Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. B.i. 12.
Sýnd kl. 8 og 10.20.
B.i. 14.
Sýnd kl. 5.45 með enskum texta,
8 og 10.15 með íslenskum texta. B.i. 12.
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.
Kvikmyndir.com
Mbl
Sýnd kl. 6.
Yfir 45.000 áhorfendur
12 Tilnefningar til Eddu verðlaunanna.
Tilnefnd í öllum flokkum12
WITH
ENGLISHSUBTITLESAT 5.45
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER.
Kvikmyndir.com
HK DV
SV Mbl
SK RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 16.
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES Loksins
færðu að kíkja bak við tjöldin
og sjá það sem enginn má sjá. Sjáðu eina
umtöluðustu og einu bönnuðu kvikmynd Íslandssögunnar.
1/2
HJ. MBL
"Frábær heimildarmynd,
tvímælalaust í hópi þess
áhugaverðasta sem gert
hefur verið á þessu
sviðI á Íslandi"
SG DV
„Vel gerð og
bráðskemmtileg“
TILNEFND
TIL EDDU
VERÐLAUNANNA
SEM BESTA
HEIMILDARMYND
ÁRSINS
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1 Tilnefning til Eddu verðlaunanna.
Tilnefnd sem besta heildarmyndin
Það verður
skorað af krafti.
Besta breska gamanmyndin
síðan „Bridget Jones’s Diary.“
Gamanmynd sem sólar þig
upp úr skónum. Sat tvær vikur
í fyrsta sæti í Bretlandi.
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd kl. 5 og 7. Vit 460
SK RadíóX
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 448
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10. Vit 461
Yfir 43.000
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er
nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
SV. MBL
DV
Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453
Stundum er það sem að þú
leitar að.. þar sem þú skildir
það eftir.
Þórunn er nýkomin til landsins
en heldur aftur út til Bretlands
næsta mánudag. Leiðin liggur til
Oxford þar sem Þórunn og Wayne
ætla að taka upp tónlist undir upp-
tökustjórn awayTEAM. Verða
hljóðfæraleikarar fengnir inn eftir
þörfum við gerð plötunnar.
Fyrsta smáskífan
næsta vor
Upptökur hefjast í næstu viku í
Courtyard Studios, þar sem ekki
ómerkari sveit en Radiohead hefur
verið við upptökur.
Þau eru komin með tíu lög í
sarpinn en Þórunn segir að margt
NÝ HLJÓMSVEIT söngkonunnar
Þórunnar Antoníu hefur skrifað
undir þriggja plötu samning við út-
gáfurisann BMG. Hljómsveitin
heitir enn ekki neitt. „Nei, við er-
um sem sagt ekki búin að ákveða
nafnið,“ segir Þórunn en með
henni í hljómsveitinni er söngv-
arinn Wayne Murrey. Tónlistina
vinna þau í samvinnu við upp-
tökustjórana og raftónlistarmenn-
ina Ian og Andy, sem mynda away-
TEAM. „Þeir hafa verið að vinna
með Badly Drawn Boy og eitthvað
með Radiohead líka,“ segir hún.
Dúettinn hefur einnig unnið með
strákunum í Leaves og komu hing-
að til lands af því tilefni og kynnt-
ust þá Þórunni. „Það var síðasta
vetur,“ segir hún og bætir því við
að hún hafi farið út til London um
vorið. „Það vatt allt upp á sig. Við
gerðum prufuupptökur, fjögur lög,
og okkur var boðinn samningur,“
segir Þórunn en skrifað var undir
samninginn í London síðasta
fimmtudag.
sé eftir að gera. „Það er mikil
vinna framundan. Ég verð þarna
úti í mánuð núna og fer út í janúar
aftur,“ segir Þórunn.
Fyrsta smáskífa sveitarinnar er
væntanleg næsta vor, „jafnvel í
mars“ og svo kemur plata í kjölfar-
ið. Þórunn segir að tónlistin sé
nokkuð ólík þeirri á sólóplötunni
hennar. „Að vissu leyti. Það er
meiri elektróník í þessu. Þetta er
aðeins framúrstefnulegra,“ segir
hún án þess að láta meira uppi.
Væntanleg plata Þórunnar Ant-
oníu, Those Little Things, kemur
út 14. nóvember og ætlar Þórunn
sér að koma heim um það leyti og
halda útgáfutónleika.
Mikil vinna framundan
Það er nóg að gera hjá Þórunni Antoníu en auk þess að hafa gert þriggja
platna samning með nýrri hljómsveit við BMG er sólóplata á leiðinni.
Þórunn Antonía gerir þriggja platna samning við BMG
Í PÚSHKIN-safninu sitja nokkrar konur á bekk. Þrjár spjalla, aðrar horfa á
rómverska íþróttamenn. Þær hvíla lúin bein, enda búnar að ganga um sali
safnsins og þar á undan standa í biðröð sem lá hringinn í kringum bygg-
inguna. Á sunnudögum flykkjast Rússar á listsýningar og Púshkin safnið er
sívinsælt enda eitt af bestu listasöfnum heimsins; þar eru til að mynda sex
Rembrandt málverk, tólf eftir Gauguin, tíu eftir Cezanne, sum frægustu verk
Matisse og svo önnur eftir Brueghel-feðga, Cranach, van Gogh, já og Skand-
ínava eins og Gallen Kalela og Zorn. En fólk flykkist ekki bara á gömlu klass-
íkina, straumurinn liggur einnig í galleríin og sýningarsali með nýju efni;
þannig þurfti ég að troðast milli gesta til að sjá ljósmyndirnar í Moscow
House of Photography. Þar voru portrettmyndir eftir konu sem endurgerði
fræg listaverk með þekktum Rússum sem fyrirsætum; síðasti sýningardagur
og síðustu forvöð að sjá fræga fólkið í undarlegum aðstæðum.
Dagbók ljósmyndara
Morgunblaðið/Einar Falur
Frægir Rússar í
undarlegum aðstæðum
Moskvu, Rússlandi, 3. nóvember 2002.
IDIOT, auglýsinga- og kvik-
myndagerð, hefur gert samning
við fyrirtækið X-treme Video um
dreifingu myndarinnar Arne í
Ameríku á myndbandi í Evrópu.
Myndin fjallar um Arne Aarhus og
tvo aðra ofurhuga er skemmta sér
við það að stökkva fram af bygg-
ingum með svokölluðum BASE-
stökkvum. Eigendur Idiot eru
Steingrímur Dúi Másson, sem leik-
stýrði og klippti myndina, og Arndís
Bergsdóttir, framkvæmdastjóri
verkefnisins. „Það var kominn tími
til að fleiri kynntust Arne en Íslend-
ingar,“ segir Dúi.
Þau segja X-treme Video vera
virtasta og jafnframt stærsta dreif-
anda jaðarsportmyndbanda í Evr-
ópu. Dúi segir mikilvægt að vera
kominn með sterkan dreifingar-
aðila. „Eftirleikurinn verður miklu
auðveldari hvað varðar að koma
efninu til Asíu og Bandaríkjanna,“
segir hann en Idiot vinnur að því að
koma myndinni frekar á framfæri.
Dúi segir að stærsti markaðurinn
fyrir svona jaðarsportmyndir sé
myndbandamarkaðurinn „fyrir ut-
an einhverjar gervihnattastöðvar“.
Viðræður við X-treme Video hóf-
ust skömmu eftir að myndin var
frumsýnd í apríl. Eftir það tók við
vinna við að breyta myndinni, sem
kallast Base Sick á ensku. „Það er
búin að vera mikil vinna við að út-
búa myndina til að koma henni í
fjölföldun úti,“ segir Arndís en það
þarf að eiga við texta, hljóð, grafík
og margt fleira.
Arndís segir efni sem þetta vera
„heitt“ eins og sjáist á ýmsum vin-
sælum kvikmyndum og tónlistar-
myndböndum. „Svona efni er ekki á
hverju strái.“
Arne í
Evrópu
Atriði úr myndinni Arne í Ameríku. Evrópubúar fá brátt tækifæri til
að kynnast ævintýramennsku hans á myndbandi.