Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 260. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 mbl.is Sé mig helst í Þórbergi Stefán Máni um nýju bókina sína Ísrael Bækur Þórunn Antonía gerir plötu- samning við BMG Fólk Síberískt sumarhús Kjuregej Alexandra sækir fyrirmyndina til Jakútíu 6 ARIEL Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sagðist í gær ekki hafa átt neins ann- ars úrkosti en boða kosn- ingar, því ógerlegt hefði verið að ganga að þeim kröfum sem litlir flokkar heittrúarmanna settu fyrir því að veita stjórn hans stuðning. Kröfðust litlu flokkarnir þess m.a. að úti- lokað yrði með öllu að Pal- estínumenn fengju er fram liðu stundir að stofna sitt eigið sjálfstæða ríki og að „hernaðarsigur“ yrði unn- inn á Vesturbakkanum og Gaza. Munu kosningarnar verða 28. janúar. Fréttaskýrendur segja að hefði Sharon gengið að þessum kostum hefði hann komist upp á kant við mik- ilvægustu bandamenn sína, Bandaríkjamenn, sem hafa lýst sig fylgjandi stofnun palestínsks ríkis. Shar- on stærir sig af því að sú velvild sem hann hefur áunnið sér hjá George W. Bush Bandaríkjaforseta sé eitt helsta afrekið sem hann hafi unnið í 20 mánaða for- sætisráðherratíð sinni. Leiðtogakjör fer fram í Likud-flokki Sharons á næstunni og sagði einn stjórnmálaskýrandi í gær, að helsta ástæða þess að Sharon hefði ákveðið að boða kosningar væri í raun sú, að hann mundi í leiðtogakjör- inu þurfa að etja kappi við Benjamín Netanyahu, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem í gær tók boði Sharons um að verða utanríkisráðherra fram að kosningum. Sharon vildi ekki fórna velvild Bush Segir kosningar vera hreint neyðarúrræði Ariel Sharon á blaða- mannafundi um boðun kosninga í gær. AP  Leiðtogaslagur/18 Jerúsalem. AFP. OSAMA bin Laden er á lífi og al-Qaeda-hryðjuverka- samtök hans eru að undirbúa stóra árás, hugsanlega í Þýzkalandi. Þetta fullyrti August Henning, yfirmaður þýzku leyniþjónustunnar Bundesnachrichtendienst (BND) í viðtali á þýzku sjónvarpsstöðinni ZDF í gær- kvöldi. Að teknu tilliti til tímasetningar fyrri hryðjuverka- árása al-Qaeda væri „hættan svo áþreifanleg að við verðum að reikna með nýrri árás; árás af enn stærri gráðu,“ sagði Henning í viðtalinu. „Ógnin er mikil, líka hér í Þýzkalandi,“ sagði hann og bætti við, að al- Qaeda, sem bar ábyrgð á flugránsárásunum mann- skæðu 11. september í fyrra, væri mikið í mun að sýna heiminum fram á hvers samtökin væru enn megnug. Henning hélt því ennfremur fram að Osama bin Laden væri „ekki aðeins á lífi heldur í fullu fjöri“ í fjalllendinu á landamærum Afganistans og Pakistans, þar sem hann væri umkringdur dyggum stuðnings- mönnum og þyrfti ekki óttast að verða svikinn í hend- ur fjandmanna sinna. Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, skoraði í gær á al-Qaeda-liða í landinu að „iðrast“ og snúa af vegi of- beldis, í kjölfar þess að þekktir liðsmenn samtakanna voru drepnir í óvenjulegri sprengjuárás um helgina. Árás al-Qaeda sögð í aðsigi Berlín. AFP.  Brot á alþjóðalögum?/20 ♦ ♦ ♦ REPÚBLIKANAR bundu í gær vonir sínar við að vinsæld- ir George W. Bush forseta myndu hjálpa til að tryggja þeim áframhaldandi meiri- hluta í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, en honum hafa þeir haldið síðastliðin átta ár. Kosið var til allra 435 þingsæta full- trúadeildarinnar í gær, sem og 34 af 100 sætum í öldunga- deildinni og til 36 ríkisstjóra- embætta af 50. Var þess vænzt að mjög mjótt yrði á mununum í nokkr- um tugum kjördæma fulltrúa- deildarþingmanna og a.m.k. sex þingmanna öldungadeild- arinnar. Síðustu kjörstöðum, á Hawaii, var lokað undir morg- un að íslenzkum tíma. Kjör- sókn var víðast hvar lítil. Stóru flokkarnir tveir, repú- blikanar og demókratar, hafa búið sig undir að kæra fram- kvæmd kosninga og úrslitin telji þeir tilefni til. Á vegum þeirra eru nú 20.000 lögfræð- ingar víðs vegar um Bandarík- in, að sögn spænska dagblaðs- ins El País, 10.000 frá hvorum flokki. Þeir fylgjast með kosn- ingunum í öllum kjördeildum landsins og er viðbúnaðurinn meiri þar sem líkur eru taldar á að mjótt verði á mununum. „Flórída kenndi okkur að vera við öllu búnir,“ sagði Axel Vogel, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, og vís- aði þannig til forsetakosning- anna árið 2000 en úrslit þeirra fengust loks með úrskurði hæstaréttar fimm vikum eftir kjördag. Sum úrslit kunna að ráðast í réttarsölum Washington. Associated Press. Reuters Mikið var í húfi fyrir Bush í gær. Hér brosir hann til fjöl- miðlafólks við Hvíta húsið. Þing- og ríkisstjórakosningar fóru fram í Bandaríkjunum í gær MÁLVERK í eigu Búnaðarbanka og Lands- banka eru á annað þúsund talsins og í húsa- kynnum þeirra er að finna mörg fágætustu myndlistarverk þjóðarinnar. Búnaðarbank- inn á hátt í átta hundruð málverk eftir alla fremstu listamenn þjóðarinnar og málverk í eigu Landsbankans skipta hundruðum, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Þar á meðal eru mörg af merkustu myndverkum þjóðarinnar. Nefnir Halldór m.a. verk eftir Kjarval, Ás- grím og Jón Stefánsson og reyndar flesta aðra helstu listamenn þjóðarinnar, og í eigu Búnaðarbankans er að finna verk eftir sömu listamenn, auk Errós, Kristjáns Davíðsson- ar, Louisu Matthíasdóttur, Svavars Guðna- sonar, Þorvalds Skúlasonar o.fl. Þá er ónefnt mikið af munum og sögulegum gögnum í eigu bankanna. Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi nauðsynlegt að upplýst yrði hvort listaverk og sögulegir munir í eigu Lands- bankans hefðu þegar verið seld og hvað verða mundi um listaverkasafn Búnaðarbankans. Ólafur Örn segist vera þeirrar skoðunar að þarna sé um að ræða þjóðargersemar sem bankarnir hafi eignast og varðveitt sem stofnanir í eigu almennings. „Ég tel að það þurfi að tryggja að þessi listaverkasöfn verði áfram í eigu almennings en það virðist sem menn hafi hreinlega ekki hugsað út í þetta. Þetta eru ekki bara málverk heldur eiga rík- isbankarnir væntanlega einnig töluvert af öðrum listmunum og víðs fjarri að þau blasi öll við á veggjum í útibúum bankanna. Þarna eru gríðarlega mikil verðmæti af ýmsu tagi sem skipta kaupendur litlu eða engu máli en hafa hins vegar verulegt sögulegt gildi.“ Ólafur Örn nefnir að líklegt sé að í eigu bankanna tveggja sé einnig að finna söguleg verðmæti sem varða menningar- og þó sér í lagi atvinnusögu þjóðarinnar. „Í bönkunum hafa einnig verið teknar örlagaríkar ákvarð- anir um mörg þjóðþrifa- og atvinnumál. Þar eru því væntanlega gögn, myndir og aðrar sögulegar minjar sem varða þjóðina miklu. Þegar þjóðin ákveður að selja bankana eru þetta að mínu mati verðmæti sem þurfa að vera áfram í eigu þjóðarinnar.“ Bæði Búnaðarbankinn og Landsbankinn hafa safnað málverkum um langa hríð. Þann- ig má nefna að Búnaðarbankinn hefur mark- visst safnað myndverkum frá árinu 1948. Mun þetta vera eitt stærsta safn listaverka í eigu íslenskrar fjármálastofnunar. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að hann þori að stað- hæfa að einhver merkustu myndverk í eigu þjóðarinnar séu í Landsbankanum en sum af þeim verkum eru að vísu múrföst eins fresk- urnar eftir Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval í aðalbyggingunni í Austurstræti. Morgunblaðið/Sverrir Listaverkið Vorgleði, sem Jón Engilberts var fenginn til að mála fyrir afgreiðslusal aðalútibús Búnaðarbankans í Austurstræti árið 1949. Yfir þúsund listaverk í eigu ríkisbankanna Spurt hvort selja eigi verkin með bönkunum Aðeins fram- úrstefnulegra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.