Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÆPLAST hf. hefur skrifað undir samning um kaup félagsins á fyr- irtækinu Icebox Plastico S.A. sem er nálægt borginni Vigo á vesturströnd Spánar. Félagið, sem hefur verið í eigu íslenskra fjárfesta framleiðir hverfissteyptar plastafurðir, mest- megnis fyrir sjávarútveginn. Steinþór Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts, segir að rekstrarumhvefi á Spáni sé hag- stætt og mikil nálægð við afar stór- an markað. „Það er okkur mjög mikilvægt að hefja starfsemi innan Evrópusambandsins, þó svo að það hafi ekki háð okkur teljandi hingað til að standa utan við það. Með þessu getum við hagrætt í rekstr- inum og flutt hluta af starfsemi okk- ar í Noregi til Spánar. Þannig spör- um við okkur mikinn flutningskostnað og fyrirhöfn. Það er líka ljóst að þurfi franskt fyr- irtæki að velja á milli þess að kaupa sömu vöruna frá fyrirtæki innan ESB eða utan þess, velur það vafa- lítið ESB-fyrirtækið og losnar þann- ig við alls konar pappírsvinu og fyr- irhöfn sem fylgir því að skipta við fyrirtæki utan ESB. Það má því segja að kaup okkar á fyrirtækinu á Spáni séu lykillinn að sókn okkar inn á markaði Suður-Evrópu, en Spánverjar eru ein mesta sjáv- arútvegsþjóð veraldar og hvergi í Evrópu er eins stór ferskfiskhöfn og í Vigo á Spáni,“ segir Steinþór. Vélbúnaður og húsnæði nýtt Icebox Plastico S.A. tók til starfa um mitt ár 2001 og er vélbúnaður og húsnæði fyrirtækisins allt nýtt. Frá stofunun fyrirtækisins hefur verið unnið að sölu- og markaðssetningu afurða en sölutekjur eru enn sem komið er litlar. Það er mat stjórn- enda Sæplasts að með kaupum á Icebox Plastico S.A. sé félagið að styrkja stöðu sína á markaði í Suð- ur-Evrópu en markaður fyrir hverf- issteyptar plastafurðir þar hefur verið mjög vaxandi á undanförnum árum. Þá styrkja kaupin almennt samkeppnisstöðu Sæplasts en sam- keppnisumhverfi á Spáni er mjög gott og verður framleiðslukostnaður í verksmiðjunni töluvert lægri en í núverandi verksmiðjum Sæplasts í Evrópu. Í framhaldi af kaupunum má gera ráð fyrir frekari hagræð- ingu í framleiðslu Sæplasts. Kaup þessi eru gerð með þeim fyrirvara að kostgæfnisathugun, standist, en áformað er að Sæplast taki formlega við rekstri Icebox Plastico S.A. um næstkomandi ára- mót. Sæplast rekur verksmiðjur á Dal- vík, í Kanada, tvær verksmiðjur í Noregi og eina á Indlandi. Starfs- menn eru um 250. Sæplast fjárfestir á Spáni Starfsemi Sæplasts verður á sex stöðum í fimm löndum Morgunblaðið/Kristján Steinþór Ólafsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir kaupin lykilinn að sókn inn á markaði Suður-Evrópu. S-hópurinn Vill fá nið- urstöðu í mánuðinum FYRSTI fundur fulltrúa S-hópsins svokallaða og einkavæðingarnefndar um kaup á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum var haldinn í gær. Að sögn Kristins Hallgrímssonar, talsmanns S-hópsins, var einvörðungu farið yfir verklag í viðræðunum. Hann segir að stefnt sé að því að sölu Búnaðarbank- ans verði lokið í árslok. „Við viljum fá botn í þetta mál, hvað okkur varðar, í mánuðinum,“ segir Kristinn. Sem kunnugt er var í fyrradag til- kynnt að einkavæðingarnefnd hefði ákveðið að velja S-hópinn til við- ræðna, en hún hafði einnig rætt við Fjárfestingafélagið Kaldbak um kaup á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. S-hópurinn samanstendur af Eignar- haldsfélaginu Andvöku, Eignarhalds- félaginu Samvinnutryggingum, VÍS hf., Kaupfélagi Skagfirðinga svf., Keri hf. og Samvinnulífeyrissjóðnum. Í upphafi, þegar hópurinn lýsti fyrst yfir áhuga á kaupum á bankanum, voru innan hans Samskip og Fiskiðj- an Skagfirðingur, en ekki VÍS hf. Kristinn vildi ekki tjá sig um ástæður þessara breytinga í samtali við Morg- unblaðið í gær. Uppsagnir hjá SAS FLUGFÉLAGIÐ SAS áformar að segja upp hátt í 1.000 starfsmönn- um á næstunni. Í frétt á fréttavef Politiken í gær segir að gert sé ráð fyrir að þessar ráðstafanir muni leiða til um 1,3 milljarða danskra króna sparnaðar í rekstri félagsins, jafnvirðis um 15 milljarða íslenskra króna. Tillögur þessa efnir verða teknar fyrir í stjórn félagsins í næstu viku. Segir í Politiken að þessi nið- urskurður muni helst koma niður á starfseminni í höfuðstöðvum SAS í Stokkhólmi, en höfuðstöðvarnar í Danmörku og Noregi muni einnig finna fyrir þeim. ♦ ♦ ♦ HAGNAÐUR írska lágfargjalda- flugfélagsins Ryanair á fyrri helmingi þessa fjárhagsárs jókst um 71% frá sama tímabili á síð- asta ári. Í frétt á fréttavef BBC í fyrradag segir að stjórnendur Ryanair geri ráð fyrir að hagn- aður félagsins verði enn meiri á öllu árinu en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Þeir segi hins vegar að ólíklegt sé að hagnaðurinn komi til með að aukast eins mikið á seinni helmingi ársins og á þeim fyrri. Hagnaður Ryanair á fyrri helmingi þessa fjárhagsárs nam 169 milljónum evra, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, en 102 milljónum evra á sama tíma- bili á síðasta ári, sem er um 8,8 milljarðar íslenskra króna. Segir í frétt BBC að sérfræðingar á fjármálamarkaði telji að hagnað- ur félagsins muni verða á bilinu frá 5% til 19% meiri en áætlaður 200 milljóna evra hagnaður árs- ins geri ráð fyrir. Þá segir að Ryanair hafi greint frá því að farþegum félagsins hafi fjölgað um 37% milli ára og að áætlanir félagsins um tvöföldun farþega, úr 15 milljónum á þessu ári í 30 milljónir eftir 5 ár, muni stand- ast. Samtals munu 13 flugvélar bætast í 44 véla flota Ryanair eftir komandi jólahátið, að því er segir á fréttavef BBC. Aukinn hagnað- ur hjá Ryanair HAGNAÐUR af rekstri Loðnu- vinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði fyrstu 9 mánuði ársins 2002 nam 300 milljónum króna eftir skatta. Ekki er um samanburðartölur að ræða þar sem þetta er fyrsta rekstrarár eftir samruna Loðnu- vinnslunnar h/f og sjávarútvegs- hluta Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga. Rekstrartekjur félagsins voru 1.900 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 428 milljónir eða 23% af tekjum. Afskriftir námu 210 milljónum en fjármagnsgjöld eru jákvæð um 135 milljónir, fyrst og fremst vegna styrkingar ís- lensku krónunnar. Veltufé frá rekstri nam 379 milljónum króna sem er 20% af veltu. Eigið fé 30. september 2002 var 1.343 milljónir króna, sem er 46% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Afkoman á síðasta ársfjórðungi ræðst af síldveiðum Í tilkynningu frá Loðnuvinnsl- unni segir að afkoma félagsins á síðasta ársfjórðungi þessa árs ráð- ist mjög af því hvernig síldveið- arnar komi til með að ganga. Loðnuvinnslan h/f rekur fiski- mjölsverksmiðju, frystihús, síldar- söltun og gerir út ísfisktogarann Ljósafell SU 70 og flottrolls- og nótaveiðiskipið Hoffell SU 80. Þá rekur félagið vélaverkstæði, raf- magnsverkstæði og trésmíðaverk- stæði. Starfsmenn eru um 180. Hluthafar Loðnuvinnslunnar h/f eru um 200 og er Kaupfélag Fá- skrúðsfirðinga stærsti hluthafinn með um 85% hlutafjárins. Hagnaður Loðnu- vinnslunnar hf. 300 milljónir TAL hf. kynnti í gær talsímaþjón- ustu fyrir heimili undir heitinu Tal- sími. Símtöl í talsímaþjónustu Tals fara um sama grunnnet og talsíma- þjónusta Landssíma Íslands. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem þjónustan var kynnt, að mark- miðið með henni væri að veita not- endum auðveldari og ódýrari að- gang að fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra hleypti talsímaþjón- ustu Tals fyrir heimilin af stokk- unum í gær. Hann sagði af því tilefni að síminn væri mesta bylting allra tíma. „Síminn rauf einangrun dreifðra byggða og Íslands,“ sagði Guðni. „Enn er síminn langmik- ilvægasta tækið sem hver Íslend- ingur heldur á í hendi sinni.“ Guðni sagðist vera feginn að fá tækifæri til að leiðrétta mestu lygi Íslandssögunnar. Sunnlenskir bændur hefðu ekki riðið suður til þess að mótmæla símanum fyrir um 100 árum. Þeir hefðu riðið suður til þess að biðja um frelsi í símamálum og þráðlaust samband. Þórólfur sagði að undirbúningur að þjónustunni hefði tekið þrjá mánuði og að fyrirtækið hefði ákveðið að ýta þjónustunni úr vör þrátt fyrir að nýir eigendur hefðu komið til skjalanna. Hann sagði aldrei hafa komið til álita að seinka þessu skrefi þó svo að Íslandssími hafi keypt meirihluta í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Morgunblaðið/Jim Smart Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði símann enn vera langmik- ilvægasta tækið sem hver Íslendingur heldur á í hendi sinni, er talsíma- þjónusta Tals fyrir heimilin var kynnt í gær. Tal kynnir talsímaþjónustu fyrir heimilin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.