Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.10.2002, Qupperneq 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Dettifoss, Skógafoss, Frank og Eldborg koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka opin ann- an og fjórða hvern mið- vikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Eldri borgarar. Sameig- inlegur fundur með fé- lögum eldri borgara í Hafnarfirði, Bessa- staðahreppi, Garðabæ og Kópavogi verður í Kirkjuhvoli, Garðabæ, laugard. 2. nóv. kl. 14. Alþingismönnum Reykjaneskjördæmis hefur verið boðið á fund- inn. Félögin hvetja eldri borgara til að mæta á fundinn. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13– 16.30 spiladagur, brids/ vist, kl. 13–16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10–10.45 leik- fimi, kl.14.30–15 banka- þjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13.30 banka- þjónusta Búnaðarbanka. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Á morgun, fimmtudag, verður Bandalag kvenna með skemmtun kl. 20. Söng- ur, grín og gaman, kaffi- veitingar og dans. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mosaik, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kynning frá Lyfju verður í Garða- bergi 4. nóv. kl. 14. Ath. breytt dagsetning. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið að sjá Kryddlegin hjörtu 2. nóv. Skráning í s. 820 8571 e.h. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréskurð- ur kl. 9, myndlist kl. 10– 16, Línudans kl. 11, gler- skurður kl. 13, pílukast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB, kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15.Al- mennur félagsfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður í Ásgarði fimm- tud. 31. okt. kl. 17. Fund- arefni: Skattlagning ávöxtunarhluta lífeyr- isgreiðslna, íslenska rík- inu stefnt. Önnur mál. Allt áhugafólk um mál- efni aldraðra velkomið. Baldvin Tryggvason verður með fjár- málaráðgjöf 7. nóv. panta þarf tíma. Árshá- tíð FEB verður í Ásgarði föstud. 15. nóv. Uppl. á skrifstofu FEB, s. 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selið, Vallarbraut 4, Njarðvík. Kl. 14 félagsvist alla mið- vikudaga. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–167.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, kl. 13.30 kóræfing. „Kynslóðir saman í Breiðholti,“ á morgun kl. 13.15 fé- lagsvist í samstarfi við Seljaskóla. Verðlaun. Allir velkomnir. Föstu- daginn 1. nóv. dans- leikur, hljómsveit Hjör- dísar Geirs spilar. Uppl. í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15.15 söngur Guðrún Lilja leikur undir á gítar. Kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, kl. 13 brids, bútasaumur, harðangur og klaustur. Laugard. 2. nóv. kl. 13 verður hinn árlegi basar, margt fallegra muna eins og prjónavörur, bútasaumur, dúkkur, rekaviður og margt fleira til jólagjafa. Kaffi- veitingar. Allir velkomn- ir. Fimmtud. 31. okt. kl. 20 verður farið í Þjóð- leikhúsið að sjá Veisluna eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukow. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 13 danskennsla framhaldshópur, kl. 14 línudans, kl. 15 frjáls dans og teiknun og mál- un. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Kl. 10 fundur í Miðgarði. Gestur Stefán Jón Hafstein borg- arfulltrúi. Miðvikud. 6. nóv. bjóða Korpúlfarnir upp á hálfs dags ferð að Fræðslusetrinu í Sand- gerði og Bátasafni Gríms Karlssonar í Keflavík. Skráning á fundinum í dag og hjá Þráni í s. 5454 500 í síðasta lagi mánud. 4. nóv. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30– 11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurður. Föstud. 1. nóv. kl.15 kemur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþing- ismaður í heimsókn. Landsbanki Íslands veit- ir almenna bankaþjón- ustu föstud. 1. nóv. kl. 13.30–14. Lyfjafræð- ingur veitir lyfjaráðgjöf og mælir blóðþrýsting mánud. 4. nóv. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 10 morgunstund, bók- band og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Hana-nú, Kópavogi. Námskeiðið í Leiklist- arsögu er í dag 30. októ- ber kl. 17–18.30 í Gjá- bakka. Spjallkvöld er kl. 20–21.30 í kvöld í Gjá- bakka. Smári Pálsson taugasálfræðingur á Landakoti svarar m.a. spurningunni: Hvað er eðlileg gleymska og hvað ekki? Allir velkomnir. Háteigskirkja eldri borgara, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setr- inu kl. 12, brids kl. 13. Starf aldraðra í Bú- staðakirkju. Föndur, gáta, spil og helgistund. Gestur Þorvaldur Hall- dórsson. Munið bílaþjón- ustuna: Sigrún, s. 553 0048 og 864 1448 kirkjuverðir, s. 553 8500. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 félagsvist. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Öldungaráð Hauka. Fundur verður á Ásvöll- um í kvöld kl. 20. Rangæingar – Skaftfell- ingar. Fyrsta spilakvöld vetrarins verður í kvöld kl. 20, í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Kaffi- veitingar. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Sunnud. 3. nóv. er árlegur kirkju- og kaffisöludagur félags- ins. Í dag er miðvikudagur 30. október, 303. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sálm. 66, 9.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 stygg, 4 kasta, 7 þjóð- höfðingja, 8 guggin, 9 greinir, 11 eyðimörk, 13 fugl, 14 endurtekið, 15 heit, 17 nóa, 20 ílát, 22 malda í móinn, 23 með öndina í h álsinum, 24 dreg í efa, 25 digri. LÓÐRÉTT: 1 verða færri, 2 léreftið, 3 tanga, 4 lögur, 5 kuskið, 6 korns, 10 skjálfa, 12 tók, 13 heiður, 15 skyggnist til veðurs, 16 blauðan, 18 lærdómssetur, 19 náði í, 20 biðji um, 21 tala. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 himinhvel, 8 féllu, 9 álfta, 10 Níl, 11 sárin, 13 mæður, 15 úrann, 18 staka, 21 enn, 22 starf, 23 útlit, 24 limaburði. Lóðrétt: 2 illur, 3 Iðunn, 4 hjálm, 5 erfið, 6 ofns, 7 maur, 12 inn, 14 ætt, 15 únsa, 16 ataði, 17 nefna, 18 snúru, 19 aflið, 20 atti. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... UNDANFARIN fjögur sunnu-dagskvöld hefur ríkissjónvarp- ið sýnt þætti úr sögu flugs á Íslandi. Hefur þar mátt sjá gamlar og nýjar myndir, kvikmyndir og búta héðan og þaðan. Einnig hefur verið skotið inn stuttum viðtölum eða frásögnum margra úr hópi frumherja flugsins. Víkverja finnst þetta hafa verið áhugaverðir þættir og fróðlegir. Þarna hafa komið fram margir frum- herjanna sem nú eru gengnir enda flugsaga Íslands orðin það gömul að þeir sem tóku þátt í henni fyrstir eru óðum að safnast til feðra sinna. Það var því löngu tímabært að fá svona yfirlit yfir söguna okkur yngri til fróðleiks og áminningar. Auk myndanna og viðtala hefur verið fluttur ágætur texti með þess- ari heimildarmynd. Hefur það verið áheyrilegt og ekki ástæða til að ætla annað en hér hafi verið vandað vel til heimildaöflunar. Og Víkverji er líka á því að vel hafi verið komist frá erf- iðum köflum, svo sem frásögnum af slysum í flugsögunni, sem urðu að fylgja með í mynd sem þessari. Víkverji leiðir hugann að því í framhaldi af þessum þáttum hvort við séum að týna niður merkilegum heimildum og efni úr atvinnusög- unni. Hefur þess verið gætt nægi- lega að halda þessu öllu til haga? Ekki veit hann gjörla svar við þessu. Hitt veit hann að verið er að rita sögu bíla á Íslandi. Verður þess brátt minnst að 100 ár eru liðin frá komu fyrsta bílsins til landsins. Af því til- efni hafa ráðandi menn í bílgreininni ráðið skrásetjara til að safna þessari sögu saman. Er Víkverji illa svikinn ef ekki má vænta fróðlegrar og skemmtilegrar bókar um þetta efni eins vel og stofnað er til verksins. x x x ENN leiðir þetta hugann víðar ognú að sögunni almennt. Víkverji hefur nú ekki beint verið þekktur að því að hafa gaman af sögu. Reyndi löngum að gleyma sér í sögutímum í MH yfir öðrum bókum en mann- kynssögu eða Íslandssögu. Ekki var þar við kennara að sakast, sem voru áreiðanlega hver öðrum hæfari í starfi sínu, heldur varð efnið einfald- lega ekki til þess að kveikja með Vík- verja neina skemmtan. Eftir því sem árin hafa liðið gerir Víkverji sér þó grein fyrir þýðingu þess að varðveita söguna og vita helst meira en örlítið í þeim efnum. Hann hefur þó látið öðr- um þennan málaflokk eftir að mestu. Lætur hann sér nægja að vita að ein- hvern tímann gæti áhuginn kviknað og veit þá líka að þá verður næsta auðvelt að leita fanga ef hann vill bæta við þá harla litlu þekkingu sem hann hefur á þessu sviði. x x x AÐ lokum er ekki nema eðlilegtað minnast á veturinn sem nú er að dembast yfir okkur. Og þá fer að styttast í jólin með öllum sínum hasar og tilboðum. Og ekki má gleyma jólahlaðborðunum. Við hrökkvum í annan gír yfir veturinn, klæðum okkur öðruvísi, sinnum öðr- um hugðarefnum, annarri afþrey- ingu og jafnvel öðrum störfum en að sumrinu. Þannig hefur allt sinn tíma og hver árstími sín verkefni og sína skemmt- an. Eftir að við hættum að hlakka til jólanna kemur að því að bíða eftir þorramatnum og síðan góugleði og úr því fer vorið að koma með útivist og orlofi á ný. Garðheimar – þakkir ÉG vil endilega koma þökk- um til starfsfólks Garð- heima og þá sérstaklega hennar Helgu Hauksdóttur garðyrkjufræðings. Ég hafði keypt hjá þeim fræ í bréfi seinasta vor og reynt að koma þeim upp en tókst ekki betur en svo að upp kom arfi. Ég hafði sam- band við Helgu í gegnum tölvupóst og sendi henni myndir af plöntunni og hún fræddi mig um það að þetta væri arfi. Þau í Garðheim- um áttu svo til fjórar svona plöntur og var ein strax tekin frá fyrir mig. Þegar ég kem svo til að sækja plöntuna þá þarf ég ekki einu sinni að borga fyrir hana því þau gáfu mér plöntuna. Ég mun beina mínum viðskiptum til þeirra í framtíðinni. Ragnhildur. Föður leitað MIG langar til að finna ein- hvern þann sem gæti lumað á upplýsingum sem gæti leitt okkur hjónin á slóð föðurfólks mannsins míns. Maðurinn minn er þýsk- ur í föðurætt og hét faðir hans Gerhard Eggers, f. 2. júlí 1921. Gerhard kom til Íslands 1949 og fór héðan 1955. Við hjónin hófum leit að honum 1974–5. Hófst sú leit í þýska sendiráðinu. Hvorugt okkar talaði þýsku og fór samtalið fram á ensku og bar lítinn árang- ur. Ekki þótti þeim hjá sendiráðinu þetta mál heyra undir þá. Lítið gerðist á næstu ár- um í leitinni. Loks komst ég í kringum 1990 í samband við þann ágæta mann Franz E. Siemsen, ræðis- mann. Hófust þá bréfa- skriftir á milli okkar sem leiddi okkur að Þjóðverja í Reykjavík sem reyndist hjálplegur. Hans upplýs- ingar voru þær að Gerhard hefði flutt til Ástralíu. Lík- lega til Perth. Ég hef reynt að fá upplýsingar frá Ástr- alíu án árangurs. Eflaust ekki leitað á réttum stöð- um. Það sem vakti þó mesta undrun mína í samtalinu við Þjóðverjann hér heima var að Gerhard hefði ekki aðeins eignast dreng, sem nú er eiginmaður minn, heldur hefði hann einnig eignast barn með danskri stúlku sem enginn virðist muna nafnið á. Eftir mikla eftirgrennslan kom þó upp nafnið Anne Lise, sem er ekki endilega rétt og að hún hafi unnið um tíma við hárgreiðslu og búið í vest- urbænum. Þessi danska stúlka mun hafa eignast barnið að sumri til líklega á árunum 1952–1954. Hvort hún fór með það úr landi, býr hér enn eða ættleiddi það, veit kannski einhver. Allar upplýsingar og/eða aðstoð við nánari eftir- grennslan á afdrifum þessa barns og/eða Gerhards eru vel þegnar. Ásta Óla Halldórsdóttir. S. 555-1586, 891-7290. astaola@simnet.is Góð þjónusta MARGRÉT vill taka undir orð Ingibjargar um veit- ingastaðinn Oro í Austur- stræti í Velvakanda nýlega. Hún fór þangað með fjöl- skyldu sinni um daginn og fékk mjög góðan mat og virkilega góða þjónustu. Staðurinn er líka jafnhlý- legur og starfsfólkið. Dýrahald Cosmo er týnd GRÁBRÖNDÓTT læða með hvíta sokka, ómerkt en með svarta hálsól með steinum, týndist sl. föstu- dag í nágrenni Laugaveg- ar. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 694 7079. Læða fæst gefins VEGNA flutnings óskar rúmlega 1 árs gömul, ynd- isleg, blíð og góð læða eftir nýju heimili. Aðeins gott heimili kemur til greina. Uppl. í síma 866 1550. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is UM daginn þegar ég var að hlusta á Guðberg Bergsson lesa skáldsögu sína Hjartað býr enn í helli sínum, í Ríkisútvarp- inu, sögu sem ég vil helst ekki missa af, rifjaðist það allt í einu upp fyrir mér að hann hefði verið nemandi minn í gamla Kennaraskólanum við Laufásveg. En þar kenndi ég ensku. Einhverju sinni bað ég hann að beygja fyrir mig óreglulega sögn en í staðinn fyrir að gera tilraun til þess að svara eins og aðrir nemendur mínir gerðu sagði hann upp í opið geðið á mér, kennara sínum, að sig varðaði alls ekki um hvernig hún beygðist. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég varð alveg orð- laus. Ég hefði auðvitað átt að lemja hann leiftur- snöggt í hausinn en höf- uðhögg tíðkuðust ekki í þá daga. Þau voru ekki innleidd fyrr en löngu seinna með fullkomnari kennsluháttum í Versl- unarskóla Íslands en þar var að verki ungur, rögg- samur og róttækur kenn- ari. Halldór Þorsteinsson. Enskunám Guðbergs Bergssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.