Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna
Fyrsta árið í
brennidepli
Haustráðstefna mið-stöðvar heilsu-verndar barna
verður haldin nú í vikulok-
in og er um árlega ráð-
stefnu að ræða. Bergljót
Líndal, hjúkrunarforstjóri
á heilsuverndarstöðinni, er
í forsvari fyrir ráðstefnuna
og svaraði hún nokkrum
spurningum.
– Hver heldur þessa
ráðstefnu, hvar verður hún
haldin og hvenær?
„Miðstöð heilsuverndar
barna heldur ráðstefnuna
á Grand hóteli í Reykjavík
föstudaginn 8. nóvember
og hefst hún klukkan 9.
Þessi ráðstefna er árviss
atburður og er þetta í
fimmta skipti sem hún er
haldin. Þátttaka hefur allt-
af verið góð og er svo enn í þetta
sinn.“
– Hver er yfirskriftin?
„Efni ráðstefnunnar er „Fyrsta
æviárið“ enda er þar af nægu að
taka. Á þessum tíma þroskast
barnið mjög hratt og gegnir ung-
og smábarnavernd mikilvægu
hlutverki til stuðnings fjölskyld-
unni. Þjónustan felst m.a. í heima-
vitjunum til allra nýfæddra barna
og síðan svokölluðum lykilaldurs-
skoðunum á heilsugæslustöð til að
meta þroska og heilsu barnsins.
Foreldrarnir eru auk þess alltaf
velkomnir með barnið á stöðina, ef
þeir óska þess eða telja þörf á, t.d.
til að fylgjast með þyngd barnsins
eða þegar spurningar vakna varð-
andi þroska.“
– Segðu okkur frá efnistökum
ráðstefnunnar?
„Fyrsta æviárið er tími mikilla
breytinga og því ástæða til að
ræða sérstaklega starf ung- og
smábarnaverndar fyrir þennan
aldurshóp. Nálgunin er þverfag-
leg með fyrirlesurum úr mismun-
andi stafsgreinum sem koma að
ung- og smábarnavernd. Í allt
verða 14 fyrirlesarar, hver og einn
sérfræðingur í sínu fagi: læknar,
hjúkrunarfræðingar, sálfræðing-
ar og næringarfræðingar. Til að
hressa líkama og sál er þátttak-
endum boðið upp á ungbarna-
teygjur og smábarnaliðkun undir
stjórn Unnar Guttormsdóttur
sjúkraþjálfara.“
– Hver er tilgangurinn með
ráðstefnunni og hverjum er hún
ætluð?
„Tilgangurinn er margþættur:
Að fræða fólk, vekja það til um-
hugsunar, heyra í öðrum sem
sinna börnum og hafa áhuga á
þeirra málum. Hún er ætluð þeim
sem vinna í ung- og smábarna-
vernd svo og öllu áhugafólki um
málefni barna og velferð þeirra.
Gegnum tíðina hefur verið hefð
í ung- og smábarnavernd að fara í
vitjanir heim til móður og ný-
fæddra barna. Það tíðkast enn þó
að nú séum við að heimsækja fjöl-
skylduna alla. En stöðugt þarf að
endurskoða starfsaðferðir ung- og
smábarnaverndar og kanna kosti
og galla í breyttu þjóðfélagi. Því
höfum við á Miðstöð
heilsuverndar barna
haft frumkvæði að
könnun um heimavitj-
anir sem hér verður
kynnt. Hún náði til
landsins alls, og var beint til
hjúkrunarfræðinga sem fara í
heimavitjanir og var svörun mjög
góð. Spurt var m.a. hvort farið
væri í heimavitjanir í ung- og smá-
barnavernd frá heilsugæslustöð-
inni, hve margar til hvers ný-
fædds barns, hvað fælist í
vitjunum, á hvað væri lögð áhersla
og ekki síst, hvort hjúkrunarfræð-
ingarnir teldu æskilegt að halda
þeim áfram, eða fækka. Í ljós kom
að alls staðar á landinu er boðið
upp á heimavitjanir og þekkist
nánast ekki að það sé ekki þegið,
það er þá fyrst og fremst vegna
þess að barnið er á sjúkrahúsi.
Öllum hjúkrunarfræðingunum
fannst heimavitjanir gagnlegar,
og töldu mikilvægt að kynnast
fólki á heimavelli, þar væri betra
að veita þann stuðning og öryggi
sem þarf. Ennfremur væri þar
gott tækifæri til að tengja saman
heimili, heilsugæslu og aðra heil-
brigðisþjónustu. Þetta var skoðun
hjúkrunarfræðinga, næst þyrfti
að kanna viðhorf foreldra.“
– Hverjir tala og um hvað?
„Eftir að Guðmundur Einars-
son, forstjóri Heilsugæslunnar í
Reykjavík og nágrenni, hefur
opnað ráðstefnuna og eftir inn-
gang Geirs Gunnlaugssonar yfir-
læknis ræðum við heimavitjanir
og framkvæmd þeirra. Þar koma
fram m.a. ég sjálf sem gef sögu-
legan bakgrunn en síðan munu
hjúkrunarfræðingarnir Brynja
Örlygsdóttir og Hallveig Finn-
bogadóttir kynna könnun á fram-
kvæmd heimavitjana. Þá munu
sálfræðingarnir Gyða Haralds-
dóttir og Valgerður Magnúsdóttir
ræða samtalið við foreldrana og
tengslamyndun foreldra og barns.
Marga Thome dósent fjallar um
langvarandi vanlíðan mæðra á
fyrsta ári eftir fæðingu barnsins.
Síðan kynna hjúkrunarfræðing-
arnir Sigrún Gunnarsdóttir og
Herdís Storgaard mik-
ilvæg hugtök í heilsu-
fræðslu og nýjungar í
slysavörnum barna.
Barnalæknarnir Ólöf
Jónsdóttir, Úlfur Agn-
arsson og Sólveig Sigurðardóttir
ræða svo algeng vandamál sem
upp koma í daglegu starfi. Laufey
Steingrímsdóttir næringarfræð-
ingur fjallar um næringu ung-
barna og kynnir nýjan bækling
sem er í vinnslu. Sérstakur gestur
er Jón Björnsson sálfræðingur
sem flytur lokaerindi ráðstefn-
unnar sem hann nefnir Sjónar-
mið.“
Bergljót Líndal
Bergljót Líndal fæddist í
Reykjavík 18. september 1934.
Stúdent frá MR 1954 og lauk
prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands
1957. Sérfræðinám í heilsu-
gæsluhjúkrun í Stokkhólmi 1972
og í stjórnun frá Hjúkrunarskóla
Íslands 1986. Alþjóðlegt nám í fé-
lagsráðgjöf við háskólann í
Minneapolis/St. Paul í Minnesota
1970. Hefur starfað við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur frá
hausti 1958 og verið hjúkrunar-
forstjóri þar frá 1974–2001, en
síðan á Miðstöð heilsuverndar
barna. Bergljót á tvo syni.
Mikilvægt að
kynnast fólki
á heimavelli
af allri innimálningu frá Jotun.
20-40%afsláttur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
22
2
1
1/
20
02
Málningardagar
Jotaproff 10 ltr
Lita, mála, lakka...
Verð frá
4.190 kr.
Litlu verður Össur feginn.