Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur góða þekkingu á málum sem þú fæst við og býrð yfir auðugu ímyndunarafli. Næsta ár mun snúast um nánustu sambönd þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér finnst að þú þurfir að leyna upplýsingum fyrir ein- hverjum í dag, frekar en að mæta viðkomandi augliti til auglitis. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður við yfirmenn og aðra ráðamenn verða rugl- ingslegar í dag. Reyndu að komast hjá að ræða hluti sem eru mikilvægir því lík- legt er að misskilningur komi upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu vel yfir það sem þú ert að gera og ítrekaðu fyrir- mæli um vinnuna, ella gætu orðið mistök og komið upp misskilningur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú setur einhvern þér ná- kominn á stall og finnst hann vera fullkominn en líkur eru á að þú sjáir viðkomandi gegnum rósrauð gleraugu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu á varðbergi í fjöl- skylduviðræðum í dag. Ein- hver er að reyna að leyna þig einhverju og þú færð ekki rétta mynd af stöðu mála. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er ekki heppilegt að vera í samningaviðræðum í dag, skrifa undir samninga og fjalla um mikilvæg mál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Skildu peningana þína eftir heima í dag. Fánýtur lúxus- varningur kann að freista þín í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega í viðræðum við aðra í dag. Það sem þú segir kann að valda misskiln- ingi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leyndarmál og laumuspil kunna að mæta þér í dag. Enginn virðist segja sann- leikann, hvort sem ástæðan er ótti, spilling eða vanþekk- ing. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag er ekki heppilegt að ræða um fjármál og útgjöld. Fólk virðist ekki vera á sömu bylgjulengd og þú í þessum efnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki láta hugfallast þótt yf- irmaður þinn virðist bregð- ast þér í dag. Það er líklegt að þú sjáir ekki heildar- myndina og því er allt vænt- anlega ekki glatað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú skalt reyna af fremsta megni að reyna að vera í góð- um tengslum við raunveru- leikann í dag. Það er auðvelt að láta sökkva sér í hugsanir um trú, dulræn fyrirbæri og hluti sem eru á jaðrinum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BRESKI spilarinn Martin Hoffman sat fyrir aftan suð- ur og fylgdist með fram- gangi mála að axlarbaki. Það er skemmst frá því að segja að Hoffman var ekki djúpt snortinn: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G764 ♥ 10642 ♦ K76 ♣D4 Suður ♠ D109853 ♥ ÁKG ♦ Á84 ♣Á Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil vesturs var tígul- gosi. Hvernig myndi lesand- inn spila? Hoffman var enn að velta spilinu fyrir sér þegar sagn- hafi drap á tígulkóng og fór af stað með spaðagosa. Austur átti Kx og íhugaði málið um stund, en lét svo lítinn spaða: Norður ♠ G764 ♥ 10642 ♦ K76 ♣D4 Vestur Austur ♠ Á ♠ K2 ♥ D75 ♥ 983 ♦ G1095 ♦ D32 ♣KG976 ♣108532 Suður ♠ D109853 ♥ ÁKG ♦ Á84 ♣Á Vestur fékk á kónginn og hélt áfram með tígul. Sagn- hafi varð að svína hjarta- gosa, en þegar vestur átti drottninguna var samning- urinn tapaður. Vörnin fékk tvo slagi á tromp, einn á hjarta og einn á tígul. „Þetta var illa spilað,“ hugsaði Hoffman. „Sagnhafi var svo upptekinn af því að veiða austur í gildru að hann sá ekki bestu leiðina. Hann átti að taka slaginn á tígulás og spila ÁKG í hjarta.“ Þetta er rétt hjá Hoffman. Það hefur forgang að fríspila hjartatíuna áður en vörnin nær að brjóta tígulinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT SVANASÖNGUR Á HEIÐI Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði; þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði’ eg svanasöng, já, svanasöng á heiði. Á fjöllunum roði fagur skein, og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm, í einverunnar helgidóm, þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrazt neinum; í vökudraum ég veg minn reið og vissi’ ei, hvernig tíminn leið við svanasöng á heiði. Steingrímur Thorsteinsson Árnað heilla Ljósmyndast. Mynd, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí sl. í Hafnar- fjarðarkirkju af sr. Þórhildi Ólafs þau Anna María Bjarnadóttir og Kristbjörn Óskarsson. Heimili þeirra er á Garðarsbraut 79, Húsa- vík. Ljósmyndast. Mynd, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Sig- urði Grétari Sigurðssyni þau Þórey Arna Árnadóttir og Valgeir Þór Halbergs- son. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósmyndastofan Mynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Víðistaða- kirkju af sr. Braga Ingi- bergssyni þau Hólmfríður Halldórsdóttir og Gunnar Fannberg Gunnarsson. Heimili þeirra er í Dan- mörku. Hlutavelta Morgunblaðið/Júlíus Þessi duglega stúlka, Kar- en Ösp Guðbjartsdóttir, hélt tombólu til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna og safn- aði hún kr. 15.232. Karen þakkar öllum þeim er lögðu henni lið við söfnunina. 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. Rf3 0–0 6. g3 h6 7. h4 hxg5 8. hxg5 Rh7 9. g6 Rg5 10. Re5 fxg6 11. f4 Bd6 12. Rxg6 dxe4 13. Hh8+ Kf7 14. Hxf8+ Bxf8 15. Re5+ Kg8 16. fxg5 Dxg5 17. Rg4 exd3 18. Bxd3 Bb4 19. De2 Rc6 20. Kf2 Bd7 21. Hh1 Hf8+ 22. Kg2 Hf7 23. De4 Bxc3 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem fór fram í húsa- kynnum B&L. Tómas Veigar Sigurðsson (1.750) hafði hvítt gegn Hörpu Ing- ólfsdóttur (1.755). 24. Hh8+! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 24... Kxh8 25. Dh7#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þegar líkaminn þarf meira en lystin leyfir Útsölustaðir apótek landsins og Heilsuhúsið Við orku- og próteinskorti Samkvæmiskjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930 NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN Í dag og á morgun 6.-7. nóv. verður lagersala á ýmsum vörum s.s. undirfatnaði, sokkabuxum, töskum, hönskum, treflum, dömu- og barnainniskóm og fleiri fallegum gjafavörum. Tilvaldar jólagjafir á frábæru verði! Opið frá kl. 12.00-17.00 báða dagana LAGERSALA Í 2 DAGA! ROLF JOHANSEN & COMPANY, SKÚTUVOGI 10A, (á milli IKEA og Húsasmiðjunnar), símar 595 6700/595 6767. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 6. nóvember, er sjötug Jó- hanna Sigurjónsdóttir, Hólagötu 18, Sandgerði. Í tilefni þessa býður hún vini og velunnara velkomna í af- mælisfagnað föstudaginn 8. nóvember kl. 20 í Frímúr- arahúsið á Bakkastíg í Reykjanesbæ.      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.