Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 9
Glæsileg tilboð í fullum gangi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
Vandaðar
yfirhafnir
Laugavegi 47
sími 552 9122
Laugavegi 47
sími 551 7575
Kjólföt
m/vesti kr. 34.900
frá
Úr afar góðri
ullarblöndu sem
heldur brotum
mjög vel
Allt tilheyrandi
Lakkskór
Brjóst- og ermahnappar
Skyrtur og pípuhattar
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hitti í gær stjórnendur kjarn-
orkuendurvinnslustöðvarinnar í
Sellafield á Norður-
Englandi þar sem hún
gerði þeim grein fyrir
áhyggjum Íslendinga
vegna losunar geisla-
virkra efna í sjó og
skýrði frá hagsmunum
Íslendinga hvað hrein-
leika hafsins snertir og
markaðssetningu á sjáv-
arafurðum.
Þá skoðaði hún hluta
af verksmiðjum Sella-
field. Sagði Siv að starf-
semi endurvinnslustöðv-
arinnar væri mun
umfangsmeiri en hún
hefði gert sér í hugarlund.
Sellafield hefur losað geislavirka
efnið teknisíum 99 í sjó og aukið los-
unina frá 1994. Mengunin berst frá
hafinu við Írland og upp með vest-
urströnd Noregs að Svalbarða og
berst þaðan að Íslandsströndum á
löngum tíma og í litlum mæli.
Siv segist hafa lagt á það megin-
áherslu í störfum sínum að vinna
gegn mengun sjávar enda hagsmunir
Íslendinga miklir í því sambandi.
Að sögn Sivjar barst talið meðal
annars að þeim möguleika að minnka
losun á teknisíum en
bæði Ísland, Norður-
löndin og Írland hafa
þrýst á eigendur verk-
smiðjunnar um að
minnka losunina umtals-
vert eða hætta henni al-
veg. Nú liggur hins veg-
ar fyrir tillaga hjá
bresku ríkisstjórninni
frá Umhverfisstofnun
Bretlands um að fram-
lengja heimildir um los-
un til 2006. Að sögn Sivj-
ar hefur breska
ríkisstjórnin ekki enn
tekið afstöðu til þessara
tillagna.
Hún segir að fram hafi komið hjá
stjórnendum Sellafield að þeir telji
sig ekki hafa yfir að ráða tækni til að
ná teknisíum úr þeim úrgangi sem
verið er að losa í hafið.
„Við höfum bent þeim á það að þeir
eigi frekar að geyma þessi efni á landi
þangað til betri tækni finnst þannig
að þeir geti náð efnunum út,“ segir
hún. Siv segir að stjórnendur Sella-
field telji hins vegar að meiri hætta sé
fólgin í því að geyma fljótandi kjarn-
orkuúrgang á landi í óbreyttu formi
en að endurvinna hann og losa út
teknisíum.
Siv segir að eigendur Sellafield
hafi skuldbundið sig til þess fyrir árið
2020 að mælanleg geislamengun í öll-
um úrgangi sem þeir losa frá sér
verði ekki yfir náttúrulegum mörk-
um. Hún segir hins vegar að þrýst
hafi verið á þá að bregðast fyrr við.
Hún segir ýmis teikn á lofti um að
kjarnorkuvandinn sé að aukast í
heiminum og að fjölmörg ríki séu að
byggja sér ný kjarnorkuver. Þar á
meðal séu Finnar að reisa nýtt kjarn-
orkuver og Japanar hafi lýst því yfir
að þeir muni fjölga kjarnorkuverum
og byggja 13–15 ný á næstu árum til
að koma til móts við aukna orkuþörf.
Ræddi losun á geislavirkum efnum í Sellafield
Skýrði frá hags-
munum Íslendinga
Siv Friðleifsdóttir