Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMGÖNGUMÁL í hinu nýja
Suðvesturkjördæmi eru eitt þeirra
mála sem kjósendur í kjördæminu
hljóta að setja á oddinn í væntan-
legum kosningum í vor. Samgöngu-
mál liggja mér nærri vegna starfs
míns og er mér fullljóst hve stórt
hlutverk þau spila í daglegu lífi allra
sem í kjördæminu búa. Stór hluti
útgjalda heimilanna stafar af sam-
göngumálum, þau eru nátengd ör-
yggi okkar svo sem um læknishjálp
og öll aðföng til heimilishalds og
fyrirtækjareksturs. Hámarksskil-
virkni samgöngukerfisins skilar sér
hratt í auknum tekjum, minni út-
gjöldum og meira öryggi íbúanna.
Hér nefni ég þrjú mál: ofan-
byggðaveg sunnan Kópavogs,
Garðabæjar og Hafnarfjarðar með
nýrri Reykjanesbraut; greiðari
samgöngur eftir núverandi megin-
leiðum frá þessum byggðum í átt að
miðbæ Reykjavíkur og tvöföldun
Vesturlandsvegar milli Mosfells-
bæjar og Reykjavíkur. Allt stórmál
sem verður að taka föstum tökum.
Ofanbyggðavegurinn hefur verið
á skipulagsteikningum í einni mynd
eða annarri í áratugi en ekkert hef-
ur gerst í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar. Með væntanlegri stækkun ál-
versins verður núverandi
Reykjanesbraut að víkja þar sem
álverið rís þar sem hann liggur nú.
Það ætti að vera krafa okkar að of-
anbyggðavegurinn og ný Reykja-
nesbraut verði afgreidd saman sem
eitt mál sem þurfi brýna úrlausn.
Með þeim hætti væri einnig forðað
því slysi að setja Reykjanesbraut í
gegnum Hafnarfjörð í stokk sem
engan vanda leysti.
Á morgnana myndast margra
kílómetra langar samfelldar bílarað-
ir frá Mosfellsbæ í átt að Reykjavík
með tilheyrandi sóun á tíma og elds-
neyti vegfarenda. Ég er ekki í vafa
um að sparnaður á því tvennu skil-
aði kostnaði af tvöföldun vegarins
til baka á mjög stuttum tíma.
Þá þarf sem fyrst að huga að
nýrri framtíðarlausn á umferð í
gegnum Kópavog, þar er óhjá-
kvæmilegt fyrr eða síðar að taka
Hafnarfjarðarveginn í göng undir
Kársnesið og gefa Kópavogsbúum
færi á sameinuðum heilum bæ á
nýjan leik. Að þessu þarf helst að
huga strax samhliða áformum um
yfirbyggingu gjárinnar. Gjáin stefn-
ir í að verða of þröng og gefur ekki
færi á lausnum margvíslegra vanda-
mála framtíðarinnar, allt frá vanda
sívaxandi þungaumferðar til vanda
reiðhjólafólks um Kópavog til
Reykjavíkur. Ekki minnkar heldur
umferðarvandinn um Kópavog ef
innanlandsflugið fer suðurfyrir
Hafnarfjörð eða til Keflavíkur.
Verulegur fjöldi slysa og árekstra
verður frá Kópavogslæk, yfir í
Fossvog alveg að Suðurhlíðum.
Árekstrar á þessu svæði verða oft
til að hindra alla umferð á stóru
svæði, þar með talda umferð sjúkra-
bíla á leið í spítalann í Fossvogi frá
slysstað eða frá bæjunum okkar í
Suðvesturkjördæmi. Hluta af þess-
um vanda mætti leysa með ódýrri
hjáleið öryggis- og sjúkrabíla sam-
hliða Kringlumýrarbraut að spítal-
anum.
Eftir áralanga vanrækslu ríkisins
á úrlausn hagkvæmra og öruggra
þjóðleiða í þéttbýlinu er komið að
stórum ákvörðunum. Þar er ég á
heimavelli og fái ég til þess stuðning
ykkar mun ég leggja þeim málum
til fullt afl mitt og kostgæfni í þágu
öryggis, hagkvæmni og umhverfis.
Þjóðleiðir
í Suðvestur-
kjördæmi
Eftir Þorlák
Oddsson
„Eftir ára-
langa van-
rækslu rík-
isins á
úrlausn hag-
kvæmra og öruggra
þjóðleiða í þéttbýlinu er
komið að stórum
ákvörðunum.“
Höfundur býður sig fram í prófkjöri
Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi
og sækist eftir 3.–4. sæti listans.
Í FLOKKSVALINU sem fram-
undan er hjá Samfylkingunni býð-
ur Þórunn Sveinbjarnardóttir sig
fram í annað sætið
í Suðvesturkjör-
dæmi. Þórunn hef-
ur sýnt með fram-
göngu sinni á
Alþingi að þar fer
þingmaður með yf-
irburðaþekkingu á
utanríkis- og alþjóðamálum. Þór-
unn hefur vakið athygli á mik-
ilvægi smárra velferðarríkja í frið-
ar- og mannréttindamálum og því
hve illa hefur gengið að rétta hlut
fátækra ríkja í þriðja heiminum.
Þekkingu sína á þeim málum hef-
ur hún fengið gegnum vinnu sína
fyrir Alþjóða Rauða krossinn, en
sem sendifulltrúi og seinna upp-
lýsingafulltrúi hans fór hún víða
um Afríku og Asíu.
Það er líka eftir því tekið hve
umhverfismál eru Þórunni hug-
leikin, en þar tekur hún eigin af-
stöðu mótaða af lífssýn sem ein-
kennist af væntumþykju gagnvart
náttúru og þjóð. Ég tel að þau mál
sem Þórunn hefur beitt sér fyrir á
Alþingi séu þess eðlis að Samfylk-
ingarfólk verði að fylkja sér um
Þórunni og leggja þannig sitt lóð á
vogarskálina að rödd Þórunnar
hljómi áfram á Alþingi Íslendinga.
Þórunn – kraft-
mikil kona
Sigurður Björgvinsson, bæjarfulltrúi í
Garðabæ, skrifar:
SAMFYLKINGIN er breiðfylk-
ing sem rúmar margar skoðanir.
Mér finnst mikilvægt að Samfylk-
ingin hafi tvennt að leiðarljósi við
mótun stefnuskrár
sinnar. Annars veg-
ar að réttindi
kynjanna verði jöfn-
uð og hins vegar að
náttúru Íslands
verði ekki fórnað
fyrir skammsýna
stóriðjudrauma. Til að tryggja þetta
ætla ég að styðja Þórunni Svein-
bjarnardóttur í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar 9. nóvember næstkom-
andi. Hún er málsvari minna mála.
Svo lækkar hún líka meðalaldur
þingfólksins.
Ég styð Þórunni á
laugardaginn
Fríða Rós Valdimarsdóttir nemi skrifar:
UMRÆÐAN um verð á matvæl-
um og nauðsynjavöru hefur verið
áberandi að undanförnu. þar hafa
jafnvel hörðustu frjálshyggjumenn
stjórnarmeirihlutans á Alþingi snú-
ist upp í andhverfu sína og mælt
gegn hinni frjálsu samkeppni og
reynt að hengja ábyrgðina á verð-
laginu um hálsinn á þeim kaup-
mönnum sem þó bjóða best verð.
Það er athyglisvert að í allri
þessari umræðu hefur hlutur rík-
isvaldsins verið vandlega undan-
skilinn. Fráleit verndartollastefna
er enn í fullu gildi. Og gildir hún
ekki síst þegar hollar matvöruteg-
undirnar á borð við grænmeti eiga
í hlut. Ofan á þetta heldur rík-
isstjórnin á sama tíma áfram linnu-
lausum styrktargreiðslum til
þeirra sem framleiða meðal annars
feitt kjöt, rjóma og smjör og telur
sig geta réttlætt margra milljarða
útgjöld á ári hverju í nafni byggða-
stefnu.
Órökstutt stefnuleysi
Það kórónar reyndar vitleysuna
að það er einmitt þetta sama feit-
meti sem heilbrigðisþjónusta okkar
þarf síðan með ærnum tilkostnaði
að skafa innan úr æðaveggjum
þegnanna. Sumar landbúnaðarvör-
ur eru að sönnu hollar, en sá hvim-
leiði alhæfingarfrasi að allar land-
búnaðarvörur, meira að segja
þrælsykraðar mjólkurafurðir, séu
hollar er ekki studd rökum. Í öllu
falli gengur þetta skipulag, sem
enginn veit almennilega lengur
hver kom á eða hver styður, þvert
gegn hagsmunum fólksins í landinu
og þá ekki síst, eins og margoft
hefur verið bent á, gegn hagsmun-
um bænda, sem sjá lítið af þeim
stuðningi sem þeim er sagður ætl-
aður.
Breytum til!
Allt þetta ástand á matvæla-
markaði á Íslandi, allir þeir millj-
arðar sem fara á ári hverju í
ómarkvissar og illskiljanlegar
stuðningsaðgerðir, ásamt gamal-
dags verndartollum á hollustuvör-
um, sýna að það er löngu kominn
tími til að beina umræðu um mat-
vælaverð inn á aðrar brautir en
hún hefur verið á undanfarið. Hátt
matvælaverð er ekki búðunum að
kenna, heldur því kerfi sem þær
búa við. Og það segir líka sína sögu
um dugleysi sitjandi ríkisstjórnar,
nema auðvitað að það sé þaulskipu-
lagt ætlunarverk hennar að stuðla
ekki að neinum framförum á þessu
sviði, að enn skuli gagnrýni af
þessu tagi, á verndartolla og nið-
urgreiðslur, eiga fyllilega rétt á sér
eftir ríflega tíu ár í valdastóli. Fátt
sýnir betur að stefna núverandi
ríkisstjórnar á lítið sem ekkert er-
indi við almenning og löngu er orð-
ið tímabært að breyta til.
Hringavitleysa í
matvælaumræðu
Eftir Jakob Frímann
Magnússon
Höfundur er frambjóðandi í flokks-
vali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
„Fráleit
verndar-
tollastefna
er enn í fullu
gildi.“
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Arðbær aukavinna
Bandarískir dollarar, íslensk orka,
asískt hugvit og þýsk mynt
Byggðu upp þínar eigin lífeyristekjur. Hafið
samband við Björn, s. 820 5788 eða
beg@isl.is .
AKTU TAKTU
óskar eftir að ráða duglegt, hresst og áreið-
anlegt starfsfólk til starfa við afgreiðslu og
á grill. Umsóknareyðublöð á staðnum.
AKTU TAKTU ehf., Skúlagötu 15, 101 Rvík.
aktutaktu@simnet.is
Leikskólinn Heklukot Hellu
Leikskólakennarar
athugið!
Lausar eru til umsóknar stöður aðstoðarleik-
skólastjóra og deildarstjóra við leikskólann
Heklukot á Hellu.
Heklukot er tveggja deilda leikskóli þar sem
geta dvalið um 40 börn samtímis. Þetta er gott
tækifæri fyrir leikskólakennara sem vilja starfa
í náinni snertingu við umhverfið og náttúruna
í fallegu héraði. Samtals eru starfræktir þrír
leikskólar í sveitarfélaginu.
Hella er í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra í
um 90 km fjarlægð frá Reykjavík.
Á Hellu er góð þjónusta á öllum sviðum, þ.á m.
grunnskóli og frábær íþrótta- og útivistarað-
staða.
Sveitarfélagið getur boðið væntanlegum
leikskólakennurum ódýrt leiguhúsnæði.
Upplýsingar veitir Kristín Sveinsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 487 5956.
Heildsala NTC
Óskum eftir að ráða sölumann
til starfa hjá Heildsölu NTC hf.
Heildsala NTC selur tískufatnað, skó og
barnafatnað frá Diesel, InWear, 4-You,
Saint Tropez og Sparks ásamt fleiri vin-
sælum vörumerkjum.
Starfið felst í sölumennsku og umsjón
með heildsölu NTC þ.e. fyrirframsölu,
þjónustu og vöruafgreiðslu við verslanir
ásamt samskiptum við erlenda birgja.
Leitum eftir jákvæðum og áhugasömum
starfskrafti sem hefur reynslu af heild-
sölu eða sambærilegu starfi og er með
framtíðarstarf í huga.
Vinnutími er frá kl. 9—17 virka daga.
Umsóknir berist skriflega á skrifstofu
NTC á Laugavegi 91, merktar
„Heildsölustarf“ fyrir mánudaginn 11.
nóv. nk. eða á netfang helga@ntc.is .
Nánari upplýsingar gefur Helga í síma
511 1720.
TIL LEIGU
55 fm skrifstofuhúsnæði
til leigu
Gott 55 fm skrifstofuhúsnæði á annarri hæð
við Austurströnd, Seltjarnarnesi. Húsnæðið
skiptist í forstofu, eldhúskrók, wc og sal.
Möguleiki á að leigja lagerrými á fyrstu hæð.
Allar nánari upplýsingar gefa Guðrún eða
Sigrún í síma 562 5055.