Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 39
✝ Aðalheiður EsterGuðmundsdóttir
fæddist 20. nóvem-
ber 1923 á Sigurstöð-
um á Akranesi. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 8. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Krist-
ín Jónsdóttir, f. 10.
ágúst 1881, d. 3. mars
1966, og Guðmundur
Guðmundsson, f. 4.
september 1884, d.
24. júlí 1938. Ester
var yngst af 12 systk-
inum. Alsystkini voru
Rósa, f. 15. ágúst 1908, Sigríður, f.
4. febrúar 1910, Halldór, f. 19. maí
1911, Sigurrós, f. 22. júní 1912,
Guðmundur, f. 19. september 1913,
Jónmundur, f. 3. september 1915,
Gréta, f. 24. mars 1917, Júlíana, f.
30. júlí 1918, og Petrea, f. 24. nóv-
ember 1921. Hálfsystkini Esterar,
börn Kristínar og fyrri eiginmanns
hennar Sigurðar Jónssonar, voru
Ástríður Þórey, f. 7. september
1899, og Valdimar, f. 17. apríl 1904.
Eftirlifandi systkini Esterar eru:
Sigríður, Gréta, Júlíana og Petrea.
Hinn 26. desember 1941 giftist
Ester Ragnari Leóssyni, f. 26. des-
ember 1920. Foreldrar hans voru
Málfríður Bjarnadóttir, f. 20. októ-
ber 1896, d. 15. júní 1986, og Leó
Eyjólfsson, f. 10. nóvember 1895, d.
september 1973, maki Hjördís Sig-
urðardóttir, f. 3. nóvember 1977.
Börn þeirra eru Lúísa Heiður, f. 15.
október 1999, og Helgi Reyr, f. 1.
september 2002. b) Ester Sigríður,
f. 27. apríl 1976, maki Magnús Sig-
urðsson, f. 6. október 1974, sonur
þeirra er Sigurður Arnar, f. 30.
júní 1999. c) Ragnheiður, f. 7. febr-
úar 1980. 4) Guðríður Birna, f. 11.
janúar 1956, maki Kristinn Eiríks-
son, f. 12. maí 1956. Börn þeirra
eru a) Aðalheiður, f. 16. ágúst 1976,
sambýlismaður Starkaður Örn
Arnarson, f. 16. ágúst 1972. b)
Haukur, f. 8. apríl 1984. 5) Leó, f.
23. nóvember 1964, maki Halldóra
Sigríður Gylfadóttir, f. 8. mars
1968. Börn þeirra eru a) Ragnar, f.
20. mars 1991, b) Maren, f. 18. apríl
1994, c) Guðfinnur Þór, f. 18. maí
1999. Dóttir Leós og Sigurlínar
Þóru Þorbergsdóttur, f. 13. febr-
úar 1966, er Elín María, f. 29. maí
1984.
Ester ólst upp í foreldrahúsum á
Sigurstöðum á Akranesi þar til hún
giftist Ragnari Leóssyni. Ester og
Ragnar bjuggu allan sinn búskap á
Akranesi. Síðustu árin bjuggu þau
á Dalbraut 23. Ester var húsmóðir
en auk þess starfaði hún við sím-
vörslu og verslunarstörf. Ester var
virkur félagi í Oddfellowreglunni.
Útför Esterar verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
12. febrúar 1958. Börn
Esterar og Ragnars
eru fimm. Þau eru: 1)
Fríða, f. 17. nóvember
1942, maki Ásgeir
Rafn Guðmundsson, f.
18. maí 1942. Börn
þeirra eru a) Ragn-
heiður, f. 12. október
1961, maki Michael
Wahl Andersen, f. 13.
september 1955. Fyrri
maki Ragnheiðar var
Hlynur Sigurdórsson,
f. 16. maí 1961. Börn
Ragnheiðar og Hlyns
eru Arnar Dór, f. 25.
ágúst 1979, Ásgerður, f. 29. júlí
1989, og Freyr, f. 24. júní 1994.
Sonur Michaels er Sune Wahl And-
ersen, f. 11. febrúar 1981. b) Pálína,
f. 5. janúar 1965, maki Þorgeir Jós-
efsson, f. 2. júní 1959. Börn þeirra
eru Jósef Halldór, f. 11.12. 1995,
Þóra Björk, f. 11.12. 1995, og
Svana, f. 11.12. 1995. Dóttir Þor-
geirs er Bergþóra, f. 6. nóvember
1987. c) Ásgeir, f. 5. janúar 1965,
maki Ásthildur Helga Sölvadóttir,
f. 14. desember 1967. Börn þeirra
eru Sölvi Páll, f. 18. apríl 1987,
Fríða, f. 26. maí 1988, og Heiður, f.
19. júní 1997. 2) Kristín, f . 30. júlí
1945. 3) Aðalheiður Ragna, f. 15.
apríl 1950, maki Helgi Þröstur
Guðnason, f. 8. júní 1945. Börn
þeirra eru a) Guðni Steinar, f. 26.
Elsku mamma.
Nú þegar þú hefur kvatt eftir
erfið veikindi þökkum við þér fyrir
allt það sem þú hefur verið okkur
öllum, fjölskyldunni þinni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Sofðu rótt elsku mamma, börnin
þín,
Fríða, Kristín, Ragna,
Birna og Leó.
Hún amma Ester hefur kvatt
þennan heim. Þótt við, sem nú
kveðjum hana, höfum lengi vitað að
hverju stefndi var kveðjustundin
ótrúlega sár. Það er einfaldlega svo
erfitt að hugsa sér lífið og tilveruna
án hennar ömmu.
Hún amma okkar var alveg ein-
stök kona. Ákaflega hlý og um-
hyggjusöm, gamansöm og
skemmtileg og alltaf boðin og búin
að hjálpa og hlusta. Hún hafði eitt-
hvað það til að bera sem gerði það
að verkum að öllum leið vel í návist
hennar. Aldrei hallmælti amma
nokkrum manni, heldur tókst henni
alltaf að sjá það besta í öllum.
Þeir sem kynntust ömmu sóttu í
návist hennar og minnti eldhúsið
þeirra ömmu og afa oft á tíðum á
félagsheimili, svo gestkvæmt var
þar. Amma hafði alltaf heitt á
könnunni og fannst aumt ef hún
ætti ekki minnst tvær sortir af
heimabökuðu. Ömmu heimsótti
maður ekki af skyldurækni heldur
vegna þess að það var svo gott og
gaman að koma til hennar.
Fjölskyldur ömmu og afa eru ná-
tengdur hópur og er það ekki síst
ömmu að þakka. Í kringum hana
urðu margar fjölskylduhefðir til. Á
sunnudögum dúkaði hún amma
borð og setti á tertu, ef ske kynni
að einhverjir litu inn, enda oftast
„messufært“ hjá henni. Við drukk-
um saman bollukaffi á bolludaginn,
við tókum slátur saman og héldum
heilmiklar sláturveislur í kjölfarið,
við bökuðum laufabrauð, við hitt-
umst hjá ömmu og afa á aðfanga-
dagskvöld og á afmælum afa á ann-
an í jólum hélt hún stórveislur og
svona mætti lengi telja. Þessum
siðum hélt hún uppi alla tíð, þrátt
fyrir að síðustu ár hennar hafi verið
henni erfið vegna veikinda. Hún
kvartaði aldrei þótt hún hafi án efa
oft verið mikið kvalin. Amma var
stolt af fólkinu sínu og hafði það á
orði, þegar einhverjum úr fjöl-
skyldunni var hrósað, „hvernig má
nú annað vera, þetta er fólkið
mitt“.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt elsku ömmu okkar að og kveðj-
um hana með söknuði og trega.
Ragnheiður, Pálína og Ásgeir.
Hún amma Ester er farin. Hún
amma okkar var líklega ein sú
besta manneskja sem við höfum
þekkt. Konur eins og hún eru vand-
fundnar, henni var ekki illa við
neinn mann og dró alltaf fram það
besta í öllum.
Þegar maður kom í heimsókn til
hennar, sem alltaf var af löngun en
ekki skyldu, langaði mann helst
ekkert að fara heim. Hún var alltaf
í góðu skapi og kvartaði aldrei,
sama hvað var að. Henni þótti vænt
um sitt fólk og alltaf var mjög gest-
kvæmt hjá henni og afa. Það verður
tómlegt að koma á Dalbrautina hér
eftir. Lífið verður ekki samt án
hennar. Við vonum svo sannarlega
að hún hafi það gott þar sem hún er
núna, hún á það svo sannarlega
skilið. Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur öllum elsku amma.
Elsku afi, við vonumst til að geta
létt þér stundirnar á einhvern hátt
á þessum erfiðu tímum. Þú veist að
þú ert alltaf velkominn til okkar.
Sölvi Páll, Fríða Sól
og Heiður.
Í örfáum orðum langar okkur að
minnast ömmu Esterar.
Við munum eftir henni sem já-
kvæðri og lífsglaðri konu sem tók
alltaf á móti okkur með opinn faðm-
inn tilbúin að hlusta á allt það sem
við höfðum að segja. Þegar komið
var til ömmu og afa á Dalbrautina
var alltaf einhver nýkominn í heim-
sókn eða á leiðinni út. Með þessu
móti hélt hún fjölskyldunni sinni
saman og kunnum við henni miklar
þakkir fyrir það. Heima hjá ömmu
Ester og afa Ragnari var oft slegið
á létta strengi og munum við eftir
ömmu með bros á vör, hún var sí-
fellt hlæjandi. Þær voru ófáar
normalbrauðssneiðarnar sem við
borðuðum hjá ömmu, pönnsurnar,
bollurnar og allar hinar kræsing-
arnar sem amma Ester framreiddi
af minnsta tilefni.
Amma Ester sagði oft hluti sem
koma til með að fylgja fjölskyld-
unni lengi. Sagði hún gjarnan að
það kæmi sér ekki á óvart hvað við
værum öll falleg, „enda ekki skrítið
komin af svona fallegu fólki“.
Nú hefur þessi yndislega kona
kvatt þennan veraldlega heim. En
hún mun ávallt lifa í minningu okk-
ur sem sú frábæra kona sem hún
var. Nú verður amma Ester að
segja brandara einhverjum öðrum
en okkur.
Þakka þér fyrir að hafa verið til
og gætt lífi okkar ljósi.
Haukur, Aðalheiður og
Starkaður.
Elsku amma Ester.
Okkur langar að kveðja þig að
sinni, þó að við vitum að þú verðir
alltaf hjá okkur og þakka þér fyrir
allar góðu og skemmtilegu stund-
irnar sem við áttum með þér og afa
á Dalbrautinni. Okkur fannst alltaf
svo gott að koma til þín. Þegar við
vorum búin snemma í skólanum var
gott að koma við hjá ömmu og fá
smá í svanginn, taka í spil eða bara
spjalla. Þú tókst alltaf á móti okkur
opnum örmum svo mjúk, hlý og
góð. Elsku amma takk fyrir allt.
Guð geymi þig
Ragnar, Maren og
Guðfinnur Þór.
Elsku amma, þá er komið að
kveðjustundinni, en það er svo sárt
að kveðja þótt við vitum að þér líð-
ur betur núna og ert laus við sárs-
aukann. Við verðum að hugga okk-
ur við allar þær yndislegu
minningar sem við varðveitum í
huga okkar.
Þú varst einstök kona sem tókst
á ótrúlegan hátt að halda allri fjöl-
skyldunni svo þétt saman. Þér
fannst svo gaman að hafa alla sam-
ankomna í kringum þig. Það var
sama hvort það var sláturveisla,
bolluveisla, afmæli, jól eða bara
venjulegur sunnudagur, það var
alltaf svo gaman og mikið fjör og
borðið svignaði undan kræsingum.
Elsku amma, það var alltaf svo
gott að vera í návist þinni enda
varstu svo hlý og kát kona og gafst
endalaust af þér. Þú hugsaðir alltaf
fyrst um aðra og aldrei mátti minn-
ast á heilsu þína, það var alltaf allt í
lagi með þig.
Eldhúsið var sá staður á heimili
ykkar afa og Kiddýjar sem var
mest notaður og þar var oft þröngt
setinn bekkurinn og mikið spjallað
og hlegið.
Þegar við vorum yngri leið varla
sá dagur að við kæmum ekki með
mömmu í heimsókn og þótt við
værum orðin eldri var oft skroppið
í heimsókn til ömmu. Það mátti
aldrei bara koma í dyrnar því áður
en maður vissi af var borðið orðið
fullt af kökum. Það var alveg sama
hvenær litið var inn, alltaf vorum
við jafn velkomin og vel tekið á
móti okkur.
Elsku amma, við eigum þér svo
ótalmargt að þakka og höfum lært
svo margt af þér. Þú varst okkur
góð fyrirmynd og þín verður sárt
saknað. Við vitum að það verður vel
tekið á móti þér og við skulum gæta
afa vel fyrir þig.
Þegar hjartað grætur
vegna þess sem það hefur misst,
hlær andinn, vegna þess sem
hann hefur hreppt.
(Höf. ók.)
Elsku amma takk fyrir allt. Guð
veri með þér.
Guðni, Ester og Ragnheiður.
Elsku amma Ester.
Pabbi hringdi í mig þriðjudaginn
8. október og sagði mér að þú værir
dáin.
Mig langaði ekki til að trúa því,
það var mjög erfitt að heyra þetta.
Svo fór ég að hugsa og þá sá ég að
þetta væri örugglega miklu betra
fyrir þig, nú líður þér miklu betur.
Ég kom að heimsækja þig helgina
áður á sjúkrahúsið og mér fannst
mjög erfitt að sjá þig svona veika.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar okkar saman.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín og vera hjá þér. Þú varst besta
amma í heimi. Það er svo margt
sem mig langar að segja við þig en
þetta er bara allt svo erfitt núna.
Ég er að reyna að muna allar góðu
stundirnar í staðinn fyrir að vera
bara sorgmædd. Ég ætla að halda
áfram að muna eftir þér þótt þú
sért farin frá mér, ég veit að þú
verður alltaf með mér.
Við mamma höfum kveikt á kerti
til að minnast þín og ætlum alltaf
að gera það á afmælisdaginn þinn.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þín
Elín María Leósdóttir.
Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir,
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
(Einar Ben.)
Þannig kveður eitt af skáldum
okkar látinn vin. Þessar ljóðlínur
komu okkur í hug er dauðinn rétti
hönd sína að þessu sinni. Þessi
hönd finnst okkur ýmist snögg og
harkaleg eða mild og friðandi þegar
hún kemur eftir langvarandi sjúk-
dómsstríð sem engin mannleg hönd
fær bætt. Það er trú okkar að þann-
ig hafi það verið með hana Ester,
þessa hugljúfu og elskulegu konu.
Að höndin sem leiddi hana inn á
„fyrirheitsins lönd“ hafi verið henni
kærkomin.
Það er sárt að kveðja en vina-
skilnaður er sá af örþráðum lífsins
sem ekki verður umflúinn. En það
er gott að muna hana Ester og allar
samverustundir með henni, svo
margar ótaldar gleðistundir og að
hafa fengið að fylgja henni á lífsins
göngu árin öll. Sjá hana vaxa í
hverju verki, spinna sinn lífsþráð
sjálfri sér og ástvinum sínum og
samferðamönnum til heilla og
blessunar. Og allra helst finnum við
hugrekkið, kærleikann og ástina
sem hún umvafði eiginmann sinn
og börnin öll.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um koma upp í hugann orð úr sálmi
Davíðs, konungs: „Ég hef augu mín
til fjallanna: Hvaðan kemur mér
hjálp? Hjálp mín kemur frá
Drottni, skapara himins og jarðar.“
Heill og blessun, friður og farsæld
veri með ykkur öllum, ástvinum
hinnar mætu konu, um ókomna tíð.
Við kveðjum hana með þökk og
virðingu og biðjum henni blessunar
á nýjum leiðum.
Friður sé með sál hennar.
Bjarnfríður og Hallbera
Leósdætur.
AÐALHEIÐUR ESTER
GUÐMUNDSDÓTTIR
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
Efstalandi 6,
Reykjavík,
lést laugardaginn 12. október.
Jón Þorsteinsson,
Þorsteinn Jónsson, Elva Andrésdóttir,
Elínborg Jónsdóttir, Franklín Georgsson,
Erna Jónsdóttir, Sveinn Sveinsson,
Pétur Jónsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Jón Ragnar Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR,
frá Sólbakka, Grindavík,
síðast til heimilis í Víðihlíð,
heimili aldraðra í Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 13. október.
Sigurður Garðarsson, Brynhildur Vilhjálmsdóttir,
Ingibjörg Garðarsdóttir,
Jóhanna Garðarsdóttir, Gestur Ragnarsson,
Kristinn Garðarsson, Svava Gunnlaugsdóttir,
Ester Garðarsdóttir, Gísli Ófeigsson,
Eygló Garðarsdóttir, Hafsteinn Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.