Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LISTASÖFN EINKAVÆDD?
Yfir þúsund listaverk eru í eigu
Landsbankans og Búnaðarbankans,
þar á meðal mörg fágæt og dýrmæt
verk. Ólafur Örn Haraldsson alþing-
ismaður segir um menningarverð-
mæti að ræða, sem eigi að verða
áfram í eigu þjóðarinnar þótt bank-
arnir verði seldir einkaaðilum.
Boðað til kosninga í Ísrael
Boðað hefur verið til kosninga í
Ísrael í janúar. Sharon forsætisráð-
herra segist ekki hafa átt aðra kosti,
því að ekki hafi hann getað gengið að
kröfum harðlínuflokka.
Þyngri refsingar
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra boðar frumvarp um að
dæma megi menn til þyngri refs-
ingar en áður fyrir kynferðisafbrot
gegn börnum. Þá hyggst hún leggja
til aukna vernd fyrir fórnarlömb
mansals.
1,7 milljarða hagnaður
Búnaðarbankinn hagnaðist um
tæplega 1,7 milljarða fyrstu níu
mánuði ársins. Þetta er mun betri
afkoma en á sama tíma í fyrra, er
hagnaður var 205 milljónir.
Tvísýnar kosningar vestra
Þing- og ríkisstjórakosningar fóru
fram í Bandaríkjunum í gær. Tví-
sýnt er um úrslit en repúblikanar
vona að vinsældir Bush forseta
tryggi þeim áfram meirihluta í full-
trúadeildinni.
Börn fá gula spjaldið
Foreldrar gagnrýna Lækjarskóla
í Hafnarfirði fyrir að veita börnum
„gul og rauð spjöld“ fyrir agabrot.
Þeir sem fá rauða spjaldið verða að
sitja inni í frímínútum.
Þrettán ára fíkniefnasali
Framkvæmdastjóri Barnavernd-
ar Reykjavíkur segir vaxandi vanda-
mál að börn leiðist út í fíkniefna-
neyzlu. Þrettán ára snáði er
grunaður um fíkniefnasölu.
Örtröð hjá eina lækninum
Þegar eini starfandi heilsugæzlu-
læknirinn á Suðurnesjum mætti í
vinnuna í gærmorgun biðu 22 sjúk-
lingar fyrir utan dyrnar.
EES kostar 770 milljónir
Kostnaður Íslands af rekstri
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið er um 770 milljónir á
árinu. ESB gerir kröfur um hærri
framlög vegna stækkunar sam-
bandsins.
Arnar, sem gekk til liðs við Dun-dee United í sumar frá Stoke
g hefur aðeins komið við sögu í
veimur leikjum liðsins á leiktíðinni,
egir að hann eigi enga framtíð hjá
élaginu. Eftir að Alex Smith, knatt-
pyrnustjórinn sem ákvað að fá Arn-
r til liðs við félagið, var rekinn fyrir
mánuði, hefur Arnar ekki verið í
leikmannahópi liðsins. Paul Hegarty
tók við stjórn liðsins af Smith, fyrst
til bráðabirgða en í gær var hann
formlega skipaður knattspyrnustjóri
liðsins.
„Ég nenni ekki að standa í þessu
lengur. Ég ætlaði að bíða eftir því
hver tæki við og nú þegar það er frá-
gengið er mér óhætt að hringja í um-
boðsmann minn og láta hann kanna
markaðinn,“ sagði Arnar í samtali
við Morgunblaðið í gær en hann seg-
ir að stjórinn hafi farið þá leið að
tefla frekar fram ungum leikmönn-
um uppöldum hjá félaginu.
„Ég hef ekki verið í betra formi
síðan ég var hjá Bolton og þegar ég
sé að ég er ekki inni í myndinni hjá
stjóranum er ekki annað að gera en
að reyna að finna annað félag til að
fara í. Það er samt hægara sagt en
gert. Með nýju félagaskiptareglun-
um er orðið erfiðara um vik að fara á
milli félaga en vonandi hleypur eitt-
hvað á snærið innan tíðar. Mig lang-
ar mest að komast aftur til Englands
og fá að spila sem framherji en það
var einhver skrýtinn misskilningur
þegar ég kom hingað. Ég var látinn
spila sem varnartengiliður og þeir
sem þekkja mig sem leikmann vita
að sú staða hentar mér alls ekki,“
sagði Arnar.
Arnar á enga fram-
tíð hjá Dundee Utd.
RNAR Gunnlaugsson, knattspyrnumaður, sem er á mála hjá
koska úrvalsdeildarliðinu Dundee United, er mjög ósáttur við
töðu sína hjá félaginu og hann hyggst komast í burtu þaðan þegar
eikmannamarkaðurinn opnast að nýju í janúar.
2002 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER BLAÐ C
Berglind
varði 21 í
Slóveníu
BERGLIND Hansdóttir varði
21 skot í gærkvöld þegar
kvennalandsliðið í hand-
knattleik tapaði, 29:24, fyrir
Slóveníu í vináttulandsleik.
Þetta var þriðja og síðasta
viðureign þjóðanna í Slóven-
íuferð íslenska liðsins og
vann heimaliðið þá alla en
leikurinn í gærkvöld var
mjög góður af hálfu Íslands,
að sögn fararstjóra. Hanna
Stefánsdóttir skoraði 7 mörk
og Dröfn Sæmundsdóttir,
sem lék sinn fyrsta landsleik,
gerði 6 mörk.
SVEN Göran Eriksson landslið-
seinvaldur Englendinga í knatt-
spyrnu hefur mikinn áhuga á að
velja Wayne Rooney, táninginn í
liði Everton, í landslið sitt og sjá
hvernig piltur spjari sig en Roo-
ney er á allra vörum á meðal
knattspyrnuáhugamanna á
Bretlandseyjum, og þótt víðar
væri leitað, eftir glæsilega inn-
komu í leikjum Everton á leik-
tíðinni. Rooney, sem á dögunum
hélt upp á 17 ára afmæli sitt,
skoraði eftirminnilegt sigur-
mark þegar Everton batt enda á
sigurgöngu Arsenal í síðasta
mánuði og um helgina skoraði
hann eina mark Everton í sigri á
Leeds með frábæru einstak-
lingsframtaki.
Englendingar spila tvo vin-
áttuleiki í febrúar á móti Dönum
og Austurríkismönnum og er
talið mjög líklegt að Rooney fái
að spreyta sig í öðrum hvorum
leiknum og þá yrði hann yngsti
leikmaðurinn til að klæðast
ensku landsliðstreyjunni frá því
á 19. öldinni. Michael Owen
framherji Liverpool er sá yngsti
en hann var 18 ára og 59 daga
þegar hann lék sinn fyrsta
landsleik á móti Chile í febr-
úarmánuði 1998.
Rooney mun á næstu dögum
skrifa undir þriggja ára samn-
ing við Everton.
Rooney
undir
smá-
sjánni
Reuters
David Beckham ákvað að þiggja ekki boð knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Fergusons,
sem ætlaði að gefa honum vikufrí þegar upp komst um áætlanir um að ræna eiginkonu hans og
sonum. Beckham lék því með United gegn Leicester í enska deildabikarnum í gærkvöld og skor-
aði fyrra mark liðsins í 2:0 sigri. Hér sendir hann stuðningsmönnum liðsins fingurkoss.
ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður hjá enska
knattspyrnufélaginu Brentford, hafnaði í gær
boði um að leika með íslenska landsliðinu gegn
Eistlandi í Tallinn þann 20. nóvember. Ólafur
fór í aðgerð vegna meiðsla á öxl í haust og er
ekki búinn að ná sér. Frá þessu var skýrt á
heimasíðu Brentford í gær en félagið hafði þá
fengið beiðni frá KSÍ um að fá Ólaf lausan í
leikinn.
„Það eru mér mikil vonbrigði að geta ekki
svarað kallinu og tekið þátt í leiknum. Um leið
er ég mjög ánægður með þann heiður sem mér
er sýndur með þessu, það er gott að vita að ég
skuli enn vera inni í myndini, en það væri ekki
rétt af mér að fara í leikinn og geta ekki lagt
mig 100 prósent fram,“ sagði Ólafur við Morg-
unblaðið í gær.
„Það hefði verið tilvalið að fá Ólaf í þennan
leik, við ætluðum að skoða hann í Tallinn og
það er miður að hann skuli ekki geta komið
þangað,“ sagði Guðmundur Hreiðarsson, mark-
varðaþjálfari landsliðsins.
Ólafur komst
ekki til Tallinn
VIÐRÆÐUR um möguleg kaup
þýska knattspyrnufélagsins Nürn
berg á landsliðsmanninum Mare
Baldvinssyni frá Stabæk í Noreg
stóðu yfir síðdegis í gær og fram á
kvöld. Marel gekkst undir læknis
skoðun á mánudag, norskir fjöl
miðlar sögðu í gær að hann hefð
staðist hana en Marel sagði við
Morgunblaðið í gær að hann hefð
ekki fengið neina niðurstöðu sjálfur
og að hann biði fregna af viðræðum
umboðsmanns síns við forráðamenn
Nürnberg.
Erik Loe, formaður Stabæk, sagð
við netútgáfu Asker og Bærums
Budstikke í gær að norska félagið
biði eftir næstu viðbrögðum frá
Nürnberg. „Það væri ekki rétt að
segja að hann væri á förum en við
bíðum átekta. Við erum ekki með
það á stefnuskránni að selja Mare
en hann er til sölu ef um gott tilboð
er að ræða,“ sagði Loe. Ennfremur
var eftir honum haft að Nürnberg
hefði fylgst grannt með Marel
haust, meðal annars í leikjum Sta
bæk við Molde og Anderlecht.
Mjög mismunandi upphæðir hefðu
verið nefndar í sambandi við mögu
leg kaup þýska félagsins á honum
eða allt frá 40 til 150 milljóna ís
lenskra króna. Stabæk greidd
Breiðabliki á fjórða tug milljóna fyr
ir Marel þegar hann fór til norska fé
lagsins fyrir rúmum tveimur árum.
Viðræður
um Marel í
Nürnberg
var skrifuð stærri og að flestu leyt
veigameiri ævisaga en aðra menn
íslenska, lýðveldið Ísland var
stofnað á fæðingardegi hans og
dagurinn gerður að þjóðhátíðar-
degi. Á 17. júní prýðir mynd Jóns
gjarnan búðarglugga víða um land
og fastir liðir hátíðarhalda í höfuð-
staðnum eru að verulegu leyt
helgaðir minningu hans. Skóla-
börnum er kennt, að Jón sé þjóð-
hetja Íslendinga, en flestir vita þó
næsta lítið um manninn og sá mis-
skilningur er ótrúlega útbreiddur
að hann hafi verið fyrsti forseti lýð-
veldisins. Það kann að stafa að
nokkru af tíðarandanum, og ekk
síður hinu að á síðari hluta 20. ald-
ar var miklum mun minna fjallað
um Jón og sjálfstæðisbaráttuna
„VIÐ eigum ekki nema einn
mann,“ sagði Jón Marteinsson í Ís-
landsklukkunni við nafna sinn
Hreggviðsson, þar sem þeir sátu
að sumbli í einum af kjöllurum
Kaupmannahafnar. Líkt mun
mörgum Íslendingum hafa verið
farið í þann mund er endurreist Al-
þingi var sett í fyrsta skipti árið
1845 og Þjóðfundur haldinn sum-
arið 1851. Þá áttum við að sönnu
ness meðtöldum). Skáldin mærðu
hann í kvæðum sínum, um hann
fleiri menn sem
eitthvað kvað að,
en fáum blandað-
ist hugur um að
einn fór fremstur
og drjúgan spöl á
undan hinum: Jón
Sigurðsson.
En hver var Jón
Sigurðsson?
Þeirri spurningu
er hætt við að
næsta fáir núlif-
andi Íslendingar
hafi getað svarað
hiklaust fram
undir þetta. Á Jón
hefur að líkindum
verið hlaðið meira lofi en flesta
aðra Íslendinga (að Halldóri Lax-
Þjóðhetja verður til
Persónurnar ráða stílnum
Hávar
Sigurjónsson
ræðir við
Vigdísi
Grímsdóttur.
Marta smarta er fyrsta
barnabók Gerðar
Kristnýjar Guðjóns-
dóttur, en hún hefur áð-
ur sent frá sér skáld-
sögu, smásögur, einleik,
og ljóð.
Hér segir af Mörtu
sem er ósköp venjuleg
tíu ára stelpa sem býr
hjá mömmu sinni, hittir
pabba sinn um helgar, á bestuvinkonu og
lífið gengur sinn vanagang. En eftir jólafrí-
ið er allt í lausu lofti. Mamman stefnir til
útlanda í nám, Hekla vinkona gufar upp á
enn dularfyllri hátt og pabbinn … ja, eitt-
hvað hrjáir hann líka. Marta kemst að því
að tilveran getur aftur orðið bærileg með
því að blanda saman furðulegustu hlutum.
Útgefandi er Mál og menning. Bókin er
154 bls, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf.
Halldór Baldursson myndskreytti og gerði
kápu. Verð: 2.490 kr.
Marta smarta
Gerður Kristný
Næturstaður nefnist ný
skáldsaga Sigurðar
Pálssonar.
Lesandinn slæst í för
með Reyni sem hefur
dvalið árum saman á
meginlandinu en snýr nú
aftur til heimabyggð-
arinnar á hjara veraldar
til að vera viðstaddur
jarðarför föður síns. Þar
ólgar hafið við strönd, jökulsá byltist um
sanda og draugar setjast að vegfarendum
á heiðum. Aðalpersónan hefur forðast
þessa náttúru eins og hann hefur alla tíð
forðast að takast á við fortíðina.
Í sögunni af þessari heimsókn fléttast at-
vik úr æviferli manns saman við hugleið-
ingar um tímann og framvinduna í heim-
inum.
Næturstaður er þriðja skáldsaga Sig-
urðar, en hann er kunnur af ljóðagerð
sinni, en hefur að undanförnu vakið athygli
fyrir skáldsögur sínar.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 176
bls., prentuð í Odda. Hönnun kápu: Jón Ás-
geir. Verð: 3.980 kr.
Næturstaður
Sigurður Pálsson
Jón Sigurðsson Guðjón Friðriksson
SAGNFRÆÐI
Jón Sigurðsson. Ævisaga.
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Jón Sigurðsson. Ævisaga. Fyrra bindi.
Mál og menning, Reykjavík 2002. 565
bls., myndir.
BÆKUR
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 6.nóvember2002
„Einn af okkar betri höfundum”
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
ED
D
1
92
46
11
/2
00
2
Stefán
Máni
„Stefán Máni hefur með nýrri bók sinni Ísrael – saga af manni fest sig í sessi sem
einn af okkar betri höfundum. Má Einar Kárason fara að vara sig sem aðal
töffarinn í íslenskum bókmenntaheimi því Ísrael er umfram allt töffaraleg bók.“
Jakob Bjarnar Grétarsson, kistan.is
„Gríðarlega vel skrifuð.“ Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bítið
„Áhrifamikil og grípandi.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljós
„Afar góð skáldsaga.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Helgar-DV
„…skrifuð af innsæi og ríkri samúð með viðfangsefninu.“
Þórarinn Þórarinsson, Fréttablaðið
2. sæti
Penninn/Eymundsson
Skáldverk
Yf ir l i t
HÓPUR Íslendinga leggur nú stund
á nám í margmiðlunarhönnun í
CEU-tækniháskólanum í Kolding í
Danmörku. Um er að ræða tveggja
ára alþjóðlegt nám þar sem nem-
endur læra undirstöðuatriði heima-
síðugerðar. Íslensku nemendurnir
hófu nám við skólann í haust sem
væri ekki í frásögur færandi nema
vegna þess að í 24 manna bekk á
fyrsta ári eru 23 Íslendingar og
einn Dani.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
í bekknum væru tveir Danir til við-
bótar og tveir Afríkubúar. Þegar
Morgunblaðið hafði samband við
Ingibjörgu Kristínu Halldórs-
dóttur, nema í margmiðlunarhönn-
un í Kolding, fyrir skömmu höfðu
Afríkubúarnir hins vegar ekki haf-
ið nám við skólann og Danirnir
tveir höfðu flutt sig yfir í annan
bekk. Að sögn Ingibjargar var skól-
inn með kynningu í Reykjavík í júní
sl. á alþjóðlegu námi í margmiðl-
unarhönnun þar sem auglýst var
eftir umsóknum. Fjölmargir mættu
á kynningarfundinn og segir hún
að áhuginn hafi komið skóla-
yfirvöldum í opna skjöldu. Námið
fer fram á ensku en auk Íslend-
ingabekkjarins er annar fyrsta árs
bekkur í margmiðlunarnámi og
tveir bekkir á öðru ári.
Aðspurð segir hún að Daninn í
bekknum hafi það ágætt innan um
alla Íslendingana í Kolding og að
stemningin sé góð og hópurinn
samheldinn. Hún segir að Íslend-
ingarnir hafi vakið athygli út fyrir
skólann og til að mynda hafi bæj-
aryfirvöld reynst nemendum mjög
hjálpleg og meðal annars boðið
þeim upp á kynnisferð um Kolding.
„Það er allt gert fyrir okkur til
að við getum komið okkur vel fyrir
hér og allir eru mjög hjálpsamir,“
segir hún að lokum.
Hluti af Íslendingabekknum í CEU-tækniháskólanum í Kolding í Dan-
mörku. Daninn var fjarverandi þegar myndin var tekin.
23 Íslendingar í
24 manna bekk
Hönnunarnám í Danmörku
FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna beindi ný-
lega þeim tilmælum til flugmanna sem starfa hjá
Flugleiðum að þeir tækju ekki að sér vinnu á frí-
dögum. Að mati FÍA hafa Flugleiðir gengið allt of
langt við fækkun flugmanna og of fáum flugmönn-
um verið ætlað að sinna verkefnum félagsins í vet-
ur, að sögn Jóhanns Þ. Jóhannssonar, formanns
FÍA.
Eftir fundarhöld í gær ákváðu Flugleiðir að
draga uppsagnir sex flugmanna til baka. Jóhann
segir menn þokkalega sátta við þessa niðurstöðu,
að sinni a.m.k.
Að sögn Jóhanns sögðu Flugleiðir upp hópi flug-
manna í tveimur áföngum sl. sumar og tóku síð-
ustu uppsagnirnar gildi um síðustu mánaðamót.
,,Okkur fannst þeir vera svolítið knapplega
mannaðir fyrir veturinn, þannig að við skrúfuðum
aðeins upp hitann á þá um að draga uppsagnir til
baka,“ sagði hann.
Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Flug-
leiða, segir málið snúast um hvað gert sé ráð fyrir
mörgum flugmönnum við störf hjá félaginu í
tengslum við þau verkefni sem framundan eru.
„Það hafa verið viðræður í gangi á milli félagsins
og FÍA. Svo urðu veikindaforföll meðal flugmanna
og í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að
draga uppsagnir sex flugmanna til baka.“
Fjöldi flugmanna hefur misst atvinnu sína
vegna uppsagna á þessu ári og því síðasta. Skv.
upplýsingum Jóhanns er sá hópur flugmanna sem
sagt var upp á þessu tímabili og ekki hefur fengið
endurráðningu um 50 manns. 34 flugmönnum var
sagt upp störfum í sumar og fyrir voru um 20 flug-
menn sem fengu uppsagnarbréf í fyrra og hafa
ekki verið ráðnir að nýju, að sögn Jóhanns.
,,Þetta er auðvitað ófremdarástand en við erum
í viðræðum við félagið um ákveðin atriði og sér-
stakan samning varðandi útrás félagsins í leigu-
flugi sem er ætlað að afla frekari verkefna og
reyna að jafna út þessa árstíðasveiflu, sem virðist
vera komin til að vera í rekstri félagsins,“ sagði
hann.
Hætt við sex uppsagnir
FÍA mæltist til þess við flugmenn Flugleiða að þeir tækju ekki aukavaktir
Að sögn lögreglu fóru drengurinn og
maðurinn saman til Akureyrar með
flugi á laugardag. Þeir fengu síðan
far með bíl til Sauðárkróks og loks til
Blönduóss þar sem þeir voru að
reyna að útvega sér far til Reykja-
víkur þegar lögregla handsamaði þá.
Á mánudag hafði móðir drengsins
haft samband við lögregluna á Sauð-
árkróki og spurst fyrir um hann en
drengurinn mun ekki eiga ættingja á
Sauðárkróki eða í nágrenni. Dreng-
inn var hvergi að finna í bænum en
lögregla hafði þó fregnir af því að
hann hefði farið þar um. Um kvöldið
frétti lögreglan á Blönduósi af því að
ungur drengur og karlmaður af er-
lendu bergi brotinn væru að ferðast
saman. Þótti ástæða til að hafa af
þeim afskipti og voru þeir færðir á
lögreglustöð.
Við athugun kom í ljós að móðir
drengsins hafði spurst fyrir um hann
á Sauðárkróki og þar höfðu komið
fram upplýsingar um að þeir væru
að bjóða hass til sölu. Maðurinn var
þá handtekinn en fulltrúi félags-
málayfirvalda kallaður til svo að
hægt væri að yfirheyra drenginn.
Hvorugur játaði að hafa ætlað að
selja fíkniefnin og gáfu þeir litlar
skýringar á ferðum sínum. Þar sem
drengurinn er ekki sakhæfur verður
honum ekki refsað fyrir að hafa hass
í fórum sínum.
13 ára dreng-
ur grunaður
um hasssölu
EFTIR að upplýsingar bárust um að 13 ára drengur og 31 árs karlmaður
væru hugsanlega að selja fíkniefni hafði lögreglan á Blönduósi afskipti af
þeim í fyrrakvöld og við leit fundust um 13 grömm af hassi á drengnum. Hass-
ið var í 13 pakkningum og greinilegt að það var ætlað til sölu.
Að loknum yfirheyrslum var drengnum ekið á meðferðarheimilið Stuðla í
Reykjavík en manninum á heimili sitt í Reykjavík. Drengurinn hefur þrátt
fyrir ungan aldur áður komið við sögu fíkniefnamála.
UPPSÖGN oddvita og bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, Ágústar Þórs
Bragasonar, úr starfi umhverfis- og
æskulýðsfulltrúa bæjarins, var stað-
fest á bæjarstjórnarfundi á Blöndu-
ósi í gærkvöldi um leið og tillaga um
breytt skipurit fyrir Blönduósbæ var
samþykkt með atkvæðum meirihluta
H-lista og Hnjúka gegn tveimur at-
kvæðum sjálfstæðismanna. Valgarð-
ur Hilmarsson, forseti bæjarstjórn-
ar og oddviti H-listans, segir að
málið snúist ekki um Ágúst Þór,
meginkjarninn snúist um að breyta
skipuritinu og koma á skilvirku
starfi þar. „Það er ósanngjarnt að
segja að við getum ekki hagrætt
vegna þess að bæjarfulltrúi á þarna
hlut að máli. Þetta er lítið samfélag
og á fundinum voru t.d. þrír vara-
fulltrúar af sjö bæjarfulltrúum
vegna tengsla aðalfulltrúa þeirra við
málið.“
Sigurður Jóhannesson, varabæj-
arfulltrúi D-lista, segir að mönnum
þyki þetta frekar óeðlilegir stjórn-
unarhættir. „Við bárum upp tillögu
um að fresta afgreiðslunni þangað til
skrifleg svör við fyrirspurnum okkar
lægju fyrir. Við bárum einnig upp til-
lögu um að afturkalla uppsögn
Ágústar á þeim forsendum að orsök
uppsagnarinnar var skipurit sem
hvorki hafði hlotið umfjöllun né sam-
þykki. Það má líkja þessu við að lög-
reglan hefði farið að sekta menn
vegna farsímanotkunar áður en lög
þar að lútandi tækju gildi.“
Bæjarstjórnarfundur á Blönduósi
Þrír bæjarfull-
trúar viku sæti
GUÐRÚN Frí-
mannsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Barna-
verndar Reykja-
víkur, staðfestir
að þetta sé ekki í
fyrsta skipti sem
mál drengsins,
sem tekinn var
með fíkniefni á Blönduósi, kemur
til kasta barnaverndar.
„Drengur sem er kominn út á
land og grunaður um fíkniefnasölu
með fullorðnum manni á aug-
ljóslega í miklum vanda,“ segir
hún. Á þeim tveimur árum sem
Guðrún hefur unnið hjá Barna-
vernd Reykjavíkur hefur hún ekki
áður séð dæmi um að svo ungt barn
sé grunað um fíkniefnasölu. Á hinn
bóginn séu þess dæmi að 12–13 ára
börn hafi leiðst út í neyslu fíkni-
efna.
„Þetta er vandamál sem er alveg
klárlega að aukast og sífellt yngri
börn verða fyrir þessu. Efnin verða
harðari og neyslan er að aukast
jafnt hjá unglingum sem fullorðna
fólkinu,“ segir hún.
Vandi sem
eykst sífellt
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 31/34
Viðskipti 16/17 Minningar 36/37
Erlent 18/20 Staksteinar 38
Höfuðborgin 21 Bréf 40
Akureyri 22 Kirkjustarf 41
Suðurnes 23 Dagbók 42/43
Landið 24 Fólk 44/49
Listir 24/30 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 30 Veður 51
* * *