Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 27 WADE S. Hughes,yfirmaður á um-hverfis-, heil-brigðis- og ör- yggissviði Alcoa, segir í samtali við Morgunblaðið að sú gagnrýni sem fram hafi komið hér á landi á umhverf- isstefnu fyrirtækisins eigi ekki alltaf við rök að styðjast. Alcoa leggi mikið upp úr um- hverfismálum í sinni starf- semi og rík áhersla sé lögð á það að starfa í sátt við nán- asta umhverfi verksmiðja sinna. „Ef helmingur af því sem sagt er um okkur væri sann- leikur þá væri ég kominn út á götu með spjald í hendi og farinn að mótmæla,“ segir Hughes sem starfað hefur hjá Alcoa í áratug. Hann er Ástrali að upp- runa og hefur stjórnað ýms- um verkefnum fyrir fyrirtæk- ið á sviði umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismála, bæði í Ástralíu og Bandaríkj- unum, og starfað einnig að fræðslu- og kynningarmálum. Hann hefur verið á ferð hér á landi undanfarið og hitti m.a. heimamenn á Austfjörðum að máli vegna áforma Alcoa um að reisa álver í Reyðarfirði. Hughes segir sitt hlutverk aðallega að koma á framfæri upplýsingum og heyra sjón- armið og væntingar íbúa til verkefnisins. Vandamál á 3–4 stöðum af um 460 Hann bendir á að Alcoa starfræki um 350 verksmiðj- ur víða um heim þar sem framleiddar séu afurðir af ýmsu tagi. Daglega eigi fyr- irtækið í samskiptum við um 460 samfélög og í fljótu bragði muni hann eftir aðeins 3–4 stöðum þar sem einhver vandamál séu í samskiptum milli fyrirtækisins og fólksins í kringum verksmiðjurnar. Á þessum 3–4 stöðum hafi fjölmiðlaumfjöllun verið frek- ar neikvæð og það hafi haft áhrif út á við. Oftar en ekki hafi viðkomandi fjölmiðlar ekki leitað upplýsinga til fyr- irtækisins heldur komið orð- rómi á framfæri án þess að staðreyna upplýsingar sem þar hafi legið að baki. Ef ein- hvers staðar komi upp deilur þá séu þær umsvifalaust komnar í fjölmiðla og við því sé ekkert hægt að gera. „Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við almenning og fjölmiðla. Viljum veita all- ar þær upplýsingar sem mögulegar eru hverju sinni og við lokum engum dyrum þegar til okkar er leitað. Við vitum sem er að ekki er hægt að reka gott fyrirtæki ef ein- hver vandamál koma upp í kringum það. Slík vandamál þarf að leysa í góðri sátt allra,“ segir Hughes. Hann segir Alcoa leggja mikið upp úr því að laga álver að nánasta umhverfinu eins mikið og kostur er. Víða sé al- menningi veittur aðgangur að álverunum og þannig hafi um 100 þúsund manns komið og skoðað álver í Ástralíu á liðn- um áratug. Þar sé boðið upp á skipulagðar kynningarferðir um álverssvæðið fyrir al- menning. Eins með Alcoa og hjónabandið Hughes segir að fyrirtækið hafi stundum fengið á sig gagnrýni íbúa í nágrenni við álver í Rochdale í Texas í Bandaríkjunum. Þeir hafi áhyggjur af útblæstri meng- andi efna frá álverinu. Engu að síður komi þangað fjöldi ferðamanna á ári hverju til að skoða álverið. „Lífið væri frekar tilbreyt- ingarsnautt ef allt væri slétt og fellt og ekki væru uppi deildar meiningar um til dæmis umhverfismál eða náttúruvernd. Allir hafa rétt á að mynda sínar eigin skoð- anir. Þær þurfa þó að vera byggðar á einhverjum mark- tækum grunni eða upplýsing- um. Á öllum málum er sam- eiginlegur flötur og ef hann finnst þá er hægt að byggja upp eitthvað samband. Ég er sannfærður um að þessi flöt- ur finnst hér á Íslandi. Það er í raun ekki hægt að reka stórt alþjóðlegt fyrirtæki eins og Alcoa án þess að einhvers staðar komi upp deilur. Við vitum bara hvernig þetta er með hjónabönd, þar er aldrei eilífur dans á rósum. En ef skuldbindingin er ekki til staðar um að þú ætlir að leggja þig allan fram í hjóna- bandinu, þá getur illa farið. Hið sama má segja um fyr- irtæki eins og Alcoa,“ segir Hughes. Hann minnir á að Alcoa sé eina námufyrirtækið í heim- inum sem komist hafi á lista yfir 500 fyrirtæki, sem hafa fengið viðurkenningu vegna umhverfismála frá Samein- uðu þjóðunum. Slík viður- kenning sé ekki afhent á silf- urfati heldur verði fyrirtækin að hafa mikið fyrir því að hljóta verðlaunin. Alcoa hafi fyrst komist í þennan hóp fyr- ir um þremur áratugum og náð að halda sér þar síðan, m.a. fyrir endurheimt skóg- lendis í Ástralíu og ýmis fleiri verkefni á sviði umhverfis- mála. Alcoa eigi einnig víða í samstarfi við háskóla, opin- berar stofnanir og umhverf- isverndarsamtök vegna rann- sókna og margs konar verkefna. Hann segir fyrirtækið byggja starfsemi sína á alda- langri hefð, eða allt aftur til loka 19. aldar, og nú sé það að stíga skrefin inn í sína þriðju öld. Sú staðreynd segi meira en mörg orð um skuldbind- ingar fyrirtækisins og stað- festu í því sem það tekur sér fyrir hendur. Það ætli sér t.d. hið minnsta að starfrækja ál- ver á Íslandi í eitt hundrað ár, komi til þess að Alcoa reisi ál- ver í Reyðarfirði. Hughes segir Alcoa hafa sett sér skýr markmið um hvernig það muni standa vörð um sjálfbæra þróun í um- hverfinu. Markmiðunum eigi að ná fyrir árið 2020, m.a. með töluverðri minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, taka eigi í notkun alþjóðlega umhverfisstaðla á öllum framleiðslustöðum fyrir árið 2005 og spara eigi 100 millj- ónir dollara á ári til 2006 í um- hverfis- og orkukostnaði með því að draga úr losun úrgangs og taka þátt í fleiri verkefnum er varði sjálfbæra þróun. Þá segir Hughes að Alcoa leggi mikið upp úr því að auka öryggi starfsmanna sinna. Það hafi tekist á síðustu árum með markvissum aðgerðum. Þannig hafi 1,87 vinnudagur af 200 þúsund vinnustundum tapast árið 1987 vegna vinnu- slysa en sambærilegt hlutfall í dag sé komið niður í 0,14 vinnudag. Eitt af því sem bent hefur verið á hér á landi er há tíðni krabbameinstilfella meðal starfsmanna Alcoa í Ástralíu. Spurður um þetta segir Wade Hughes að niðurstöður rann- sókna hafi verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum hér sem og í Ástralíu. Fyrirtækið fjármagni þessa rannsókn en komi ekki nálægt henni að öðru leyti. Hún sé framkvæmd af tveim- ur háskólum í Ástralíu og með henni fylgist fulltrúar verkalýðsfélaga. Um sé að ræða langtímarannsókn sem hafi farið af stað árið 1994. Búið sé að gefa út tvær áfangaskýrslur og þær gefi báðar til kynna að tilfelli krabbameina meðal starfs- manna Alcoa sé hin sama og í öðrum starfsgreinum. Örlítill munur sé á tíðni lungna- krabbameins, Alcoa í óhag en að sama skapi sé tíðni ann- arra krabbameina hærri úti í samfélaginu, Alcoa í hag – nokkuð sem forsvarsmenn rannsóknarinnar hafi ítrekað bent á í fjölmiðlum erlendis. Rannsóknin hafi auk þess sýnt að starfsmenn fyrirtæk- isins lifi heilbrigðara og lengra lífi en meðaltal fyrir almenning í Ástralíu sýni. Yfirmaður á umhverfissviði Alcoa segir gagnrýni á umhverfis- stefnu fyrirtækisins ekki alltaf eiga við rök að styðjast „Væri farinn að mótmæla ef helmingurinn væri sannur“ Morgunblaðið/Kristinn „Lífið væri frekar tilbreytingarsnautt ef allt væri slétt og fellt og ekki væru uppi deildar meiningar um til dæmis um- hverfismál eða náttúruvernd,“ segir Wade Hughes m.a. ALCOA, sem fyrirhugar að reisa álver í Reyðarfirði, hefur ráðið starfsmann á Ís- landi og fyrirhugar að opna skrifstofu í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Anna Heiða Pálsdóttir hóf störf hjá fyr- irtækinu á föstudaginn. Hún segist vera stolt af því að vinna hjá Alcoa og segist sannfærð um að fyrirtækinu sé full alvara í því að reisa álver hér á landi. Starfsmenn Alcoa eru um 130 þúsund í um 38 löndum. Ísland er því 39. landið þar sem Alcoa nemur land. Setja á fót skrifstofu hér á landi Anna Heiða sagði að á næstu vikum og mánuðum ráðgerði Alcoa að senda marga starfsmenn til Ís- lands til þess að ganga frá samningum um byggingu ál- versins. Af þessum ástæð- um hefði fyr- irtækið ákveðið að setja á stofn skrifstofu á Ís- landi og ráða skrifstofustjóra til að halda utan um starfsemina. Ekki er búið að ganga frá leigu á húsnæði en Anna kvaðst vonast eftir að frá því yrði gengið um miðj- an mánuðinn. Hún sagði að sitt hlutverk væri að vera tengiliður Al- coa á Íslandi, sjá um rekstur skrifstofunnar, skipuleggja ferðir o.s.frv. Anna sagði að starfið legðist mjög vel í sig. „Þetta er ákaflega gott fyrirtæki. Ég hef kynnt mér vel starf- semi þess og mér þykir leið- inlegt að heyra slæmt umtal um það hér á landi. Ég veit ekki hvaðan það er komið því að það er lofað alls stað- ar. Alcoa fékk t.d. eftirsótt fyrirtækja- verðlaun í Ástralíu fyrir skömmu, en þar var verið að verðlauna fjölskyldustefnu fyrirtæk- isins. Alcoa er líka með skýra jafnréttisstefnu og vill helst vera með jafn- margar konur í vinnu og karla.“ Anna sagðist sérstaklega hafa kynnt sér umhverf- isstefnu Alcoa, en í henni væru sett metnaðarfull markmið. Fyrirtækið væri t.d. með það á stefnuskrá sinni að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda á næstu fjórum árum um 25%. „Stjórnendur fyrirtæk- isins vilja líka geta stært sig af því álveri sem fyrirhugað er að reisa á Íslandi. Þetta á að verða fyrirmyndarálver sem þeir geta verið stoltir af um allan heim vegna góðs árangurs í mengunarvörn- um.“ Anna sagðist ekki efast um að full alvara væri á bak við áform Alcoa um að reisa álver í Reyðarfirði. Það sæ- ist best á því að stjórnendur fyrirtækisins væru tilbúnir til að taka á leigu skrifstofu og ráða starfsmann þó að samningar væru ekki í höfn. Fyrsti starfsmaður Alcoa á Íslandi Anna Heiða Pálsdóttir þýðuflokksmenn. Svona skiptist þetta,“ segir Össur. Hann segir að menn megi heldur ekki gleyma því að fyrstu ár Samfylkingarinnar hafi verið erfið. Flokkurinn hafi samhent- ur komist í gegnum þá baráttu og nú sé hann að uppskera fyrir það erfiði. „Við blönduðum blóði í hita dagsins,“ bætir Össur við. Landsfundurinn markaði þáttaskil Stefán Jón Hafstein, formað- ur framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar, tók virkan þátt í stofnun Samfylkingarinnar og hann segist á þeim tíma hafa vissulega fundið fyrir þessari átakalínu milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Þessar línur séu hins vegar óðum að mást út og landsfundurinn í nóv- ember 2001 hafi markað þátta- skil í þeim efnum. Þá hafi línur riðlast í kjöri til trúnaðarstarfa flokksins. „Miðað við undanfara stofnfundarins er ástandið núna gjörbreytt til hins betra fyrir flokkinn í heild. Þessi átök eru hverfandi en ekki endanlega að baki. Við þurfum meiri tíma til að þroskast sem alvöru stjórn- málaflokkur. Samfylkingin er fráleitt orðin fullþroska, ég við- urkenni það fúslega, en hins vegar hefur flokkurinn slitið barnsskónum mjög hratt á síð- ustu tveimur árum og fer að komast í fermingarfötin,“ segir Stefán Jón. Aðspurður hvar helst megi merkja átök innan Samfylking- arinnar segist Stefán Jón finna viðhorfs- mun milli lands- byggðarinnar og höf- uðborgarsvæðisins, milli frumfram- leiðslugreina og neytendasjón- armiða. Þetta megi einnig finna í öðrum stjórnmálaflokkum og átökin snúist frekar um einstak- linga. Stefán Jón segir að í tengslum við prófkjörin komi ennfremur fram „gamli, góði hrepparígurinn“. Menn séu að fóta sig í nýjum kjördæmum og þá jafnt innan landssvæða sem gamalla flokkslína. Velta má fyrir sér hvort fyrr- nefndar átakalínur Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags hafi komið fram í greinarskrifum Guðmundar Oddsson skóla- stjóra í Morgunblaðinu í gær þar sem hann titlar sig sem „fyrrverandi formann fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokks- ins“ og gagnrýnir Stefán Jón fyrir að lýsa yfir stuðningi við Margréti Frímannsdóttur í 1. sætið í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrirsögn greinarinnar var „Stefán, svona gera menn ekki“. Aðspurður um viðbrögð við þessari grein segir Stefán Jón hana ekki dæmi um einhver flokkspólitík átök. Þetta sé að hans mati meira persónu- legt þar sem Guðmundur sé föð- urbróðir Lúðvíks Bergvinsson- ar, sem einnig stefnir á 1. sætið í Suðurkjördæmi. „Það er mjög furðulegt að einn maður í Sam- fylkingunni megi ekki hafa skoð- un á því hvernig stilla eigi upp á lista eða kjósa, og að það sé Stef- án Jón Hafstein, formaður fram- kvæmdastjórnar,“ segir Stefán Jón. „Lík í lestinni“ Guðmundur Oddsson neitar því í samtali við Morgunblaðið að greinin endurspegli einhver átök gamalla flokkslína. Hann sem fyrrum embættismaður á vegum Alþýðuflokksins hafi ver- ið að benda Stefáni Jóni á starfs- skyldur sínar sem formanns framkvæmdastjórnar og ættar- tengsl við Lúðvík hafi engin áhrif haft þar á. Frekar hafi ver- ið um föðurlega ábendingu að ræða. Guðmundur segir átök milli Alþýðu- flokks og Alþýðu- bandalags á veru- legu undanhaldi en hann geti þó ekki neitað því að enn séu nokk- ur „lík í lestinni“ sem minni mik- ið á gömlu flokkana. Þau séu á útleið og verði vonandi endan- lega horfin að loknum næstu kosningum. Línur muni einnig skýrast í prófkjörunum um næstu helgi. s innan Samfylkingarinnar n til stað- hverfandi Morgunblaðið/Kristinn í viðræðum um flokksstofnun 1999: Guðný Guðbjörnsdóttir, fulltrúi , og Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. bjb@mbl.is Úrsagnir vegna ESB-áherslna flokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.