Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 37 Hinn 28. október sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Ásgeirs Þ. Ólafssonar fv. héraðs- dýralæknis í Borgar- nesi. Ásgeir var fæddur 28. október 1902 í Keflavík, sonur hjónanna Þórdísar Ein- arsdóttur frá Kletti í Geiradal og Ólafs V. Ófeigssonar kaup- manns frá Fjalli á Skeiðum. Ásgeir gekk í Flens- borgarskóla og Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrif- aðist 1922. Síðan stundaði hann nám í dýralækningum við Tierartztliche Hochschule í Hannover og útskrif- aðist þaðan 1927. Eftir heimkomuna varð hann að- stoðardýralæknir Magnúsar Einars- sonar í Reykjavík þar til hann fékk embætti sem héraðsdýralæknir í Vestfirðingafjórðungi 7. nóvember 1928 með aðsetur í Borgarnesi þar sem hann bjó alla sína starfsævi eða til 1973. Á þeim tíma náði umdæmi héraðsdýralæknisins frá Hvalfjarð- arbotni og vestur í Ísafjarðardjúp, þannig að oft voru löng og ströng ferðalög fyrir hinn unga dýralækni og bílaöld ekki gengin í garð enda mest ferðast á hestbaki, fótgangandi eða sjóleiðis. Í dýralæknisstörfum var Ásgeir óragur, farsæll og mjög nákvæmur að öllu því er laut að sótt- hreinsun og hreinlæti. Hann var duglegur ferðamaður og átti góða hesta sem honum var mjög annt um. Fyrir utan það að starfa í stóru héraði þá voru honum hugleikin rannsóknarstörf og öflun aukinnar þekkingar og í því skyni hélt hann í annað sinn til Þýzkalands og dvaldi í Hannover árin 1937–1938 við fram- haldsnám. Á árunum 1929–1953 var Ásgeir kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, jafnframt því skrifaði hann fjölda greina í bæði erlend og innlend fræðitímarit. Árið 1934 var Dýralæknafélag Íslands stofnað, var Ásgeir einn af stofnendum þess ásamt Ásgeiri Einarssyni, Braga Steingrímssyni, Hannesi Jónssyni Jóni Pálssyni og Sigurði Hlíðar. Hann tók alla tíð virkan þátt í starfi félagsins, sat í stjórn þess frá 1945 og var formaður frá 1958. ÁSGEIR Þ. ÓLAFSSON Hann var kjörinn heiðursfélagi Dýra- læknafélags Íslands á 50 ára afmæli þess 1984, einnig var hann kjörinn heiðursfélagi Norska dýralækna- félagsins árið 1963. Ás- geir var einn af stofn- endum Rotaryklúbbs Borgarness og í fyrstu stjórn og forseti um tíma. Hann var einnig stofnfélagi í Norræna félaginu í Borgarnesi og Íslenzk-ameríska félaginu sem starfaði um tíma. Hann kvæntist 6. september 1931 Guðrúnu S. Árnadóttur, dóttur Árna Eiríkssonar kaupmanns og leikara og Vilborgar Runólfsdóttur í Reykjavík, þau eignuðust þrjá syni, fyrir hjónaband átti Ásgeir eina dóttur. Ásgeir og Guðrún bjuggu alla tíð í Borgarnesi eða til ársins 1973 þegar Ásgeir lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þau bjuggu í Reykjavík til árs- ins 1992 þegar þau fluttust á Dval- arheimilið í Borgarnesi þar sem þau létust, Guðrún 1993 og Ásgeir 1995. Bragi Ásgeirsson. Stofnendur Dýralæknafélags Íslands: Bragi Steingrímsson, Ásgeir Ein- arsson, Jón Pálsson, Sigurður Hlíðar og Ásgeir Þ. Ólafsson. Á myndina vantar Hannes Jónsson. 25. – Db3 26. Dh5 Dc4 27. Bh6 Dc6 Gerir við hótuninni 28. Hxg7+ Hxg7 29. De8+ mát. 28. Rf4 Dd7 29. Dg5 De7 30. Dh5 – 30. – Hc4? Eftir 30. – Dd7 kemur 31. Dd1 Kh8 32. Bg5, ásamt 33. Rh5 o.s.frv. 31. Bg5 Dd7 32. Bxd8 Dxd8 33. Rxe6 De7 34. Rg5 g6 35. Rxf7 Dxf7 36. Dg5 – Tímahrakið er löngu farið að segja til sín hjá báðum keppendum. Lokin eru einkennandi fyrir tíma- mörkin hér í Bled. Hvítur leikur nokkra leiki til að vinna sér inn tíma fyrir lokasóknina. 36. – Rc6 37. h5 Re7 38. hxg6 hxg6 39. Hh3 Dg7 40. He3 Hc6 41. g3 Kf8 42. Kg2 Ke8 43. a5 b5 44. a6 Df7 45. Ha5 Hb6 46. He1 Rc6 47. Ha3 Rb8 48. Hh1 Rxa6 49. Hh8+ Kd7 50. Hd8+ Kc7 51. Hd6 Kb7 52. Dd8 Rc7 53. Hd7 og svart- ur gafst upp, því að drottningin fellur vegna yfirvofandi máthótun- ar. Atskákmót öðlinga 2002 Atskákmót öðlinga 2002 hefst miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Þetta mót er opið öllum skák- mönnum 40 ára og eldri. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi, með umhugsunartímanum 30 mínútur á skák. Teflt verður næstu þrjú miðvikudagskvöld, þ.e. 6., 13. og 20. nóvember. Tefldar verða þrjár skákir á kvöldi. Þátttökugjald er 1.500 kr. Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin. Áhugasömum er bent að skrá sig hjá Ólafi S. Ásgrímssyni í síma 895- 5860, vinnusími 560-5763. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson ALDARMINNING aðstöðu til að veita slíkum hugvits- mönnum öflugri stuðning og stuðla að því að hugmyndir þeirra verði að veruleika, fylgja þeim eftir. Ég hitti Magnús síðast á sl. sumri. Við ræddum þá það verkefni sem verið hafði í gangi sl. ár og hugsanlegt framhald. Líkamlegu þreki Magnúsar hafði hrakað mjög síðustu misserin en hugurinn var jafn virkur og áður, enginn skortur á nýjum hugmyndum eða hugleið- ingum um hvernig nýta mætti eldri uppfinningar á nýjan hátt. Ekki læddist þá að manni sá grunur að svo stutt væri í endalokin. Við sem störfum við Tæknihá- skóla Íslands og áttum því láni að fagna á undanförnum árum að fá tækifæri til að vinna úr hugmynd- um og uppfinningum Magnúsar Thorvaldssonar munum ekki gleyma framlagi hans til starfs okkar í þágu tæknimenntunar. Við sendum aðstandendum hans inni- legar samúðarkveðjur. Guðbrandur Steinþórsson. Magnús Thorvaldsson var fé- lagi okkar í Landssamtökum hjartasjúklinga. Hann var einn þeirra sem ætíð mátti hringja í til sjálfboðaliðsstarfa og hann mætti glaður til þeirra starfa. Magnús hafði frá mörgu að segja og smit- aði út frá sér með sínu létta skapi og hugmyndaauðgi. Fyrir hönd LHS sendi ég eig- inkonu og nánustu ættingjum samúðarkveðju. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, formaður LHS. HINSTA KVEÐJA Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Eiginkona mín, ástkær móðir, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar- daginn 2. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju laug- ardaginn 9. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MS-félagið eða Minningarsjóð Skógarbæjar. Guðmundur Vikar Einarsson, Edda Vikar Guðmundsdóttir, Jón Örn Guðmundsson, Þóra Vikar Guðmundsdóttir, Jahmel Toppin, Guðmundur Vikar Jónsson. Móðir okkar, SVAVA BERNHARÐSDÓTTIR, Hrauntungu 50, Kópavogi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykja- vík föstudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðnir, en bent er á Svövu- sjóð til eflingar kyrrðardögum í Skálholti, sem móðir okkar bar mjög fyrir brjósti. (Bankareikningur 0151-05-060560). Bernharður Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þórhallur Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR HARALDSSON frá Æsustöðum í Langadal, til heimilis í Hamraborg 28, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Jóhanna Þórarinsdóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÞÓRHALLUR HELGASON, Aðalgötu 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 8. nóvember kl. 14.00. Ingibjörg Þórhallsdóttir, Gunnsteinn Agnar Jakobsson, Ragnar Þórhallsson, Ásmundur Þórhallsson, Helga Þuríður Þórhallsdóttir, Jóhann Bergur Hlynsson, barnabörn og Hermann Helgason. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ESTHER EINARSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, lést að morgni þriðjudagsins 5. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Gurðríður Sigfúsdóttir, Thormod Haugen, Margrét Sigfúsdóttir, Sigurður Petersen, Einar Sigfússon, Anna K. Sigþórsdóttir, Dómhildur Sigfúsdóttir, María Sigfúsdóttir, Kristbjörn Theódórsson, Sigurður Sigfússon, Sjöfn Björnsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNATANS KRISTLEIFSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.