Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 27

Morgunblaðið - 30.10.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 27 Páll Magnússon aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Una María Ósk- arsdóttir uppeldis- og menntunar- fræðingur, Egill Arnar Sigurþórs- son nemi, Hildur Helga Gísladóttir og Gestur Valgarðsson verkfræð- ingur. Framsóknarmenn í Reykjavík áforma að halda kjördæmisþing í kvöld þar sem fyrirhugað er að taka ákvörðun um fyrirkomulag við uppstillingu á framboðslista flokks- ins. Alþingismennirnir Halldór Ás- grímsson, Jónína Bjartmarz og Ólafur Örn Haraldsson hafa lýst yf- ir framboði í Reykjavík. Í Norðvesturkjördæmi ætlar Framsóknarflokkurinn að viðhafa sömu aðferð og notuð var í Suðvest- urkjördæmi, þ.e. að kjósa milli frambjóðenda á tvöföldu kjördæm- isþingi. Kosning fer fram 16. nóv- ember. Átta bjóða sig fram, Árni Gunnarsson framkvæmdastjói, El- ín Líndal bóndi, Herdís Sæmund- ardóttir framhaldsskólakennari, Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður, Magnús Stefánsson alþing- ismaður, Páll Pétursson alþingis- maður, Ragna Ívarsdóttir og Þorvaldur T. Jónsson bóndi og bæj- arfulltrúi. Framsóknarflokkurinn í Norð- austurkjördæmi hefur boðað til tvöfalds kjördæmisþings 11. jan- úar, en þar verður kosið milli fram- bjóðenda. Framboðsfrestur rennur út 1. desember nk. Þegar hafa fjór- ir lýst yfir framboði, Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og Þórarinn Sveinsson fráfarandi formaður kjördæmis- sambandsins. Í Suðurkjördæmi verða efstu menn á lista Framsóknarflokksins kosnir á kjördæmisþingi sem fram fer í janúar. Þrír alþingismenn hafa gefið kost á sér, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason. Vinstrihreyfingin með uppstillingu Flest bendir til þess að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð mun ekki viðhafa prófkjör í neinu kjör- dæmi. Þegar hefur verið ákveðið að viðhafa uppstillingu í Suðvestur- kjördæmi, í Norðausturkjördæmi og í Suðurkjördæmi. Í Reykjavík voru framboðsmál til umfjöllunar á fundi í gærkvöldi. Flokkurinn stefnir að því að ljúka uppstillingu á lista í öllum kjördæmum fyrir ára- mót. Allir þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sig- fússon, Þuríður Backman og Ög- mundur Jónasson, óska eftir endur- kjöri. Frjálslyndi flokkurinn er að hefja undirbúning framboðs Frjálslyndi flokkurinn er að hefja undirbúning að framboðsmál- um. Flokkurinn verður með sam- ráðsfund 9. nóvember þar sem framboðsmál verða til umræðu. Ljóst er að viðhöfð verður uppstill- ing í öllum kjördæmum, en ólíklegt er að framboðslistar verði kynntir fyrr en um áramót. Sverrir Her- mannsson, formaður flokksins, sækist ekki eftir endurkjöri, en Margrét Sverrisdóttir, varaþing- maður, ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík. Þá mun Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi. Í Suðurkjördæmi eru átta í kjöri, en þau eru Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður, Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi, Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Lúðvík Berg- vinsson alþingismaður, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Sigríður Jóhannesdóttir alþingis- maður, Unnur Kristjánsdóttir kennari og séra Önundur Björns- son sóknarprestur. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eru ellefu í kjöri en þau eru Ásgeir Friðgeirs- son blaðamaður, Bragi J. Sigur- vinsson, Guðmundur Árni Stefáns- son alþingismaður, Jón Kr. Óskarsson, Jónas Sigurðsson, Katrín Júlíusdóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður, Stefán Bergmann dósent, Valdimar Leó Friðriksson, Þorlákur Oddsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþing- ismaður. Framsóknarmenn láta kjósa á kjördæmisþingum Nokkuð misjafnt er hversu langt framsóknarmenn eru komnir í und- irbúningi á vali á framboðslistum í einstökum kjördæmum. Í einu kjördæmi, Suðvesturkjördæmi, er búið að velja menn í efstu sæti, en það var gert á tvöföldu kjördæm- isþingi sem haldið var um síðustu helgi. Í sex efstu sætum verða Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, a tilkynnt uðurkjör- vember. Í örskránni Reykjavík fylkingar- n fram á sameigin- k, en þar ru Ágúst anemi og ra jafnað- iður Jó- ur, Birgir ri, Bryn- gismaður, alþingis- dsson ráð- raborgar- ðarsdóttir Magnús- anna Sig- r, Mörður ur, Sigrún tónlistar- héðinsson eru sjö í ecil Har- ðarson al- Möller al- ánsdóttir, sjúkraliði, ennari og ögmaður. listans.                       ! !  &' ófkjör haldin mber Morgunblaðið/Sverrir kassa í alþingiskosningunum 1999. efni. Tilboðið stendur skólunum til boða, þeim að kostnaðarlausu, og er ætlað að auka áhuga nemenda á raungreinum. Að verkefninu standa, auk RALA, Hafrannsóknastofnun, Iðn- tæknistofnun, Náttúrufræðistofn- un, Orkustofnun, Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, Veðurstofa Íslands og Veiðimálastofnun. frá október til desember og ber heitið: Vísindamaður að láni. Verk- efnið er haldið í tengslum við Vís- indadaga 2002 sem fram fara í skól- um, fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um landið 1.–11. nóv- ember nk. Unglingadeildir grunn- skóla geta valið um fimmtán vís- indamenn sem koma í skólann og varpa ljósi á afmarkað viðfangs- NEMENDUR í níundabekk í náttúrufræðivalií Laugalækjarskólabrugðu sér í gervi vís- indamanna í kennslustund í fyrra- dag þegar þau rannsökuðu rót lúp- ínunnar og fræddust um næringarþörf hennar. Krakkarnir nutu aðstoðar Sigríðar Dalmanns- dóttur, plöntulífeðlisfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, og þegar að var komið voru þau að bisa við að skera í rætur plönt- unnar og leita eftir rótarhnýðum. Borðum hafði verið ýtt saman, svartir ruslapokar breiddir yfir og ofan á var haugur af lúpínurótum sem Sigríður hafði grafið upp fyrr um morguninn. Hún og kennarinn, Kristín Elva Viðarsdóttir, aðstoð- uðu nemendur við rannsóknarvinn- una. Andri Már Eyþórsson, 14 ára, var upptekinn við að leita að rót- arhnýðum en gaf sér þó tíma til að svara fáeinum spurningum. Að- spurður sagði hann að þetta væri áhugavert þó að vissulega væri þetta frábrugðið því að læra um mannslíkamann eins og mestur tími hefði farið í í náttúruvali fram að þessu. Vinir hans samsinntu þessu, þetta væri kannski ekki „sexí“ en skemmtilegt. Valdís Nína Gylfadóttir, 14 ára, sagði að rannsóknarvinnan væri skemmtileg tilbreyting frá hefð- bundnu námi og það væri gaman að fá að rannsaka plönturnar í stað þess að lesa bara um þær í bókum. Hún og vinkonur hennar gátu þó ekki varist hlátri, enda ábyggilega ekki á hverjum degi sem þær eru spurðar hvort það sé gaman að skera í rætur. Á eftir brugðu krakkarnir á leik og fóru nokkur upp að töflu og reyndu að líkja eftir niturbindingu í andrúmslofti með því að færa hana í leikrænan búning og léku atóm. Fá vísindamann að láni Heimsókn Sigríðar Dalmanns- dóttur í Laugalækjarskóla er hluti af samstarfsverkefni nokkurra rannsóknarstofnana sem stendur Nemendur fengu vísindamann í heimsókn Skáru í rótarhnýði og léku atóm Andri Már fær hér tilsögn frá Sigríði Dalmannsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemarnir voru áhugasamir þegar þeir leituðu að rótarhnýðum í lúpínu. HEILDARGREIÐSLURúr ábyrgðarsjóði launavegna gjaldþrota fyrir-tækja voru rúmlega 354 milljónir króna á árinu 2001. Áætlað er að þessar greiðslur verði um 600 milljónir króna á þessu ári. Þetta kemur fram í skriflegu svari Páls Péturssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar. Svarinu var dreift á Alþingi í gær. Þess má geta að heildargreiðslur úr sjóðnum voru tæpar 173 milljónir kr. árið 2000, um 214 milljónir árið 1999 og tæplega 138 milljónir árið 1998. Ráðherra segir í svarinu að of mikið sé um það að vinnuveitendur reyni of lengi að halda áfram rekstri þótt ekki séu fyrir hendi fjármunir til að standa skil á launum og launa- tengdum gjöldum. Í svarinu kemur einnig fram að 174 fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota á fyrstu níu mánuðum þessa árs og haft launakröfur er lentu á ábyrgð- arsjóði launa, flest þessara fyrir- tækja voru verslanir eða fyrirtæki með viðgerðarþjónustu. Þá voru þau áhrif að kröfuhöfum stoðar al- mennt ekki að gefa upp hærri laun en þeir eiga raunverulega að fá greidd. Almennt má því segja að ekki sé mikið um að kröfuhafar reyni að misnota sjóðinn.“ Er því síðan bætt við að slík misnotkun varði þungum sektum, auk þess sem hún geti varðað við almenn hegningarlög. Ráðherra segir þó að síðustu, eins og áður kom fram, að of mikið sé um það að vinnnuveitendur reyni of lengi að halda áfram rekstri þótt ekki séu fyrir hendi fjármunir til að standa skil á launum og launatengd- um gjöldum. „Í mörgum tilvikum er þá einnig um að ræða vanskil á vörslusköttum og er ávallt nokkuð um að slík háttsemi sæti lögreglu- rannsókn og ákæru, að frumkvæði skattayfirvalda, skiptastjóra þrota- bús eða einstakra kröfuhafa.“ Segir að síðustu að í nýju frumvarpi til laga um ábyrgðarsjóð launa, sem lagt verði fram á yfirstandandi þingi, verði reynt að sníða helstu vankanta af gildandi lögum, meðal annars til að hindra misnotkun á þeim. mörg þessara fyrirtækja með hótel- eða veitingahúsarekstur eða með byggingastarfsemi og mannvirkja- gerð. Alls 209 fyrirtæki, sem höfðu launakröfur er lentu á ábyrgðar- sjóði launa, urðu gjaldþrota á síð- asta ári, 141 árið 2000 og 86 árið 1999. Misnotkun varðar þungum sektum Jóhanna spyr ráðherra að því hvort hann telji að um misnotkun á sjóðnum sé að ræða. „Ef svo er, í hverju felst hún og hvernig hyggst ráðherra bregðast við?“ spyr hún. Í svari sínu segir ráðherra erfitt að svara spurningunni með nokkurri vissu. „Starfsmenn sjóðsins yfirfara lýstar kröfur af nákvæmni og einnig er aflað umsagnar skiptastjóra við- komandi þrotabús um réttmæti krafna auk þess sem launamenn njóta í flestum tilvikum aðstoðar starfsmanna stéttarfélaga við kröfugerð sína.“ Síðan segir ráð- herra: „Fullyrða má að fátítt er að lýst sé vísvitandi röngum kröfum. Jafnframt hafa reglur 2. mgr. 5. gr. laga nr. 53/1993, um hámark krafna, Ráðherra svarar fyrirspurn um ábyrgðarsjóð launa Áætlaðar greiðslur um 600 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.