Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 56
Systur fjórar
!" #
$
#
!" #
#
#
!" $
!" #
!" #
$
!" %
#
!"
!"
!" &
'
&
'
(
'
&
'
'
'
'
'
'
&
'
(
'
&
'
(
!"
#
$
!
%
&
$
$
'
(
$"
)*
+
'
$,
-,
-
.
/
Athyglisvert myndband: Pauline og Paulette
ÞESSA vikuna kemur út á mynd-
bandi og mynddiski hin rómaða belg-
íska mynd, Pauline & Paulette. Hún
er eftir leikstjórann Lieven Debrau-
wer og skartar m.a. hinni kunnu leik-
konu Belga, Doru Van Der Groen.
Sagan segir af fjórum systrum, þeim
Mörthu, Paulette, Cecile og Pauline.
Þegar Martha, sem er elst, deyr
þurfa þær Cecile og Paulette að
ákveða hvað skuli gera við Pauline,
sem er þroskaheft og hefur alltaf
notið umsjónar Mörthu. Hængurinn
er sá að ef þær ákveða að koma
henni fyrir á stofnun þá rennur allur
arfur Mörthu óskiptur til Pauline,
annars skiptist hann í þrennt.
Mynd þessi, sem er frá árinu 2000
er margverðlaunuð, fékk m.a. dóm-
nefndarverðlaun á Cannes árið 2001
enn fremur sem hún sópaði að sér
verðlaunagripum í heimalandinu. Þá
má geta þess að í vikunni koma líka
út myndirnar Hart’s War, stríðs-
drama með Bruce Willis í aðalhlut-
verki og All about the Benjamins,
glæpagrínmynd með sjálfum Ice
Cube.
56 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Tímamótaverk í
íslenskri
kvikmyndasögu
HJ Mbl
Gunnar og Herdís
leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni
bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV
„Íslenskt meistaraverk..“ SFS Kvikmyndir.is
36.000 áhorfendur
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
Frábær rómantísk gamanmynd
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „Bridget
Jones’s Diary“ og „About A Boy“.
SV Mbl
SG. DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6.
MBL
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
HL. MBL
SG. DV
Kvikmyndir.is
„Þetta er fyrsta
flokks
hasarmynd.“ Þ.B.
Fréttablaðið.
GH Kvikmyndir.com
AL PACINO • ROBIN WILLIAMS •
HILARY SWANK
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
SV. MBL
1/2
HK. DV
1/2
Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás2
Sala árskorta
er hafin í
miðasölu.
Frumsýnum
næsta föstudag
nýja íslenska
heimildarmynd
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12.
34.000 áhorfendurSýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
B.i. 16 ára. Vit 453
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Kvikmyndir.com
HJ Mb
1/2 HK DV
SFSKvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 435 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429
Frábær fjölskyldumynd
frá Disney um
grallarann Max
Keeblesem gerir
allt vitlaust í
skólanum sínum!
Sýnd kl. 4, 5 og 6. Vit 441.
Sýnd kl. 6.50 og 9. Vit 433
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
EINN af fjölmörgum útvarpsmönn-
um, sem heita Palli að millinafni, sér
um Útvarp Samfés. Ragnar Páll
Ólafsson, betur þekktur sem Raggi
Palli, hefur umsjón með þáttunum,
sem hafa verið á dagskrá Rásar 2 frá
því í byrjun október 2001. Þættirnir
eru þrisvar í viku á milli klukkan 20
og 21. Á þriðjudögum heyrast fréttir
af unglingum á landsbyggðinni, á
miðvikudögum er frumflutningur á
vinsældalista Samfés og á fimmtu-
dögum fá krakkar af höfuðborgar-
svæðinu að reyna við dagskrárgerð,
að sögn Ragga Palla.
Vinsældalistinn er með nýstárlegu
sniði og getur hver og einn vikulega
valið þrjú lög af lista, sem settur er
inn á Samfésvefinn. Að sögn Ragga
Palla er ekki alltaf um nýjustu lögin
að ræða heldur allt frá Bítlunum til
Britney Spears og verður listinn sí-
breytilegur.
Um tíu manns vinna með Ragga
Palla að Útvarpi Samfés á höfuð-
borgarsvæðinu auk þess sem hann
hefur umsjónarmenn á sínum snær-
um á Egilsstöðum, Ísafirði og Akur-
eyri. Þegar blaðamaður heimsótti
Útvarpshúsið voru saman komnir
fjórir þeirra og voru þeir að undirbúa
vinsældalista kvöldsins.
Fjölmiðlafólk framtíðarinnar
Sólveig Björg Pálsdóttir og Hanna
Bizouerne eru úr Háteigsskóla og
koma að þáttagerðinni í fyrsta sinn
og sömuleiðis Friðrik Máni Logason
úr Hagaskóla, sem er að sögn Ragga
Palla „tölvusnillingurinn í hópnum“.
Magnús Bjarni Gröndal kemur hins
vegar með reynsluna með sér. Auk
þess að vera nemi á upplýsinga- og
fjölmiðlabraut við Flensborgarskóla
í Hafnarfirði vann Magnús við þætt-
ina í fyrra, þá nemandi í Setbergs-
skóla.
Útvarpsþættirnir hófu göngu sína
að nýju um mánaðamótin síðustu. Að
sögn Ragga Palla verður framvegis
tekið fyrir ákveðið þema í fimmtu-
dagsþáttunum. Næsta fimmtudag
verður þemað „ferðalög unglinga“.
Að sögn Ragga Palla er hugmynd-
in að taka fyrir málefni sem snerta
ungt fólk hverju sinni á frjálslegan
og skemmtilegan hátt. „Krakkarnir
koma með hugmyndir tengdar þem-
anu og hittast og ræða saman
kannski svona tvisvar sinnum til að
undirbúa sig fyrir hvern þátt,“ segir
Raggi Palli en þátturinn á fimmtu-
dögum er í beinni útsendingu. „Þar
af leiðandi erum við í góðu sambandi
við hlustendur, unglinga, um allt Ís-
land. Sem dæmi er hægt að hringja
inn í þáttinn,“ segir hann.
Einnig verður fjölbreytt tónlist
leikin í þáttunum og tekið fyrir hvað
er um að vera í félagsmiðstöðvum um
allt land.
Sólveig, Hanna, Friðrik og Magn-
ús eru sammála um að það sé mjög
gaman að koma fram í útvarpi. „Það
er miklu skemmtilegra í beinni,“ seg-
ir Friðrik. „Við lærum líka mikið um
tónlist,“ segir Sólveig.
Raggi Palli er fullviss um ágæti
þess að leyfa unglingum að spreyta
sig í útvarpi. „Sjálfstraustið eykst við
þetta, sérstaklega við að koma fram í
beinni. Krakkarnir læra einnig um
dagskrárgerð. Hver veit nema ein-
hverjir af þessum krökkum eigi eftir
að sjást í fjölmiðlum í framtíðinni?“
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnar Páll í hljóðveri ásamt lærisveinunum Friðriki Mána Logasyni, Sól-
veigu Björgu Pálsdóttur, Hönnu Bizouerne og Magnúsi Bjarna Gröndal.
Útvarp
fyrir
unglinga
Útvarp Samfés er á dagskrá Rásar 2 þrisvar í viku
TENGLAR
.....................................................
www.samfes.is
EINN af helstu iðkendum létthlust-
unarformsins svokallaða, Ray
Conniff, lést 12. október síðastlið-
inn, 85 ára að aldri. Létthlustun eða
„easy listening“ hefur oft verið
kölluð lyftutónlist, þar sem um er
að ræða fisléttar útsetningar á
kunnum lögum, ætluðum að hafa
sem minnst áreiti. Þetta form þótti
allt í einu „svalt“ í upphafi tíunda
áratugarins og útgáfa þess á disk-
um fór að aukast, en mestan part
hafði verið hægt að nálgast þessa
tónlist í hrönnum á flóamörkuðum
fyrir lítinn sem engan pening.
Sagt hefur verið um Conniff að
sé Mantovani holdgervingur lyftu-
tónlistarinnar þá sé Ray Conniff
holdgervingur stórmarkaðstónlist-
arinnar. Conniff gaf út meira en
100 plötur á ferlinum og fóru 25
þeirra á topp 40 í Bandaríkjunum.
Hljómsveit Rays Conniffs og kór
einkenndu kokkteil- og létthlust-
unartónlist sjöunda og sjötta ára-
tugarins en Conniff var virkur í
sínu starfi allt til dauðadags.
Aðdáendaklúbbar sem snúast um
Conniff og tónlist hans eru starf-
ræktir víða um heim.
Gömul kynningarljósmynd af Ray
Conniff, sem lést um helgina.
Konungur
létthlustunarinnar
Ray Conniff 1916–2002