Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 43

Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 43
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrðarstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfs- fólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum há- degisverði. Opinn 12 spora fundur í kvöld kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Bænanámskeið kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson fræðir um bæn- ina. Engin skráning. Þægilegt að vera með. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprest- ur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbæna- þjónusta kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Foreldramorgnar mið- vikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Um- sjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. Kirkjustarf TTT /10–12 ára) kl. 17.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag. Nú er kórastarfið í Hafnarfjarð- arkirkju að fara í gang og er nýr kórstjóri, Antonia Hevesi, tekin til starfa. Fram- undan eru skemmtileg verkefni í vetur. Starfræktur verður kórskóli og haldnar raddæfingar. Laust pláss er fyrir fleiri söngvara í öllum röddum, sérstaklega alt-, tenór- og bassaröddum. Greitt er fyr- ir starf í kórnum. Fjórði og jafnframt síð- asti kynningarfundur á tólf spora nám- skeiði vetrarins kl. 18. Hóparnir lokast í kvöld. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. STN – starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur málsverður. Helgistund. Samvera. KFUM&KFUK í Digraneskirkju fyrir 10– 12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslu- salur opinn fyrir leiki frá 16.30. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa- námskeið kl. 19. Kvöldverður, fræðsla, umræðuhópar. Kennari sr. Magnús B. Björnsson. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Stefanía Guðbergsdóttir, hjúkr- unarfræðingur frá Heilsugæslunni í Efra- Breiðholti, kemur og svarar fyrirspurnum foreldra ungra barna. Kaffi og notaleg- heit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20–22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Graf- arvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Æsku- Safnaðarstarf lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming- arbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30– 18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðs- starf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára krakka. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 10–12 og 13–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10, 8.B í Holta- skóla & 8. I.M. í Myllubakka. Kl. 15.15– 15.55, 8.A í Holtaskóla & 8.B í Myllu- bakkaskóla. Áfallahjálp og sorgarvinna í minni sal Kirkjulundar kl. 20.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUK. Lofgjörðar- og bæna- samvera í umsjá Þórdísar Ágústsdóttur, Hrannar Sigurðardóttur og Kristínar Bjarnadóttur. Konur á öllum aldri hvattar til að fjölmenna. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar- heimili. Hópur 2: 8.B Brekkuskóla og 8. bekkur Oddeyrarskóla. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 43 inni, táknrænt fyrir Kitta, alltaf hugs- andi um heimilið, Ingu og börnin. Þetta var meðan hann var á Bryndís- inni eða einni af dísunum minnir mig. Seinna var hann með Fagranesið og undir það seinasta var hann hafn- sögumaður. Kitti óhemju röskur alla tíð og er okkur minnisstætt systrun- um eitt sinn er hann vann beitingar- keppni á sjómannadag. Það var þó víst ekki í fyrsta sinn, en við systur vorum svo mikið hreyknar af að geta sagt frá þessu heima, hrópuðum „Kitti vann, Kitti vann“. Það er ekki mikið meira en ár síðan að hann var að moka snjó af tröpp- unum heima hjá sér. Það var gott að sækja þau heim hjónin, glaðværðin og rausnin alltaf í fyrirrúmi. Þau voru líka svo ánægð með barnabörnin og tengdabörn. Árið 1995 fluttu þau til Hafnarfjarðar og var þá gott að hafa þau nærri sér, veikindi og aldur þó farin að segja til sín, sérstaklega hjá Ingu. Kitti átti þokkaleg ár þar til undir það síðasta, með hléum þó. Með þessum línum þakka ég Kitta mínum fyrir alla umhyggjuna, tryggðina og elskulegheitin. Við Þór- unn, Khushendra, Gunni og Edda sendum Maju og fjölskyldu, Sæma, Svani og fjölskyldu, systrum Kitta Gunnu, Möggu og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Kolbrún Björnsdóttir. Kristján Jónsson er kvaddur í dag og kærar minningar sækja heim hug- ans borg. Þegar Þroskahjálp var á bernskuskeiði komu þar að margir mætir einstaklingar, aðstandendur sem áhugafólk, menn komu hvar- vetna að af landinu og stilltu saman strengi sína. Einn þeirra minnisstæðustu í þess- um hóp var Kristján Jón Jónsson, sem fór þá fyrir Vestfirðingum og gjörði það með skörungsskap mikl- um, áhuginn ótæpur, málafylgjan ein- örð og hitti í mark, en jafnframt var hann svo eðlisfyndinn að af bar og þeir sem ekki þekktu hann, áttu oft erfitt með að greina á milli alvörunnar og glitrandi glettninnar. Hann mátti kalla eldhugann í hópnum, snöfurleg- ur í ræðustól enda mörgu vanur úr harðri bæjarmálapólitík Ísafjarðar og eitt var alveg öruggt, þegar Kristján snaraðist í stólinn þá lögðu allir við hlustir. Á heimavettvangi hafði hann unnið í forystu fremst að því að koma upp heimili fyrir þroskahefta þar sem þeir mættu njóta þess bezta sem á boð- stólum var, þar lögðu margir hönd á plóg en Bræðratunga var þó öllum öðrum fremur verk Kristjáns. Óþreytandi var hann að leggja málinu lið, hvort sem var með sjóróðrum þar sem andvirði alls afla fór til heimilis- ins eða þá á hinum opinbera vettvangi þar sem Kristján var öllum hnútum kunnugur og þar munaði um hann sem í öðru. Mér er hann minnisstæðastur fyrir þessa eðlislægu hlýju sem hann bar með sér alltaf og ævinlega, þó mæta- vel vissi ég hversu harður hann gat verið í horn að taka, þegar þess þurfti með. Lífssýn okkar um svo margt lík, þrátt fyrir ólíkar stjórnmálskoðanir. Fyrir margar mætar stundir er munabjört þökk færð í dag, börnum hans eru einlægar samúðarkveðjur sendar. Hann Kristján var skipstjórnar- maður af lífi og sál og nú siglir hann fleyi sínu vonglaður og hress sem ætíð á úthafi eilífðarinnar þar sem byr mun vera hvað beztur. Blessuð sé hans mæta minning. Helgi Seljan.  Fleiri minningargreinar um Kristján Jón Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ólafur B. Þor-valdsson fæddist í Keflavík 17. maí 1914. Hann andaðist á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi 7. október. Foreldrar hans voru Þorvaldur Kristján Ólafsson og Þórunn Halldórsdótt- ir. Ólafur átti fjögur systkini. Þau eru Laufey og Ólafía sem eru látnar og tvíbur- arnir Hafsteinn og Haukur sem eru á lífi. Fyrri kona Ólafs var Sigríður Guðný Sigurðardótt- ir. Þau slitu samvistum. Þeirra synir eru 1) Þórir Ólafsson, kona hans er Sigurbjörg Lundholm og eiga þau þrjú börn og sjö barna- börn. 2) Arthúr Ólafsson sem býr í Svíþjóð er ógiftur og barnlaus. Seinni kona Ólafs var Stein- unn Guðleifsdóttir, d. 16. apríl 1999. Hún átti tvo syni, Guðleif Guðmundsson, kona hans er Bára Stef- ánsdóttir, þau eiga þrjá syni og sex barnabörn; og Einar Guðmundsson, kona hans Kolbrún Skarp- héðinsdóttir, þau eiga tvær dætur og Einar á tvær fósturdætur og einn son, barnabörnin eru tíu. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur langar að minnast kærs vinar sem nú er laus undan þjáning- um sínum. Hann Óli eins og við köll- uðum hann alltaf var lífsförunautur móður minnar síðastliðin rúm þrjá- tíu ár og mikið voru það góð ár hjá þeim báðum. Hann hefur beðið eftir að komast til hennar frá því hún lést fyrir tveimur og hálfu ári. Hann naut þess að gera allt fyrir hana sem hann gat, ferðast með henni innanlands sem utan og kaupa eitthvað fallegt handa henni eða fallega hluti á heimili þeirra. Laugavegurinn þar sem þau bjuggu var þeirra staður. Þau nutu þess að ganga þar um og kíkja í búð- ir. Og hvað hann var alltaf hugulsam- ur við börnin okkar og barnabörnin, fylgdist alltaf með þeim, hvernig þau hefðu það og hvað þau væru að gera. Hann hugsaði alltaf fyrir jólagjöfum og öðru eins og á meðan hún var á lífi, þótt þrotinn væri að kröftum. Það voru mörg börnin sem byrj- uðu sína fyrstu atvinnu með því að moka molum í poka þegar þau voru með sælgætisgerðina Pálmann. Þá var tæknin ekki orðin eins og hún er í dag og gott að nota litlar hendur. Alltaf var gaman að ræða við hann um þjóðmálin. Með þeim fylgdist hann vel og hafði skoðanir fram á síðustu daga. Vertu sæll, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guðleifur og Bára. Elsku Óli, þá ertu víst farinn. Ég vildi óska þess að ég gæti kvatt þig betur, en þetta verður víst að duga. Ég mun aldrei, aldrei gleyma þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guð gefi þér hvíld. Ástar- og saknaðarkveðjur frá Danmörku. Þín Heiða Bára. ÓLAFUR ÞORVALDSSON KIRKJUSTARF Í DÓMKIRKJUNNI hafa verið haldnar svokallaðar æðruleysis- messur undanfarin fimm ár. Þar hefur myndast samfélag fólks sem hefur leitað bata eftir sporunum tólf eins og það er orðað í auglýs- ingum. Hér er átt við fólk sem hef- ur fundið innan AA-hreyfingar- innar og hugmyndafræði hennar leið til bata í áfengissýki og vímu- efnafíkn. AA-hreyfingin tekur ekki afstöðu til trúmála og er það eitt af kennimerkjum hennar. Til þess liggja góðar og gildar ástæður og seint verður fullmetið og þakkað starf þeirrar hreyfingar. Bataleiðin er mörkuð tólf skilgreindum spor- um og miðast þau flest við afstöð- una til æðri máttar, eða guðs, sam- kvæmt þeim skilningi sem hver sá er í hlut á hefur á honum. Flest af því fólki sem hér um ræð- ir er mótað af trúararfi kirkju landsins og einkum lútherskri kenningu. Það er skírt og fermt og játar flest trú sína í samræmi við líf og anda Þjóðkirkjunnar. Í ellefta sporinu er talað um nauðsyn þess að styrkja vitundarsamband sitt við guð. Þar er gefin ástæðan fyrir æðruleysismessunum. Okkur í Þjóðkirkjunni ber að þjóna að trú- rækni meðlimanna og þau sem vilja nýta sér þjónustu okkar í þessu efni bjóðum við velkomin í æðruleysis- messurnar. Hverju sinni hafa 150– 250 manns komið og á þessum tíma hefur myndast hópur sem hefur tekið mikla tryggð við messurnar. Nú höfum við stofnað til viku- legra samræðustunda um trúna og sporin. Þær eru öll þriðjudagskvöld kl. 20 í Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar, Lækjargötu 14a. Hugsað er að þeir sem vilja geti komið við og verið með um sinn án nokkurrar skuldbindingar um áframhald. Um- ræðurnar eru frjálslegar, athygl- inni beint að því sem Biblían segir um efni sporanna og málið skoðað í ljósi reynslu þátttakenda. Prest- arnir sem sinnt hafa æðruleysis- messunum leiða samræðustund- irnar til skiptis. Það eru Anna Sigríður Pálsdóttir, Hjálmar Jóns- son, Jakob Ágúst Hjálmarsson, Jóna Hrönn Bolladóttir og Karl V. Matthíasson. Næsta æðruleysismessa í Dóm- kirkjunni verður sunnudaginn 20. október. Æðruleysi í Dómkirkjunni – 12 spor Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær móðir okkar, TINA ZIMMERMANN, sem andaðist á Landspítala við Hringbraut föstudaginn 11. október, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Svava Elfarsdóttir, Sara Berglind Newton. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar okkar elskulegu SIGRÚNAR ÖNNU MOLANDER, Laugateigi 6. Magna Sigfúsdóttir, Ingimundur Pétursson, Guðrún, Sigurbjörg, Þóra og Hildur Björk Ingimundardætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.