Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 21 B Ú I N N heim þar sem hann gat ekki setið kyrr við vinnuna. „Ég sagði einfald- lega að skólinn hefði brugðist, ekki hann.“ Jóhanna bendir á að í raun sé ver- ið að stimpla börnin, ekki aðeins inn- an bekkjarins, heldur einnig inni á heimilum bekkjarfélaganna því börnin fari síðan heim og segi for- eldrum sínum frá því hverjir hafa fengið hvaða spjöld. „Ég hef heyrt mæðurnar tala um að ef maður er ekki skynsamur þá sé mjög auðvelt að sleggjudæma þessi börn, sérstak- lega þar sem það eru alltaf sömu þrír til fjórir strákarnir sem lenda í þessu.“ Hún segir þessa reynslu hafa haft slæm áhrif á son sinn. „Hann var al- veg niðurbrotinn og ætlaði ekki í skólann aftur. Hvort sem eitthvað er að eða ekki, er þetta einfaldlega nið- urlæging fyrir börnin, þetta er í rauninni bara niðurbrot á sjálfsáliti þeirra. Ef ég gerði eitthvað af mér í vinnunni myndi ég ekki vilja að það yrði hengt upp á vegg og ég þyrfti að horfa á það ásamt mínum starfs- félögum í nokkra daga sem áminn- ingu um það hvað ég væri ömurleg.“ Kennararnir misjafnlega umburðarlyndir Jóhanna hefur gert alvarlegar at- hugasemdir við þetta kerfi við skóla- yfirvöld og segir að tekið hafi verið tillit til þeirra að einhverju marki. „Ég passa sérstaklega vel upp á minn dreng af því að hann er ofvirk- ur með athyglisbrest og ég ætla ekki að láta skólann eyðileggja alla mína vinnu með þá jákvæðu atferl- ismótun sem ég hef beitt við hann. Þau eru kannski að snúa aðeins blaðinu við gagnvart honum af því að hann er með sérþarfir en ég er í þessu tilviki að tala um almennt gagnvart börnum. Hins vegar finnst mér alvarlegast að það eru fleiri skólar að taka þetta upp.“ Að sögn Jóhönnu hefur hún óskað eftir því við skólann að fá skilmerki- legar upplýsingar um markmiðið með kerfinu og á hverju það er byggt. Þá segir hún börnin ekki vita hvaða reglur séu í gildi þannig að þau viti ekki alltaf þegar þau séu að brjóta af sér. Hver kennari noti kerfið á sinn hátt, sem sé alvarlegt því það sé misjafnt hversu umburð- arlyndir þeir séu. „Satt best að segja finnst mér mjög lítil fagleg vinna í þessu og ég get ekki séð að það geti haft jákvæð áhrif að byrja svona í sex ára bekk enda er hægt að brennimerkja börn- in fyrir næstu tíu ár með þessu. Ég hef fengið þau svör að þetta eigi að vera einhver tilraun en mér finnst hún of dýrkeypt og ég held að fólk þurfi að vera búið að hugsa þessi mál betur áður en svona kerfi er tekið upp.“ Ekki víst að þetta verði til frambúðar Halla Þórðardóttir, aðstoðar- skólastjóri í Lækjarskóla, undir- strikar að um tilraun sé að ræða. Kerfið sé notað í 1. til 4. bekk skól- ans en þessar bekkjardeildir fluttust yfir í nýtt húsnæði í haust. „Kenn- ara langaði til að nýta tækifærið þegar við værum að fara hér inn í nýtt hús, hvort hægt væri að skoða málin varðandi aga. Við erum líka að fara af stað með vinnu með skóla- reglur og agamál en það er ekkert víst að þetta verði til frambúðar.“ Hún segist hafa heyrt af því að eins konar spjaldakerfi sé í grunn- skólanum á Selfossi en viti ekki um fleiri skóla. „Þetta er lítið notað hjá okkur og er ekki tengt við ákveðnar skólareglur heldur er þetta gert til að leggja enn frekari áherslu á orð kennarans ef barnið hlýðir ekki.“ Hún segir að horfið hafi verið frá því að hengja spjöldin upp í viðkom- andi skólastofu. „Á einhverjum tímapunkti var það gert en svo er ekki lengur. Núna er spjaldið sett á borð viðkomandi nemanda þar sem hann hugsanlega fjarlægir það en honum er þá bent á að hann sé bú- inn að fá þessa ábendingu samt sem áður.“ „Allt hefur kosti og galla“ En er ekki hætta á að þessi spjaldagjöf niðurlægi börnin fyrir framan skólafélaga þeirra? „Allt hefur kosti og galla og það var ákveðið að prófa þetta og sjá til. Að sjálfsögðu er alltaf reynt að fá barn- ið til að framkvæma réttan hlut áður en spjaldið er gefið þannig að þetta er ekki fyrsta viðbragð, alls ekki.“ Þannig segir hún spjöldin vera gefin eftir að barnið hafi sýnt ítrekaða neikvæða hegðun. Að sögn Höllu þýðir rauða spjald- ið meiri alvöru og þá þurfi barnið að vinna af sér með því að sitja inni við lærdóm í frímínútum. Aðspurð segir hún eftirlit með börnunum þar sem þau sitja inni. „Þá er einhver kenn- ari eða skólaliði sem fylgist með þeim.“ Hún bendir á að ekki sé bara um neikvæð spjöld að ræða heldur hafi það verið tekið upp að gefa eins kon- ar hrósspjöld þegar börnin standa sig vel. „Í fyrsta bekk er séð til þess að hvert einasta barn fái grænt við- urkenningarspjald eða miða í hverri viku þannig að það er líka reynt að taka eftir því þegar þau standa sig vel.“ Hvað varðar framhaldið segir Halla ekki ákveðið hversu lengi til- raunin muni standa yfir. „Þetta er allt í endurskoðun og í mikilli um- ræðu meðal kennarahópsins og ég held kannski frekar að það sé verið að draga úr notkun á þessu. Ég myndi segja að þetta væri mjög lítið notað.“ „Virðist geta valdið skaða frekar en hitt“ Bragi Guðbrandsson, forstöðu- maður Barnaverndarstofu, segist hafa fengið ábendingar vegna þessa kerfis en eðli málsins samkvæmt geti stofnunin ekki látið málið sig varða þar sem hún eigi einungis að hafa afskipti af barnaverndarmál- um. „Til okkar hafa leitað foreldrar sem hafa greint frá ótrúlegri fram- kvæmd við þetta kerfi. Miðað við þær lýsingar sem þarna er um að ræða er full ástæða til að fara vand- lega ofan í þessa uppeldisaðferð því í fljótu bragði virðist hún geta valdið frekar skaða en hitt. Ég hef beint foreldrum til umboðsmanns barna og til skólaskrifstofa viðkomandi sveitarfélaga.“ Magnús Baldursson, fræðslustjóri í Hafnarfirði, segir að foreldrar hafi ekki snúið sér til skólaskrifstofu með kvartanir vegna spjaldakerfis- ins. MÓÐIR sex ára drengs í Lækjar- skóla í Hafnarfirði gagnrýnir harð- lega nýja aðferð, sem notuð hefur verið til að halda uppi aga í yngstu bekkjardeildum skólans og segir hana til þess fallna að niðurlægja börnin fyrir framan skólafélaga sína. Forstöðumaður Barnaverndar- stofu telur fulla ástæðu til að skoða málið vandlega en aðstoðarskóla- stjóri segir aðferðina á undanhaldi frekar en hitt. Aðferðin hefur tilvísun í dóm- gæslu í knattspyrnuleikjum og gengur út á að gefa börnunum gul spjöld við agabrot og síðan rautt þegar gulu spjöldin eru orðin tvö. Jóhanna Fleckenstein, móðir sex ára drengs í skólanum, er afar ósátt við þetta kerfi. „Þetta er mikil aft- urför í uppeldismálum,“ segir hún. „Þetta virkar þannig að þú færð- fyrst tvö gul spjöld eða tvær aðvar- anir áður en þú færð rautt. Spjöldin eru sett upp á töflu og nafnið þitt við hliðna á þeim þannig að það vita allir að þú ert kominn með gult spjald. Svo fyrnast spjöldin í vikulok. Fáir þú rautt spjald, þarftu að vera inni í frímínútum í þrjá daga og þér er refsað með því að láta þig gera heimavinnu á meðan. Það er varla mjög skynsamlegt þegar þú ert sex ára að byrja í skólanum að nota lær- dóm sem refsingu.“ Skólinn brást, ekki barnið Sonur Jóhönnu hefur fengið nokkur spjöld og þar sem hann hef- ur verið greindur ofvirkur með at- hyglisbrest segir hún að í raun sé verið að refsa honum fyrir fötlun hans. Hún segir að sér hafi verið of- boðið þegar sonur hennar hafi verið skilinn eftir inni í stofunni ásamt bekkjarfélaga sínum án eftirlits við að gera heimaverkefni og það hafi síðan aftur valdið því að hann hafi fengið neikvæð ummæli með sér Tilraun með gul og rauð agaspjöld í yngstu bekkjum Lækjarskóla gagnrýnd af foreldri „Niðurlæging fyrir börnin“ Morgunblaðið/Þorkell Yngstu fjórar bekkjadeildirnar í Lækjarskóla fluttu í nýja byggingu í haust og við þær breytingar var ákveðið að gera tilraun með nýtt agakerfi hjá þeim, sem byggist á gulum og rauðum spjöldum. Hafnarfjörður Skólinn segir spjöldin lítið notuð KVEIKT verður á umferðarljósum á tveimur stöðum klukkan 14 í dag, annars vegar á mótum Reykjanes- brautar og Álftanesvegar í Moldu- hrauni í Garðabæ og hins vegar á mótum Reykjanesbrautar og Hamrabergs í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá vegamálastjóra segir að ljósin verði umferðarstýrð að hluta með skynjurum, sem verða á Álftanesveginum og Hamraberg- inu. Að jafnaði muni loga grænt ljós á Reykjanesbrautinni, verði engin umferð á hinum götunum. Ljósin verða látin blikka á gulum ljósum í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveikt á umferðar- ljósum Garðabær/Hafnarfjörður FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.