Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 38
HESTAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KOSTNAÐARÁÆTLUN fyrir
byggingu reiðhallarinnar sem er
að grunnfleti 25x50metrar hljóðaði
upp á 37 milljónir króna og er þar
fjármagnskostnaður þar meðtal-
inn. Meginhluti byggingarkostnað-
ar er greiddur með styrk frá
Garðabæ upp á 26 milljónir. Þá var
hesthús í eigu félagsins selt fyrir
4,5 milljónir króna en afganginn
hyggjast Andvaramenn fjármagna
með sölu á 40 hlutum í höllinni að
upphæð 150 þúsund krónur hver
þeirra. Hafa félagsmenn forkaups-
rétt á hlutum sem veitir þeim for-
gang að tímum í höllinni og fá þá
30% afslátt af leigugjaldi sem
verður 3000 krónur tíminn. Stofn-
að hefur verið einkahlutafélag um
höllina sem heitir Kjóavellir ehf.
sem verður að 5/6 hluta í eigu
Andvara en að 1/6 í eigu einstakra
félagsmanna eða annarra einstak-
linga sem sýna eignaraðild áhuga.
Hestamennskan í forgangi
Í stjórn hlutafélagsins eru auk
formanns, Hannesar Hjartasonar,
þeir Sveinn Skúlason, Ársæll Haf-
steinsson og Guðjón Árnason,
Finnur Ingólfsson og Matthías G.
Pétursson; munu þeir hafa umsjón
með rekstri reiðhallarinnar eftir að
hún verður tekin í notkun. Sögðu
þeir að áhersla yrði lögð á greiðan
aðgang hestamanna að reiðhöll-
inni. Hér væri um reiðhöll að ræða
og eðli málsins samkvæmt hlytu
hestamenn að hafa forgang en það
þýddi þó ekki að hún yrði ekki
leigð til annarra nota hvort sem
það yrði knattspyrna eða annað,
tíminn leiddi það í ljós. Það er al-
kunna að nokkurrar óánægju hef-
ur gætt víða með hversu skertan
aðgang hestamenn hafa að reið-
höllum þar sem þær séu leigðar
undir knattspyrnu og annað á
þeim tímum sem hinn almenni
hestamaður myndi helst nýta sér
slíka aðstöðuna.
Lagt upp með skuldlaust bú
Stefnan er að engin skuld verði
á höllinni þegar hún verður tilbúin
til notkunar og muni það skapa
þeim frjálsari hendur um notkun
hennar. Reikna þeir félagar með
að rekstrarkostnaður verði afar lít-
ill. Ekki er fyrirhugað að ráða
starfsmann sem hafi stöðugt eft-
irlit heldur fá hestamenn sem
leigja sér aðstöðu sérstakan sner-
tilykil sem opnar fyrir þeim höllina
og um leið verða þeir skráðir inn
og ljós kvikna. Þegar þeir hafa lok-
ið æfingu hreinsa þeir tað eftir
hest sinn og skrá sig út með sner-
tilyklinum. Á þennan máta á að
verða hægt að fylgjast með notkun
hvers og eins á höllinni. Telja þeir
að sjálfsagt þurfi að greiða ein-
hverjum fyrir eftirlit með höllinni
en ekki verði um fastan starfskraft
að ræða sem verður til staðar öll-
um stundum meðan höllin er í
notkun. Enginn mun fá frítt inn í
höllina sögðu þeir félagar og þeir
þar meðtaldir, sögðu þeir hlæj-
andi. Hannes segir að þetta væru
þær hugmyndir sem lagt væri upp
með en síðan yrðu starfsemi og
rekstur hallarinnar sniðin eftir
reynslunni
Gera þeir ráð fyrir að höllin
verði tilbúin til notkunar innan
tveggja vikna en formleg vígsla
verði ekki fyrr en eftir áramótin
næstu þegar allt verður komið í
fullan gang í hverfinu.
Yfirbyggt reiðgerði
Reiðvöllur hallarinnar verður
22,5x50 metrar en gert er ráð fyrir
2,5 metra breiðri áhorfendaaðstöðu
meðfram annarri langhlið. Tvær
stórar hurðir eru á hvorum enda
þannig að vel verður hægt að taka
hesta til skeiðs í gegnum höllina.
Engin salernisaðstaða verður í
höllinni og sögðu þeir félagar að
hér væri í raun um að ræða yf-
irbyggt reiðgerði með rými fyrir
áhorfendur. Steinsnar frá höllinni
er félagsheimili Andvara og þar er
snyrtiaðstaða auk möguleika á
veitingasölu ef um þesskonar sam-
komur væri að ræða að á því þyrfti
að halda.
Með tilkomu reiðhallar á svæði
Andvara batnar aðstaðan enn frek-
ar en talsverð uppbygging hefur
átt sér stað á vallarsvæðinu. Til
dæmis var uppgröftur fyrir grunni
hallarinnar notaður í uppfyllingu
fyrir nýjum hringvelli og áhorf-
endaaðstöðu. Urðu mótsgestir á
meistaramóti Andvara í september
þess áþreifanlega varir þar sem
hægt var orðið að leggja bílum
hæfilega nærri núverandi völlum
en það hefur lengi verið slæmur
galli á svæðinu hversu fjarri völl-
unum áhorfendur þurftu að vera.
Á þessu hefur sem sagt orðið
breyting og stefnir allt í að svæðið
gæti orðið með þeim skemmtilegri
þegar uppbyggingu verður lokið.
Reiðhöllin eykur
verðgildi hesthúsanna
Ekki er að efa að tilkoma reið-
hallar á Andvaravöllum mun ger-
breyta allri aðstöðu. Sem dæmi má
nefna að öll reiðkennsla barna og
unglinga hefur farið fram í reiðhöll
Gusts og var flutningur hrossanna
kostaður af félaginu með sérstök-
um styrk frá Garðabæ sem reynd-
ar dugði ekki til eftir því er fram
kemur í skýrslu stjórnar frá síð-
asta aðalfundi félagsins sem hægt
er að lesa á mjög góðri heimasíðu
félagsins andvari.is. Þá lofar það
góðu að tryggja eigi forgang
hestamennskunnar að höllinni og
vafalítið má ætla að tilkoma henn-
ar auki verðmæti hesthúsa hverf-
isins. Fyrir skömmu mátti sjá aug-
lýsingu þar sem auglýst var sala á
hesthúsi og tekið sérstaklega fram
að húsið væri staðsett mjög nærri
hinni nýju væntanlegu reiðhöll.
Ætla má að mikil gróska verði í
öllu námskeiðshaldi hjá Andvara í
vetur og víst að margir hlakka
mjög til að taka á hús. Eða eins og
einn nefndarmanna Ársæll Haf-
steinsson bætti við þegar hann gat
þess að hægt yrði að nota höllina
eftir tæpar tvær vikur „Það liggur
við að mann langi bara að taka
inn“.
Morgunblaðið/Vakri
Fjórir stjórnarmanna Kjóavalla ehf. framan við reiðhöllina sem er stálgrindarhús. Þeir eru frá vinstri talið Guðjón
Árnason, Hannes Hjartarson, Ársæll Hafsteinsson og Sveinn Skúlason sem jafnframt er formaður Andvara.
Á meistaramóti Andvara nutu áhorfendur meiri nærveru við vellina á upp-
fyllingu úr reiðhallargrunninum sem hér má sjá í formi góðra bílastæða.
Nýjar leiðir
í rekstri og
fjármögnun
Tvær vikur eru í að ný og glæsileg reiðhöll
Andvara í Garðabæ verði tekin í notkun.
Farnar eru ótroðnar slóðir við fjármögnun
og byggingu hallarinnar og komst
Valdimar Kristinsson að því að svo yrði
einnig um rekstur hennar, í spjalli við
stjórnarmenn Kjóavalla ehf.
REYR frá Dalbæ og Tjörvi frá
Sunnuhvoli voru þau folöld sem
mesta athygli vöktu á folaldasýn-
ingunni á föstudagskvöldið í Ölf-
ushöllinni þegar leiddar voru fram
22 mæður með afkvæmum sínum
þetta árið. Að þessu sinni voru það
brekkudómararnir sem réðu lögum
og lofum og úrslitum keppninnar
að sjálfsögðu. Engir misvitrir dóm-
arar voru notaðir að þessu sinni til
að kveða upp „umdeilda dóma
byggða á næmu innsæi og faglegri
þekkingu“. Það var sem sagt
brekkan og brjóstvitið sem réð
ferðinni að þessu sinni.
Sigurvegarinn Reyr frá Dalbæ er
undan Sjóla frá Dalbæ sem margir
muna sjálfsagt eftir frá því í Gunn-
arsholti í vor er hann stóð þar efst-
ur af sex vetra hestum og eldri.
Móðir Reyrs er Fóa frá Gegn-
ishólaparti, dóttir Feykis frá Haf-
steinsstöðum og eigandi Már Ólafs-
son. Þótti mörgum Reyr bera af
hvað sköpulagi viðkemur og það
ásamt mjög svifamiklu brokki
tryggði honum flest atkvæði úr
brekkunni. Næstur honum og lítið
síðri varð svo Tjörvi frá Sunnuhvoli
sem er undan Töfra frá Kjart-
ansstöðum og móðirin er Urður frá
Sunnuhvoli sem er dóttir Þorra frá
Þúfu og Sögu frá Litlu-Sandvík.
Eigandi er Sigurður Sigurðsson.
Tjörvi vakti hvað mesta athygli
fyrir góðar töltrispur þegar móðir
hans herti á sér og sá stutti hélt
hann væri að tapa af henni.
Esjar frá Fremri-Hálsi varð í
þriðja sæti en hann er undan Roða
frá Múla og Þokkadís frá Rifi en
hún er komin út af Höfða-Gusti í
föðurætt, eigandi Esjars er Ómar
Rafnsson.
Jöfn í fjórða til fimmta sæti urðu
Hergeir frá Kjarnholtum I og Djásn
frá Höfnum. Hergeir er undan Óði
frá Brún og Lyftingu frá Kjarnholt-
um I sem er dóttir Dags frá Kjarn-
holtum I og Blíðu frá Gerðum, eig-
andi er Magnús Einarsson.
Djásn er undan Dyni frá Hvammi
og Gerðu frá Úlfsstöðum sem er
dóttir Blakks frá Úlfsstöðum. Eig-
andi hennar er Kristín Jóhanns-
dóttir. Djásn er að líkindum eitt
fyrsta afkvæmi Dyns sem fram
kemur fyrir almenningssjónir.
Folaldasýningar þessar sem
haldnar hafa verið í Ölfushöllinni
hafa trekkt vel og ekki ætti það að
draga úr ef brekkan fær ein og
óskoruð að ráða úrslitum. Hér er
fyrst og fremst um að ræða
skemmtilegan leik en þó með alvar-
legum undirtóni. Gaman verður að
fylgjast með sér í lagi þeim hestfo-
löldum sem fram koma á þessum
sýningum og mun reynslan sýna
hvort stóðhestar framtíðarinnar
muni á þessum sýningum stíga sín
fyrstu skref á framabrautinni.
Hugsanlegur akkur af þátttöku í
sýningu sem þessari á hjá ungum
fola er fleiri hryssur til fyljunar á
unglingsárum þeirra ef þeir ekki
verða geltir. Má í þeim efnum nefna
Kjarna frá Þjóðólfshaga sem sigr-
aði fyrir nokkrum árum í sýningu
sem þessari. Vakti hann þar nokkra
athygli og í sumar voru hjá honum
tveggja vetra gömlum, rétt tæpar
20 hryssur. Að vísu hefur ætterni
hans sjálfsagt valdið miklu í þess-
um efnum en faðir hans er Andvari
frá Ey og móðir Kringla frá
Kringlumýri. En vafalítið eru fol-
aldasýningarnar komnar til að
vera, bæði sem skemmtun og fróð-
leikur.
Folaldasýning í
Ölfushöll
Morgunblaðið/Vakri
Reyr og Tjörvi gáfu
góðan framtíðartón