Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LÖGREGLAN á Húsavík var köll- uð út að íþróttahöllinni á Húsavík um helgina þar sem karlakórarnir Hreimur og Heimir voru að æfa fyrir tónleika sem þeir ætluðu að halda um kvöldið. Ástæðan var ekki sú að slegið hefði í brýnu milli skapmanna úr Suður- Þingeyjarsýslu og gestanna úr Skagafirði, heldur hafði skóg- arþröstur villst inn í húsið og vald- ið tónleikahöldurum hugarangri. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík þótti ótækt að þrösturinn fengi að flögra um húsið meðan á tónleiknum stæði, því óttast var að hann kynni að drita á tónleika- gesti eða jafnvel kórfélaga sjálfa. Þá hefði þrösturinn hugsanlega dregið athygli frá tónlistarmönn- unum sem voru jú sumir komnir langt að. Lögreglan mætti því á svæðið vopnuð háfi og loftbyssu og hugð- ist freista þess að handsama hinn óboðna þröst, annað hvort dauðan eða lifandi. Það gekk hins vegar brösulega lengi framan af. Hátt er til lofts í íþróttahöllinni og þrátt fyrir að lögreglu tækist að hæfa þröstinn með loftbyssunni var skotið þá orðið svo kraftlítið að það hrökk af fuglinum sem aðeins hristi sig og færði sig úr stað. Einnig tókst að hæfa fuglinn með brennibolta en ekki fékkst hann til að yfirgefa íþróttahöllina. Þröst- urinn leitaði að lokum skjóls í viftu á loftræstikerfinu og hefur sjálfsagt talið sig hólpinn. Hús- vörðurinn kveikti þá á loftræsti- kerfinu og þar með voru dagar þrastarins taldir, fiður þeyttist frá viftunni og ljóst að hann lést sam- stundis. Klukkustund síðar hófust tónleikarnir eins og ekkert hefði í skorist og tókust þeir að sögn við- staddra firnavel. Síðasti söngur skógarþrastarins Morgunblaðið/Þorkell SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra mun á þessu þingi leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingar á almennum hegningarlögum þar sem m.a. verður kveðið á um hækkun refsiramma vegna kyn- ferðisbrota gegn börnum og ung- mennum. Frá þessu skýrði hún á Alþingi í gær í utandagskrárum- ræðu um vændi á Íslandi. Sólveig sagðist ennfremur ætla að beita sér fyrir því að auka vernd vitna en í niðurstöðum skýrslu nefndar dómsmálaráð- herra um úrbætur vegna kláms og vændis er m.a. hvatt til þess að fórnarlömbum mansals verði veitt aukin vernd svo þau geti snúið sér til lögregluyfirvalda án þess að ótt- ast um líf sitt og limi. Sólveig sagð- ist þó ekki tilbúin til þess að leggja fram breytingar á almennum hegningarlögum í samræmi við þá tillögu skýrsluhöfunda að fella út ákvæði sem gera það refsivert að stunda vændi. Málshefjandi utandagskrárum- ræðunnar var Guðrún Ögmunds- dóttir þingmaður Samfylkingar- innar, sem sagði áðurnefnda skýrslu um margt góða og hefði þegar orðið til þess að opna augu margra fyrir þeim falda vanda sem vændi væri. „Ég segi falda vanda vegna þess að við erum núna fyrst að setja þessa hluti upp á yfirborð- ið; skoða þá og skilgreina,“ sagði Guðrún. Sagði hún að næstu skref hlytu að felast í því að koma með lausn á vandanum. Guðrún lagði áherslu á mikil- vægi þess að drengjavændi hér- lendis yrði kannað en benti á að það væri ekki bara ungt fólk sem stundaði vændi. „Við erum líka að tala um konur sem eru komnar fast að sjötugu. Konur sem neyð- ast til þess seinni hluta mánaðar að selja sig svo endar nái saman,“ sagði hún. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, sagði að þingmenn VG hefðu fjórum sinnum lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Sú leið hefði verið farin í Svíþjóð. Sagði Steingrímur að stuðningur við þá leið yxi hröðum skrefum og til athugunar væri að taka hana upp í Danmörku og Finnlandi. Refsingar fyrir kynferðis- brot gegn börnum hertar Vændi stundað í framfærslu- skyni verður áfram refsivert  Telja að/10 MIKIÐ er nú að gera hjá lækni á eftirlaunum sem rekur læknastofu í Keflavík hluta vikunnar. Eftir að uppsagnir allra heilsugæslulækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tóku gildi er Hreggviður Hermannsson eini heilsugæslulækn- irinn á Suðurnesjum. Eftir að Hreggviður lét af störfum við Heil- brigðisstofnunina vegna aldurs fyrir hálfu öðru ári hefur hann verið á stofu sinni um þrjá tíma á dag, þrjá til fjóra daga vikunnar. Þar hefur hann unnið án samnings við Tryggingastofnun ríkisins og ekki alltaf verið mikið að gera. Hann varð því undrandi þegar hann mætti á stofuna í gær, en þá biðu þar 22 sjúklingar og stöðugt var að bæt- ast í biðröðina. Biðstofan var full og stigagang- urinn líka að fyllast. Raunar hafði biðröð mynd- ast utan við húsið sem læknastofa Hreggviðs er í stundarfjórðungi áður en von var á lækninum. „Ég veit ekki á hvaða öld maður er, maður þarf að taka númer eins og á skömmtunartímanum,“ sagði kona í hópnum, ekki ánægð með ástandið í heilsugæslumálum svæðisins. Þegar Hreggviður kom tók hann undir það að líklega yrði hann að vinna eftirvinnu þennan daginn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eins og á skömmtunartímum  22 manna/23 Óvænt ös var á biðstofu og stigagangi læknastofu Hreggviðs Hermannssonar í gær. AÐFERÐ sem notuð hefur verið til að halda uppi aga í Lækjarskóla í Hafnarfirði, þar sem svokölluðum agaspjöldum hefur verið beitt, er harðlega gagnrýnd af móður 6 ára drengs í skólanum. Segir hún aðferðina til þess fallna að niðurlægja börnin fyrir framan skólafélaga sína. Aðferðinni svipar til dómgæslu í knatt- spyrnuleikjum. Gengur hún út á að gefa börn- um gult spjald við agabrot og síðan rautt spjald þegar nemandi hefur tvívegis fengið gula spjaldið. Sá sem fær rautt spjald þarf að sitja inni í frímínútum í 3 daga og vinna heimavinn- una sína. „Það er varla mjög skynsamlegt þeg- ar þú ert sex ára að byrja í skólanum að nota lærdóm sem refsingu,“ segir Jóhanna Flecken- stein, móðir drengsins. Halla Þórðardóttir, aðstoðarskólastjóri, segir að alltaf sé reynt að fá barnið til að breyta rétt áður en spjaldið er gefið þannig að spjaldgjöfin er alls ekki fyrsta viðbragð kennara. Hún segir að þessi aðferð sé í endurskoðun og dregið hafi úr spjaldanotkun. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnavernd- arstofu segir að í fljótu bragði virðist þessi að- ferð geta valdið skaða frekar en hitt. Börnum refsað með gulum og rauðum spjöldum  Niðurlæging/21 EES kost- ar 770 milljónir KOSTNAÐUR Íslands af aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu nemur í heild tæplega 770 milljónum króna í ár. Í nýrri skýrslu Fríverzlunarsam- taka Evrópu (EFTA) um fjármögnun EES-samstarfsins kemur fram að kostnaður vegna þátttöku EFTA- ríkjanna í rannsóknar- og þróunar- starfi Evrópu- sambandsins, ýmsum áætl- unum, sam- starfsverkefn- um og stofnunum ESB sé sam- tals um 8,2 milljarðar króna á þessu ári. Þar við bætast rúmlega tveir milljarðar í þró- unarsjóð fyrir fátækari ríki ESB. Af þessum kostnaði greiðir Ísland í kringum 5%, samtals um 526 millj- ónir. Þar af rennur 101 milljón í þró- unarsjóðinn, en fram hefur komið að Evrópusambandið muni gera kröfur um verulega hækkun framlaga í hann vegna stækkunar sambandsins. Til viðbótar við þetta greiðir Ísland samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins um 53 milljónir vegna rekstr- ar aðalskrifstofu EFTA, 71 milljón til Eftirlitsstofnunarinnar í Brussel og 23 milljónir til EFTA-dómstólsins. Þá kostar þýðingamiðstöð utanríkisráðu- neytisins um 60 milljónir á ári og ferðakostnaður vegna EES er áætl- aður 35 milljónir. Norðmenn greiða 12 milljarða Í norska blaðinu Aftenposten var frá því greint í gær að kostnaður Norðmanna af samstarfinu væri tæp- lega 12 milljarðar íslenzkra króna. Í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir styrkjum og framlögum, sem EFTA-ríkin fá til baka, t.d. vegna vís- indasamstarfsins við ESB.   95.65!4P E:'$4-'P 0*)!3P 5$J26$!06$5!P ,6-@ -6)@ /*6-@ )6-@ .61@            !   " LÖGREGLAN í Borgarnesi kyrrsetti í gærkvöldi erlent skip í Grundartangahöfn sam- kvæmt úrskurði sýslumannsins í Borgarnesi. Skipið sem ber nafnið Olma var kyrrsett vegna kröfu sem barst frá útlöndum og hljóðaði upp á 190 milljónir kr., sam- kvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá lögreglunni í Borgar- nesi í gærkvöldi. Rússneskir aðilar standa að útgerð skipsins en það er skrásett á Möltu. Skipið sem var í flutningum fyrir Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga kom til landsins í gær og ætlaði að láta úr höfn í gærkvöldi. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu þarf gerðar- beiðandi að höfða staðfesting- armál innan einnar viku og leggja fram 26 milljóna króna tryggingu fyrir kl. 15 í dag, að öðrum kosti verður skipinu leyft að láta úr höfn. Lögreglan kyrrsetur erlent skip í Grundar- tangahöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.