Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss og Goðafoss
koma og fara í dag.
Björn og Freyja koma í
dag. Anna og Bremon
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Katla fór í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sólvalla-
götu 48. Skrifstofa s.
551 4349, opin miðvikud.
kl. 14–17. Flóamarkað-
ur, fataútlutun og fata-
móttaka opin annan og
fjórða hvern miðvikud. í
mánuði kl. 14–17, s.
552 5277.
Mannamót
Aflagrandi 40. Versl-
unarferð í Hagkaup í
dag kl. 10. Kaffiveitingar
í boði Hagkaupa. Skrán-
ing í afgreiðslu og í s.
562 2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofa, kl. 13
spilað, kl. 10–16 pútt.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30 Bún-
aðarbankinn, kl.
13–16.30 spiladagur,
bridge/vist, kl. 13–16
glerlist.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 10–10.45
leikfimi, kl.14.30–15
bankaþjónusta, kl. 14.40
ferð í Bónus, hár-
greiðslustofan opin kl.
9–16.45 nema mánu-
daga.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9 silki-
málun, kl. 13–16 körfu-
gerð, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. kl. 13.30
bankaþjónusta Búnaðar-
banka.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, mósaik, gifs
og íslenskir steinar og
postulínsmálun, hár-
greiðslustofan opin kl.
9–14.
Félagsstarfið Lönguhlíð
3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 10–12 versl-
unin opin, kl. 13 föndur
og handavinna, kl. 13.30
enska fyrir byrjendur.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Opið hús í
Holtsbúð kl. 13.30. Spil-
að o.fl. Bridgenámskeið
byrjar í dag á Garða-
bergi kl. 13
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–16.
Skrifstofan í Gullsmára
9 opin í dag kl. 16.30–18.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tré-
skurður kl. 9, myndlist
kl. 10–16, línudans kl. 11,
glerskurður kl. 13, pílu-
kast kl. 13.30. Námskeið:
Mótun á leir fyrir byrj-
endur hefst föstudag 8.
nóv. Skráning í Hraun-
seli s. 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. . Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Ásgarði kl. 10. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla kl.
19.15. Söngvaka kl.
20.45. Fræðsluferð í
Þjóðmenningarhús 13.
nóv. kl. 14, að skoða ís-
lensku handritin, skrán-
ing á skrifstofu FEB. S.
588 2111.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum, Selinu,
Vallarbraut 4, Njarðvík.
Félagsvist alla miðviku-
daga kl. 14.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá há-
degi spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 9.30
boccia, kl. 10.45 hæg
leikfimi, kl. 13 félagsvist,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 16 hring-
dansar, kl. 17 bobb.
Handverksmarkaður
verður fimmtud. 7. nóv.
kl. 13. Panta þarf borð
sem fyrst.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10
ganga, kl. 9.05 leikfimi
kl. 9.55 stólaleikfimi, kl.
13 keramikmálun.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
hárgreiðsla og fótaað-
gerð, kl. 13 bridge, búta-
saumur, harðangur og
klaustur.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur og jóga,
kl. 10 jóga, kl.13 dans-
kennsla framhalds-
hópur, kl. 14 línudans,
kl. 15 frjáls dans og
teiknun og málun. Fóta-
aðgerðir og hársnyrting.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–12 tréskurður, kl. 10–
11 samverustund, kl. 9–
16 fótaaðgerðir, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi, verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9–16 fóta-
aðgerð og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 myndmennt,
kl. 10.30–11.30 jóga, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–14 spurt
og spjallað, kl. 13–16 tré-
skurður. Fimmtud. 7.
nóv. kl.10.30 helgistund í
umsjón séra Hjálmars
Jónssonar dómkirkju-
prests, kór Félagsstarfs
aldraðra syngur undir
stjórn Sigurbjargar
Petru Hólmgrímsdóttur.
Myndlistarsýning Sig-
rúnar Huldar Hrafns-
dóttur er opin virka
daga á sama tíma og
þjónustumiðstöðin. Sýn-
ingin stendur til 8. nóv.
Allir velkomnir. Þriðjud.
12. nóv. kl.13.30 verður
fræðslufundur. Er sorg-
in ber að dyrum. Ást-
vinamissir, heilsumissir,
hvernig bregst ég við?
Sigrún Ingvarsdóttir fé-
lagsráðgjafi og Kristín
Pálsdóttir prestur. Allir
velkomnir, óháð aldri,
kaffiveitingar á eftir.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerðir, morgun-
stund, bókband og búta-
saumur, kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband, kl. 14.10
verslunarferð.
Háteigskirkja eldri
borgarar, kl. 11 sam-
vera, fyrirbænastund og
stutt messa í kirkjunni,
allir velkomnir, súpa í
Setrinu kl. 12, brids kl.
13.
Hringurinn. Félags-
fundur í félagsheimilinu,
Ásvallagötu 1, kl. 18.30.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra, Hátúni 12, kl. 19.30
félagsvist.
Áhugahópur um heil-
kenni Sjögrens. Kaffi-
spjall í kvöld kl. 20 á
Kaffi Mílanó, Faxafeni.
Bústaðakirkja, starf
aldraðra, kl. 13–16.30,
föndur, gáta, spil, helgi-
stund. Gestur verður
Benedikt Davíðsson, for-
maður Landssambands
eldri borgara. Bílaþjón-
usta, s. 553 0048, og
864 1448, Sigrún eða s.
553 8500, kirkjuverðir.
Kvenfélag Grensás-
sóknar. Basar í safn-
aðarheimilinu laugard.
9. nóv. kl. 14–17. Tekið
móti munum föstudag 8.
nóv. kl. 17–19 og laugar-
dag kl. 10–12. Félags-
fundur verður mánud.
11. nóv. kl. 20.
Hana-nú Kópavogi. Í
dag: kl. 10 mæting nema
í sögu og þróun leiklistar
í Ríkisútvarpið, Efsta-
leiti, kl. 17–18.30 nám-
skeið í leiklistarsögu í
Gjábakka, kl. 20 fundur í
Bókmenntaklúbbi í
Kórnum á Bókasafni
Kópavogs, gestur Ragn-
hildur Richter bók-
menntafræðingur. Um-
ræðuefni: Ævisögur.
Hallgrímskirkja eldri
borgarar. Opið hús í dag.
kl. 14, einsöngvararnir
Erna Blöndal og Örn
Arnarson syngja, hug-
vekju flytur sr. Jón
Bjarman, allir velkomn-
ir. Leikfimi fyrir eldri
borgara er þriðju- og
föstudaga kl. 13. Jó-
hanna Sigríður Sigurð-
ardóttir sjúkraþjálfari
annast leikfimina.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju. Fundur verður
fimmtud. 7. nóv. kl. 20,
gestir fundarins verða
konur úr Kvenfélagi
Grensáskirkju, skóla-
kantorum, sr. Jón Dalbú
flytur hugvekju, Sigríð-
ur Norðkvist leikur á
harmónikku.
Kvenfélagið Hrönn
heldur jólapakkafund
fimmtud. 7. nóv. kl. 20 í
sal flugvirkjafélagsins,
Borgartúni 22, þriðju
hæð. Munið jólapakk-
ana.
Í dag er miðvikudagur 6. nóv-
ember, 310. dagur ársins 2002,
Leonardusmessa. Orð dagsins:
Jesús segir við hann: „Þú trúir, af
því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir,
sem hafa ekki séð og trúa þó.“
(Jóh. 20.)
Víkverji skrifar...
ÞAÐ var vel til fundið hjá Taliað fá Guðna Ágústsson til liðs
við sig að kynna nýja talsímaþjón-
ustu og leiðrétta í leiðinni þann
misskilning að bændur hefðu í raun
verið andvígir símanum í byrjun
síðustu aldar. Eins og vel kemur
fram t.d. í ævisögu Guðjóns Frið-
rikssonar um Einar Benediktsson
voru bændurnir, sem mótmæltu
símalagningunni, ekki á móti fjar-
skiptatækninni sem slíkri, heldur
vildu þeir loftskeytasamband við
útlönd, Marconi-skeyti eins og þá
var talað um, í stað sæsímans og
töldu það ódýrari kost. Á blaða-
mannafundi Tals í gær leiðrétti
landbúnaðarráðherrann „mestu
lygi Íslandssögunnar“ og benti á að
bændurnir hefðu viljað þráðlaust
samband – sem er auðvitað tízkan í
dag, þótt Marconi-skeytin sem slík
megi muna sinn fífil fegri. Þannig
má álykta sem svo að bændurnir
sem riðu til Reykjavíkur hafi verið
á undan sinni samtíð. Hver er bet-
ur til þess fallinn að halda málstað
bænda á lofti en Guðni? Sennilega
ekki einu sinni Jóhannes eftir-
herma, þótt hann nái Guðna stund-
um betur en Guðni sjálfur.
x x x
VÍKVERJI á hins vegar bágtmeð að skilja hvaða vit er í því
að hið nýja fjarskiptafyrirtæki,
sem rekið er undir merkjum Ís-
landssíma, bjóði upp á þrjú vöru-
merki í hefðbundinni talsímaþjón-
ustu. Undir hatti Íslandssíma er nú
boðið upp á Halló jörð, TALsíma
og svo almenna símaþjónustu Ís-
landssíma. Sennilega eru ennþá
reknar margar símstöðvar hjá hinu
sameinaða fyrirtæki, hver fyrir sitt
vörumerki, ef svo má segja, og
hver um sig áreiðanlega illa nýtt.
Hvar er öll hagræðingin og „sam-
legðin“ sem átti að fást fram með
sameiningu fyrirtækjanna? Vík-
verji bara spyr.
x x x
ÞESSA dagana er verið að takavinnupalla utan af nýju húsi
Orkuveitu Reykjavíkur við Réttar-
háls. Endanlegt útlit hússins er því
að koma í ljós. Óneitanlega er
þetta glæsilegt hús enda ljóst að
þeir sem að því standa hafa lagt
mikinn metnað í það. Húsið er ekki
hefðbundið að því leyti að útveggir
þess eru hallandi. Víkverji leyfir
sér samt að vona að halli verði ekki
á rekstri Orkuveitunnar þó að fyr-
irtækið hafi byggt þetta stóra hall-
andi hús.
x x x
VÍKVERJI var nýlega á ferð áLaugavegi, en götumyndin er
að taka talsverðum breytingum.
Búið er að rífa Stjörnubíó og til
stendur að gera frekari breytingar
á nágrenni þess. Þó umhverfið sé
ekki neitt augnayndi í dag má ljóst
vera að það eru að skapast mögu-
leikar á að gera þennan hluta
Laugavegar skemmtilegri en hann
hefur verið. Á móti Stjörnubíói er
verslunin Sautján, en gerðar voru
miklar endurbætur á því húsi fyrir
nokkrum árum. Nýtt hús er þar
skammt frá á horni Laugavegar og
Snorrabrautar.
Víkverji vonar að vel takist til
við hönnun þeirra bygginga sem
koma til með að rísa á lóð Stjörnu-
bíós þannig að þarna verði til enn
öflugra verslunarsvæði. Ekki er
síður mikilvægt að fella nýjar
byggingar vel að þeim húsum sem
fyrir eru á svæðinu.
Svar við fyrirspurn
Sigríðar Pétursdóttur
SAMKVÆMT lögum Fé-
lags eldri borgara í Reykja-
vík skal ákvarða félagsgjald
á aðalfundi. Á síðasta aðal-
fundi félagsins var sam-
þykkt með öllum greiddum
atkvæðum gegn tveimur að
félagsgjald fyrir árið 2002
yrði kr. 2.800 fyrir einstak-
ling og kr. 4.000 fyrir hjón.
Þessi svokallaði hjónaaf-
sláttur á félagsgjaldi var
fyrst samþykktur á aðal-
fundi félagsins árið 1998 og
hefur afslátturinn verið síð-
an.
Með bestu kveðju,
Stefanía Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri FEB.
Þakklæti
til hestamanns
SL. MÁNUDAG, 28. októ-
ber, milli kl. 14:30 og 16:00
var ég ásamt þremur son-
um mínum á leið milli
Reykjavíkur og Selfoss.
Öllu má um kenna, að-
stæðum, klaufaskap, vanút-
búnum bíl miðað við að-
stæður (á fimm tímum hafði
safnast töluverður snjór og
hálka á veginn), of miklum
hraða og eflaust fleiru en
a.m.k. lentum við út af við
gatnamótin í Þrengslin.
Ég hafði þurft að taka
skyndiákvörðun þegar bíl-
inn byrjaði að spóla sig nið-
ur í brekkuna við Skíða-
skálann og sneri þar við
áður en hann fór að renna
þversum og ætlaði sem leið
lá að fara Þrengslin. Á þeim
gatnamótum tók bíllinn
stýrivöldin og setti okkur
útaf í töluverðum halla.
Nú voru góð ráð dýr.
Synirnir skelkaðir og
skakkir og ég (sjálfsagt
eins og kvenna er siður við
svona aðstæður segja ein-
hverjir) í titrandi sjokki.
Hringt í fjölskyldumeðlim á
Selfossi og hann ræstur út
og nú var bara að bíða.
Dálítil umferð var og alls
kyns bílar fóru hjá, mis-
stórir bílar og eflaust mis-
vel útbúnir, þar til að kom
úr Þrengslunum eldri Paj-
ero með hestakerru í eftir-
dragi.
Úr honum steig maður
sem leit yfir aðstæður og
spurði hvort ég hefði kaðal í
bílnum. Eftir að yfirfara í
huganum hvaða öryggis-
tæki ég var með var kaðall
ekki eitt þeirra. Sem betur
fer bjó hann betur og án
þess að hugsa sig um sneri
hann sínum bíl og gekk í
það verk að draga mig upp.
Það gekk klakklaust og
horfði hann á eftir mér þar
sem ég lét bílinn lötra af
stað niður Þrengslin.
Vil ég hér og nú segja frá
þessum manni til að fólk í
vanda viti að það finnast
enn riddarar á þjóðvegin-
um og þakka honum (og
konu sem beið í bílnum
meðan hann hjálpaði) inni-
lega fyrir rólegheitin og yf-
irvegunina sem frá honum
stafaði þrátt fyrir ekki of
gáfulegar spurningar mín-
ar né því að mér tækist í
stressinu að fara alveg eftir
fyrirmælum hans (t.d. að
láta bílinn ekki spóla !).
Takk fyrir, hestamaður.
Megi vera fleiri eins og þú á
þjóðvegum landsins.
Ingibjörg á bláum
Mercedes Benz Vito.
Vantar auðkenni
ÉG fór nýlega í verslun hér
í bæ og þar var ungur mað-
ur sem hélt á pennum og
sagðist hann vera að safna
fé til hjálpar ungum fíkni-
efnaneytendum. Lét ég
hann fá pening og fékk
penna í staðinn.
Eftir að heim var komið
læddist að mér sá grunur
að ég hefði látið plata mig
og féð hefði runnið í hans
eigin vasa því maðurinn var
ekki merktur neinum sam-
tökum.
Hvet ég þau félög sem
senda fólk til að safna fyrir
góðgerðastarfsemi að hafa
það rækilega merkt með
ljósmynd af viðkomandi og
auðkenni í barminum.
T.K.
Tapað/fundið
Veski og hringur
týndust
VESKI og gullhringur
týndust sl. miðvikudag á
leiðinni frá Breiðholti í
miðbæinn. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
562 6056.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 hafurs, 4 gerir við, 7
óvani, 8 fýla, 9 dropi, 11
skjögra, 13 skott, 14
hagnast, 15 bein, 17
happs, 20 gróinn blettur,
22 þvingi, 23 frábrugðið,
24 hindra, 25 bik.
LÓÐRÉTT:
1 bolur, 2 fúskið, 3 kvala-
fullt, 4 skinn, 5 muldra, 6
dóni, 10 ávítur, 12 temja,
13 mann, 15 skammar, 16
losað, 18 svipað, 19 opna
formlega, 20 tímabil, 21
dægur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 höfuðfati, 8 hökul, 9 nemur, 10 iðn, 11 rýran, 13
afrit, 15 hregg, 18 álfar, 21 lof, 22 lydda, 23 Arons, 24
grátklökk.
Lóðrétt: 2 ölkær, 3 ullin, 4 fenna, 5 tímir, 6 óhýr, 7 þrot,
12 agg, 14 fól, 15 héla, 16 eldur, 17 glatt, 18 áfall, 19
flokk, 20 ræsa.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
ÞAÐ sem við heyrum og
lesum allt of oft um er
bruni í heimahúsum og
sagt er að ástæðan sé oftast
að það kvikni í út frá hinum
ýmsum heimilistækjum.
Oft eru nefnd sjónvörp,
þvottavélar og fl. Mér leik-
ur forvitni á að vita hvort
gerð hefur verið könnun af
brunasérfræðingum eða
einhverjum öðrum fag-
aðilum á því hvort einhver
ein sérstök gerð fremur en
önnur, t.d. sjónvarpsteg-
und, er viðkvæmari en aðr-
ar tegundir. Ef sú könnun
hefur farið fram væri fróð-
legt að fá vitneskju um það.
Ef ekki, finnst mér orðið
tímabært að kanna það og
gera opinbert.
Með fyrirfram þökk.
Ein eldhrædd.
Bruni í heimahúsum