Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 79 0 0 9/ 20 02 Íbúðin skiptir um svip! 20% afsláttur af öllum húnum út október. Yfirfelldar innihurðir. Mikið úrval. Frábært verð á yfirfelldum innihurðum. 20% af húnum. Dæmi: Mahony 80 sm hurð og 10 sm karmur. Verð aðeins 19.795 kr. Málþing um Magnús Ketilsson Sérkennilegur og margbrotinn FÉLAG um átjándualdar fræði gengstfyrir málþingi um Magnús Ketilsson (1732– 1803), sýslumann í Búðar- dal. Málþingið er haldið í sal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð, klukkan 13.30 2. nóv- ember nk. Það er öllum op- ið og kostar ekkert inn. Ragnhildur Bragadóttir ritari félagsins og afkom- andi Magnúsar svaraði nokkrum spurningum. Segðu okkur aðeins frá Magnúsi? „Magnús Ketilsson var fræðimaður og sýslumaður Dalamanna. Hann var einn af merkustu Íslendingum 18. aldar, umbótamaður í jarðyrkju og fleiri greinum landbúnaðar og ritaði fjöl- margt um þau efni. Ennfremur hafði hann um tíma umsjón með Hrappseyjarprentsmiðju og gaf út um þriggja ára skeið Islandske Maaneds Tidender, fyrsta tímarit Íslendinga. Var hann þannig fyrsti blaðamaður Íslendinga. Magnús var sérkennilegur og margbrotinn persónuleiki. Hann var elstur níu barna séra Ketils Jónssonar í Húsavík norður og Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla landfógeta og móðursystur Geirs biskups Vídalíns. Heim kominn frá Kaupmannahöfn 1754 tók hann strax við Dalasýslu. Er haft fyrir satt að hann hafi verið svo snauður, að varla hafi hann átt fötin utan á sig. Í Búðardal á Skarðsströnd fluttist hann 1762 og hafði mikil umsvif, bjó þar stórbúi, stundaði fjölbreytt fræðastörf auk embættisstarfa.“ Segðu okkur meira... „Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Egg- ertsdóttir á Skarði, Bjarnasonar hins ríka á Skarði. Magnús var málafylgjumaður mikill, harð- drægur fjáraflamaður, talinn ákaf- lega féfastur og vinnuþjarkur hinn mesti, hélt fólki sínu mjög til verka og krafðist af því reglusemi og sið- prýði. Hann tók hart á öllu flakki og betliferðum karla og kerlinga úr öðrum sveitum, en Ragnhildur mátti ekkert aumt sjá og var ein- staklega örlát við fátæklinga og aðra sem bágt áttu. Er mælt að hún hafi stundum, þegar sýslu- maður var í þingaferðum, búist kerlingarbúningi, gengið með svo- kallaða Saurbæjarhettu á höfði. Á hettunni var goggur framan á enn- inu og mátti snúa henni svo ógjörla sá í andlitið. Reið hún út á Skarð og hafði poka á baki með fatnaði og ýmsu öðru sem hún ætl- aði til glaðningar þurfalingum, en lét trúnaðarkonu sína útbýta gjöf- unum. Magnús lét hana sjálfráða um að rétta fátækum hjálparhönd enda unni hann henni mjög. Varð þeim 11 barna auðið, fjögur þeirra giftust systkinabörnum sínum, svo Skarðsauðurinn mætti haldast innan ættar. Er mikill ættbogi af Magnúsi og Ragnhildi kominn.“ Einhverjar skemmti- legar sögur? „Magnús var árrisull og þurfti afar lítinn svefn, fór yfirleitt á fætur klukka fjögur að morgni, tveim stundum á undan heimilisfólki og drakk mikið ketilkaffi í morgunsárið og kallaði hugvekjur sínar. Sjálfur var hann neyslugrannur og vildi ekki fitna. Þættist hann fitna um of, gekk hann langar leiðir eða malaði af miklum móð korn í hand- kvörn. Eftir fertugt sat hann venjulega við lestur eða skriftir fram eftir degi eða yfirheyrði skólapilta, en á veturna þegar hann sá ekki lengur til við lestur, eftir að hann hafði misst fyrri konu sína, hallaði hann sér gjarna að stólbakinu og runnu þá stund- um tár niður kinnar hans. Þegar hann hafði setið þannig um stund og orðið var fullrokkið tók hann langspil sem hann lék á manna best. Hann var einnig listaskrifari og hafði fagra söngrödd. Magnús var orðvar og laus við stóryrði, heyrðist aldrei fara með blótsyrði eða klám. Það versta sem frá hon- um heyrðist var: „Gastu ekki haft það öðruvísi ólukkan þín?“ En sérviskur og svoleiðis? „Magnús var annálaður fyrir reglusemi en var þrátt fyrir það mikill neftóbaksmaður og vín- hneigður mjög. Viðmót hans var þurrlegt og enginn var hann gleði- maður utan víns. Hann gaf sig lítt að solli eða veislum en hafði sér- stakan hátt á í drykkju sinni, drakk einungis 2–3 á ári og þá mikið. Hvað með útgáfumálin? „Magnús átti eitt stærsta bóka- og handritasafn á landinu. Dætr- um sínum kenndi hann latínu og grísku og sendi til menntunar. Hann var ekki aðeins einhver áhugasamasti ræktunarmaður sinnar samtíðar, og þótt lengra væri leitað, heldur einnig einhver hinn atorkumesti og framtaks- samasti um flest er til framfara horfði. Hann var mikill áhrifamað- ur á sinni tíð, afkastaði meiru við að frumsemja og gefa út bækur en nokkur annar allt frá dögum Guðbrands biskups, forföður síns, eða þar til Magnús Stephensen kom til skjalanna.“ Hann hefur ekki notið sann- mælis? Hans hefur ekki verið minnst sem skyldi og vill nú Félag um átjándu aldar fræði gera bragar- bót þar á. Dr. Sturla Friðriksson, Jónas Jónsson, dr. Einar G. Pét- ursson, Guðjón Friðriksson og Hrafnkell Lárusson munu gera Magnúsi þar skil. Ragnhildur Bragadóttir  Ragnhildur Bragadóttir er fædd í Reykjavík 27. júlí 1952. Stúdent frá MR 1972. Lauk BA- prófi í bókmenntum og upplýs- ingafræðum 1977 og BA-prófi í sagnfræði 2001. Var yfirbóka- vörður hjá Menningarstofnun BNA í 12 ár. Forstöðumaður myndasafns og síðan yfirþýðandi hjá Íslenska útvarpsfélaginu í nokkur ár og deildarstjóri í Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni um árabil. Hefur nú umsjón með einkaskjalasöfn- um Borgarskjalasafns Reykja- víkur. … runnu þá stundum tár niður kinnar hans Þér verðið að hætta þessu löggu-jólasveinaföndri, frú dómsmálaráðherra, hér duga engir pappavendir. Þessir ormar eru að gera mig gráhærðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.