Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 18
Reuters
ÆTTINGJAR hugga systur Ahmeds Osmans, Palestínumanns sem
drepinn var á mánudagskvöldið, þegar lík hans var borið út af heimili
þeirra í Rafah-flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu í gær. Þúsundir
manna gengu um götur Rafah er lík fjögurra Palestínumanna voru bor-
in til grafar, en þeir voru drepnir í átökum Palestínumanna við ísr-
aelska hermenn á Gaza.
Sorg á Gaza
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
sérsniðin innheimtulausn
BENJAMÍN Netanyahu fullyrðir að
þetta verði ekkert vandamál.
Hann tók í gær tilboði Ariels Shar-
ons, forsætisráðherra Ísraels, um að
gegna embætti utanríkisráðherra
næstu þrjá mánuðina, þangað til
kosningar verða haldnar, en þar með
er komin upp sú staða að tveir helstu
leiðtogar hægrimanna í ísraelskum
stjórnmálum munu í sameiningu
stjórna átökum Ísraela við Palest-
ínumenn. En það sem sumir óttast að
leiði til vandræða, er að þessir tveir
leiðtogar eru líka að hefja eitilharða
baráttu sín í milli um formannsemb-
ættið í Likudbandalaginu.
Netanyahu lítur á utanríkisráð-
herraembættið sem fyrsta skrefið að
því markmiði sínu að endurheimta
forsætisráðherrastólinn, sem hann
varð að yfirgefa eftir að honum mis-
tókst að ná endurkjöri 1999. Síðan þá
hefur Netanyahu setið á varamanna-
bekknum og beðið færis á að ná aftur
valdataumunum. Um leið og hann til-
kynnti að hann tæki boði Sharons um
að sitja í stjórninni næstu þrjá mán-
uði ítrekaði hann að hann myndi
bjóða sig fram gegn Sharon til for-
mannsembættisins í Likud í væntan-
legu leiðtogakjöri.
Kosningar verða í janúar
Sharon boðaði í gær að kosningar
yrðu haldnar í janúar, átta mánuðum
áður en kjörtímabil hans rennur út,
en honum mistókst að ná nýjum
þingmeirihluta fyrir stjórn sína eftir
að Verkamannaflokkurinn sagði sig
úr samstarfinu í síðustu viku, að því
er virtist vegna ósættis um fjárlaga-
frumvarp. Breska ríkisútvarpið,
BBC, hafði á fréttavef sínum eftir
Sharon að þetta hefði verið „ill-
skársti kosturinn“, en hann hefði
ómögulega getað gengið að þeim
kröfum sem mögulegir bandamenn
hefðu sett fyrir því að veita stjórn
hans stuðning.
Á fréttamannafundi í Jerúsalem í
gær vildi Netanyahu sem minnst
gera úr þeim vanda sem kapphlaup
hans og Sharons um leiðtogaemb-
ættið kynni að skapa í ríkisstjórn-
inni. „Við höfum verið færir um að
vinna saman áður og við erum færir
um að vinna saman núna,“ sagði Net-
anyahu, og bætti því við að Sharon
hefði á árum áður verið utanríkisráð-
herra í sinni stjórn.
Netanyahu var, öndvert við Shar-
on, fylgjandi því að kosningar yrðu
boðaðar nú. „Það sem ber að gera
núna, það er ekki illskársti kostur-
inn, heldur eini rétti kosturinn til að
forða landinu úr þessari skelfilegu
stöðu…er að kjósa nýtt þing,“ sagði
Netanyahu.
Likud þarf að efna til leiðtoga-
kjörs á næstu vikum, og sá sem sigr-
ar í því kjöri mun leiða flokkinn í
kosningunum, sem verða 28. janúar.
Samkvæmt nýlegum skoðanakönn-
unum mun sá leiðtogi að líkindum
einnig verða forsætisráðherra lands-
ins.
Síðast þegar forsætisráðherra var
kosinn í Ísrael, í febrúar í fyrra, naut
Netanyahu greinilega mests fylgis.
En hann dró sig út úr baráttunni á
þeim forsendum að valdahlutföllin á
þinginu kæmu í veg fyrir að hægt
yrði að mynda sterka, stöðuga rík-
isstjórn með afgerandi umboð.
Þar með gafst Sharon tækifæri, og
hann gersigraði Ehud Barak, leið-
toga Verkamannaflokksins og þáver-
andi forsætisráðherra, er hafði orðið
að hætta þegar honum mistókst að
ná samkomulagi við Palestínumenn
og óöld braust út í staðinn.
En með því að taka nú að sér utan-
ríkisráðherraembættið hefur Net-
anyahu tryggt sér áberandi stöðu
fram að kosningunum. En honum
kann einnig að finnast sér settar
skorður. Hann er baráttuglaður og
hefur ekki verið þekktur fyrir að
forðast slagsmál, en nú getur hann
ekki leyft sér að gagnrýna stefnu
Sharons eins frjálslega og hann hef-
ur getað hingað til.
Harðari en afstaða Sharons
Undanfarin þrjú ár hefur Net-
anyahu verið tíður gestur í Banda-
ríkjunum og í ræðum, sem hann hef-
ur ófáar haldið, hefur afstaða hans til
deilunnar við Palestínumenn verið
hörð. Hann er þeirrar skoðunar að
Palestínumenn eigi að fá umtalsverð
sjálfsforráð, en ekki sitt eigið, full-
valda ríki, eins og þeir krefjast. Þá
hefur hann krafist þess að Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna,
verði rekinn frá palestínsku yfir-
ráðasvæði.
Afstaða Netanyahus er að þessu
leytinu harðari en afstaða Sharons,
sem segir að sjálfstætt, palestínskt
ríki muni óhjákvæmilega verða að
veruleika, þótt hann telji að mörg ár
ef ekki áratugir séu þangað til.
Palestínumenn eru ósáttir við
bæði Sharon og Netanyahu og segja
að þeim sé í rauninni ekki umhugað
um að koma á friði. Þeir báðir, og
aðrir sem hafa undanfarið verið for-
sætisráðherrar í Ísrael, „höfðu allir
róttækar áætlanir þegar þeir sátu að
völdum, en þeim hefur öllum mistek-
ist“, sagði Ahmed Abdel Rahman,
ritari palestínsku heimastjórnarinn-
ar. „Ég býst við að allar hægri öfga-
áætlanir mistakist á endanum.“
Leiðtogaslagur við Shar-
on „ekkert vandamál“
Jerúsalem. AP.
Sharon Netanyahu
Með því að gerast utanríkisráðherra
tryggir Netanyahu sér áberandi
stöðu fram að kosningum
’ Netanyahu lítur áutanríkisráðherra-
embættið sem fyrsta
skrefið að því mark-
miði sínu að endur-
heimta forsætisráð-
herrastólinn. ‘
„JAFNRÉTTI varðar annaðhvort
alla eða engan. Herinn er síðasta
stóra karlavígið.“ Þetta hefur Berg-
ens Tidende eftir norska jafnréttis-
fulltrúanum Kristin Mile sem hefur
ásamt forstöðukonu jafnréttisstofu
Noregs hvatt norska þingmenn til að
hefja umræðu um hvort konur eigi að
gegna herskyldu eins og karlar. Að
sögn Bergens Tidende hafa konur
verið tregar til að ræða þessa hug-
mynd og hún mætti strax mótspyrnu.
„Við ætlum ekki að leggja til al-
menna herskyldu kvenna, enda er
ekki meirihluti fyrir því,“ sagði Bård
Glad Pedersen, ráðunautur norska
varnarmálaráðuneytisins. Marit Ny-
bakk, formaður varnarmálanefndar
þingsins, kvaðst hins vegar ljá máls á
því að konur yrðu skyldaðar til að
gangast undir þjálfun í hernum og
þeim væri síðan í sjálfsvald sett hvort
þær gegndu herþjónustu.
Jafnréttið
nái einnig
til hersins
Allir nemi
kenningar
forsetans
Ashkhabad. AFP.
DAGBLAÐ í Túrkmenistan
hefur lagt til að ráðnir verði sér-
stakir kennarar út um allt land
til að breiða út kenningar for-
seta landsins, Saparmurats
Niyazovs, sem hefur tekið upp
nafnið Turkmenbashi, eða „Fað-
ir allra Túrkmena“.
Bók forsetans, Rukhnama, er
nú þegar skyldulesning í skólum
landsins en dagblaðið Stríðs-
maður vill að ráðnir verði sér-
stakir kennarar til að tryggja að
allir landsmenn, ekki aðeins
skólabörnin, læri kenningarnar í
þaula. „Þannig fær fólk á öllum
aldri, ekki aðeins unga fólkið,
rækilega fræðslu um hina helgu
bók Rukhnama,“ skrifaði rit-
stjóri blaðsins.