Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 17 VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002 – kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is VÍSINDI UM BORG OG BÝ – dagskrá Vísindadaga miðvikudaginn 6. nóvember Ráðhús – fyrirlestrar Kl. 15:00 Söguás Vísindavefs Háskóla Íslands kynntur. Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor. H.Í. Kl. 15:30 Er ósongat yfir Íslandi? Sigrún Karlsdóttir veðurfræðingur. Veðurstofa Íslands. Kl. 16:00 Holdafar, líkams- ástand, hreyfimynstur og lifnað- arhættir 9 ára barna í Reykjavík. Erlingur Jóhannsson dósent. Kennaraháskóli Íslands. Kl. 16:30 Tilfinningar dýra. Hafa dýr tilfinningar og hvaða áhrif hefur það á siðfræði dýrahalds? Torfi Jóhannesson, sérfræðingur í at- ferli og velferð búfjár. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Kl. 17:00 „Á bak við beina- grindur framliðinna.“ Um ævi- söguritun. Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur. ReykjavíkurAkademían. Kl. 17:30 Leikur að ljósi. Ari Ólafsson eðlisfræðingur. Háskóli Íslands. Kl. 18:00 Eldgos í Reykjavík: Hamfarir eða happdrætti? Hvar og hverslags eldgoss er helst að vænta í Reykjavík og hvaða áhrif myndi það hafa á íbúa á svæðinu og ferðamannastraum? Ármann Höskuldsson jarðfræðingur. Náttúrufræðistofnun Íslands. Kl. 18:30 Skriðuklaustur – híbýli helgra manna. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa- fræðingur. ReykjavíkurAkademían. Ráðhús – sýning Fjöldi skóla og stofnana tekur þátt í sýningu á Vísindahlað- borðinu: Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Orkustofnun, Veður- stofa Íslands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskólinn í Reykja- vík, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Náttúrufræðistofnun Íslands, Iðntæknistofnun, Tækni- háskóli Íslands, Hafrannsókna- stofnun og Veiðimálastofnun. Nemendur í raunvísindadeild og verkfræðideild Háskóla Íslands eru einnig meðal sýnenda. Tæknidagar, verkefni jafnréttis- átaks H.Í. og Jafnréttisstofu, eru hluti af Vísindahlaðborðinu. Háskóli Íslands Kl. 17–19 Málstofa í hátíðar- sal, Aðalbyggingu, skipulögð af hjúkrunarfræðideild. Rekstrarform heilbrigðisþjónustu. Framsögu flytja Rúnar Vilhjálmsson prófessor og Kristín Björnsdóttir, dósent í hjúkr- unarfræði- deild. Þau munu fjalla um tengsl rekstrar- og þjónustu- forms við gæði, hagkvæmni og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og áhrif sam- dráttar í opinberri heilbrigðis- þjónustu á einstaklinga og fjölskyldur. Stjórn pallborðsum- ræðna er í höndum Margrétar S. Björnsdóttur framkvæmdastjóra. Kennaraháskóli Íslands Kl. 20:00–21:30 Málstofa – Tónlist fyrir fæðingu Helga Rut Guðmundsdóttir lektor fjallar um nýlegar rannsóknir á hljóðheimi fóstursins í móðurkviði. Lýst verður rannsóknum sem fjalla um áhrif tónlistar og annarra hljóða í umhverfinu á fóstur fyrir og eftir fæðingu. Í ljósi þessara rannsókna verður rætt um gildi þess að leika tónlist á síðustu vik- um meðgöngu. – Barnæska og fjölskyldulíf í ljósi samfélagsbreytinga: Hvers- dagslíf barna og ungra barna- fjölskyldna á Norðurlöndum. Dr. Baldur Kristjánsson lektor kynn- ir rannsókn sína. Í fyrirlestrinum verður fjallað um markaðsvæðingu þjóðlífsins og þýðingu hennar fyrir líf ungra barna og foreldra; um hversdagstímann eða öllu heldur tímaleysið og áhrif þess á samskipti barna og foreldra. Fyrirspurnir og umræður á eftir framsöguerindum. Byggðastofnun Sauðárkróki Kl. 10–16 Opið hús. Fyrirlestrar: Kl. 10:00–10:30 Í hvernig sam- félagi viljum við búa? Nemendur í 6. bekk Árskóla. Kl. 10:30–11:00 Þróun og markaðssetning í ferðaþjónustu bænda. Elín Berglind Viktorsdóttir, Hólaskóla. Kl. 11:00–11:30 Fátækt á Íslandi. Harpa Njáls, Borgarfræðasetri. Kl. 13:00–13:30 Byggðapólitík á Íslandi. Páll Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð. Kl. 13:30–14:00 Hvert fór fiskurinn? Dr. Örn D. Jónsson, Háskóla Íslands. Kl. 14:00–14:30 Búseta og menntun. Dr. Bjarki Jóhannesson. Byggðastofnun þróunarsvið. Fundarstjóri: Snorri Björn Sigurðsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar. Atvinnuþróunarfélögum á lands- byggðinni gefst kostur á að fylgjast með fyrirlestrum með því að tengjast Byggðabrúnni. Vísindahlaðborð í Ráðhúsi Reykjavíkur Á Vísindahlaðborðinu getur fólk á öllum aldri fengið að skoða, snerta, fræðast og njóta þegar vísinda- og fræðimenn úr ýmsum greinum bjóða til veislu. Boðið verður upp á sýningu frá skólum og stofnunum og troða vísindamenn og sérfræðingar upp með vísindaspjall (10–15 mín.) á hálftíma fresti. P R [p je e rr ] DEILT hefur verið að undanförnu um hvort birta skuli opinberlega er- indi endurskoðanda Landssíma Ís- lands hf., Ríkisendurskoðunar, um fjárhagsleg málefni fyrrverandi for- stjóra félagsins. Guðmundur Árni Stefánsson al- þingismaður hefur farið fram á að fá upplýsingarnar birtar en stjórn Landssíma Íslands hefur ákveðið að birta þær ekki. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra hefur sagt að það sé ekki á sínu valdi að gera upplýsingarnar opinberar. Áslaug Björgvinsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að upplýsingarnar sem um ræðir séu inni í félagi sem sé á sviði einka- réttar. Munur sé að þessu leyti á opinberri stofnun sem heyri beint undir ráðherra og hlutafélagi í eigu ríkisins, hvort sem ríkið eigi hluta- félagið að öllu leyti eða að meiri- hluta til eins og í tilviki Landssím- ans. Hún segir að beinar stjórnunar- heimildir ráðherra yfir þessum eignum, þ.e. Landssímanum, séu ekki lengur fyrir hendi þegar búið sé að stofna um þær sérstakan lög- aðila sem heyri undir hlutafélaga- lög. Ákvörðunarvald um málefni fé- lagsins sé hjá stjórn á milli hluthafafunda og að formi til sé hluthafafundur eina aðkoma ráð- herrans, svo framarlega sem hann sitji ekki í stjórninni sjálfur. Ríkið á 96,7% hlut í Landssíman- um, en alls eru hluthafar 1.084. Birting upplýsinga um málefni Landssímans Valdið er hjá stjórn en ekki ráðherra BANDARÍSKA fjarskiptafyrirtæk- ið Motorola hefur keypt nýtt hlutafé í Tetra Íslandi ehf., fyrir 115 millj- ónir króna. Eftir kaupin á Motorola 19,9% í Tetra Íslandi, Orkuveita Reykjavíkur um 46%, Landsvirkjun 29% og TölvuMyndir ehf. 4,6%. Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Tetra Íslands, segir að markmiðið með þessum samningi sé að skapa tækifæri til framtíðaruppbyggingar. „Við erum að byggja upp neyðarfjar- skiptakerfi sem nær til alls landsins. Reynslan af því hefur verið mjög góð á suðvesturhorninu síðustu tvö ár og það er markmið okkar að allir lands- menn hafi jafna aðstöðu hvað varðar þessi fjarskipti,“ segir Jón. Áhugaverður markaður John Doughty, forstjóri TETRA- sviðs Motorola í Evrópu, Mið-Aust- urlöndum og Afríku, undirritaði kaupsamninginn fyrir hönd Mot- orola í gær. Hann segir meginástæð- ur kaupa fyrirtækisins á hlut í Tetra Íslandi vera að íslenskur fjarskipta- markaður sé áhugaverður, vegna þess hve fljótur hann sé að laga sig að nýrri tækni og möguleikum. „Við- bragðs- og neyðarþjónustuaðilar á Íslandi eru meðal þeirra sem hve lengst eru komnir í Evrópu í notkun TETRA-tækninnar. Þá er hópur þeirra sem nú þegar nýta sér TETRA-kerfið á Íslandi talsvert fjölbreyttari en víðast annars staðar í Evrópu. Fjárfesting okkar á Ís- landi er því skemmtilegt tækifæri til að þróa þessa nýju tækni í takt við áhugasaman og kröfuharðan mark- að,“ segir hann. Motorola kaupir 20% í Tetra Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.