjórn = lítil streituhætta  Miklar kröfur og lítil sjálfsstjórn = mikil streituhætta  Miklar kröfur en mikil sjálfs- stjórn = fremur lítil streitu- hætta. Rannsóknir þeirra leiddu enn- fremur í ljós að tíðni hjartasjúk- dóma væri mun hærri hjá fólki sem hafði unnið störf sem teljast streituvaldandi samkvæmt fyrr- greindri flokkun en hjá öðrum. Ljóst er að með því að taka tillit til þessara sjónarmiða, stuðla að sem bestum samskiptum á vinnu- stað, haga stjórnun og skipulagi þannig að sjálfsstjórn verði sem mest við úrlausn verkefna og tryggja nauðsynlegan stuðning, má vinna gegn streitumyndun á vinnu- stað og þar með stuðla að bættri líðan og heilsu starfsmanna. Evrópska vinnuverndarvikan Vinna gegn streitu verður 21.–25. október. Hún verður sett með morgunverðarfundi á Grand hóteli í Reykjavík mánudagsmorguninn 21. október kl. 8.30. Í tilefni vinnu- verndarvikunnar hvetur Vinnueft- irlitið til umræðna um forvarnir gegn vinnustreitu. Á þann hátt má stuðla að öruggari og heilsusam- legri vinnustöðum. Vinna gegn streitu Eftir Eyjólf Sæmundsson „Í tilefni vinnuvernd- arvikunnar hvetur Vinnueft- irlitið til umræðna um forvarnir gegn vinnu- streitu.“ Höfundur er forstjóri Vinnueftirlitsins. Skipholti 70 • 105 Reykjavík Pöntunarsími 553 1270 Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík Pöntunarsími 553 8844 Skrokkurinn sagaður að eigin ósk. Slátur og allur innmatur. HÁALEITISBR AU TSA FA M ÝR I M IK LA BR AU T FE LL SM ÚL I KRINGLUMÝRABRAUT HÁ TE IG SV . SKIPH OL T BOLHOLT BÓLSTAÐARH. Pantið tímanlega símleiðis. Þeir sem skrifuðu sig á biðlista, vinsamlegast hafið samband sem fyrst. - afurðarsala með gömlu góðu aðferðinni • Skrokkur sagaður eins og þú villt..... 639,- • Lifur................................................... 199,- • 3 slátur ......................verð pr /pk......... 2.198,- • 5 slátur ......................... verð pr/pk ....... 3.628,- • Hjörtu................................................ 299,- • Svið..................................................... 399,- Kr. pr.kg Vegna fjölda áskorana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.