Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 23

Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 23 RITIÐ Ísland á 20. öld er komið út hjá Sögufélaginu. Bókin er tæpar 600 síður og er hún fyrsta yfirlits- ritið í samfelldu máli um Íslands- sögu nýliðinnar aldar. Í bókinni er rakin saga þjóðar og samfélags og sú gjörbreyting sem varð á högum Íslendinga á 20. öldinni. Sögufélagið kynnti ritið form- lega í húsnæði félagsins við Fisch- ersund en með útgáfunni minnist félagið m.a. 100 ára afmælis síns. Höfundur bókarinnar er Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur og greinir hann þar frá merk- isatburðum í sögu þjóðarinnar. Þar er sjónarhornið vítt, fjallað er um sögu stjórnkerfis og stjórnmála, stefnur, flokka, forvígismenn og viðfangsefni þeirra á hverjum tíma. Rakin er saga efnahagslífs og at- vinnuvega, einkum landbúnaðar og sjávarútvegs. Fjallað er um lífskjör og lifnaðarhætti, samskipti kynja, stéttir og stöðuhópa, æsku og elli, fjölskyldu, heimili og vinnustaði, menntun, menningu, félagshreyf- ingar og hugmyndastrauma. Bókin er að sögn útgefenda hugs- uð sem aðgengilegt yfirlitsrit fyrir almenning sem jafnframt byggist á nýjustu rannsóknum í sagnfræði. Þar kveður að mörgu leyti við nýj- an tón í sagnfræðilegri nálgun við sögu 20. aldarinnar á Íslandi. Legg- ur höfundur þar ekki síst áherslu á að greina þróunarlínur í framvindu sögunnar og heildareinkenni tíma- bila, jafnframt því sem athyglinni er mjög beint að tengslum Íslands við umheiminn og farvegum áhrifa umheims á þá nútímavæðingu sem átti sér stað á Íslandi á nýliðinni öld. Höfundur bókarinnar segist ekki fylgja neinni ákveðinni fræða- stefnu, þó svo að hann taki mið af samtímastraumum í ritun sam- tímasögu. „Ég hefði skrifað allt aðra bók fyrir 15 eða 20 árum. Nú- tíminn hefur nefnilega breyst svo ört og gerir það söguna ennþá meira spennandi. Hann hefur fært manni ný sjónarhorn í smáu og stóru, og leggur auðvitað mark á þá sýn sem maður hefur á fortíð og samtíð. Þessi Íslandssaga er tví- mælalaust opnari en sú sem maður hefði skrifað fyrir einhverjum ára- tugum. Hún er skrifuð á tímum hnattvæðingar og þróunar sem Ís- lendingar eru samstiga í með öðr- um þjóðum. Þetta samspil við um- heiminn er sá veruleiki sem orðinn er hvað mikilvægastur til skilnings á nútímanum og kallar hann á að fortíðin sé skýrð frá þeim sjón- arhornum,“ segir Helgi Skúli. Í ritstjórn bókarinnar sitja Guð- mundur Jónsson, Guðjón Frið- riksson og Gunnar Karlsson. Mynd- ritstjórar eru Jóhann B. Jónsson og Karólína Stefánsdóttir. Í bókinni eru hundruð ljósmynda sem marg- ar eru áður óbirtar. Þá eru í bók- inni skrár og yfirlit. Ritið er sniðið að ytri gerð að ritinu Íslandssaga til okkar daga eftir Björn Þor- steinsson og Bergstein Jónsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur, ritstjórar og útgefendur bókarinnar hjá Sögufélaginu: f.v. Gunnar Karlsson, Guðmundur Jónsson, Loftur Guttormsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ragnheiður Þorláksdóttir og Helgi Skúli Kjartansson. Ný sjónarhorn í smáu og stóru Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.