Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 50
DAGBÓK
50 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
LÁRÉTT:
1 vandræðaleg, 8 mikið
af einhverju, 9 logið, 10
væn, 11 kaggi, 13 endur-
tekið, 15 flösku, 18 öflug,
21 hlemmur, 22 áreita, 23
gömul, 24 dæmafátt.
LÓÐRÉTT:
2 angan, 3 toga, 4 lita
blóði, 5 eru í vafa, 6
vangá, 7 mikill, 12 ekki
gamall, 14 lengdareining,
15 gróður, 16 ráfa, 17 lina
á, 18 fiskur, 19 fóðrunar,
20 slunginn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 bráka, 4 hemja, 7 atóms, 8 óefni, 9 afl, 11 aðan,
13 hann, 14 ýkinn, 15 þjór, 17 étur, 20 kar, 22 kúgun, 23
úlfum, 24 agnar, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 Braga, 2 ámóta, 3 ausa, 4 hjól, 5 mafía, 6 ar-
inn, 10 feita, 12 nýr, 13 hné, 15 þekja, 16 ólgan, 18 tyfta,
19 remma, 20 knýr, 21 rúmt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Taiko
Maru, Jo Elm og Mána-
foss koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Wil-
son Leith kemur í dag.
Selfoss kom til
Straumsvíkur í gær.
Haukur fór í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun
þriðjudaga kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Dans-
námskeið hefst í dag hjá
Sigvalda kl. 11, nám-
skeiðið er ætlað byrj-
endum. Á morgun verð-
ur verslunarferð í
Hagkaup í Skeifunni,
skráning í afgreiðslu,
sími 562 2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 9–
12.30 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.30 dans, kl.
9.30–10.30 Íslandsbanki,
kl. 13–16.30 opnar
handavinnu og smíða-
stofur, kl. 10–16 pútt.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11.30 sund,
kl. 13–16 leirlist, kl. 14–
15 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið er
opið mánu- og fimmtu-
daga.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagar úr
Akranesfélaginu koma í
heimsókn laugard. 26.
okt. Húsið opnað kl 19.
Skráning sem fyrst á
þátttökulista sem eru í
félagsheimilunum.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10–11 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–16
vefnaður, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30 op-
in vinnustofa, tréskurð-
ur, kl. 10 leikfimi, kl.
12.40 verslunarferð í
Bónus, kl. 13.15–13.45
bókabíllinn, hárgreiðslu-
stofan opin 9–14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna. Kl. 14.45
söngstund í borðsal.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Fimmtud. 17.
okt. leikhúsferð – Veisl-
an í Þjóðleikhúsinu kl.
20, skráning hafin.
Námskeið í skyndihjálp
18. og 21. okt. og 25. og
28. okt. Skráning í s.
820 8571 kl. 14–15 virka
daga.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Handa-
vinna og brids kl. 13.30,
púttað á Hrafnistuvelli
kl. 14–16. Á morgun tré-
skurður kl. 9, myndlist
kl. 10–16 línudans kl. 11,
glerskurður kl 13, pílu-
kast kl. 13.30. Dans-
leikur föstud. 18. okt. kl.
20.30. Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ. Þriðjud: Skák
kl. 13 og alkort spilað kl.
13.30. Miðvikud: Göngu-
Hrólfar ganga frá
Hlemmi kl. 9.45. Söng-
félag FEB, kóræfing kl.
17. Línudanskennsla kl.
19.15. Fræðslunefnd
FEB verður með
fræðslu- og kynningar-
ferð á Reykjalund 16.
okt. Þátttaka tilkynnist
skrifstofu FEB.
Skemmtun í Ásgarði,
Glæsibæ, föstud. 18. okt.
kl. 20. Silfurlínan er op-
in á mánu- og miðviku-
dögum kl. 10–12. Skrif-
stofa félagsins er flutt í
Faxafen 12, s. 588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag perlusaumur,
glerskurður og þrívídd-
armyndir, fjölbreytt
vetrardagskrá í boði.
Veitingar í Kaffi bergi.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 glerlist, handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
10–17, kl. 14 þriðjudags-
ganga og boccia, kl.
17.15 kínversk leikfimi.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga,
handavinnustofan opin
kl. 13–16, leiðbeinandi á
staðnum, kl. 17 línu-
dans. Fjölþjóðlegt mál-
þing um félagslega
stöðu aldraða í mismun-
andi samfélögum verður
haldið í félagsheimilinu
Gullsmára, þriðjud. 22.
október kl. 13.15. Skrán-
ing fyrir 21, okt. í s.
564 5260.
Hraunbær 105. Kl. 9
postlínsmálun og gler-
skurður, kl. 10 boccia,
kl. 11, leikfimi, kl. 12.15
verslunaferð, kl. 13
myndlist og hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og boccia, kl. 13
handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaaðgerð-
ir, hársnyrting. Allir
velkomnir. Sviðaveisla
verður haldin föstud. 18.
okt. Húsið opnað kl.
18.30. Jóhannes Krist-
jánsson eftirherma
skemmtir og Elsa Har-
aldsdóttir heldur uppi
fjöri og stjórnar fjölda-
söng. Skráning á skrif-
stofunni og í s. 588 9335.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Vatnsleikfimi í Grafar-
vogslaug á þriðjud. kl.
9.45 og föstud. kl. 9.30.
Uppl. í s. 5454 500. Þrá-
inn.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 10–11
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 14–15 jóga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9. 15–16
bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 alm. handavinna,
kl. 13–16 frjáls spil,
brids tvímenningur.
Þriðjud. 19. nóv. kemur
hjúkrunarfræðingur og
mælir beinþéttni. Lyfja-
fræðingur fer yfir lyfja-
notkun. Fræðsla um lyf,
vítamín, steinefni og
fleira. Panta þarf tíma í
viðtal. Keramiknám-
skeið byrjar föstud. 18.
okt. kl. 13–16. Kennsla í
postulínsmálun byrjar
þriðjud. 22. okt. Skrán-
ing á námskeið í síma
562 7077.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morgun-
stund, kl. 10 fótaaðgerð-
ir og leikfimi, kl. 13
handmennt m.a. mosaík,
kl. 14 félagsvist.
Háteigskirkja, eldri
borgarar. Á morgun,
miðvikudag, kl. 11 sam-
vera, fyrirbænastund og
stutt messa í kirkjunni,
allir velkomnir, súpa í
Setrinu kl. 12, spil kl.
13.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.
11.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra, Hátúni 12, kl. 20
bingó.
Karlakórinn Kátir karl-
ar, æfingar á þriðjud. kl.
13 í Félags- og þjón-
ustumiðstöðinni Árskóg-
um 4. Söngstjóri Úlrik
Ólason. Tekið við pönt-
unum í söng í s.
553 5979, Jón, s.
551 8857 Guðjón eða s.
553 2725 Stefán.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í s. 552 6644 á fund-
artíma.
ITC deildin Fífa í Kópa-
vogi fundur á morgun
miðvikud. kl. 20.15, í
Safnaðarheimili Hjalla-
kirkju, Álfaheiði 17
Kópavogi. Allir vel-
komnir. Uppl. í s.
554 2045.
ITC-deildin Irpa, fund-
ur í kvöld kl. 20 í Hvera-
fold 3–5, 2. hæð. Allir
velkomnir. Uppl. í s.
554 4417, Marteinn
Steinar.
Kvenfélagið Seltjörn,
Seltjarnarnesi, fundur
miðvikud. 16. okt. í safn-
aðarheimili Seltjarnar-
neskirkju kl. 20.30.
Flutt verður ferðasaga.
Kaffiveitingar.
Þjóðdansafélag Reykja-
víkur. Opið hús í kvöld
kl. 20.30 í ÞR-salnum,
Álfabakka 14A, Dans-
aðir gömlu dansarnir.
Í dag er þriðjudagur 15. október,
288. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Jesús segir við hann: „Þú trúir, af
því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir,
sem hafa ekki séð og trúa þó.“
(Jóh. 20.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI brá sér í betri skónaum helgina og lék landsleik í
knattspyrnu. Ekki var það nú svo
gott að Atli Eðvaldsson hafi „séð ljós-
ið“ og valið hann í lið sitt, heldur tók-
ust hér á íslenskir og skoskir blaða-
menn, en stór sveit slíkra manna
fylgdi skoska landsliðinu til Íslands.
Skoska liðið var skemmtilegt, þó
margir leikmanna hafi vaxið örlítið
fram frá því þeir voru upp á sitt
besta. Einn af þeim var enginn annar
en Alan Rough, sem um árabil var
landsliðsmarkvörður Skota, þ.e. hins
raunverulega landsliðs. „Roughy“
lék í fremstu víglínu um helgina –
hvar annars staðar? – en tókst ekki
að setja mark sitt á leikinn þrátt fyrir
að vera allur af vilja gerður.
Víkverja þykir það mikill heiður að
mæta þessum kappa á velli, en
Rough var meðal annars markvörður
Skota á heimsbikarmótinu á Spáni
1982. Lék þar frægan leik gegn einu
skemmtilegasta knattspyrnuliði
seinni tíma, Brasilíu. Víkverji gleym-
ir aldrei draumamarki Davids Nar-
eys bakvarðar snemma leiks og
taumlausri gleði Skotanna. En síðan
seig á ógæfuhliðina. Zico, Sókrates,
Eder og félagar tóku leikinn í sínar
hendur og röðuðu mörkum á aum-
ingja Rough. 4:1 var staðan orðin áð-
ur en dómarinn frá Kosta Ríka batt
enda á þjáningar Skotanna með loka-
flautinu. Rough er því vondu vanur
og virtist óbugaður er hann gekk af
velli í Laugardalnum eftir 5:1 tap um
helgina.
Eftir leikinn gaf Víkverji sig á tal
við nokkra Skota og bar landsleikinn,
sem þá stóð fyrir dyrum, fljótt á
góma. Víkverji hafði orð á því að
margt hefði breyst í skoskri knatt-
spyrnu á liðnum árum, nú orðið
þekkti hann varla nokkurn mann í
landsliðinu. „Þekkir þú engan,“ svör-
uðu Skotarnir fullir samúðar. „Það er
ekki skrýtið, lagsi. Við þekkjum eng-
an sjálfir!“ Þá var mikið hlegið.
Dagar Dalglish, Souness, Strach-
an og manna af þeirri stærðargráðu
eru bersýnilega liðnir.
Skosku blaðamennirnir óttuðust
Eið Smára Guðjohnsen mest. Öfund-
uðu Íslendinga af honum. „Við eigum
engan slíkan mann,“ sögðu þeir súr-
ir. „Hvað er að ykkur,“ gall þó í ein-
um. „Við eigum Stevie Crawford.
Hann leikur með...“ Síðan kom stutt
þögn meðan hann hugsaði málið.
„Dunfermline.“ Enn hlógu Skotarn-
ir. „U is í?“ spurðu þeir rammskosk-
um rómi. Víkverji fékk á tilfinn-
inguna að þetta væri sambærilegt við
það að helsta hetja íslenska lands-
liðsins héti Stefán Kristjánsson og
léki með Kormáki á Hvammstanga.
Með fullri virðingu fyrir því ágæta
félagi.
Samt unnu Skotar leikinn. Auð-
veldlega.
x x x
VÍKVERJI gat um það nýverið aðEnglandsmeistarar Arsenal
tefldu fram níu svörtum leikmönnum
í stórsigri á Leeds United, sem er ný-
mæli í ensku knattspyrnunni. Síðast-
liðið laugardagskvöld sá Víkverji
annað frábært fótboltalið, franska
landsliðið, rúlla Slóvenum upp, 5:0,
með níu svarta menn innanborðs.
Þar kom að því að „Les Bleus“, eða
Blámennirnir, stóðu undir nafni.
Annars er þetta eftirtektarverð
þróun. Svartir menn hafa lengi borið
ægishjálm yfir hvíta í körfuknattleik.
Spurning hvort nú sé komið að knatt-
spyrnunni.
Með betri fyrirvara
ÉG VIL koma á framfæri
óánægju minni með fram-
kvæmd mótmælafunda
vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar. Ég hef misst af fundum
sem ég hefði gjarnan viljað
vera stödd á en hef ekki
komist þar sem fundirnir
eru auglýstir með svo stutt-
um fyrirvara. Geta ekki
forsvarsmenn þessara mót-
mælafunda auglýst fundina
með betri fyrirvara svo al-
menningur geti mætt, því
þessum framkvæmdum
verður að mótmæla.
G.S.K.
Hver á myndina?
ÞESSI mynd, ásamt
nokkrum öðrum, fannst
fyrir utan Félagsþjón-
ustuna Bólstaðarhlíð 43 í
Reykjavík fyrir tæpum
mánuði. Kannist einhver
við að eiga myndirnar má
hann vitja þeirra á staðnum
eða í síma 568-5052.
Fyrirspurn
NÝLEGA birtist í Velvak-
anda fyrirspurn um verð á
strætisvagnamiðum fyrir
eldri borgara. Spurt var
hvernig stæði á því að eldri
borgara þurfa að borga
1.600 kr. fyrir 20 miða en
öryrkjar þurfi aðeins að
borga 1.000 krónur. Vil ég
hvetja þá sem málið varðar
að svara þessu fljótlega.
Eldi borgari.
María og bréfið
HALLA, sem býr í
Hrísmóum 1, fékk bréf stíl-
að á Höllu Guðmundsdótt-
ur frá Maríu sem líklega
býr í Hafnarfirði því bréfið
var sett í póst í Hafnarfirði.
Þessi María er beðin að
hringja í Höllu í síma
565 9446.
Tapað/fundið
Bíllyklar í óskilum
BÍLLYKLAR fundust á
Ásvallagötu 10. október.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG MÁ til með að biðja fyr-
ir leiðréttingu á vinsam-
legri ábendingu sem birtist
í Velvakanda miðvikudag-
inn 9. október. Ólafur Lár-
usson ritar um skýringu á
orðunum bráðræði og ráð-
leysu. Valdimar Ásmunds-
son, ritstjóri Fjallkon-
unnar, faðir Héðins
Valdimarssonar, viðhafði
þessi ummæli að ekki væri
von á góðu í bæ sem byrjaði
í bráðræði og endaði í ráð-
leysu og átti þá við Reykja-
víkurbæ. Bráðræði, sem
áður stóð á Bráðræðisholti,
er nú flutt suður í Kópavog
(húsið). Bærinn Ráðleysa
var reistur af Agli Diðriks-
syni og stóð á Laugavegi
40. Hann flutti nafnið með
sér úr austursveitum og
nefndi hús sitt Ráðleysu.
Egill þessi var faðir Sveins
Egilssonar, bílakaup-
manns, og Jóns Egilssonar.
Það er ekki rétt að þessi
bær hafi staðið við Rauð-
ará. Laugavegur 40 er rétt
staðsetning.
Mig langar til þess að
biðja Velvakanda að færa
Ingveldi Ólafsdóttur sem
sér um þátt á mánudögum í
Ríkisútvarpinu bestu þakk-
ir fyrir þátt hennar sl.
mánudag. Hún kann vel til
verka í dagskrárgerð. Enn-
fremur Gunnari Kvaran
sellóleikara sem kom fram
í þættinum. Þetta var góð
fyrirmynd öðrum dag-
skrárgerðarmönnum.
Pétur Pétursson,
þulur.
Bráðræði og Ráðleysa Upplýsingar í síma552 1601.
Barnapeysa
í óskilum
LÍTIL handprjónuð barna-
peysa á u.þ.b. 1 árs telpu
fannst í Elliðaárdalnum
fyrir u.þ.b. mánuði. Upp-
lýsingar í síma 587 9767.
Kvenmannsúr
týndist
GULL kvenmannsúr með
svartri kringlóttri skífu
týndist 8. október í Kópa-
vogi, sennilega nálægt
sundlauginni. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
554 5639 og 867 1126.
Stálarmband
týndist
SVOKALLAÐ vinaarm-
band týndist í Ásbyrgi eða
á Hótel Borg laugardaginn
5. okt. sl. Gylltir skraut-
munir prýða armbandið
m.a. upphafsstafirnir K og
S. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 699 1756.
Fundarlaun í boði.
Ljósgrá regnkápa
tekin í misgripum
SÁ SEM tók ljósgráa regn-
kápu með hettu (merki:
Maura) að kvöldi 1. okt. sl.
vestur í Odda, húsi Háskóla
Íslands, er beðinn um að
skila henni strax á sama
stað.