Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 39 Erindi um Falun Gong í HÍ Bjarni Randver Sigurvinsson cand. theol. heldur hádegiserindi, fimmtudag- inn 7. nóvember kl. 12.05, í stofu V í aðalbyggingu Háskóla Íslands um: Falun Gong. Stjórnmál, trú og lækningar. Bjarni leggur stund á doktorsnám í almennum trúar- bragðafræðum við guðfræðideild HÍ. Umræður að erindi loknu. All- ir velkomnir. Fundur hjá Verslunarráði Ís- lands Nóvemberútgáfa Peninga- mála Seðlabanka Íslands verður til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands fimmtudag- inn 7. nóvember í Sunnusal Hótel Sögu og hefst kl. 8. Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðla- bankans, kynnir skýrslu bankans um stöðu og horfur í efnahags- málum ásamt nýrri verðbólguspá. Yngi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Bún- aðarbanka Íslands, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM-Vallár, gefa álit á skýrslunni. Fundurinn er öllum opinn. Rabbfundur hjá Rannsókna- stofu í kvennafræðum Baldur A. Sigurvinsson mannfræðingur flyt- ur fyrirlesturinn „Hermenn og hermennska. Hetjur og val- kyrjur“, á rabbfundi Rann- sóknastofu í kvennafræðum, fimmtudaginn 7. nóvemberkl. 12– 13, í stofu 101 í Lögbergi. Baldur A. Sigurvinsson lauk nýverið MA prófi í mannfræði við Háskóla Ís- lands og fjallaði lokaverkefni hans um hermenn og hermennsku. Málþing um íþróttir og astma og nýr bæklingur Íþrótta- og Ól- ympíusamband Íslands, í sam- vinnu við GlaxoSmithKline, gengst fyrir málþingi um íþróttir og astma, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20 á Grand Hótel. Málþingið er hugsað fyrir íþróttafólk, þjálfara, íþróttakennara, foreldra og aðra sem áhuga hafa. Fyrirlesarar verða Björn Magnússon sérfræð- ingur, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í ónæmis- og ofnæm- issjúkdómum barna, og Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson, fyrirliði KA í knattspyrnu. Fundarstjóri verður Kristján Erlendsson, lækn- ir og formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ. Á málþinginu verður einnig kynnt- ur nýr fræðslubæklingur, Íþróttir og astmi, sem kemur út sama dag. Í bæklingnum er að finna svör við spurningum eins og hvað er astmi, hvað veldur sjúkdómnum og hvernig eru einkennin. Einnig er fjallað um áreynsluastma og gefin góð ráð til handa íþróttafólki með sjúkdóminn. Höfundar efnis eru læknarnir Björn Magnússon og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir en ýmsir fleiri hafa lagt sitt af mörk- um við gerð bæklingsins eins og Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson, fyrirliði KA í knattspyrnu, og Dröfn Sæmundsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik og leikmaður FH. Bæklingnum verður dreift endur- gjaldslaust til almennings gegnum heilsugæslustöðvar, læknastofur, apótek og Astma- og ofnæm- isfélagið. Einnig er hægt að nálg- ast bæklinginn á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambandsins, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN Að vera í sérdeild Sigríður Ein- arsdóttir flytur erindið Að vera í sérdeild: Átján fyrrverandi nem- endur lýsa reynslu sinni. Fyr- irlesturinn er í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, í dag, miðviku- daginn 6. nóvember, kl. 12–13 og er öllum opinn. Fyrirlesturinn er byggður á eigindlegri rannsókn sem gerð var á árunum 1999-2001 meðal ungs fólks sem lauk grunn- skólanámi í almennum sérdeildum. Fjallað verður um reynslu þátt- takenda og upplifun af því að vera í sérdeild, líðan þeirra, námið og námsárangur og félagslega stöðu í skólanum. Einnig verður fjallað um gengi ungmennanna í fram- haldsnámi og atvinnulífi, eftir að grunnskóla lauk. Rabbfundur hjá Stuðningshópi um krabbamein í blöðruháls- kirtli Stuðningshópur um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 6. nóvember, kl. 17. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Rafnsson pró- fessor við Háskóla Íslands. Vil- hjálmur hefur ásamt fleirum rann- sakað krabbamein í starfshópum út frá umhverfi þeirra. Á fund- inum ætlar hann að fjalla um vís- bendingar sem fram hafa komið í þessum rannsóknum. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. Kaffi verður á könnunni. Í DAG Skemmtun fyrir eldri borgara Í kosningamiðstöð Ástu Ragnheiðar í Pósthússtræti 13, við hlið Hótel Borgar, bak við Eika-salat bar, verður skemmtun fyrir eldri borg- ara í dag, miðvikudaginn 6. nóv- ember kl. 16. Erlingur Gíslason leikari les brot úr væntanlegri ævisögu Jóns Baldvins Hannibals- sonar eftir Kolbrúnu Bergþórs- dóttur. Þórunn Lárusdóttir, leik- kona og söngkona, skemmtir. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fundur um stöðu alþjóðamála Opinn fundur um Ísland og um- heiminn, stöðu alþjóðamála frá sjónarhóli Íslands, verður haldinn á kosningaskrifstofu stuðnings- manna Stefaníu Óskarsdóttur, Laugarásvegi 1, í kvöld, miðviku- daginn 5. nóvember, kl. 20. Að lokinni framsögu Stefaníu verða almennar umræður. Kaffi á könn- unni. Stefanía Óskarsdóttir, fráfarandi formaður Hvatar og varaþingmað- ur, er fertugur háskólakennari í stjórnmálafræði. Hún hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Stefanía sækist eftir 6. sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem haldið verður 22. og 23. nóv- ember. Í DAG STJÓRNMÁL FIMMTUDAGINN 31. október sl. um kl. 17.00 varð árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. Þar rákust sam- an rauð Skoda Fabia, ZG-587, og rauð Hyundai, AH-949. Skodanum var ekið norður Háa- leitisbraut frá Landspítalnum í Fossvogi en Hyundai-bifreiðinni var ekið vestur Bústaðaveg. Vitni að árekstrinum eru beðin að gefa sig fram við lögregluna í Reykja- vík en ágreiningur er um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð. Keyrt á bíl við Týsgötu Þá lýsir lögreglan í Reykjavík eftir vitnum að ákeyrslu á hvíta Opel Astra fólksbifreið (NS-948) við Týsgötu 7 nýlega. Bifreiðinni var lagt þar í stæði um kl. 20.30 þann 1. nóv. en aðfaranótt þess 3. uppgötvaðist að ekið hafði verið á hana. Miklar skemmdir eru á vinstra framhorni hennar. Tjónvaldur er ókunnur og því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunn- ar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum NESU sem eru samtök nemenda í viðskipta- og hagfræði við háskóla á Norðurlöndum héldu ársfund sinn í Árósum í Danmörku dagana 14. til 20. október sl. Á fundinum var valin ný stjórn fyrir samtökin til næsta árs og var Íslendingur kosinn for- seti samtakanna í atkvæðagreiðslu en tveir einstaklingar gáfu kost á sér í forsetakjöri. Nýkjörinn forseti NESU, Sigur- björn M. Gunnlaugsson, er nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands. Sigurbjörn er 25 ára og starfar hjá Kaupþingi samhliða námi í viðskipta- fræði. Sigurbjörn hefur gegnt for- mennsku Íslands- deildar NESU en lætur af því starfi eftir kjör sem forseti Norður- landasamtak- anna. Í tengslum við aðalfund NESU var haldin ráðstefna um málefni frumkvöðla, segir í fréttatilkynn- ingu frá NESU. Sigurbjörn M. Gunnlaugsson Valinn formaður NESU Skordýraeitur við Sog Í viðtali við Sveinbjörn Jóhann- esson um murtuveiðar í Þingvalla- vatni í sunnudagsblaði var missagt að eitrað hefði verið fyrir bitmýi með DDT-skordýraeitri á bökkum Sogsins þegar Írafossstöðin var byggð. Þetta var þegar verið var að byggja Steingrímsstöð og er beðist velvirðingar á þessari mis- sögn. Lóg varð að lög Meinleg villa var í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær eftir Sverri Hermannsson alþingismann og formann Frjálslynda flokksins. Í greininni stóð: „…og vildu koma þeim verðmætum í lög áður en þau verða af þeim tekin.“ Þar átti að standa: „…og vildu koma þeim verðmætum í lóg áður en þau verða af þeim tekin.“ Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Fyrirlestur um fötlunarfræði Í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með tíma á fyrirlestr- inum: Að vera í sérdeild, sem hald- in er í Odda í dag, fyrirlesturinn er kl. 12–13. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ÁR er síðan Vatnaleiðin yfir Snæ- fellsnessfjallgarð var opnuð fyrir umferð. Hún hefur reynst Snæfell- ingum og öðrum sem leið eiga á Snæfellsnes mikil samgöngubót. Vegastæðið er vel hannað og frá- gangur Vegagerðarinnar til fyr- irmyndar. Útsýni er víða fagurt á leiðinni og til að gefa ferðamönnum kost á að stoppa og njóta þess er verið að ganga frá útsýnissvæði fyrir ofan Selvallavatn. Þaðan sést vel yfir vatnið og Berserkjahraun. Ekki tókst að ljúka verkinu fyrir vígsl- una, en í vor verður það tilbúið. Arkitekt var fenginn til að hanna áningarstaðinn. Þar eru bílastæði og aðstaða fyrir ferðamenn að setj- ast niður. Stuðlabergssteinar eru mjög áberandi á svæðinu og verða þeir notaðir m.a. sem setur og borð. Steinarnir komu heilir úr vegstæð- inu og koma því að gagni. Þetta er gott dæmi um breytt vinnubrögð Vegagerðarinnar, þar sem lögð er áhersla á að vegagerð valdi eins litlum umhverfisspjöllum og hægt er og eins að koma á móts við þarfir ferðamanna. Verktakar við framkvæmdina eru bræðurnir Benjamín og Guðjón Kristinssynir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þeir bræður Benjamín og Guðjón Kristinssynir frá Dröngum á Ströndum voru að ganga frá áningarstað á Vatnaleið. Áningarstaður á Vatnaleið útbúinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.