Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 40

Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann JónJónsson fæddist í Ólafsvík 2. október 1930. Hann lést í Reykjavík 3. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson, Akranesi, og Karol- ína Vigfúsdóttir, Ólafsvík. Uppeldis- foreldrar Jóhanns voru Baldur Guð- brandsson og Þór- unn Þórðardóttir, Hvammi í Ólafsvík. Dóttir þeirra og uppeldissystir Jóhanns er Anna Þóra, búsett í Reykjavík. Bræður Jóhanns samfeðra eru Baldur, sonur er Baldur Þór Sigurðarson, f. 1993. Dóttir Ingibjargar og uppeldisdóttir Jóhanns er Elísa- bet Óladóttir, f. 1958. Hennar maður er Jónas Sigurðsson. Börn þeirra eru: 1) Arndís, f. 1979, hennar sonur er Jónas Bjarki, f. 1999. 2) Árný, f. 1982. 3) Óli Hrafn, f. 1989. 4) Brynjar og Andri, f. 1994. Dóttir Jóhanns og Karenar Jónsdóttur er Þórunn, f. 1951. Hennar börn eru: 1) Hugi Sævarsson, f. 1971, hans kona Erla Sigríður Gestsdóttir, dóttir þeirra er Sólveig Rósa, f. 2001. 2) Rósa Sævarsdóttir, f. 1977. Unn- usti hennar er Jóhann Hannes- son. Dóttir þeirra er Þórun Perla, f. 2001. 3) Karen Gylfadóttir, f. 1985. Jóhann starfaði lengst af æv- innar sem kaupmaður, kenndur við Hvamm í Ólafsvík. Útför Jóhanns fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. látinn, Halldór, bú- settur í Kópavogi, og Ingi, búsettur í Reykjavík. Systkini Jóhanns sammæðra eru Ester, búsett í Ólafsvík, Birgir og Sigurður, búsettir í Reykjavík. Jóhann kvæntist Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur 1962. Þau slitu samvistum. Þeirra börn eru 1) Baldur Þór, f. 1962, d. 1984. 2) Karl Jó- hann, f. 1967. Kona hans Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, dóttir þeirra er Ásgerður Diljá, f. 1997. 3) Guðrún, f. 1970, hennar Elsku pabbi, ég veit ekki hvar ég á að byrja, en mig langað að segja nokkur orð að skilnaði. Það eru ógleymanlegar stundir sem við áttum saman og langar mig til að þakka fyr- ir þær. Allar þær veiðiferðir sem við fórum saman en það var regla hjá okkur að fara minnst fjórum sinnum á ári vestur í Dali í laxveiði og alltaf með sama vinahópnum, Leifi Halldórssyni og fjölskyldu og Per Jörgensen og fjölskyldu. Sá staður lifir vel í minn- ingunni enda var farið með góðum vinahópi sem ól upp að miklu leyti börnin sín þar. Það var ekki síst gam- an fyrir okkur börnin að fara í Dalina því þvílík náttúruperla tók á móti okk- ur og þar máttum við iðulega gera hluti sem við máttum ekki gera í Ólafsvík. Ekki voru síðri veiðferðirn- ar sem við fórum í Fróðá, en þar var alltaf farið með góðum hópi manna til þess að veiða og leika sér. Það var al- veg sama hvað ég tók mér fyrir hend- ur og allan þann tíma sem ég gekk menntaveginn stóðst þú við þitt og studdir mig eins og klettur. Þú varst góður heim að sækja og veit ég að margir geta tekið undir það. Þú pass- aðir upp á mig og það var alveg sama hvað það var, þegar ég leitaði til þín, þú komst alltaf með lausn á málinu og sýndir hlýhug í minn garð. Þú vildir mér alltaf vel í einu og öllu. Ég mun leita til þín í minningunni, ég sakna þín, elsku pabbi. Þinn sonur Karl Jóhann. Elsku pabbi minn. Á stundu sem þessari fer margt í gegnum hugann, mörg eru „efin“ og hugsunin hröð. En þegar slíkar hugsanir koma sýna þær einlæga ósk mína um að vilja hafa hlutina stundum öðruvísi. Sárt er að sakna en minningarnar eru margar og þær geymi ég í hjarta mínu. Vil ég, pabbi minn, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og stuðninginn í gegnum árin. Ég kveð þig með þessum orðum: Faðir, þó mér fjarlæg hylji friðargeisla augna þinna, ertu samt um allar stundir engill kærleiksdrauma minna (Hulda.) Takk fyrir allt. Þín dóttir Guðrún. Fyrir liðlega þremur áratugum brá undirritaður búi ásamt konu og börn- um og settist að í Ólafsvík. Þar urðu mín fyrstu kynni af þeim er við fylgj- um til hinstu hvílu í dag. Fullu nafni hét hann Jóhann Jón Jónsson en gekk undir nafninu Hanni í Hvammi. Hvammur hét verslun sem hann átti og rak ásamt fjölskyldu sinni. Fljótlega tókust góð kynni með fjölskyldum okkar er staðið hafa síð- JÓHANN JÓN JÓNSSON ✝ Sigurþór Sig-urðsson vélstjóri fæddist á Norðfirði 8. mars 1939. Hann lést 4. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Margrét Svan- fríður Hansen frá Skálum á Langanesi, f. 3. nóvember 1915, látin, og Sigurður Jónsson verkamaður á Norðfirði, f. 3. júlí 1900, d. 10. júlí 2001. Uppeldissystir Sigur- þórs er Sigrún Krist- ín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur. Sigurþór kvæntist 31. des. 1961 Kristrúnu Stefánsdóttur frá Minniborg í Grímsnesi, f. 26.3. 1937. Þau eiga þrjú börn: 1) Ragn- heiður, f. 28.9. 1961, gift Gunnari Sigurþórssyni, þau eru garðyrkjubænd- ur í Laugarási og eiga þrjú börn, Krist- rúnu Hörpu, Gunnar Karl og Sigrúnu Kristínu. 2) Sigurður Þorsteinn, f. 29.4. 1965, kvæntur Drífu Ármannsdóttur, þau eru kennarar og eiga tvö börn, Söru og Sigurþór Andra. 3) Stefán Logi, f. 8.1. 1975, kvæntur Mar- gréti Völu Gylfadótt- ur, þau eru kennarar og bæði í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum. Sigurþór lauk námi frá rafmagnsdeild Vélskólans 1962. Útför Sigurþórs verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Góður vinur okkar, Sigurþór, er látinn. Á kveðjustund leita minning- arnar á. Við höfðum þekkst frá bernsku. Ólumst upp í sama húsi, Miðstræti 24 í Neskaupstað. Faðir hans var Sigurður Jónsson, oft kenndur við Naustahvamm, og móðir hans var Margrét S. Hansen, ættuð frá Langanesi. Margrét veikt- ist eftir fæðingu Sigurþórs og ólst hann upp hjá föður sínum, Kristjönu ömmu og frænku sinni og fóstursyst- ur, Kiddu. Æskuárin liðu, við lékum okkur, vorum í skólanum og byrjuðum snemma að vinna, þ.e. á sumrin. Það þótti sjálfsagður hluti af uppeldi okk- ar. Sigurþór var virkur þátttakandi í þessu öllu. Ég man eftir honum við að breiða og taka saman fisk hjá Bensa á fiskreitnum fyrir ofan Texas og einn- ig man ég að við héldum að hann ætti eftir að verða frægur langhlaupari þegar hann sigraði glæsilega í lang- hlaupi sem efnt var til úti á Bakka- bökkum, sennilega af Þrótti. Hann varð ekki langhlaupari, en var áhuga- maður um íþróttir og mikill Valsari. Skákin var hans íþrótt, í henni var hann góður. Við fengum snemma áhuga á stjórnmálum enda aldir upp í bænum rauða, við vorum sósíalistar. Við sóttum helst alla framboðsfundi og studdum okkar menn. Ég man eft- ir okkur smápollum rífast um pólitík við nágranna okkar og vin, Hjörleif í Nýbúð, þar sem hann var að taka upp úr kartöflugarðinum sínum. Hjörleif- ur hafði gaman af okkur en upptakan gekk hægt. Sigurþór lærði til vélvirkja í Drátt- arbrautinni. Svo lá leiðin suður í Vél- skólann. Á námsárum sínum þar kynntist hann Kristrúnu Stefáns- dóttur frá Minni-Borg, sem varð kona hans. Fyrstu árin bjuggu þau fyrir austan en leið þeirra, eins og svo margra annarra, lá svo til Reykjavík- ur. Hér fyrir sunnan vann Sigurþór við ýmis störf, m.a. hjá álverinu og ASÍ. Hann upplifði atvinnuleysi um skeið, en það stytti upp. Síðustu árin vann hann við umönnun aldraðra í Fríðuhúsi og naut sín vel í því starfi. Á síðastliðnum 30 árum höfum við hjónin átt margar ánægjulegar stundir með þeim Kristrúnu og Sig- urþóri. Á heimilum okkar, á ferðalög- um og í sumarbústað þeirra í Skóg- arhlíð á Laugarvatni. Fyrir þær stundir þökkum við nú. Góðar minningar hjálpa okkur að komast yfir það áfall sem fráfall Sig- urþórs er. Minningarnar um dvölina í Gilleleje, ferðina til Prag, um árlegu þorrablótin í bústaðnum, um matar- boðin, um spilin og skákirnar, um græskulausa glettni og stríðni o.fl. o.fl. Kæra Kristrún, við vottum þér, börnum ykkar, tengdabörnum og barnabörnum og öllum vandamönn- um okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Sveinn og Guðrún. Sigurþór svili minn kvaddi þetta jarðlíf með skyndilegum hætti, en hann varð bráðkvaddur í sumarbú- stað fjölskyldunnar á Laugarvatni föstudaginn 4. okt. Þetta kom okkur öllum í opna skjöldu og því mikið áfall fyrir Kristrúnu mágkonu mína og hennar fjölskyldu. Það eru nákvæm- lega 42 ár síðan Kristrún kom með Sigurþóri í 35 ára afmæli mitt, og kynnti hann sem kærasta sinn. Hann var þá á öðru ári í Vélskólanum. Síð- asta veturinn í Vélskólanum æxluð- ust málin þannig að þau fengu her- bergi leigt hjá okkur Ingu og þá með litla dóttur sína. Þau giftu sig á gaml- árskvöld 1961 og voru þá skírð Ragn- heiður dóttir þeirra og sonur okkar Stefán. Öll þessi sambúð í Rauða- gerði gekk sérlega vel enda Kristrún þannig gerð að öllum líður vel í návist hennar. Um vorið 1962 fóru þau til Norð- fjarðar og var Sigurþór vélstjóri á skipi Síldarbræðslunnar. Þegar Ál- verksmiðjan í Straumsvík var í upp- byggingu, var Sigurþór ráðinn þang- að og var sendur ásamt öðrum yfirmönnum til starfsþjálfunar í Sviss um nokkurra mánaða skeið. Sigurþór starfaði þar í u.þ.b. 2 ár, en þetta starf átti ekki við hann svo hann hætti og sneri sér annað. Lengst starfaði hann hjá ASÍ við uppmæl- ingar á bónus vítt og breitt um land- idð aðallega í frystihúsum og voru þessi ferðalög oft erfið, á öllum tím- um árs. Sigurþór var góður skákmaður og SIGURÞÓR SIGURÐSSON Bróðir okkar, VIGFÚS HELGASON, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 5. október, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 16. október kl. 13.30. Sigríður Helgadóttir, Halldór Helgason, Jakob Helgason, Kristinn Helgason. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN KRISTLEIFSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 9. október sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 18. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Jónatansdóttir, Björgvin Þórisson, Kolbrún Jónatansdóttir, Árni Leósson, Gunnar Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, lést á heimili sínu að kvöldi föstudagsins 11. október. Útförin auglýst síðar. Sigrún Ágústsdóttir, Magnús Flosi Jónsson, Jóhann Grétarsson, Ágúst Örn Grétarsson, Ragnheiður María Hannesdóttir og langömmubörn. Ástkær systir okkar, LÍNA BJARNADÓTTIR RODGERS, lést í Hampton, Virginíufylki í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 9. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðlaug Stella Bjarnadóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigríður Þóra Bjarnadóttir, Ólafur Guðni Bjarnason. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR MAGNÚSSON, Rauðalæk 4, lést aðfaranótt sunnudagsins 13. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga. Maggý Valdimarsdóttir, Vilborg Gunnlaugsdóttir, Gamalíel Sveinsson, Einar Gunnlaugsson, Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir Long, Gary Long, Sigríður Gunnlaugsdóttir Bak, Brian Bak og barnabörn. Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÁRUS SUMARLIÐASON, Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést sunnudaginn 13. október. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Ólafía Einarsdóttir. fimmtudagin 10. október.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.