Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 54
ÚTGÁFUGLEÐI Bents og 7bergs var haldin á Vídalín á fimmtudags- kvöldið og fögnuðu margir nýju plötunni, sem ber nafnið Góða ferð, með þeim. Ennfremur var frumsýnt myndband við lagið „Má ég sparka“. Var því vel tekið og klöppuðu gestir mjög og hlógu að ýmsustu atriðum í myndbandinu, sem verður án efa sýnt í sjónvarpi innan tíðar. Myndbandið gerði Bjarni Helgason en þess má geta að hann gerði einnig myndbandið við lagið „Brighter“ með Ensími. Hljómsveitin Bent og 7berg samanstendur af Ágústi Bent og Erni Tönsberg, sem jafnframt stofnuðu hljómsveitina, auk Tryggva og Ernie Mondeyano en þeir sjá um útsetningar, hljóð- og lagasmíðar og loks verður getið plötusnúðsins DJ Paranoya. Viðstaddir fengu að hlýða á plöt- una og voru margir úr hipp hopp- heimi Íslands mættir til að fagna útgáfunni. Til viðbótar slæddust inn nokkr- ir pilsklæddir Skotar, sem eru staddir hérlendis vegna landsleikjarins í knatt- spyrnu við Íslendinga. Tóku þeir þátt í fögnuð- inum og hófu kappsöng að hætti knattspyrnu- kappa við nokkra rapp- ara, sem höfðu greinilega einnig áhuga á fótbolta. Endaði það allt í vinsemd og voru Skotarnir ánægðir með að finna baráttuandann í landan- um. Þeir vissu e.t.v. ekki hverju var verið að fagna en fannst þetta áreiðanlega hafa verið góð ferð. Bent og 7berg óskað góðrar ferðar ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Erna Tönsberg, Fjóla Dögg Helgadóttir, Björg Arnardóttir og Begga Einars nutu tónlistar- innar. 7Berg, Bent, DJ Paranoya og Tryggvi, en fimmti liðsmaðurinn, Ernie Mondeyano, var fjarstaddur þar sem hann er í Japan. Morgunblaðið/Jim Smart 54 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 4 með ísl. tali. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 5.30, 8 og 10.30. 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 15.000 manns! Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . Sýnd 5.50. B.i. 14.Sýnd kl. 8. 1/2Kvikmyndir.is „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 15.000 manns! Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins!  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara antíska gamanmyndin Brown Sug- ar með hjartaknúsaranum Taye Diggs og skutlunni Sanaa Lathan. Hasarmyndin The Transporter með Jason Stratham úr Lock, Stock & Two Smoking Barrels og Snatch fór í fjórða sætið en Luc Besson skrifaði handritið að þessari. White RED DRAGON, fjórða kvikmyndin sem gerð er eftir sögum Thomas Harris um mannætuna Hannibal Lecter, hélt toppsæti bandaríska bíólistans aðra vikuna í röð. Mynd- in hefur hlotið góða dóma gagnrýn- enda vestra sem flestir segja hana mun betri en síðustu mynd sem bar nafn mannætunnar og var leikstýrt af Ridley Scott. En þrátt fyrir að hún héldi toppsætinu þá féll að- sóknin um 52% og framleiðendur höfðu vafalítið búist við meiri tekjum í kassann eftir aðra sýning- arhelgi en rétt rúmum 62 millj- ónum dala og virðist nú loku fyrir það skotið að hún nái inn jafnmiklu í kassann og tvær síðustu myndir, Silence of the Lambs og Hannibal. Þess má geta að Red Dragon verð- ur frumsýnd hér á landi um næstu helgi, tveimur vikum á undan Sweet Home Alabama, gamanmynd með Reese Witherspoon sem hélt öðru sætinu vestra eftir 3 vikur. Fimm nýjar myndir eru meðal þeirra tíu tekjuhæstu. Efst fór róm- Oleander er drama um stúlku sem þvælist milli stofnana eftir að móð- ir hennar er fangelsuð fyrir ástríðuglæp og Knockaround Guys er glæpagrínmynd með Vin Diesel, Seth Green og Brian Piper, mynd sem lengi hefur beðið útgáfu, að- allega vegna slæmrar útreiðar hjá gagnrýnendum. Önnur mynd sem leið um helgina fyrir neikvæð viðbrögð gagnrýn- enda er Swept Away, nýja Madonnu-myndin, sem gerð var af karlinum hennar, Guy Ritchie. Skemmst er frá því að segja að gagnrýnendur hafa hakkað mynd- ina og ekki síst frammistöðu Madonnu í sig. Myndin var frum- sýnd í tæplega 200 kvikmyndasöl- um og óvíst er hversu miklu meiri útbreiðslan verður eftir þessar köldu kveðjur. Hannibal hámar í sig áhorfendur                                                                                   !  "   #$%    & #              '()* '+)' '')' ,)- (), (). /)( /)/ /). +). *0)- 1/). '')' ,)- '/1)+ 0(). /)( /)/ /). */)+ Nýja Madonnu-myndin fær dræmar viðtökur í bíóhúsum vestra Reuters Gagnrýnendur eru ekki par hrifnir af frammistöðu Madonnu og Adriano Giannini í Swept Away. skarpi@mbl.is HLJÓMALIND og Tutl munu í vik- unni standa fyrir kynningu á fær- eyskri tónlist. Dagana 16. til 26. október verður haldin svokölluð Fairwaves-hátíð, sem er útúrsnún- ingur úr tónlistarhátíðinni Airwav- es. Á Fairwaves munu popp-, rokk- og þjóðlagatónlistarmenn frá Fær- eyjum leika, þau Hanus G. Jóhan- sen, Eivör Pálsdóttir, Kári Sverr- isson og hljómsveitirnar Clickhaze og Krít. Hátíðin byrjar miðvikudaginn 16. október í gamla Austurbæjarbíói. Hanus G. Jóhansen, eitt athyglis- verðasta söngvaskáld eyjanna, mun leika en einnig Eivör Pálsdóttir, sem hiklaust er efnilegasti tónlistarmað- ur Færeyja í dag. Hún verður dyggilega studd nýrri hljómsveit, sem skipuð verður íslenskum tón- listarmönnum. Síðast en ekki síst mun Kári Sverrisson, aðalliðsmaður þjóðlagasveitarinnar Enekk, koma fram en sú sveit er ein áhrifamesta og virtasta sveit Færeyja frá upp- hafi. Með honum verður Mikael Blak, bassaleikari. Þessir tónleikar hefjast kl. 21 og er forsala í Hljóma- lind, Laugavegi 21. Miðaverð er 1.500 kr. Laugardaginn 19. október, kl. 15, mun svo rokksveitin Clickhaze halda sínu fyrstu tónleika hérlendis ásamt þeim Tróndi Enni og Rúni Eystur- tíð. Söngkona Clickhaze er áður- nefnd Eivör en sveitin mun vera frambærilegasta rokksveit Færey- inga um þessar mundir. Verða þeir haldnir í Smáralind kl. 15. Um kvöldið eða öllu heldur um nóttina verður svo efnt til „leyni- legra“ tónleika á Grand Rokk þar sem hljómsveitirnar Clickhaze og Krít kveðja sér hljóðs. Krít þessi spilar hart og áleitið rokk og er ein áhugaverðasta sveitin af yngri kyn- slóð nú í Færeyjum. Viku síðar, eða laugardaginn 26. október, verða svo stórtónleikar í Austubæjarbíói með Clickhaze og Krít og verða þeir auglýstir nánar síðar. Í nóvember koma svo þungarokk- ararnir góðkunnu í Tý til landsins en stefnt er að frekari heimsóknum færeyskra sveita til landsins, allt fram að jólum. Stutt er síðan pönksveitin 200% lék hér og jafnframt fór okkar ís- lenska Úlpa út til Færeyja að spila fyrir nokkru. Færeyska flóðbylgjan gengur því fram og til baka um þessar mundir! Að lokum má geta þess að í októ- ber verða færeyskir diskar á 15% af- slætti í Hljómalind. Færeyska rokksveitin Clickhaze. Fairwaves – færeyska bylgjan 2002 Veljum færeyskt arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.