Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 24
LANDIÐ
24 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Í NEÐRI salarkynnum Gerðar-
safns í Kópavogi sýnir listakonan
Gabríela Friðriksdóttir skúlptúra,
myndband, málverk, ljósmyndir og
ljóða innsetningu. Sýninguna nefnir
hún „Operazione dramatica“, sem
þýða má sem „Aðgerð dramatík“.
Þetta er þriðja sýning hennar undir
heitinu „Operazione“. Þær fyrri voru
„Operazione Romantica“ og „Operaz-
ione poetica“. Í nýlegu viðtali í Morg-
unblaðinu sagði listakonan að könnun
á endimörkum fegurðar væri megin
verkefnið á sýningunni og að hún
væri að lýsa nokkurs konar fagur-
fræði ljótleikans.
Fegurð er tvíþætt. Annars vegar
er það samfélagsleg fegurð sem er fé-
lagslega mótuð eftir ríkjandi viðhorf-
um síns tíma og er þá hugmyndarleg,
og hins vegar náttúruleg fegurð sem
er eðlislæg og tilfinningarleg. Gald-
urinn er svo að þekkja muninn. Í bók
sinni, „On beauty and being it“, held-
ur Bandaríski fagurfræðingurinn
Elaine Scarry því m.a. fram að fegurð
og ljótleiki sé metið út frá réttlæti og
ranglæti. Því til skýringar vil ég
nefna atriði úr kvikmyndinni „Eras-
erhead“, sem snillingurinn David
Lynch gerði árið 1978. Í myndinni
eignast hjón afmyndað afkvæmi.
Eina nóttina er nýfætt skrípið að
skæla og móðirin, sem er hugguleg
ljóska, afneitar afkvæmi sínu og snýr
sér út í horn. Á þeirri stundu er ljósk-
an orðin ljót og vond en skrípið fær
samúð, snertir mann í hjartað, og
verður fyrir vikið lítið og sætt, en sæt-
leiki heyrir jú undir fegurð. Þannig er
einmitt tilfinning mín gagnvart 23
styttum sem Gabríela sýnir í Gerð-
arsafni og minna margar þeirra jafn-
vel á skrípið í Eraserhead. Stytturnar
eru mótaðar úr gifsi, grisjum og ýmsu
fundnu efni. Framsetur hún þær á
stöplum sem gefur tilvísun í klassísk-
an skúlptúr og ímynd styttunnar. Af-
myndun skipar reyndar stóran þátt í
sígildri fagurfræði, en Forn-Grikkir,
sem fyrstir tóku upp hugtakið „fag-
urfræði“ (aisthetike), ýktu gjarnan
vöðva og líkamsbyggingu í styttum
sínum til að fá skýrari og fallegri
form. Afmyndun í styttum Gabríelu
er þó tilviljunarkenndari og virðast
þær allt að því sjálfsprottnar í hönd-
um listakonunnar. Fígúrurnar eru
skopmyndalegar (cartoon) sem gefur
þeim Pop-surrealískt yfirbragð.
Ljóðainnsetning Gabríelu er fram-
hald af síðustu sýningu listakonunn-
ar, „Operazione poetica“, Það er um
ljóðskáldið G.K. Morris sem er hug-
arfóstur Gabríelu og er að öðru leyti
ekki til sem persóna. Er listakonan
þar á slóðum belgíska listamannsins
Patrick Corillon sem í rúm 10 ár hef-
ur verið að skapa bráðskemmtilega
ævisögu ungversks skálds, Oscar
Serti að nafni. G.K. Morris hefur ver-
ið hugarfóstur Gabríelu síðastliðin
þrjú ár. Fyrr á árinu, á samsýningu í
Nýlistasafninu, sýndi hún stól skálds-
ins ásamt sígarettustubbum, áfengis-
flösku og krumpuðum blaðsnifsum
sem skáldið átti að hafa hent frá sér.
Hér er því ímynd listamannsins í
hnotskurn, þunglyndur, drykkfeldur,
dramatískur og misskilinn. Svo
skemmtilega vildi til að skáldið sigr-
aði í ljóðasamkeppni á Netinu og
hlaut fyrir það viðurkenningu sem
listakonan sýnir í lítilli geymslu Gerð-
arsafns. Þar hanga á veggnum
krumpuð blöðin með árituðum ljóðum
sem eitt sinn voru í ruslahrúgu á gólf-
inu og hafa nú fengið uppreisn æru.
Til móts við ljóðin er svo ljósmynda-
sería af listakonunni með afskræmda
grímu sem líkist einna helst Gunnari
okkar Hansen í kúlt-hrollvekjunni
„The Texas chainsaw massacre“, og
er sennilega falið andlit G.K. Morris.
Önnur verk á sýningunni eru ljós-
myndasería af listakonunni móta
heldur ófrýnilegt andlit í deig, mynd-
band sem sýnir illa hirtan stigagang,
skúlptúr sem er eins konar blanda af
bedda og flygli og 19 einlit málverkin
unnin með glansandi lakki. Málar
listakonan fígúrur með því að hella
þykku lakki á myndflötinn og lætur
þannig efnið forma myndina. Þrátt
fyrir ágæti verkanna falla þau í
skuggann af styttunum 23 sem eru
sérlega áhrifaríkar í sinni grótesku
fegurð.
Grótesk fegurð
MYNDLIST
Gerðarsafn
Safnið er opið frá 11–17. Lokað á mánu-
dögum. Sýningu lýkur 10. nóvember.
ÝMSIR MIÐLAR
GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR
Jón B.K. Ransu
Frá sýningu Gabríelu Friðriksdóttur í Gerðarsafni.
MYNDLISTARKONAN Hild-
ur Bjarnadóttir er búsett í Banda-
ríkjunum og hefur undanfarin ár
vakið athygli fyrir hugmyndar-
lega nálgun við hannyrðir. Þessa
dagana sýnir Hildur blýantsteikn-
ingar og myndband í Gallerí
gangi, Rekagranda 8, heimili
hjónanna Helga Þorgils Friðjóns-
sonar og Margrétar Lísu Stein-
grímsdóttur. Myndbandið sem
hún sýnir er brot úr gamalli kú-
rekamynd frá 1925 sem nefnist
The Roping Fool. Myndbrotið er í
hægagangi og sýnir kúreka ríða
hesti og leika um leið listir sýnar
með snöru. Teikningarnar eru 9
talsins. Eru það formfræðilegar
línuteikningar sem listakonan
teiknar upp eftir frystum mynd-
brotum úr kvikmyndinni og notar
lykkjur á snörum kúrekanna sem
fyrirmyndir. Endurtekur hún
sömu lykkjuna með býantinum í
hring líkt og hún væri að teikna
eftir skapalóni.
Sýninguna nefnir hún „The
Yarn Twirler“, sem þýðir „Sá sem
spinnur“ eða „Sá sem snýr garni“.
Slær það nokkuð á kúrekaímynd-
ina að setja þá í samhengi við slík-
ar hannyrðir. Flest þekkjum við
kúreka úr bandarískum kvik-
myndum sem svala einfara og
byssuglaða útlaga. Sjaldan er
fjallað um kúrekann sem lista-
mann, eða öllu heldur íþrótta-
mann, nema þá í örfáum „Rodeo“
myndum sem annars marka ekki
djúp spor í kvikmyndasöguna.
Sannir kúrekar eru „listamenn“
með reipi, en líkt og með hann-
yrðir þá er það hverfandi fag.
Sennilega sér listakonan sam-
hengi þar á milli og finnur þá
ástæðu til að blanda þessum
greinum saman á sýningunni.
Hildur tekur ólíkt á viðfangsefn-
inu en hún hefur áður sýnt hér-
lendis. Hún leggur ekki fram eigin
hannyrðir, heldur sýnir hún tilbú-
ið (ready made) myndband og ein-
faldar teikningar sem teljast til
hefbundins myndlistarforms.
Minna teikningarnar jafnvel á þá
formfræði sem bandaríski málar-
inn Philip Taaffe tileinkaði sér
fyrir tæpum áratug síðan þegar
hann vann abstrakt málverk undir
áhrifum af íslömsku skrauti (orna-
ment) og þá aðallega teppa-
skrauti. Í teikningum Hildar líkj-
ast formin helst blúndum og má
þannig tengja þær við hannyrðir.
Myndbrotið er fagurt og seiðandi
og leið hennar frá gamalli kúreka-
mynd að blúndu-teikningum er
trúverðug. Ánægjulegt hefði þó
verið að sjá hana ganga skrefinu
lengra í útfærslunni en bara
teikningar, ekki síst þar sem hún
hefur þegar sýnt mikla getu í
handavinnu. Af þessari litlu sýn-
ingu að dæma er Hildur að opna
nýjar gáttir í listsköpun sinni og
verður forvitnilegt að sjá hvert
framhaldið verður.
Kúrekar
og blúndur
MYNDLIST
Gallerí gangur
Sýningin er opin eftir samkomulagi.
Sýningu er lokið.
MYNDBAND OG TEIKNINGAR
HILDUR BJARNADÓTTIR
Jón B.K. Ransu
Í SKÁLHOLTI verða org-
eltónleikar annað kvöld, fimmtu-
dagkvöld, kl. 21, og eru þeir helg-
aðir minningu Jóns Arasonar
biskups, en Jón
var tekinn af lífi
þennan dag fyrir
rúmlega 450 ár-
um. Það er
Hilmar Örn
Agnarsson, dóm-
organisti í Skál-
holti, sem leikur
á Frobiusarorgel
kirkjunnar.
Á efnisskránni
eru m.a.Prelúdía í h-moll, Fantas-
ía og fúga í g-moll og Vor deinen
Trone trete ich – Bwv 542. Einnig
verk er Megas samdi fyrir Karl
heitinn Sighvatsson organista og
kóralforspil Lofið Guð eftir Þorkel
Sigurbjörnsson.
Tónleikarnir á morgun, fimmtu-
dag, eru í boði sóknarnefndar
Skálholtsprestakalls.
Hilmar Örn
Agnarsson
Tónleikar
helgaðir
Jóni
Arasyni
Fyrirlestur um
byggingarlist
DAGUR Eggertsson arkitekt flytur
fyrirlestur miðvikudaginn 6. nóvem-
ber kl. 12:30 í Listaháskóla Íslands í
Skipholti, stofu 113.
Fyrirlesturinn nefnist: „Staður
fyrir samræður“ og fjallar um gler-
byggingu sem reist var í tengslum
við menningarborgina Helsinki árið
2000.
♦ ♦ ♦
Á LITLU-Heiði í Mýrdal var verið
að taka upp rófur með nýrri rófu-
upptökuvél sem Smári Tómasson
járnsmiður í Vík hannaði og smíð-
aði fyrir þá bændur á Litlu-Heiði og
í Þórisholti.
Töluverðar tafir urðu á rófuupp-
töku vegna frostakaflans sem var í
síðasta mánuði en eftir að hlýnaði
er upptakan aftur komin á fullt og
þó að jörðin sé mjög blaut og þung
yfirferðar gengur vélin nokkuð vel.
Hún er öll færibandaknúin og færi-
böndin vökvadrifin frá dráttarvél.
Þau flytja rófurnar alla leið upp í
stórsekk sem er aftan á vélinni.
Einungis þarf menn við færibandið
til að fylgjast með að ekki fari mik-
ið af rusli og torfum í stórsekkina.
Að sögn Grétars Einarssonar
bónda í Þórisholti hafa þeir komist
upp í að taka upp í 50 stórsekki á
einum degi þó að skilyrði hafi alls
ekki verið góð, rigning og garð-
arnir blautir. Hann segir að þetta
sé mjög mikil framför frá því að
liggja á hnjánum og taka rófurnar
upp með höndunum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ólafur Sigursveinsson og Páll Rúnar Pálsson slá á létta strengi á meðan
rófurnar renna eftir færibandinu upp í pokann.
Sérhönnuð
rófuupptökuvél
Fagridalur
MIKIÐ fjölmenni var við fjöl-
skyldupoppmessu sem haldin var í
Ólafsvíkurkirkju sl. sunnudaginn.
Kórar Ingjaldshólskirkju og Ólafs-
víkurkirkju sýndu þá afrakstur af
gospelnámskeiði sem fram fór á
föstudeginum og laugardeginum.
Umsjón með námskeiðinu hafði
Óskar Einarsson og lék hann undir
sönginn við messuna. Söngurinn
var lifandi og hreif með sér kirkju-
gesti, jafnt unga sem eldri. Konni
kirkjufugl kom í heimsókn og færði
Óskari Einarssyni blómvönd og
fékk að sjálfsögðu koss að launum.
Síðustu ár hafa poppmessur
kirkjunnar venjulega verið að
kvöldlagi en það virtist engin áhrif
hafa á aðsóknina þótt messan væri
kl. 11. Ekki er þó ólíklegt að ynd-
islegt veðrið þennan morgun hafi
átt sinn þátt í að hvetja fólk til
kirkju. Svo mikil var ánægja kór-
anna með þetta gospelnámskeið að
víst þykir að leikurinn verði end-
urtekinn að ári.
Morgunblaðið/Tómas Alfonsson
Gospelstemning í kirkjunni
Ólafsvík
NÚ stendur yfir
myndlistarsýning
Magnúsar Sig-
urðssonar í Flug-
stöðinni á Egils-
stöðum. Á
sýningunni eru 49
málverk frá síð-
ustu þremur ár-
um og eru þau
unnin í olíu og ak-
rýl
Viðfangsefni Magnúsar eru tekin
úr austfirskri náttúru og bætir
hann gjarnan inn í þær nátt-
úrustemmur bæði rafmagns-
staurum- og línum og rúlluböggum.
Hann segir það bæta landslagið
og mannanna verk í náttúrunni
ekki vera til annars en bóta.
Magnús skrifar í sýningarskrá að
myndir hans sýni að hugur hans sé
fyrir austan, þar sem sólin komi
upp réttum megin við rúmið og
setjist á bak við fjöllin. Hann til-
einkar sýningu sína fólkinu á Aust-
urlandi. Sýningin stendur fram í
janúar á næsta ári.
Egilsstaðir
Rúllubaggar og
rafmagnsstaurar
Magnús Sigurðsson hefur opnað sýninguna Rúllubagga
og rafmagnsstaura í Flugstöðinni á Egilsstöðum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir