Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 2

Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarar úr leik í Meistaradeildinni / B4 Rússar skelltu Íslendingum á Heimsbikarmótinu / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s Morgunblaðinu í dag fylgir tímaritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað stúdenta. Tímaritinu verður dreift um allt land. sem ekki sé hægt að sinna þeim vegna þess að kvótinn sé að klárast þótt öll aðstaða og mannafli séu fyrir hendi til þess að koma fólkinu til heilsu á ný. Magnús segir að þetta ástand ýti undir svokallaða utankvótamóttöku, þ.e. margir þeirra sjúklinga sem sjái fram á það að bíða þrjá mánuði eftir viðtali og skoðun kjósi að fá hana miklu fyrr og greiða sjálfir fyrir hana án þátttöku Tryggingastofnunar. Þannig séu menn í reynd að koma á tvöföldu kerfi í heilbrigðisþjónust- unni sem sé alveg þvert á yfirlýst markmið stjórnvalda. Magnús segir að núverandi kerfi með persónulegum afslætti sé til þess fallið að drepa niður afköst: „Menn eru komnir í um það bil hálfa vinnu þegar þeir þurfa að veita 13% afslátt, þegar menn eru farnir að nálgast fulla vinnu er afslátturinn kominn í 25% og svo í rúmlega fullri vinnu ÞAÐ ER víðar en hjá barnalækna- vaktinni sem draga þarf úr þjónustu við sjúklinga vegna þess að eininga- kvóti ársins er uppurinn eða stefnir í það. Svipað ástand ríkir nú hjá bækl- unarlæknum á læknastöðinni í Álfta- mýri en þar eru læknar komnir í þá stöðu að þurfa að draga verulega úr þjónustu, setja menn á biðlista eða taka utan kvóta þá sjúklinga sem ekki vilja bíða en þá greiða sjúklingar sjálfir fyrir þjónustuna án þátttöku Tryggingastofnunar. Margir af þeim sjúklingum sem bæklunarlæknarnir gera aðgerðir á eru óvinnufærir og nýtast því ekki þjóðfélaginu á meðan þeir bíða eftir lækisþjónustu. Magnús Páll Albertsson, handa- skurðlæknir á læknastöðinni í Álfta- mýri, segir blasa við að lítil hag- kvæmni sé í því fyrir þjóðfélagið að vísa sjúklingum frá eða láta þá bíða aukalega í einn til þrjá mánuði þar lenda menn í 80% afslætti og þá er læknirinn í raun farinn að greiða fyrir að þjónusta sjúklingana.“ Kvótinn óháður starfshlutfalli Magnús segir að kvótinn sé alger- lega óháður því hvort menn eru í fullu starfi á eigin stofum, eins og margir læknanna í Álftamýrinni, eða aðeins í hlutastarfi meðfram störfum á spítöl- unum. „Það eru því allir settir undir sama hatt og við erum ekki mjög sátt- ir við það svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er síðan heildarkvóti á bækl- unarlækna, líkt og á barnalæknavakt- inni, þannig að við erum í alveg ná- kvæmlega sömu sporum og þeir.“ Magnús segir að heildarkvótinn sé ákveðinn af Tryggingastofnun og stofnunin segi að miðað við það sem liðið er af árinu stefni í að menn fari fram úr heildarkvótanum og því séu skorin 5% af kvótanum næstu fjóra mánuðina. „Við neyðumst því til þess að draga saman umsvifin. Þetta geng- ur jafnt yfir alla bæklunarlækna, það er því klippt sama prósenta af öllum, hvort sem þeir eru inni á spítala eða í fullri vinnu á stofu úti í bæ.“ Magnús segir að aðrar stofnanir geti ekki sinnt þeim sjúklingum sem læknar í Álftamýrinni þurfi mögulega að vísa frá. „Við erum í bæklunarað- gerðum og það er enginn annar stað- ur sem kemst nálægt okkur í afköst- um, við gerum á fjórða þúsund aðgerðir á ári og það er auðvitað eng- inn staður í kerfinu sem getur hýst þann fjölda.“ Magnús segir að fjórir eða fimm af bæklunarlæknunum og tveir svæf- ingarlæknar vinni alfarið á stofunni og hvergi annars en hinir séu í mis- mikilli vinnu á spítölunum. En það er sama kvóti á okkur, alveg burt séð frá því hvort við störfum 150%, 100% eða 60% á stofunni.“ Bæklunarlæknar þurfa að draga úr þjónustu vegna erfiðrar „kvótastöðu“ Ýtir undir „utankvóta- þjónustu“ hjá læknum LEIKIRNIR breytast með breyttum árstíðum og þeir sem stunda ísknatt- leik og skautahlaup kætast þegar vötnin leggur í fyrstu frostunum. Þessir drengir voru að leikjum í fjúkinu á Rauðavatni og eltu pökkinn með knatttré í höndum – vonandi stilltari í skapinu en Egill forðum.Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vetrar- leikir VETURINN minnti rækilega á sig í gærdag í Reykjavík og nágrenni með hálku og fjölda umferðar- óhappa í kjölfarið. Aðeins minni- háttar meiðsl urðu á fólki en eigna- tjón var töluvert og í einhverjum tilvikum þurfti að draga bíla af slys- stað. Í höfuðborginni var tilkynnt um 23 árekstra til lögreglu í gær og má rekja marga þeirra til hálku. Í Kópavogi urðu sjö umferðar- óhöpp frá því í gærmorgun og þar til kl. 21 í gærkvöldi. Í Hafnarfirði urðu þau fimm. Í einu tilviki var maður fluttur á slysadeild en um minniháttar höfuðáverka reyndist að ræða. Landsbyggðin slapp ekki alveg við umferðaróhöpp sem rekja má til hálku. Tveir bílar fóru út af á Reykjanesi í gær. Annar um kl. 17 á Grindavíkurvegi og hinn um kl. 9 á Garðvegi og valt sá. Minniháttar slys urðu á ökumönnunum sem voru einir í bílum sínum. Bílarnir skemmdust hins vegar töluvert. Fyrsti vetrardagur var síðastlið- inn laugardag og ætlar Vetur kon- ungur því greinilega ekki að láta bíða eftir sér að þessu sinni. Það er hins vegar ekki fyrr en á föstudag- inn, 1. nóvember, sem eigendur bif- reiða mega setja nagladekkin undir. Fjöldi óhappa í hálkunni 76 ÁRA karlmaður, sem fannst slas- aður í fjörunni við Borgarnes í gær- morgun, lést á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi um hádegisbil í gær. Lögregla telur ljóst að maðurinn hafi hrasað og fallið um fimm metra niður í fjöruna þar sem hann fannst. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi höfðu aðstandendur mannsins sam- band við lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun og óskuðu eftir því að lögregla grennslaðist fyrir um hann. Síðast var þá vitað um ferðir hans skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en hann var þá á gangi um Borgarnes. Þegar maðurinn fannst ekki var kall- að á björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar um klukkan 9.30. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að Björg- unarsveitin Brák hafi þegar hafið leit innanbæjar auk þess sem björgunar- sveitarmenn fóru á slöngubáti með- fram strandlengjunni. Erfið leitarskilyrði Um hálftíma síðar fundu þeir manninn í fjörunni neðan við Böðv- arsgötu, á austanverðu Borgarnesi. Var hann mjög kaldur og slasaður þegar að var komið. Mikil hálka var í fjörunni og áttu björgunarsveitar- menn í erfiðleikum með að fóta sig og tók þá talsverðan tíma að koma manninum upp úr fjörunni þar sem yfir flughála kletta var að fara. Mað- urinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hann lést stuttu síðar. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. Karlmaður fannst kaldur og meiddur í fjörunni við Borgarnes Lést á sjúkra- húsi stuttu síðar LIÐ Englands sigraði lið Ís- lands með minnsta mögulega mun, 2½-1½, í fjórðu umferð Ól- ympíumótsins í Bled í Slóveníu í gær en þess ber að geta að Eng- lendingar eru með sjötta sterk- asta lið mótsins en lið Íslands er í 43. sæti. Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.566) gerði sér lítið fyr- ir og sigraði fjórða stigahæsta skákmann heims, Michael Adams (2.745) á 1. borði og mun þetta vera næststigahæsti skák- maður sem Íslendingur hefur sigrað. Önnur úrslit urðu þau að Nig- el Short vann Helga Áss Grét- arsson, Helgi Ólafsson og Jonathan Speelman gerðu jafn- tefli en Luke. McShane vann Þröst Þórhallsson. Íslensku stúlkurnar töpuðu 1-2 fyrir Tyrkjum. Harpa vann örugg- lega á fyrsta borði, en Aldís Rún og Anna Björg töpuðu. Íslenska karlaliðið er nú með níu vinninga af sextán mögu- legum og mæta Egyptum í dag en stúlkurnar tefla við frænkur sínar í Noregi. Bragi Kristjánsson liðsstjóri segir að íslenska liðið hafi ekki haft lánið með sér gegn Eng- lendingunum, Þröstur og Helgi Áss hafi báðir leikið mjög illa af sér. „Við erum óánægðir með að hafa tapað gegn Englendingum og raunar einnig gegn Armen- um þótt auðvitað verði að horfa til þess að þessar þjóðir eru með gríðarlega sterk lið. Íslenska sveitin hefur teflt og barist mjög vel en það hefur svona rétt vant- að herslumuninn.“ Hannes lagði Adams Ólympíuskákmótið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.